Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ekki gleyma samviskunni í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek er fjallað á ítar- legan hátt um þá óhugnanlegu staðreynd að milljónir barna og fullorðinna deyja á ári hverju vegna fátæktar og bráðasótta sem stafa af hörmungarástandi í vanþró- uðum ríkjum. Tímaritið vekur upp þá spurningu hvort umheimurinn hafi gefist upp við að aðstoða þetta hrjáða fólk og hvort samviska okkar sé á undanhaldi. Það er fróðleg lesning og hrollvekjandi. Um þessar mundir beinist athyglin að landflótta Kúrdum. Ein og hálf milljón Kúrda fleytir fram lífi sínu heimlislaus og allslaus. Baráttan stendur ekki gegn öðr- um óvini en þeirra eigin umkomuleysi. Neyð þeirra er mikil. En ástandið í Sómalíu, Bangladesh, Mósambík, Súdan, Afganistan, Eþíópíu og fleiri löndum er engu skárra. Náttúruhamfarir, matarleysi og hjúkrunar- skortur hrjáir milljónir* manna um allan heim. Við sjáum myndir af deyjandi börnum, vesölum gamal- mennum og grátandi konum í umkomuleysi sínu og það er átakanleg sjón að horfa á hundruð munna og handa bítast um nokkra brauðhleifa eins og dýrin í eyðimörk- inni. Newsweek upplýsir að dregið hafi úr aðstoð frá Vest- urlöndum. Þegar neyðarköllin eru endurtekin ár eftir ár virðast hinar velmegandi þjóðir hætta að taka eftir neyðarópunum. Það er eins og Vesturlandabúar telji þriðja heiminn hvort sem er óseðjandi og um leið ekki við bjargandi. Vesturlandabúar segjast vera fengnir til að slökkva elda hér og hvar án þess að komast nokkru sinni að upptökum eldsins. Þeir segja að framlög Vestur- landa komist ekki til skila og neyðarhjálpin sé óskipu- lögð og ómarkviss. Newsweek bendir og á að Vesturlönd eigi líka nóg með sig. Fátæktin og stéttaskiptingin í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bandaríkjamenn álíta sjálfsagt að þeir þurfi fyrst að hreinsa til í sínu eigin húsi og fjárlagahall- inn þar vestra minnkar stöðugt það svigrúm sem Banda- ríkjamenn hafa til rausnarlegra framlaga. í Vestur- Evrópu eru menn uppteknir við björgunaraðgerðir í Austur-Evrópu og öll sú vesöld sem komið hefur í ljós þegar járntjaldið féll krefst gífurlegra fjármuna ef ár- angur á að nást. Þá er því haldið fram að hörmungarnar í vanþróuðu ríkjunum séu vanræktar af vestrænum fjölmiðlum og það þyki ekki lengur frásagnarvert þótt ungbörn deyi úr hungri. Daglegir atburðir af því taginu eru ekki leng- ur fréttamatur! Fyrir vikið beinist athygli Qöldans frá þessum vandamálum og hörmungum og fer jafnvel svo að fólk tekur það ekki nærri sér þegar neyðarástandi er lýst yfir í Bangladesh vegna fárviðris. Hundrað þús- und manns farast í ofviðri og umheimurinn ypptir öxl- um. Kannske eru þetta alvarlegustu fréttirnar, einmitt sú þróun að heimurinn kæri sig kollóttan og láti sér fátt um fmnast. Það stafar ekki af samviskuleysi heldur fá- læti. Það eru óhugnanlegar staðreyndir að meðan tug- þúsundir hjálparvana fólks deyja úr drepsóttum skuli hinn siðmenntaði heimur hafa mestar áhyggjur af offitu og hjartasjúkdómum sem henni fylgir! Eða að hundruð þúsunda þoli hungur meðan þjóðir á borð við íslendinga fleygja tugum tonna af kjöti á haugana! Úttektin í Newsweek kemur við samvisku okkar. Hún er þörf áminning um þá ábyrgð sem á okkur hvílir. Við megum aldrei gleyma og aldrei þreytast á að rétta bjarg- arlausum ómögum hjálparhönd. Það er ekki þeirra sök aðeigabágt. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991. Um allan heim horfast tugir millj- óna manna í augu við dauðann vegna hungurs og styijalda. í Afr- íku einni eiga um þrjátíu milljónir manna í tuttugu og fjórum löndum hungurdauða á hættu. Þrír íjórðu þessa fólks eru fórnarlömb styrj- alda í sex löndum; Eþíópíu, Sómai- íu, Súdan, Angóla, Mósambík og Líberíu. Vitaskuld eiga þurrkar meginsök á uppskerubresti en það er stjórnarfarið í þessum löndum og hernaðurinn ásamt vísvitandi stefnu stjórnvalda sem er undirrót vandans. Án breytinga á stjómar- fari verður þetta vandamál viðvar- andi. í þessum löndum geisa langvar- andi innanlandsstríð þar sem ann- ar aðili eða báðir beita hernaðarað- ferðum sem kenndar eru viö sviðna jörð og miða beinlínis að því að reka fólk á flótta frá heimkynnum sínum til að svipta óvininn stuðn- ingi. í Eþíópíu á viðvarandi hungur sér ekki aðeins veðurfarslegar ástæður heldur miklu frekar póli- tískar. Allt frá 1974, þegar núver- andi harðstjóri, Mengistu Hailie Meriam, kollvarpaði Haiiie Se- lassie keisara hefur ríkisrekinn samvinnubúskapur leitt til þess að landbúnaðarframleiðsla hefur dregist stórkostlega saman og eins :í ' „Það er tilvalið að gefa nokkrar krónur til að kaupa sér sálarfrið gagn vart Kúrdum.“ Hið sameiginlega samviskubit og í Sovétríkjunum er dreifikerfið í rúst. Áratuga skærahernaður á mörg- um svæðum landsins hefur gert fólki ómögulegt að stunda land- búnað og milljónir era á vergangi. Allt þetta er af mannavöldum; þurrkarnir einir sér eru ekki aðalá- stæðan. Sams konar óstjórn er í Súdan en í Sómalíu er algert öng- þveiti og upplausn vegna borgara- stríðs aö minnsta kosti fjögurra fylkinga. Ekki þarf að fjölyrða um Ángóla og Mósambík, þar sem stríð hafa geisað frá 1974, eða Líberíu, þar sem ættflokkastríð er um þaö bil aö eyðileggja það sem eftir er af landinu. í þessum sex löndum vofir hungurdauði yfir allt aö 24 milljónum manna. Ölmusur En hvað kemur þetta öðra fólki við? Svo er að sjá sem heimsbyggðin taki þessar hörmungar til sín. Al- menningur í hinum vestræna heimi lætur árlega milljaröa króna af hendi rakna til bágstaddra, væntan- lega til þess að þurfa ekki að horfa á myndir af sveltandi bömum í sjónvarpinu. En það er borin von að þær myndir hverfi. Ástandið fer versnandi en ekki batnandi. Ekkert er gert til að ráðast að rótum van- dans sem er pólitískur. Þróunaraðstoð myndi til langs tíma litið gera miklu meira gagn en matargjafir. Eilífar skammtíma- lausnir leysa engan vanda heldur tryggja það beinlínis að vandinn verður viðvarandi um langa fram- tíð. Einræðisstjórnir, eins og til dæmis stjórn Súdans, þar sem um 7 milljónir eru í hættu vegna mat- arskorts, treysta á alþjóðahjálp og gera ekkert sjálfar til aö tryggja þegnum sínum lífsskilyrði heldur hugsa aðeins um að drepa and- stæðinga sína. Kúrdar En í ölmusugjöfum ríkra Vestur- landabúa eins og öðra eru miklar tískusveiflur. Nýjustu hörmung- amar og þær fréttnæmustu draga að sér mesta peninga. Það má bú- ast við að nýafstaðin söfnun Rauða krossins hér á landi hafi borið svo góðan árangur sem raun ber vitni vegna þess að markmiði hennar var breytt í ljósi nýjustu frétta. í stað þess að styrkja langtímaverk- efni í Afganistan urðu hörmungar Kúrda það sem fólk einblíndi á. Helmingur söfnunarfjár hér á landi varð að renna til þeirra, jafnvel þótt Bandaríkjamenn séu einfærir KjaJIarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður um að fæða Kúrda en gervihma- verkstæðið í Kabúl heföi getað gjörbreytt lífi þúsunda ungmenna til hins betra. í söfnunum verður að taka tillit til markaðslögmála; Afganistan er ekki frétt lengur eftir að Sovét- menn fóra þaöan; aðalfréttin var Kúrdar. Það voru þeir sem aug- lýstu þörfina fyrir söfnunarfé. Inn í þetta blandast vitanlega að um- heimurinn hefur samviskubit vegna Kúrda. Allir þeir sem óðir og uppvægir vildu fara í stríö við Saddam Hússein til að stöðva nýjan Hitler gera sér grein fyrir því að þær hörmungar sem yfir Kúrda dundu era bein afleiðing af stríðinu sem þeir studdu. Það er tilvalið að gefa nokkrar krónur til að kaupa sér sálarfrið gagnvart Kúrdum. Sá sálarfriður kann aö vera um 30 milljóna virði meðal almennings á íslandi en rikisstjórnin, sem af heilum hug studdi óþarfan stríös- rekstur við Persaflóa, ætti að sjá sóma sinn í að tvöfalda þá upphæð. íslendingar gefa innan við hálft prósent af þjóðartekium sínum til þróunarmála, um fjórðung af því sem aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Þetta er íslensku þjóðinni til skammar og stjórn landsins til minnkunar. Þróunarhjálp Gallinn við peningagjafir og ölm- usur til bágstaddra er sá að við þær aðstæður sem ríkja víðast í þriðja heiminum kemst aðeins hluti fjár- ins til skila. Enginn veit til dæmis með vissu hvað hefur orðið um þá tæpu sjö milljarða dollara sem Bangladesh hefur fengið í ölmusu- gjafir síðustu fimm ár. Reyndar er orðið erfitt að fá fólk til að gefa fé til að aðstoða Bangladesh. Þetta land virðist vera vonlaust tilfelli, hörmungarnar þar eru endalausar og lítill sem enginn árangur sjáan- legur af þróunarhjálp. Þar eins og annars staðar er und- irrót vandans pólitísk óstjóm. Ers- had, fyrrum forseti, hefur verið ákærður fyrir spillingu en óvíst er hvort núverandi stjórn er nokkuö betri. Af um 170 ríkjum veraldar eru aðeins um 30 þróuð lýðræðis- ríki í vestrænum skilningi sem eru aflögufær um hjálp til hinna, þar sem um 90 prósent af mannkyninu býr. Það eru ekki aöeins mannúð- arsjónarmið sem knýja á um nauð- syn þess að hjálpa hinum bágstadd- ari hluta mannkyns, það eru líka þjóðarhagsmunir hinna þróuðu ríkja, þeirra á meðal íslands, að geta átt viðskipti við þessi ríki. í þeim skilningi er það skynsam- leg utanrikisstefna til frambúðar að styrkja tiltekin, sérhæfð þróun- arverkefni í þriðja heiminum. Að- stoð við bágstadda flokkast ekki undir skynsemi heldur tilfinningar og samviskubit hinna ríku gagn- vart hinum fátæku. Ölmusur lina þjáningarnar um stundarsakir en tryggja það um leið að framhald verður á þeim. Þróunarhjálp er það eina sem getur til langs tíma litið bætt þetta ástand. Þróunarhjálp er það sem hinar ríku þjóðir ættu að einbeita sér að í stað þess aö kaupa sér sálarfrið með peningagjöfum ööru hverju þegar nýjar og frétt- næmar hörmungar dynja yflr ein- hvers staðar í heiminum. Gunnar Eyþórsson „Ölmusur lina þjáningarnar um stund- arsakir en tryggja þaö um leið að fram- hald verður á þeim. Þróunarhjálp er það eina sem getur til langs tíma litið bætt þetta ástand.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.