Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991. 19 Sviðsljós Ebbe Rode og Bodil Kjær í heimsókn Fyrir stuttu voru hér á ferö hinir þekktu dönsku leikarar, Ebbe Rode og Bodil Kjær, en þau teljast bæði meðal fremstu leikara í Danmörku og allir sem eitthvað þekkja til danskrar leikhstar þekkja til þeirra. Þau sýndu í Borgarleikhúsinu nýlegt bandarískt leikrit, Loveletters, eða Kærestebrev eins og það nefnist á dönsku. Tvær sýningar voru á leik- ritinu og voru báðar vel sóttar og luku allir lofsorði á leik þeirra beggja en þau hafa leikið þetta leikrit í tvö ár í Danmörku. Kvikmyndaunnendur ættu einnig að kannast við Kjær og Rode, en þau hafa leikið í fjölmörgum kvikmynd- um og nú síðast voru þau bæði í Gestaboð Babette. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, var á fyrri sýningunni og leit til þeirra eftir sýningu og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heilsar upp á Bodil Kjær og Ebbe Rode. DV-mynd GVA Michael Landpn berst nú fyrir lífi sínu Leikarinn góðkunni Michael Lan- don, sem lék m.a. föðurinn í mynda- flokknum Húsinu á sléttunni, hefur greinst með krabbamein í brisi sem hefur breiðst út í lifrina. Bandaríska krabbameinsfélagið segir að aðeins um 1% sjúklinga sem greinst hafa með slíkt krabbamein hafi lifað í meira en fimm ár. Michael Landon, sem nú er fimm- tíu og fjögurra ára, er nú í lyfjameð- ferð á sjúkrahúsi í New York. Lækn- ar hans eru að reyna nýja lyfjameð- ferð sem hefur ekki verið reynd áður á þessa tegund krabbameins. Þó að Landon sé fyrsti sjúklingurinn með þessa tegund af krabbameini sem fær sUka meðferð hafa margir aðrir sjúklingar með aðrar tegundir af krabbameini fengið sUka lyfjameð- ferð. „Mér Uður ágætlega. Ég hef reynd- ar lést töluvert því mér gengur illa að vinna úr fæðunni en það eru einu óþægindin sem ég hef fundið fyrir. Ég reyni að nýta hverja mínútu því nú fmnst mér hvert augnablik mikil- vægt. Ég mun ekki gefast upp heldur beijast og ég vona að mér takist að sigra,“ sagði Landon á blaðamanna- fundi sem hann hélt er hann kom til New York til að fara í lyfjameðferð- ina. Michael á leið inn á spitalann til að fara i lyfjameðferðina. Hann er ákveðinn í að berjast við þennan illvíga sjúkdóm og segist vera bjart- sýnn á að sér takist að sigra að lok- Kór eldri borgara í Mosfellsbæ. Kóra- mót Laugardaginn 11. maí sl. var haldið kóramót eldri borgara í Fella- og Hólakirkju. Kórarnir komu frá Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Akranesi og Selfossi. Einnig komu börn frá dagheimiUnu Hálsaborg og sungu nokkur lög. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og var hvert sæti skipað. DV-myndir Hanna VOLKSWAGEN hentugur fyrir ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA 0 Sparneytinn ® Gangviss © Þægilegur í notkun (§§) Auðveldur í endursölu AN VSK SÉRBÚINN SENDIBÍLL Stgrverð kr. 718.080 Vsk kr. 141.462 = kr. 576.618 Fjöldi fyrirtækja hefur valið VW POLO ÁN VSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.