Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Side 15
FÖSTUDAGUR 17. JaÍ 1991. i 15 Evrópuraunir Af og til skýtur upp þeim innri vandamálum Evrópu sem kostað hafa heimsbyggðina tvær heims- styijaldir og aldalanga kúgun Evr- ópu á henni með nýlendustefn- unni. Evrópa er ekki stór angi af Evró-Asíu en samt var hún drottn- ing heimsbyggðarinnar öldum saman og ríki eftir ríki í Evrópu réðu landssvæðum þar sem sóhn gekk aldrei til viðar. Jarðfræðilega er þó ekki svo ýkja langt um hðið síðan ísaldarjökuh- inn huldi stóra hluta álfunnar og gott ef við lifum ekki bara á ein- hverju hlýviðrisskeiðinu núna. Saga mannsins í einhverjar mhlj- ónir ára hefur því að mestu gerst utan álfunnar, hvað þá norður- hluta hennar, þar sem germanskar þjóðir hafa helst haslað sér völl. Fagrar hugsjónir Stundum gleymist það í umræð- unni um Evrópubandalagið að það var upprunalega stofnað til þess að Þjóðveijar og Frakkar heyðu ekki framar stríð. Göfgi þessarar hug- sjónar var óumdeilanleg og fagnað af heimsbyggðinni sem tvívegis hafði verið kölluð til blóðfórna vegna innri vanda Evrópu. Friði hefur oftast fylgt hagsæld og ekki leið á löngu áður en friðar- hugsjón Þjóðveija og Frakka fylgdi efnahagsbati sem að hluta th var borinn uppi af fríverslunarhug- sjón. Að láta verðmætasköpunina njóta sín þar í veröldinni sem hún er hagkvæmust á hveijum stað. Fijáls viðskipti tryggðu svo það að allir nytu efnahagsbatans og heimsvelferð ykist. Gamli heimsveldis- draugurinn Oft hefur þó reynst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og gamli heimsveldisdraugurinn vill glotta við ljóra Evrópubandalags- ins. Hvergi kemur þetta betur fram en í viðræðum um landbúnaðar- mál innan GATT. Þar lét Evrópu- bandalagið miskunnarlaust steyta á sameiginlegri landbúnaðarstefnu KjaUaiinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur sinni og hafnar einfaldlega fríversl- un með þær afurðir sem það hefur ekki yfirburðaframleiðsluaðstöðu á. Heimtar aftur á móti fulía frí- verslun með það sem það hefur nóg af, þ.e. hið svokallaöa fjórfrelsi: fólk, fjármagn, vörur og þjónustu. Á hinn bóginn pínir það upp eigin jörð til framleiðslu á því sem aðrir hafa nóg af og neitar allri verslun með það. í Hollandi er t.d. hamast við að rækta tólf hundruð þúsund rollur þótt sekt hggi við því að bera skít á tún þar á sama tíma og Nýsjá- lendingar t.d. verða að skera niður þrjár milljónir fjár vegna markaðs- leysis og er þó Nýjasjáland sannar- lega kjörlendi sauðkindarinnar. Evrópubandalagið hamast líka gegn fríverslun með bíla og raf- eindabúnað af því að aðrar þjóðir hafa þar yfirburðaaðstöðu í fram- leiðslu og þekkingu. Andstreymi Evrópubandalagsins Allt þetta leiðir til þess að heims- byggðin hefur orðið vaxandi áhyggjur af Evrópu. Heimsveldis- stefnan virðist alltaf eiga auðvelt uppdráttar þar þótt hún sigh oft undir fölsku flaggi. Þá sjá menn það fyrir sér að hin gömlu þjóðríki álfunnar munu aldrei afsala sér réttindum sínum til Briissel og finnst reyndar mörgum nóg um drottnunarstefnu kommissaranna með Delors í fararbroddi. Vilja þessir aðilar efla völd ráðherra- nefndarinnar sem í eru fulltrúar lýðræðiskjörinna þjóðþinga banda- lagsins. Persaflóadehan varpaði líka ljósi á vankanta Evrópubandalagsins, eða eins og belgíski utanríkisráð- herrann, Mark Eyskens, sagði eftir Lúxemborgarfundinn um daginn: „EB er efnahagslegur risi, pólitísk- ur dvergur og hernaðarleg lirfa.“ Evrópubandalagið skelfur líka við tilhugsunina um að harðlínumenn nái aftur völdum í Moskvu og að Bandaríkjamenn dragi heri sína frá Evrópu. Þá er ekki beint til- hlöklcunarefni fyrir ríka Vestur- Evrópu að fá milljónir glorhungr- aðra Austur-Evrópubúa yfir sig sem flóttamenn. Verður fróðlegt að sjá hvernig Evrópubandalaginu tekst til með áætlaðar ráðstefnur sínar á árinum um myntbandalagið og endurskoð- „Ymsir sjá það nú fyrir að Evrópu- draumurinn hafi hrunið með Berlín- armúrnum og lokum kalda stríðsins. Hugsjónin um feita Vestur-Evrópubúa sem Bandaríkjamenn kosti varnirnar fyrir gengur bara ekki upp.“ „Ríkið ætlar að fella fimmtíu þúsund fjár á eigin kostnað i haust.... Allt þetta kjöt eigum við að gefa í þróunaraðstoð ...“ un Rómarsáttmálans. Ekki bætir það heldur úr skák fyrir efnahags- risann að hagvöxtur er nánast horfinn úr bandalaginu, úr 3,6% fyrir tveimur árum. Hrun Evrópudraumsins Ýmsir sjá það nú fyrir að Evrópu- draumurinn hafi hrunið með Ber- línarmúrnum og lokum kalda stríðsins. Hugsjónin um feita Vest- ur-Evrópubúa, sem Bandaríkja- menn kosti varnirnar fyrir, gengur bara ekki upp. Vestur-Evrópa verð- ur að taka þátt í vörnum sínum sjálf og vitsmunir strútsins að stinga höfðinu í sandinn eru ekki til fyrirmyndar. Þegar á reyndi í Persaflóastríðinu var það svo bara hið gamla banda- lag Breta og Bandaríkjanna sem hélt. Allar loftbólur einhverra kommissara um aðra veröld en þá sem við lifum í eru bara þeirra vandamál. Raunsæi er höfuðdyggð góðra stjórnmálamanna. Það á jafnt við um varnarmál sem hungr- ið í Sovétríkjunum. Friðflytjendur og matvælaframleiðendur Við íslendingar erum Evrópu- menn sem réðum yfir þeirri sigl- ingatækni sem seinna gerði Evr- ópu að móður heimsveldanna. Við höfum oft harmað örlög bræðra okkar og systra í Evrópu og varla hefur stríðsgnýrinn verið þagnað- ur þegar sjómenn okkar voru mættir að seðja sárasta hungur hinna stríðshijáðu. Við erum heils hugar þátttakend- ur í Atlantshafsbandalaginu sem reynst hefur mesta friðarbandalag veraldar. Hvar sem við mætum erum við friðflytjendur og bjóðum fram mat. Okkur hefur samt verið legið á hálsi fyrir að standa okkur ekki í þróunaraðstoð, enda hálf- vanþróaðir sjálfir á marga vegu, hér eru holóttir vegir, moldarflug- vellir o.s.frv. Ríkið ætlar nú að fella fimmtíu þúsund fjár á eigin kostnað í haust. Að grafa allt þetta kjöt, þúsund tonn, meðan veröldin sveltur getur ekki flokkast undir annað en guð- last. Allt þetta kjöt eigum við að gefa í þróunaraðstoð, t.d. til Moskvu til heiðurs friðarvilja Gor- batsjov forseta sem sannarlega hef- ur frelsað Mið-Evrópu. Skipafélögin, óskabarn þjóðar- innar, munu sjálfsagt slá eitthvað af fragtinni og þótt þetta sé ef til vill ekki mikið í allt hungur komm- únismans þá er það auðvitað hug- arfarið sem skiptir máh. Geti vík- ingaþjóðin í norðri lagt sitt lóð á vogarskálar friðarins og rétt einu sinni svíað eitthvað raunir Evrópu svo að ekki sé minnst á það að breyta hugarfari veraldarinnar þá hlýtur það að vera nokkurra dilk- falla virði. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Fylgjumst með því sem er að gerast Það ótrúlega hefur nú gerst að formaður eins minnsta stjórn- málaflokks á íslandi hefur fengið meiri völd í hendur en nokkur ann- ar síðan Gissur jarl leiö. Jón Bald- vin utanríkisráðherra hefur fengið frjálsar hendur til að höndla með íjöregg þjóðarinnar, þ.e.a.s. frelsi okkar í utanríkismálum. Hann má upp á sitt eindæmi ákveða hvort hér fylhst allt af út- lendingum, fátækum og ríkum, sem gleypi allt sem gleypt verður. Hann má ákveða hvað við verðum að láta í skiptum fyrir opnun mark- aða í Evrópu. Það hlýtur að slá óhug á okkur íslendinga þegar við hugsum til þess hversu skarpgáfaður refur það verður að vera sem á að sjá við öllum þeim sláegvitru og marg- reyndu samningamönnum EB sem í hlut eiga. Ills viti Nokkrar þjóðir, með Spánverja í broddi fylkingar, hafa gert kröfu um veiðar í landhelgi okkar og nú er fyrsti tónninn á eftirgjöf kom- inn. Veiðiheimild á móti veiðiheim- ild og er það sannarlega hls viti því Spánverjar eru frægir sjóræningj- ar á fiskimiðum og eru lítið fyrir að gefa upp réttar tölur, hvað þá réttar fisktegundir. Kjallaririn Albert Jensen trésmiður arvörum og hefði maður þó haldið aö nóg væri að bændum þrengt. Að vísu er einungis talað um suð- ræna ávexti en allt hitt kemur bara á eftir. Samkvæmt íslenskum lög- um er bannað að flytja inn kjöt þó að vitað sé að það sé gert á Kefla- víkurflugvelh vegna undirlægju- háttar en í óþökk þjóðarinnar svo það er aldrei að vita hvað gerist í þeim efnum hvað landið allt snert- ir. í EB-löndum er víða mikið at- vinnuleysi og fátækt. Það gefur augaleið að þegar við opnum landa- mæri okkar mun mikill íjöldi þessa fólks flykkjast hingað. Það mun gera sér lítið að góðu og keppa við innlenda og valda bæði atvinnu- leysi og lækkun kaups. Svo eru hinir ríku, þeir munu fljótt sjá hin „Við munum alltaf geta selt fiskinn okkar á góðu verði. Svo slæmur kostur sem fríverslun við Bandaríkin væri yrði það betri kostur en EB.“ Eitt af því sem í skiptum skal vannýttu auðæfi okkar sem frama- vera er innflutningur á landbúnað- gosar í stjórnmálum munu aldrei „Ef fiskafurðir okkar eru seldar fullunnar og vei til alls vandað erum við með bestu og ómenguðustu fiskafurðir í heimi.“ sjá því þeir eru alltaf svo uppteknir af eigin velferð. Auðkýfingar munu kaupa jarðir, ár og vötn, jafnvel eyjar. Margra kosta völ Ljóst er að hömlulaus innflutn- ingur útlendinga mun stórskaða okkur og setja tungu okkar og fuh- veldi í hættu. Hægri flokkar þeir sem nú ráða ríkjum eru á hættu- legri braut og er greinilegt að var- kárni er ekki í hávegum höfð. Sá flokkurinn sem er örlítið meira til hægri vill gefa örfáum útvegs- mönnum allan fisk í landhelgi okk- ar. Sem sé, samir við sig. Því færri ríkir og fleiri fátækir þeim mun betra í þeirra augum. Hinn hægri flokkurinn vhl aftur á móti leigja auðinn og er það að sjálfsögðu eðlhegri kostur. Hér er verið að tala um auðlind sem eins og er samkvæmt núghdandi kvóta- lögum er seljanleg. Það gæti farið úr böndunum útlendingum í hag. Orkuhndir okkar og ferðaþjónusta er meðal þess sem útlendingar gætu keypt upp. Ég vil því segja við þessa háu herra; Hagið akstrin- um gæthega því við eigum svo margra kosta völ án inngöngu í erlend bandalög þar sem við verö- um einskis megnug. Betri kostur Ef fiskafurðir okkar eru seldar fullunnar og vel til alls vandað er- um viö með bestu og ómenguðustu fiskafurðir í heimi. Eystrasalt, ég tala nú ekki um Miðjarðarhaf og yfirleitt strandlengjur Evrópu, er þrælmengað og jafnvel baneitraö á köflum. EB löndunum er því í raun kappsmál að fá okkur inn. Við munum ahtaf geta selt fiskinn okk- ar á góðu verði. Svo slæmur kostur sem fríversl- un við Bandaríkin væri yrði það betri kostur en EB en að sjálfsögðu er best að vera áfram fijálst og fuh- valda ríki og leggja kapp á að kynna allt það sem við höfum að bjóða. Albert Jensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.