Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991. Fréttir „Féllum algjörlega fyrir þessu húsi“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þegar ekiö er inn í bæinn og eftir aöalgötunni á Hvammstanga birt- ist hús á vinstri hönd sem merkt er „Hótel“. Það hús lætur ekki mik- ið yfir sér, er ekki neitt „hótellegt" ef svo má segja, en þegar inn er komið er aðra sögu að segja. Hótel Vertshúsi eða „Vertinum" eins og hótelið er kallaö á Hvamms- tanga stýra hjónin Birna Lárus- dóttir og Gísli Jónsson. Það fer ekki á milli mála að þau leggja rækt við það sem þau eru að gera, innan- dyra er hótelið ákaflega snyrtilegt í hólf og gólf og það hefur greini- lega ekkert verið til sparaö til að gera allt sem huggulegast. Komu frá Súgandafirði „Ég er Gaílari en kynntist Birnu í Reykjavík. Hún er reyndar fædd á Hvammstanga en hafði veriö í 15 ár í Mosfellssveit. Eftir að við kynntumst dró ég hana með mér vestur á Súgandafjörð en þar rák- um við bensínstöð og grillskála í mörg ár,“ segir Gísli. „Það var algjör tilviljum að við keyptum hótehð hér á Hvamms- tanga,“ segir Birna. „Við vorum í heimsókn hjá systur minni sem á heima hérna fyrir norðan þegar það barst í tal að hótelið væri til sölu. Það varö úr að við skoðuðum húsið og við féllum algjörlega fyrir - segja hjónin sem reka Hótel Vertshús á Hvammstanga hafa hér eitthvað um að vera, héld- um veislur, vorum með það sem við köllum „fótaíjör", við höfum fengiö hingað skemmtikrafta og þetta hefur allt gengið upp. Við ætlum að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á eitt og annað í sumar fyrir gesti okkar. Birna Lárusdóttir og Gisli Jonsson í veitingasal hótelsins sem tekur um 100 manns í sæti. því.“ „Við vorum reyndar komin að Staðarskála á leiðinni suður þegar við ákváðum að snúa við og kíkja á þetta og eftir það var ekki aftur snúiö og við opnuðum hér 7. desember á síðasta ári,“ bætti Gísli við. Gekk vel í vetur „Svona rekstur þarf að byggja að DV-mynd gk verulegu leyti upp á heimamönn- um og fólki hér í sveitunum, a.m.k. yfir vetrartímann, og við getum ekki sagt annað en að þetta hafi gengið vel í vetur. Við reyndum að Bjartsýn varðandi sumarið „Við erum auðvitað bjartsýn á sumarið fyrst veturinn gekk svona vel,“ segja þau hjón. „Við höfum reyndar sáralítið auglýst en höfum þó reynt að koma okkur á fram- færi á ýmsan hátt. Hér er eitt og annað fyrir ferðafólk að gera og skoða, hér er mjög góð sundlaug og við-bjóðum öllum okkar hótel- gestum í sund. Hér er mjög gott og fallegt tjaldstæði „uppi í Hvammin- um“. íþróttaaðstaða er góð héma og þá verður það alltaf vinsælla hjá fólki að stoppa hér á leið sinni og aka síðan Vatnsneshringinn sem er ákaílega falleg leið. Það er því eitt og annað hægt að gera hér.“ Það vekur athygli hversu glæsi- legt Þetta „sveitahótel“ er. Allt er ákaflega snyrtilegt og öllu vel við haldið, húsgögnin glæsilegri en gerist og gengur og full ástæða til að benda fólki á Hvammstanga og Hótel Vertshús á „þeysireið" sinni um V-Húnavatnssýslu. Frá undirritun samningsins. Frá vinstri Eysteinn Helgason, formaður bygg- inganefndar Víkings, Hallur Hallsson, Davíð Oddsson, og Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs borgarinnar. DV-mynd GVA Stórframkvæmdir Víkings 1 Fossvogi: Samitingur upp á 175 millj. króna við Reykjavíkurborg Þeir Davíð Oddssoh borgarstjóri, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, og Hallur Hallsson, formaður Knatt- spymufélagsins Víkingur, undirrit- uðu miðvikudaginn 8. maí samning um byggingu íþrótta- og vallarhúss við Stjörnugróf í Fossvogi. Samkvæmt samkomulaginu greið- ir Reykjavíkurborg 175 milljónir króna á næstu fjórum ámm til þess- ara framkvæmda og veröur íþrótta- hús Víkings formlega tekið í notkun 2. nóvember næstkomandi. Davíð Oddsson tók fyrstu skóflu- stunguna að íþróttahúsi Víkings 2. mars sl. Hagvirki sér um byggingu hússins, sem mun rúma 1100 manns. Nú er verið að ljúka við aö reisa út- veggi þess. Hægt verður að skipta íþróttasalnum í tvo minni. Þá verður félagsaðstaða tekin í notkun í vallarhúsi, svo og skrif- stofu- og fundaherbergi og búnings- klefar. Bolungarvík: Minnisvarði um merkishjón Guðný, sem var fædd á Gilsbakka í Dalasýslu, var m.a. ein af stofn- endum kvenfélagsins í Bolungar- vík. Pétur setti á fót verslun í Bolung- arvík árið 1900 og varð fljótlega eft- ir það helsti athafnamaður staðar- ins. Hann var meðal annars í hreppsnefnd til fjölda ára, sýslu- nefndarmaður í 30 ár og hrepp- stjóri og oddviti í áratug. Þá var hann einn af stofnendum Spari- sjóðs Bolungarvíkur 15. apríl 1908 og sparisjóðsstjóri fyrstu tvo ára- tugina. Minnisvarðinn var gefinn Bol- ungarvíkurkaupsstaö til ævarandi eignar og umsjár. Höfundur hsta- verksins er Ríkey Ingimundardótt- ir, myndhöggvari í Reykjavík. reisa um þau hjónin Guðnýju Bjarnadóttur (1861-1922) og Pétur Oddsson (1862-1931) en þau voru hér í fararbroddi um langa hríö á nýrri öld framfara í Víkinni. Sgurður Ægisson, DV, Bolungarvík: Sumardaginn fyrsta var afhjúp- aður hér minnisvarði sem Spari- sjóður Bolungarvíkur hefur látið Nokkrir afkomenda Péturs og Guðnýjar við afhjúpun minnisvarðans ásamt forráöamönnum sparisjóðsins. DV-myndir SÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.