Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
Útlönd______________________________
Ný stjóm í Frakklandi:
Minni breytingar
en búist var við
Hinn nýi forsætisráðherra Frakk-
lands, Edith Cresson, kynnti ráð-
herralista sinn í gærkvöldi. Af tutt-
ugu og níu ráðherrum eru aðeins
fimm nýir og kom það á óvart. Fimm
konur sitja í stjórninni.
Ný kona í stjórninni er Martine
Aubry sem er dóttir Jacques Delors,
formanns framkvæmdanefndar Evr-
ópubandlagsins. Mun hún gegna
embætti vinnumálaráðherra.
Risaráðuneyti
Stjómin er ekki jafnvinstrilituð og
búist var við. Pierre Beregovoy verð-
ur áfram fjármálaráðherra en verk-
svið hans verður útvíkkaö, að því er
Cresson sagði um leið og hún kynnti
ráðherralistann. Beregovoy verður
ráðherra nokkurs konar risaráðu-
neytis og falla undir það íjármál, fjár-
lög, iönaður og utanríkisverslun.
Þessi breyting er liður í undirbún-
ingnum að innri markaði Evrópu-.
bandalagsins sem verður að veru-
leika 1993.
Jafnvægi nauðsynlegt
í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu í gær
lýsti Cresson því yfir að jafnaðar-
stefnan væri ágæt formúla en aðlaga
þyrfti hana núverandi aöstæöum.
Hún lagði á það áherslu að styrkja
þyrfti iðnað Frakklands og Evrópu.
Samvinna við Japani væri ágæt en
Japanir mættu ekki sækja kunnáttu
til Evrópu án þess að láta eitthvað
af hendi. Japanir hefðu skapað iðnað
sinn með því að loka aðra úti og
stefna þeirra heföi verið að ná yfirr-
áðum á heimsmarkaðnum. Evrópu-
bandalagið hefði enga slíka vernd-
arstefnu.
Cresson, sem er fyrrum Evrópu-
málaráðherra, lýsti því yfir að skapa
Reyndur stjórnmálamaður
Cresson er enginn nýgræðingur í
stjórnmálum. Hún hefur reynslu af
því að reyna að láta í sér heyra í
hópi karla. Hún sagði af sér embætti
Evrópumálaráðherra í fyrra vegna
ágreinings við Rocard. „Það tekur
tvisvar sinnum lengri tíma fyrir mig
en karlráðherra að fá áheyrn hjá for-
sætisráðherranum,“ sagði hún þá.
Áður hafði hún verið iðnaðarráð-
herra, utanríkisviðskiptaráðherra
og landbúnaðarráðherra. Franskir
bændur reyndu ekki einu sinni að
leyna hlátri sínum þegar hún var
skipuð landbúnaðarráðherra. En
Edith Cresson hló ekki og þegar hún
var útnefnd ráðherra utanríkisvið-
Bragð hjá Mitterrand
Franska dagblaöið Le Monde skrif-
ar að með því aö útnefna Cresson í
embætti forsætisráðherra hafi Mit-
terrand Frakklandsforseti verið að
tryggja að hann gæti haft áhrif á val
eftirmanns síns í forsetastól. Með
þessu hefði hann verið að draga úr
vonum Rocards, fyrrum forsætisráð-
herra, um að geta orðiö næsti forseti
Frakklands. Mitterrand, sem verður
nær 79 ára þegar kjörtímabil hans
rennur út 1995, er talinn vilja fá
Laurent Fabius í forsetaembættið.
Fabius var forsætisráðherra Mitter-
rands á árunum 1984 til 1986.
Reuter,TT
A sömu stólum
Roland Dumas verður áfram utan-
ríkisráðherra og ekki er því búist við
kúvendingu í utanríkismálum. Varn-
armálaráðherrann Pierre Joxe og
innanríkismálaráðherrann Philippe
Marchand halda embættum sínum
sem og Henri Nallet dómsmálaráð-
herra og Lionel Jospin menntamála-
ráðherra. Jack Lang menningar-
málaráðherra fékk ekki nýjan ráð-
herrastól þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir í þá átt.
Edith Cresson gekk illa að koma
saman ráðherralistanum og lauk
ekki verkinu fyrr en hðið var á
kvöldið. Ráðuneytisstjórar verða út-
nefndir í dag.
Franska dagblaðið Le Monde skrifar að með því að skipta um forsætisráð-
herra hafi Mitterrand Frakklandsforseti verið að reyna að koma í veg fyrir
að Rocard verði næsti forseti Frakklands. Rocard, sem lét af embætti forsæt-
isráðherra í fyrradag, brosir hér til fréttamanna ásamt Edith Cresson, hinum
nýja forsætisráðherra Frakklands.
Símamynd Reuter
þyrfti jafnvægi innan Evrópubanda-
lagsins. Frakkland þyrfti að verða
jafn sterkt og Þýskaland.
skipta söknuðu bændur hennar. Hún
hafði verið einn besti ráðherra sem
þeir höfðu haft.
Lausn stjórnmálakreppunnar
í J úgóslavíu í sjónmáli
Forsætisráð Júgóslavíu kemur aft-
ur saman til fundar síðdegis í dag,
að því er hin opinbera fréttastofa
Tanjug tilkynnti í gærkvöldi.
Svo virtist sem lausn á stjórn-
málakreppunni væri í sjónmáli í gær
þegar júgóslavneska þingið sam-
þykkti þrjá fulltrúa í forsætisráðinu,
frá Svartfjallalandi, Vojvodina og
Kosovo. Samkvæmt stjómarskránni
verða fulltrúar í forsætisráðinu að
hljóta samþykki þingsins. Ástæðan
fyrir því að fulltrúi Kosovo var ekki
samþykktur var sú að hann var ekki
þjóðkjörinn. Þegar hann var kynntur
fyrir þinginu ásamt hinum tveimur
neitaði þingið aö samþykkja aUa
þrjá.
Það var til að mótmæla þessu sem
fulltrúi Svartfjallalands í forsætis-
ráðinu, Branco Kostic, greiddi ekki
atkvæði á miðvikudaginn þegar ráð-
ið átti aö kjósa nýjan forseta fyrir
júgóslavneska ríkjasambandið. Það
leiddi til þess að Króatanum Mesic
var hafnað. Eins árs kjörtímabil Ser-
bans Jovics rann þá út og var röðin
komin aö Mesic. Hann bindur nú
vonir sínar við atkvæði Kostics.
Reuter
Verkfallinu í Færeyjum lokið
Vinnudeilunni í Færeyjum er lok-
ið. Seint í gærkvöldi samþykktu sam-
tök atvinnurekenda og ófaglæröra
hækkun launa um 64 danska aura á
tímann. Upprunaleg krafa verka-
lýðssamtakanna var 2,50 til viöbótar
á tímann. Atvinnurekendur kröfðust
hins vegar samsvarandi launalækk-
unar. Hið nýja samkomulag gildir í
eitt ár.
VerkfalUð í Færeyjum hafði staðið
í nær viku og var farið að gæta vöru-
skorts í verslunum. Bensín var einn-
ig gengið til þurrðar og dagvistunar-
stofnunum var lokað. Bátar voru
farnir að landa afla erlendis og póst-
samgöngur milli Færeyja og útlanda
lágu niðri. Rítzau
Fyrrum forsætlsráðherra Bretlartds, Margaret Thatcher, ásamt Pik Bot-
ha, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Thatcher kom til Suður-Afríku á
miðvikudaginn og hyggst dvelja þar i viku í boði de Klerk forseta.
Simnmynd Reulcr
Nokkur hundruð mótmælendur gengu um Höfðaborg i Suðm’-Afríku
í gær og kröfðust lausnar pólitískra fanga. Mótmælendurnir lýstu einnig
yfir andúð sinni á heimsókn Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bret-
lands, til landsins.
um sem miða aö því að þvinga suður-afrísk yfirvöld til að binda enda á
aöskilnaðarstefnuna.
Þjóf ur kafnar á flótta
Tæplega sextugur spánskur þjófur kafnaði í gær eftir að hafa gleypt
fölsku tennurnar sínar á flótta undan konu sem hann rændi.
Forsaga málsins er sú að maðurinn komst inn á heimili gamallar konu
á þeim forsendum að hann gerði við saumavélar, en notaði þá tækifærið
og rændi hana £«gar inn var komið. Að því búnu lagði hann á flótta, en
hið óvænta gerðist aö gamla konan elti hann. Á ílóttanum gleypti þjófur-
inn fólsku tennumar sínar og þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir vegfaranda
tii að losa þær úr kokinu á honum kom allt fyrir ekld, hann kafnaði áður
en hann komst á spítala. Reuter
Bresk kona í sovéskt geimffar
Bresk kona mun verða farþegi í
sovésku geimfari sem skotið verð-
ur á loft á morgun. Konan, Helen
Sharman, sem er efnafræöingur,
hefur verið í þjálfun í tvö ár i geim-
vísindastöð nálægt Moskvu.
Tveir sovéskir geimfarar halda
út í geiminn um borð í Soyus TM-
12 ásamt Sharman til Mir-stöðvar-
innar sem er á braut umhverfis
jöröu. Sharman mun dvelja átta
daga í Mir-stöðinni en sovésku
geimfararnir verða eftir þar sem
þeir eiga að taka við af annarri
áhöfn sem dvalið hefur fimm mán-
uði úti í geimnum.
Sovétmenn reyna nú aö auka
áhugann á geimferðaáætlunum
sínum með því að bjóða útlending-
um far gegn milljóna dollara
greiðslu.
Sovéska geimfarið Soyuz TM-12.
Símamynd Reuter
Andvígir verkamannafflokki
Þrír stærstu flokkarnir á Grænlandi eru mótfallnir myndun verka-
mannaflokks. Formaður Siumutsílokksins, Lars Emil Johansen, sem
einnig er formaöur landsstjómarinnar, segir að verkalýðssamtökin SIK
ættu heldur að einbeita sér að því aö efla starfsemi sína en að stofna flokk.
Leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Atassut, Konrad Steenholdt, er
þeirrar skoðunar að lausnin fyrir félaga í verkalýðssamtökunum sé að
styðja flokk sem vinnur fyrir alla þjóðina. Þess vegna eigi samtökin að
styðja Atassutflokkinn sem lagt hefur fram tillögu um skattalækkanir
fyrir hina lægst launuöu.
Fella niður matvælaskatt
Boris Jeltsin, forseti Rússfands.
Simamynd Reuter
Stjórn Rússlands hefur fellt niður fimm prósenta skatt af næstum
öllum matvælum aö því er forseti rússneska þingsins, Boris Jeltsin, til-
kynnti í gær. Skatturinn var lagður á 1. janúar síðastliðinn samkvæmt
að hann „forsetaskattiim".
Ein af kröfum námuverkamanna, sem voru í verkfalli, var að skattur-
inn á öllum lífsnauðsynjum yrði felldur liiður.
Stjóm Rússlands hefur ákveðiö aö skatturinn verði áfram á áfengi, tó-
baki, kaffi og súkkulaði. Mörg önnur Sovétlýðveldi hafa þegar fellt niður
fimm prósenta skattinn á helstu matvælum. Reuter, Rítzau