Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ1991.
Fréttir
Evrópska efnahagssvæðið:
Agreiningur þingmanna
um þjóðaratkvæðagreiðslu
- sumir vilja 3/4 hluta atkvæða þingmanna til að samþykkja yíirþjóðlegt vald
Það atriði í yflrlýsingu ráöherra-
fundar EB og EFTA frá því á mánu-
daginn, sem íslenskir þingmenn eru
með hvað mestan fyrirvara á, er að
komið verði á dómstóli fyrir evr-
ópska efnahagssvæðið sem sé æðsta
úrskurðarvald í ákveðnum málum.
Þetta er nefnt yfirþjóðlegt vald.
Norðmenn eru mjög efins mn þenn-
an dómstól og hefur forsætisráð-
herra Noregs, Gro Harlem Brund-
tland, sagt að hún telji eðlilegt að 3/4
atkvæða þurfi til að samþykkja þetta
í norska þinginu. En hvað segja ís-
lenskir stjórnmálamenn?
Steingrímur Hermannsson
„Þegar um svona mál er að ræða,
eins og þennan dómstól, þykir mér
koma til greina að það þurfi þrjá
íjóröu hluta atkvæöa í þinginu til að
samþykkja hann ellegar þá þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Hér er um það stórt
mál að ræða að mér þykir það full-
komlega koma til greina að láta þjóö-
ina skera úr um þetta mál og að
hækka atkvæöahlutfalliö á þingi upp
í þrjá íjórðu hluta,“ sagði Steingrím-
ur Hermannsson.
Össur Skarphéðinsson
„Ég vil ekki svara þessu fyrr en
við höfum rætt þetta í þingflokknum
en það munum við gera,“ sagði Össur
Skarphéðinsson, formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins
Olafur Ragnar Grímsson
„Ég lagði til fyrir kosningar að ef
niðurstaða kæmi í samningum um
evrópskt efnahagssvæði ætti að bera
hana í heild sinni undir þjóðina í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er raunar
enn sannfærðari um þaö nú eftir
samningafund EB og EFTA á dögim-
um þar sem gengið var frá samkomu-
lagi um meira fullveldisafsal en rætt
var um áður,“ sagöi Ólafur Ragnar
Grímsson.
Björn Bjarnason
„Ég vil skoða það betur hvort
ástæða er til að hækka hlutfall at-
kvæða hér á þinginu upp í þijá fjórðu
hluta. Það eru allt aðrar reglur sem
gilda í Noregi en hér. í Noregi er um
að ræða sérstaka norska stjómskip-
unarreglu sem þarf að kanna hvort
á við hér. Eins og málið snýr að mér
sé ég ekki ástæðu til að hækka hlut-
fallið hér hjá okkur. Ég er heldur
ekki á því að leggja eigi samning um
evrópska efnahagssvæðið undir
þj óðaratk væöagreiðslu, ‘ ‘ sagði Björn
Bjamason.
Þorsteinn Pálsson
„Ég sé ekki að það sé neitt komið
fram í þessum samningum ennþá
sem gefur ástæðu til að álykta í þá
veru að hækka beri atkvæðahlut-
faUið á þingi til að samþykkja samn-
inga um evrópska efnahagssvæðið.
Það sem skiptir máli fyrir okkur er
að fá það fram að íslenskar sjávaraf-
urðir njóti sömu stööu í Evrópu og
iðnaðarvörur annarra þjóða. Enn
sem komið er hefur ekkert miðaö í
þá átt. Það er hins vegar forsenda
fyrir því að við gemmst aöilar að
væntanlegum samningmn. Ég sé
ekkert, á þessu stigi málsins, sem
gefur tilefni til þjóðaratkvæða-
greiðslu um þetta mál. Ég vil hins
vegar ekki útiloka að það verði skoö-
að á síðari stigum ef eitthvað það
kemur upp sem gefur tilefni til þess,“
sagði Þorsteinn Pálsson.
-S.dór
Utandagskrárumræður um evrópska efnahagssvæðið:
Ekki f ullveldisafsal
- sagði JónBaldvm-ÓlafurRagnaráannarriskoðun
Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra flutti þinginu í gær skýrslu sína
um evrópska efnahagssvæðið. Umræðurnar stóðu til klukkan þrjú í nótt.
DV-mynd GVA
Lömbin hennar Selmu gera mikla lukku meðal yngstu kynslóðarinnar sem
hefur f jölmennt að bænum Brimnesi á Árskógsströnd undanfarna daga.
DV-mynd gk
Selma kom með fjögur lömb
í gær fór fram umræða utan dag-
skrár í sameinuðu þingi um það sam-
komulag sem náöist á fundi utanrík-
isráðherra EB og EFTA síðastliðinn
mánudag. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra skýrði í upphafi
frá þessu samkomulagi. Hann benti
í upphafi á að samningar um evr-
ópskt efnahagssvæði gætu aldrei tal-
ist viðunandi fyrir islendinga nema
tollar falli niður af íslenskum sjávar-
afurðum innan Evrópubandalagsins
til mótvægis fyrir frekari opnun ís-
lensks markaðar fyrir iðnvaming,
þjónustustarfsemi og vissar tegundir
suðrænna landbúnaöarafurða. Jón
sagði að gefið hefði verið til kynna
að tilboð kæmi fram á fundinum
varðandi sérmál okkar íslendinga
um sjávarútvegsmál en ekkert slíkt
tilboð hefði komið fram. Hann sagði
að samt heföi á fundinum 13. maí
síðastliðinn náðst umtalsverður ár-
angur á ýmsum sviðum. Hann taldi
upp atriði eins og samkomulag um
sjálfstætt eftirlitskerfi á vegum
EFTA-ríkjanna með framkvæmd
samningsins. Samkomulag varð um
dómstól til þess að leysa ágreinings-
efni, hlutverk hans skipan og verk-
svið. Þá varð samkomiúag um hlut-
deild fulltrúa EFTA-ríkjanna við
undirbúning ákvarðana. Þá náðist
samkomulag varðandi orðalag um
almennt öryggis-og vamaglaákvæði,
sem kemur í stað upphaflegra og
varanlegra fyrirvara. Loks náðist
samkomulag um tímabundnar und-
anþágur frá hinum almennu lögum
og reglum er varða þjóðfrelsiö í þessu
samkomulagi.
Þrjú mál standa eftir algerlega
óleyst, þau kallar Jón hina vanhelgu
þrenningu. Þau varða landbúnað,
sjávarafuröir og stofnun þróunar-
sjóðs sem EFTA-ríkin stofnuðu og
stjómuðu. Fjármunir úr honum ættu
að renna til vanþróaðri svæða innan
EB.
„Allt tal um það að þessi samning-
ur feli í sér afsal á fullveldi, framsal
á valdi þjóöþinga, eða afsal á valdi
dómstóla, styðst ekki við rök. Menn
verða að átta sig á hver munurinn
er á Evrópubandalaginu sem slíku
og því evrópska efnahagssvæði sem
hér er verið að ræða um,“ sagði Jón
Baldvin.
Steingrímur Hermannsson sagði
þetta mál það mikilvægasta sem fyr-
ir okkur hefði legiö frá stofnun lýð-
veldisins. Hann minnti á þá fyrirvara
sem fyrri ríkisstjóm hefði sett í þessu
máli. Nú sagðist hann hafa áhyggjur
vegna þess sem hér væri verið að
skýra frá. Hann sagði nýja ríkis-
stjóm hafa lagt suma þessa fyrirvara
til hliðar. Hann sagði þaö ekki koma
til greina að sínu áliti að samþykkt
yrði yfirþjóðlegt vald, dómstóll, eins
Jón Baldvin væri nú að kynna.
Kristín Einarsdóttir gagnrýndi
samkomulagið á svipuðum nótum og
Ólafur Ragnar, sagði að á þessum
fundi utanríkisráðherra EFTA og EB
hefði verið gengið frá samkomulagi
sem fæli í sér meira fullveldisafsal
en rætt var um áður. Ólafur sagði
að Jón Baldvin héldi því fram að í
samkomulaginu væri ekkert full-
veldisafsal. Ólafur benti á að forsæt-
isráðherra Noregs væri á annarri
skoðun, sömuleiðis ráöherrar í ríkis-
stjóm Sviss og Gunnar G. Schram
lagaprófessor væri líka á annarri
skoðun en Jón Baldvin. Hann sagði
aö Jón Baldvin yrði að horfast í augu
við þessar staðreyndir.
-S.dór
Gylfi Krisljáiissan, DV, Akureyri;
Ærin Selma, sem er fjögurra vetra
og til heimilis á bænum Brimnesi á
Árskógsströnd í Eyjafirði, ætlar að
reynast fijósöm í meira lagi því að
hún hefur skilað eiganda sínum 12
lömbum nú þegar.
Fyrsta vorið bar Selma tveimur
lömbum, síðan þremur næstu tvö
árin og nú fyrir nokkmm dögum bar
hún fjórum lömbum sem öll eru við
bestu heilsu, að sögn heimilisfólksins
á Brimnesi, en eigandi Selmu er
Kjartan Gústafsson. Að sögn heimil-
isfólksins hefur verið nokkuð gest-
kvæmt á Brimnesi undanfama daga
og er unga fólkið fjölmennt í gesta-
hópnum.
Astand
vega
tjubæjarklaustur
Innan svörtu línanna eru
vegir sem eru lokaðir allri umferð þar til
annað verður auglýst