Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 2
Fréttir
.166 r IAM í£ aUOÁCITJUBiIcI
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991.
Ég ætlaði út fjörðinn en
þá steindrapst á vélinni
„Við vorum að taka okkur á loft
þarna á brautinni í Holti í Önundar-
firði. Það gekk allt eðlilega fyrir sig.
Svo beygðum við þvert á fjörðinn og
ég ætlaði út fjörðinn en þá stein-
drapst á vélinni,“ sagði Erlendur
Kristjánsson, eigandi vélarinnar sem
nauðlenti við Holt í Önundarfirði.
„Við vorum í um 500 metra hæð
þannig að það var ekki um annað að
ræða en að lenda á þessum leirum
sem eru þama rétt fyrir utan. Þetta
virtist vera álitiegt, en það var bara
svo lágsjáað að vatnið náði ekki
nema svona einu feti og þarna var
helvíti mikið af stórgrýti sem nær
sums staöar alveg upp úr. Það var
það sem skemmdi aðallega vélina.“
Þau voru þrjú í vélinni, Erlendur,
18 ára sonur hans og kona sem þeir
ætluðu að flytja til Patreksljarðar.
Engin teljandi meiðsli urðu á þeim.
„Ég hugsa að vélin sé ónýt þó ég
þori ekki að fuflyrða neitt um það.
Það fór grjót Mveg upp í skrokkinn
á henni og flotið öðrum megin lenti
á steini og rifnaði af. Við það snerist
vélin og það varð dálítill slinkur við
það. Hún stöðvaöist á örfáum metr-
um. Ég hugsa að ef maður hefði sett
hjólin niður hefði þetta fariö miklu
verr.
Við keyptum vélina fyrir 3-4 árum
á um tvær milljónir. Það er engin
spuming að þetta er geysisterk vél.
Þetta er vatnavél með uppdraganleg
hjól, þannig að skrokkurinn sjálfur
er raunverulega bátur sem hún flýt-
ur á. Ef þetta hefði bara verið vatn
þarna hefði þetta líklega veriö allt í
lagi.“ -pj
Flugvélin er mikið skemmd eftir nauðlendinguna, en þar sem hún lenti á leirunum i Önundarfirði er mjög grunnt og grjót stendur víða upp úr.
DV-mynd Reynir Traustason, Flateyri
Sjómarmi á Esjari SH 75 bjargað eftir að hafa fallið fyrir borð:
Sá bara einhver kvikindi
synda í kringum mig
„Við vomm að leggja netin og þaö
voru tvö eða þrjú net farin út þegar
eitthvað varö óklárt og seinni drek-
inn vafðist um löppina á mér og ég
fór í sjóinn. Ég veit ekki hvað ég var
lengi í sjónum að velkjast en missti
aldrei meðvitund. Ég veit ekki hvað
ég fór djúpt en ég sá bara einhver
kvikindi synda í kringum mig,“ sagði
Svanur Heiðar, 31 árs sjómaöur frá
Rifi, í samtali við DV.
Svanur brá sér einn túr í afleysing-
ar á Esjari SH 75 frá Rifi á laugardag
og fór íyrir borö.
„Við fómm strax í að toga netin inn
aftur á handafli og náðum honum
strax að síðunni en vomm óratíma
að ná honum um borð því drekinn,
sem er tæp 70 kíló, hékk í löppunum
á honum,“ sagði Ragnar Guðjónsson,
skipstjóri á Esjari, í samtali við DV.
„Ég held að hann hafi verið svona
kortér í sjónum en það var eins og
heil eilífð.“
Svanur hefur stundað sjómennsku
í fimm ár og þetta er í þriðja skiptið
sem hann lendir fyrir borð. Fyrst
féll hann útbyrðis af netabát á
Breiðafirði fyrir nokkrum árum og
náði að bjarga sér á sundi og síðan
og Inga Rafni, 5 ára. DV-mynd Stefán Þór
féll hann milli skips og bryggju í
höfninni á Rifi fyrir tveimur áram
og bjargaði sér aftur af sjálfsdáðum
og varð í hvomgt skiptið meint af
volkinu. Svanur er nú með fótinn í
gifsi eftir átökin við netadrekann og
er ekki viss um að hann fari strax á
sjóinn aftur.
„Ég veit ekki hvað skal segja. Eins
og er segi ég nei, að ég fari ekki aftur
en maður veit aldrei hvaö veröur.“
Svanur á eiginkonu og tvö böm sem
em í augnablikinu mjög mótfallin
því að hann fari aftur á sjóinn.
„Þetta var ekkert nema krafta-
verk,“ sagði Svanur. „Félagar mínir
eiga heiður skilinn fyrir heljulega
björgun og ég er þeim eðlilega þakk-
látur en þetta var ekkert nema
kraftaverk."
-Pá
Þýsku konunni sleppt:
Þýsku konunni, sem veriö hef-
ur í haldi vegna innflutnings á
hassi, var sleppt að kvöldi hvíta-
sunnudags. Ekki þótti ástæða að
halda henni lengur en þýski karl-
maðurinn er enn í haldi.
Lögreglan lagði hald á 1656
grömm af hassi en innflutningur-
inn hefur trúlega verið meiri.
Innlendir aöilar eru ekki taldir
tengjast þessu máli.
Rannsókn málsins er lokið og
það verður sent til ríkissaksókn-
ara í dag.
-PÍ
Hvitasunnuhelgm:
Óhappalítil
umferðarhelgi
Umferð á vegum landsins var
talsverö eins og við var að búast,
þó jafnvel minni en menn áttu
von á, Mjög lítið var um umferö-
arohöpp og þau fáu sem urðu
voru smávægileg.
Mest var sótt í Borgaríjörö þar
sem krakkar fóru á dansleik í
Logalandi. Þar fór allt vel fram
en níu voru teknir fyrir ölvuna-
rakstur.
Selfosslögreglan tók átta fyrir
ölvunarakstur.
-PÍ