Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 36
et 48 .ieer Iam .js huoa<i ÞRIÐJUDAGUR 21. M Smáauglýsingar Þessi glæsilegi Wagoneer LTD, árg; ’88, er til sölu, ekinn 33 þús. km. Ýmis skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 91-628220 á daginn og 91-38244 a Rvöldin. Til sölu Dodge Ram 250, árg. ’83, 8 cyl., 318, sjálfskiptur, vökvastýri, 8 manna original, mjög góður bíll og tilvalinn í sumarfríið. Til sýnis og sölu hjá Nýju Bílasölunni. Upplýsingar í síma 91-673766 og 91-681981 á kvöldin og um helgar. Mazda 626 GLX 2000, árg. '88, (Ijósblár sedan). Topplúga, álfelgur, sjálfskipt- ur, overdrive, veltistýri, rafdrifin samlæsing, útvarp/kassettutæki. Einnig vetrardekk, ekinn 62.000 km, stgr. verð 800 þús. Sími 93-12023 eftir klukkan 17 og um helgina. ■ Ymislegt Torfærukeppni. Greifatorfæran verður laugardagínn 25. maí kl. 14. Skrán- ingu lýkur þriðjudaginn 21. kl. 22. Upplýsingar í símum 96-26450 og 96-23522. B.A. Rallý 1. júni. Skráningu keppenda í fyrstu rallkeppnina 1991 lýkur í kvöld kl. 22. BlKR, Bíldshöfða 14, símar 91-674630 og 674633. ■ Skemmtanir Hin frábæra, óviðjafnanlega indverska prinsessa, söngkona og nektardans- mær vill skemmta í einkasamkv., fé- lagsheimilum og á karlakvöldum um allt Island. Pantið í tíma í s. 91-42878. FERÐAL0K! IUMFERÐAR RÁÐ ,.Ui)W 1991. Meiming Rudolf Firkusny Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Tónlistarfélagið í Reykjavík hélt tónleika í ís- lensku óperunni á laugardag þar sem tékkneski píanóleikarinn Rudolf Firkusny lék píanótónlist eftir Ludwig van Beethoven, Franz Schubert, Leos Janacek, Claude Debussy og Bohuslav Martinu. Firkusny er kominn á efri ár og á að baki lang- an og merkan feril sem píanóleikari. Leikur hans á þessum tónleikum bar merki ástar og djúprar þekkingar á viðfangsefnunum. Höfund- amir, verkin og sú menningararfleifð, sem þau eru sprottin úr, virtust mnnin þessum aldna píanósnillingi í blóð og merg. Hvergi voru vafa- atriði um túlkun eða blæbrigði, allt virtist hggja ljóst fyrir tiltöluiega fyrirhafnarlaust. Svona leikmáti hefur róandi áhrif á hlustendur. Heim- urinn og lífið virðist þegar allt kemur til alls vera í föstum skorðum, þrátt fyrir gauraganginn í fjölmiðlunum, að minnsta kosti stendur feg- urðin fyrir sínu. Áheyrendur kunnu vel að meta þessa stemningu og í lok tónleikanna var Rudolf Firkusny, pianóleikari. pianóleikaranum mjög vel fagnaö og lék hann nokkur aukalög í þakklætisskyni. Það sannaöist hér eins og oft áður að þaö eru hin listrænu heildaráhrif sem mestu skipta á tónleikum. Ef þau eru sterk hverfa tæknilegir gallar og vankantar í skuggann og gleymast. Þannig mátti vel finna að snerpu og nákvæmni í leik Firkusnys sem ekki var alltaf upp það besta á strangasta alþjóðlegan mælikvarða, einkum í hröðum leik. Þá var efnisskráin ekki eins krassandi og hefði mátt búast við. Bagatell- ur Beethovens op. 126 og sónata Schuberts í a- moll eru vandaðar tónsmíðar og bera sínum frægu höfundum skýrlega vitni. Hvorugt býr samt yfir þeirri andagift sem fólk býst við frá slíkum köppum. Sónata l.X. eftir Janacek og Fantasía og Tokkata eftir Martinu eru einnig í sjálfu sér ágæt verk án þess aö neitt sérstakt í þeim grípi áheyrandann. Hins vegar hafði Suite Bergamasque eftir Debussy þann neista frum- leikans sem þarf til að kveikja í fólki. Hugmynd- ir í þessu fagra verki eru frábærlega skýrar og útfærslan eins og best verður á kosið. Luktog Ijósker Þegar Magnús Stephensen er nefndur kemur fyrst upp í hugann fræg sálmabók hans þar sem hann strikaði út orð eins og helvíti og djöfull. En landar hans vildu hvorugt missa, höfðu bók- ina að háði og spotti og kölluðu Leirgerði eftir bæ Magnúsar, Leirárgörðum í Leirársveit. Hann brást að vonum reiður við og svaraði fyr- ir sig: Þér ljóssins óvinir, ekkert fær haggað yðar sælu myrkra ró! En breytingar Magnúsar voru í fyllsta sam- ræmi við anda upplýsingarstefnunnar sem barst hingað til lands upp úr miðri 18. öld og stóö í blóma fram undir daga Jónasar Hallgrímsson- ar. Fylgismenn hennar (einn þeirra var Volta- ire, höfundur Birtings) vildu losna undan klæðafaldi kirkjunnar, og skoöa heiminn gegn- um gleraugu rökhyggju og vísinda. Séra Jón Steingrímsson hélt að með Skaftáreldunum væri guð að refsa syndum hlöðnu mannfólki. Upplýsingarmenn, á borð við Svein Pálsson, leit- uðu jarðfræðilegra skýringa eins og Haraldur Sigurðsson greinir frá í einni af tíu ritgerðum sem út komu í vetur á stórfróðlegri bók undir ritstjórn Inga Sigurðssonar, og ritar Ingi jafn- framt vænan inngang. Þar kemur meðal annars fram að sumir telja allar stjórnmálastefnur 19. og 20. aldar sprottnar af fræjum upplýsingarald- ar, jafnt svartasta einræði sem villtasta lýö- frelsi. Menn trúðu því að með réttu uppeldi og nógu mikilli kennslu í „gagnfræðum" gæti maðurinn orðið algóður, og framfarir í heiminum óendan- legar. Höfundar ritgerðanna leitast við að meta áhrif stefnunnar og arfleifð hér á landi, gengi og/eða gengisleysi. Það síðara virðist þyngra á metún- um. Þó varð umtalsverður árangur á sviði rétt- arfars og mikill í útgáfustarfsemi. Davið Þór Björgvinsson lýsir mildun hegninga, þar á með- al afnámi Stóradóms, sem Magnús Stephensen nefndi „óskipulegan jámdóm með allar sínar sífelldu hýðingar” (87). Helgi Magnússon segir frá stofnun Hrappseyjarprentsmiðju um 1770, hvemig útgáfa bóka hófst nú í stórum stíl, fyrstu tímaritin htu dagsins ljós, fyrstu fræðafélögin, jafnvel fyrstu bamabækumar. Um bókmenntir, þýddar og framsamdar er sérstakur kafli eftir Helgu K. Gunnarsdóttur. Þær áttu að vera upp- byggilegar eða eins og Eggert Ólafsson sagöi: í skáldskap skal setja fram „nytsamleg sannindi á þægilegan og skemmtilegan hátt (utile dul- ci).“ Loks fjallar Ingi Sigurðsson um sagnaritun tímaskeiðsins, og bendir meðal annars á að „rót- tækar hugmyndir um stjómmál og gerð þjóð- félagsins" séu þar fáar aö finna. Upplýsingarmenn skiptust í tvo arma, annan uppreisnargjarnan, hinn íhaldssaman. Sá fyrri var sterkari vestan til í álfunni, í Frakklandi og Englandi, þar sem upplýsingarmenn gagn- rýndu ríkjandi stéttir og bjuggu í haginn fyrir frönsku byltinguna. Til íslands kom stefnan yfir Danmörku frá Þýskalandi. Þar voru for- Bókmenntir Inga Huld Hákonardóttir svarsmenn hennar „upplýstir einvaldar" sem vildu fræða lýðinn en þaö skapaði innri mót- sagnir, því alþýða sem lærði að lesa og skrifa gat orðið heimtufrek og fariö aö gera kröfur. Eins og Loftur Guttormsson segir í umfjöllun sinni um fræðslumál: „í orði var ætlast til að þegnarnir sýndu í vaxandi mæli af sér frum- kvæði og framtak en á boröi reyndu stjórnvöld að herða taumhald á einstaklingunum." Vegna þessa tvískinnungs gufuðu margar vel meintar hugmyndir upp áður en til framkvæmda kæmi. Harald Gustafsson minnir á ófarir Jóseps 2. í Austurríki, þegar hann ætlaði að bæta stjómar- far í landi sínu til hagsbóta fyrir almenning, en aðallinn gerði uppreisn. Hann lýsir stjórnsýslu- hugmyndum upplýsingarinnar sem samblandi af forsjárhyggju og löngun til að efla almenna velmegun og hamingju þegnanna og rekur hvernig tillögur Landsnefndarinnar um aukin völd hreppstjóra á kostnað sýslumanna runnu út í sandinn vegna andstööu innlendrar valda- stéttar. Sams konar átök má merkja varðandi verslunarfrelsi, þilskipaútgerö og fleira á sviði atvinnumála, sem Lýður Björnsson greinir frá. Umbætur á öllum þessum sviðum urðu því minni en skyldi. Sama er að segja um ný guð- fræðileg viðhorf sem dásömuðu reglu og fegurð sköpunarverksins, voru siðræn og vitsmunaleg. Þau náðu lítt út fyrir smáhóp af menntamönn- um og betri borgurum á suðvesturhomi lands- ins, eins og fram kemur í merkri grein Huga Hjaltasonar. Almenningur hélt áfram að ákalla sinn blæöandi Krist á krossinum. Höfundar hafa flestir eða allir lagt miklu vinnu í frumrannsóknir og þekkja mjög vel sín sérsvið. Einar Már Jónsson hefur kallað ritgerð- irnar skúffulaga, þær eru hver annarri líkar í uppbyggingu og óneitanlega er nokkuð um end- urtekningar. En þessi kommóða verður ómetan- legur grunnur að samfelldu yfirliti yfir tíma- skeiðið þegar þar að kemur, sannkölluð ævisaga hugmyndastefnu eins og Helgi Skúli Kjartans- son hefur orðað það. En þegar þar að kemur má gjarnan bæta meiru við myndina af hinum evrópska bakgrunni. Og svo hefur þessi bók sama galla og önnur stærri verk um íslandssögu sem komið hafa út á þessu ári: konur gleymast gjörsamlega. Mér finnst það hefði ekki sakað að geta þess, (og fæ ekki séð að það sé neitt ómerkilegra en rit um þúfnasléttun og grasteg- undir) að nú kom fyrsta matreiðslubókin út. Það var um leið fyrsta prentaða bókin hér á landi sem kennd er við konu og var sú Marta María Stephensen, ínágkona Magnúsar. Magnús mun hafa kunnað að meta góðan mat og lagði nokk- um skerf til bókarinnar. Heimildaskrá og ríkulegar tilvisanir eru að öðru leyti til sóma og allur frágangur vandað- ur. Útgefandinn, Hið íslenska bókmenntafélag, kvittar myndarlega fyrir uppruna sinn, en það var einmitt stofnað fyrir 175 árum í anda upplýs- ingarinnar. Satt að segja fannst mér æ skemmti- legra að skoða í skúffurnar eftir þvi sem ég rót- aði meira og hugsaði lengur um þennan tíma þegar menn fylltust tröllatrú á það að hinu illa mætti útrýma með nógu mikilli fræðslu og upp- lýsingu, „dyggðarinnar lukt og ljóskeri.” Upplýsingin á íslandi. Tlu ritgeróir. Ritstjóri: Ingi Sigurðsson. Hiö islenska bókmenntafélag 1990. 320 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.