Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Ekki afturkippur
enerfiðleikar
- segir Jón Sigurðsson
„Ég vil ekki taka undir þaö að aft-
urkippur hafl orðiö í álversmálinu,
hvað varðar ábyrgðir. Hins vegar er
bað rétt að það hafa verið nokkrir
erfiðleikar á ferðinni undanfarið. Ég
tel að þetta mál sé komið á það stig
að menn verði nú að taka ákvörðun
um hvort þeir vilji eða vilji ekki.
Þann 17. maí verður haldinn fundur
þar sem fjallað verður um þessi mál
öll og þetta ætti að skýrast eftir
hann,“ sagði Jón Sigurðsson iðnað-
arráðherra í samtali við DV í morg-
un.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og einn aðalsamningamaður Lands-
virkjunar í álmálinu til þessa, segir
að afturkippur sé kominn í álmálið
hvað varði ábyrgðir. Hann tekur
einnig undir með Paul Drack, for-
stjóra Alumax, að ekki séu nema
helmingslíkur á að af byggingu ál-
vers á Keilisnesi verði. -S.dór
Vinnuveitendur:
Ríkisfyrirtæki seld
Á aðalfundi Vinnuveitendasam-
bands íslands í gær var lögð mikil
áhersla á sölu ríkisfyrirtækja. Sig-
urður B. Stefánsson hagfræðingur
sagði í erindi sínu að raunhæft væri
að selja opinber fyrirtæki hér á landi
á almennum markaði fyrir um 20 til
30 milljarða króna fram til aldamóta.
Af þessari sölu telur Sigurður að um
1,5 til 2 milljarðar geti runnið beint
í ríkissjóð á ári.
í ályktun aðalfundarins segir að
einkavæðing og eðlileg samkeppni
sé leiðin til aukinnar hagkvæmni í
opinberum rekstri. Um kjarasamn-
inga segir að þeir verði að grundvall-
ast á afkomu atvinnulífsins, stöðugu
gengi og að verðbólga verði ekki
meirienínágrannaríkjum. -JGH
Sundsystur á
Seltjarnarnesi
Systurnar Anna Lilja Másdóttir, 8
ára, Helga Rósa Másdóttir, 11 ára, og
Vigdís Másdóttir, 12 ára, geröu sér
lítiö fyrir og unnu allar gullverðlaun,
hver í sínum aldursflokki, á sund-
móti sl. föstudag. Vigdís bætti reynd-
ar öðrum gullpeningi í safnið með
sigri í boðsundi ásamt bekkjarsystr-
um sínum. Þær systur eru á heima-
velli í sundlauginni á Seltjarnarnesi
því þær hafa allar æft þar með sund-
deild K.R.
Rotaryklúbburinn á Seltjarnarnesi
hefur frá opnun sundlaugarinnar
haldið sundmót til þess að örva
sundáhuga yngstu kynslóðarinnar.
Þess má geta til gamans að elsta syst-
irin, Heiðrún, sigraði í sínum aldurs-
flokki á fyrsta mótinu. -pj
LOKI
Hverjum skal árna
heilla?
EFTAogEB:
Verður Island
■ mmm x f ■! Æik
skilið eftir?
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í Brussel í gær að ekki væri
neinn vafi á að evrópska efhahags-
svæðið yrði að veruleika en að það
væri hugsanlegt að einhver EFTA-
ríki yrðu ekki með þegar á hólminn
væri komiö. Þetta segir i skeyti frá
Reuter-fréttastofunni.
„Öllum vafa um evrópskt efna-
hagssvaeði hefur að minu mati ver-
ið eytt. Ég tel að við séum nú stödd
á þeim punkti að ekki verði aftur
snúið og að evrópskt efnahags-
svæði verði að veruleika," sagði
Jón Baldvin.
Hann bætti svo við: „Spurningin
er hversu mörg ríki munu taka
þátt í evrópska samstarfinu."
Jón var þá spurður að því hvort
með þessum orðum ætti hann að-
eins við Sviss eða hvort hann væri
líka að tala um hans eigiö land,
ísland. Hann neitaði að svara þeirri
spurningu.
Margoft hefur komið fram að ís-
lendingar munu ekki taka þátt í
evrópska samstarfinu nema að tek-
ið verði tillit til sérhagsmuna Is-
lendinga varðandi sjávarútvegs-
mal
Nokkurrar óvissu gætir nú um
framtíð EFTA-samtakanna. Aust-
urríki hefur sótt um aðild að Evr-
ópubandalaginu. Svíar eru i start-
holunum og munu væntanlega
sækja um innan skamms. Þá búast
margir við að Norðmenn og jafnvel
Finnar sæki um á komandi árum.
Eftir eru þá ísland og Sviss. Þar
með er ljóst að EFTA-samtökin eru
búin að vera.
Viðskiptautanríkisráðherra Svia,
Anita Gradin, hefur sagt að Svíar
muni örugglega skrifa undir samn-
inginn um evrópskt efnahagssvæði
þótt svo að ekki verði tekið tillit til
sérhagsmuna íslendinga varðandi
sjávarútvegsmál.
Áður hefur komið fram að í því
felist mikill styrkleiki fyrir okkur
íslendinga að EFTA-ríkin standi
saman sem ein sterk heild í viðrseð-
unum um evrópska efnahagssvæð-
ið.
-JGH
Systurnar Anna Lilja, Helga Rósa og Vigdis með gullpeningana.
DV-mynd Brynjar Gauti
Veðrið á morgun:
Sunnanátt
og stinn-
ingskaldi
Á morgun verður sunnanátt,
víða stinningskaldi og rigning um
mestallt land, síst þó norðaust-
antil. Snýst til suðvestanáttar
með skúrum vestanlands er líður
á daginn. Hiti verður á bilinu 7-14
stig í fyrstu en fer síðan kóln-
andi, fyrst vestanlands.
Borgarstjóraslagurinn:
Aukin harka ft
milli Árna og
Vilhjálms
Borgarstj órnarflokkur Sj álfstæðis-
flokks kemur saman til fundar
klukkan 15 í dag til að taka ákvörðun
um eftirmann Davíðs Oddssonar sem
borgarstjóra. Mikil óvissa ríkir um
niðurstöðu fundarins enda mynda
stuðningsmenn Árna Sigfússonar og
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar jafn-
stórar fylkingar.
Samkvæmt heimildum DV hefur
sú aukna harka sem færst hefur í
baráttu þessara tveggja borgarfull-
trúa um borgarstjórastólinn, dregið
stórlega úr möguleikum Davíðs
Oddssonar til að ná samkomulagi eða
hafa áhrif á niðurstöðna. Hann hefur
á undanförnum dögum rætt einslega
við allflesta í borgarstjórnarflokkn-
t
t
t
t
t
um.
Eftir því sem DV kemst næst hafa
skilaboð borgarfulltrúanna verið
þau að ekki komi til greina að leita
út fyrir borgarstjórnarflokkinn við
val á borgarstjóra. Einnig munu
margir hafa lagst gegn því að Davíð
tilnefndi sjálfur eftirmann sinn.
Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar
má búast við að endanleg ákvörðun
um næsta borgarstjóra geti dregist
fram eftir morgundeginum. Ákvörð-
un verði þó að liggja fyrir þegar borg-
arstjórn fundar á morgun.
Árni Sigfússon tók í svipaðan
streng í samtali við DV í morgun.
Aðspurður kvað hann með öllu óljóst
hver niðurstaða fundarins í dag yrði.
Hann tók þó fram að hann myndi
sætta sig við niðurstöðuna þó að hún
yrði honum í óhag, svo fremi sem
hún fengist með lýðræðislegum
hætti.
Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son í morgun. Samkvæmt heimildum
DV munum ýmsir af stuðnings-
mönnum hans mæta til fundarins í
dag staðráðnir í því að knýja fram i
leynilega atkvæðagreiðslu milli ]
þeirraÁrnaogVilhjálms. -kaa
t
t
t
t
t
t
t
t
Utanríkismálanefnd:
t
AtökíSjálf- d
stæðisflokki
„Það er alveg á hreinu að ég sleppi
ekki formennsku í utanríkismála-
nefnd baráttulaust," sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson alþingismaður
samtali við DV í morgun.
Björn Bjarnason sækir það stíft að
fá formennskuna í utanríkismála-
nefnd. Það gerir Eyjólfur líka.
í dag eða í fyrramálið mun þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins kjósa
um það hvor þeirra verður formaður
nefndarinnar. -S.dór
SLOKKVITÆKI
Þjónusta - sala - hleðsla
Reglubundið eftirlit
Saekjum - sendum
I
@91-29399
WV//
m
■fvy Allan sólarhringinn
Öryggisþjónusta
VARI síðan 1969
t
t
i
i
i
i
®L m )M &
TVÖFALDUR1. vinningur
i
i
i