Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 18
Menning ÞRftftflMGlimWMÁHMlR'I PI 18 EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI MAGNÚSmS. BLÖNDAHLH/F S. 12358. 13358, FAX 25044 AÐ GEFT1U TILEFNI •n Cöte SÆLQÆTI Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Lögmanns- & fasteignastofa REYKJA VÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Fasteign er okkar fag Einbýli - raðhús Hentugt fyrir hestamenn í nágrenni Reykjavíkur Ca 200 m'2 mjög sérstakt einb. ásamt ca 150 m2 útihúsi. Ca einn hektari lands. Stórkostl. útsýni. Hentar vel fyrir hesta- menn. Laugarás Stórglœsii. ca 290 m2 parhús meft innb. bíkkúr. Húsið cr alit hid vandaftasta: sérsmíðaðar innr., 4 svefnherb., biómaskáli, arinn í stofu. Ákv. sala. Ath., eignaskipti koma til greina. Grafarvogur Neðri hæð er 140 m2 ásamt bílsk. Aíh. fullb. að utan, fokh. að innan. Mosfellsbær Einbýli, ca 180 m2, á einni hæð. Aíh. tiib. u. tréverk og fullb. utan. Frábær staðsetn. Keflavík Stórglæsilegt einbýii, ca 190 m2 með bíiskúr. Húsið er á einni hæð. Vesturfold Ca. 180 m2 einbýli á einni hæð. Ath. Fullbúið að utari, fok- helt að innan. !ja- 5 herb. Álftamyri Stórgóð, 3 herbergja íbúð á 2. hæð. íbúðin er öll endumýjuð. Hagst. áhv. lán. Ákv. sala. Austurströnd 3 herb. íbúð ásamt bílskýli. Ákveðin sala. Rauðilækur Rauðilækur, ca 85 m2 íbúð. Góð jarðhæð, 2 gcð svefnh.t ser- inng. Ákv. sala eða skipti á eign í sama hverfi. Bugöulækur Snotur kjallar- aíbúð í góðu umhverfi, hentug óhv. lón. Ákv. sala. Ljósheimar 3 herb. íbúð í lyftu- blokk. Mikið útsýni. Skipti á stærri eign eða bein sala. Suðurgata, Hf. Stórgl. 4ra herb. íb. í 4-býlishúsi ósamt stórum bílskúr. Afh. fiillb. en íb. tilb. il tréverk. Ath., til afh. strax. Stelkshólar 4ra herb. íb. ásamt bílsk. Ib. í prýðisástandi. Háaleiti Ca 110 m2 endaíb. í blokk. Gott útsýni. Suðursv. Breiðholt Ca 110 m2 stórgóð íb., 3 svefnherb. Góðar suðursv. íb. er öll parketlögð. Ákv. sala. Rekagrandi Stórgóð íb. á 2 hícðum, gott útsýni. Bílskýli. Eignaskipti koma tii greina á góðu einbhúsi á Álítanesi/Seltjnesi. Miðbær Ágæt 60 m2 íb. á 2. hæð á besta stað í bænum. Áhv. 2 millj. Verð 4,4 millj. Hraunstígur - Hf. Góð 3ja herb. risíb. á góðum stað í Hafnar- firði. Áhv. veðdeild 1 millj. Verð 5 millj. Engihj alli Ca. 80 m2 stórgl. 3ja herb. íbúð, öll endumýjuð. Ákv. sala. Bræðraborgarstígur 3ja herb. mjög góð kjíb. Laus fljótlega. Laugarnes 2ja herb. kjíb. í rólegu og góðu umhverfi. Krummahólar 3ja herb. íb. með góðu útsýni, bílskýli. Laus fljótlega. Álfholt Ca 120 m2 íbúð á 1. hæð. Afh. tilb. u. tréverk, sameign frágengin. Áhv. nýtt V.D., ca 4,9 m. Kópavogur Ca 90 m2 íbúð í sambýl- ishúsi. Parket, bílskúr. Grænatún, Kópavogi 3-4 herb. risíbúö í tvíbýli. Smekkleg eign. Verð 5,6 m. Annað Söluturn - myndbanda- leiga Mjög góð myndbandaleiga vel staösett í bænum. Sumarbústaðaland í Vatnaskógi (Eyrar- skógi). Sjávarlóðir undir einbýli í nágrenni Reykjavíkur. Ýmsar eignir í Hvera- gerði. Vantar fyrirtæki og eignir á söluskrá. Ólafur örn, Páll Þórðars., Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl. RúRek ’91: Fimmtíu uppákomur á einni viku Aðstandendur RúRek ’91 fyrir aftan merki hátíðarinnar, talið frá vinstri: Guðmundur Emilsson, Árni Scheving, Vernharður Linnet, Pétur Grétars- son, framkvæmdastjóri hátiðarinnar, Sigurður Flosason og Friðrik Theó- dórsson. Þaö verður mikiö um að vera fyrir unnendur sveiflunnar í Reykjavík í næstu viku en þá hefst djasshátíöin RúRek ’91 með þátttöku fjölda er- lendra og innlendra hljóöfæraleik- ara. Fyrir um þaö bil níu mánuðum komu fulltrúar frá djassdeild F.Í.H. að máli viö tónlistarstjóra RÚV og skýröu frá hugmyndum sínum um aö halda djasshátíð á vegum þessara aðila vorið ’91. Fljótlega varð ljóst að um stórvirki yrði að ræða ef hátíðin mætti vera eins og þessum aðilum fannst sæma og var ákveðið að kynna hugmyndina fyrir fulltrúum frá Reykjavíkurborg sem þegar tóku málaleituninni vel og varð úr að Reykjavík gerðist aðili að hátíöinni með myndarlegum styrk sem gerir það að verkum að hátíðin getur verið með þeim glæsibrag sem vonast hafði verið til. Að sögn forsvarsmanna hátíðar- innar er tilgangurinn aö kynna sem flestar tegundir djasstónlistar og vekja athygli á djassi sem listformi og hluta af menningu þjóðarinnar. Auk þess er stefnt aö því að bæta afkomu djassleikara með samstilltri kynningarherferð. Hátiðin fer fram innandyra sem utandyra og verða um það bil fimm- tíu uppákomur í eina viku víðsvegar um bæinn frá og með næsta sunnu- degi. Öll kvöld verður boðið upp á lifandi tónlist á fimm veitingahúsum, Djúpinu, Duus húsi, Kringlukránni, Púlsinum og Tveimur vinum. Auk þess verða tónleikar á Hótel Borg flesta hátíðardagana bæði að kvöldi til og yfir kvöldverði. Þá er ógetiö þáttar Ríkisútvarpsins en útvarpað veröur á hverjum degi frá hátíöinni svo aö landsmenn sem ekki komast til Reykjavíkur eiga þess kost að heyra snilhngana leysa úr læðingi ævintýralega tóna djassins. Guö- mundur Emilsson, tónlistarstjóri út- varpsins, sagði að ráðgert væri að dreifa upptökum frá hátíðinni á út- varpsstöðvar út um allan heim. Frábærir norrænir djassieikarar Erlendu gestirnir eru allir frá Norðurlöndum, enda hátíðin styrkt af Nordjazz og í anda þeirrar sam- vinnu er lögð áherla á að listamenn frá hverju landi leggi saman krafta sína. Erlendir hstamenn koma frá öllum Norðurlöndunum og eru þeir alls fimmtán. Má þar nefna New Jungle Trio frá Danmörku sem er eins konar útibú stærri frumskógar- hljómsveitar þar í landi. Þeir halda tónleika á Hótel Borg 29. maí. Auk þess ætlar forsprakki sveitarinnar, Pierre Dörge, að æfa samnorræna fjórtán manna sveit sem mun leika á lokatónleikum RúRek í Borgarleik- húsinu 2. júní. Aðrir sem heiðra okkur með komu sinni eru Karin Krog sem er ein virt- asta djassöngkona Norðurlanda og er af mörgum talin ein sú besta í heiminum. Mun hún koma fram með samnorrænu sveitinni á lokatónleik- unum og mun Per Husby stjórna sveitinni í lögum sem hún syngur. Þau munu einnig koma fram á tón- leikum á Hótel Borg 30. maí. Bent Jærdig er danskur tenórsaxófónleik- ari sem hefur um árabil veriö í fremstu línu danskra djassleikara, sænski trompetleikarinn Ulf Adaker mun koma hingað í annaö skiptið á stuttum tíma og finnski klarinett- leikarinn Pentti Lassanen kemur ásamt tveimur félögum sínum og munu þeir leika með innlendum djassleikurum. Þá má nefna fær- eysku fusion hljómsveitina Plúmm sem hefur undanfarin ár verið full- trúi Færeyinga víða á Norðurlönd- um. Má geta þess að þrír félagar hennar stunda nú nám við djassdeild F.Í.H. Útitónleikar á hverjum degi Allir helstu djassieikarar okkar munu leika á hátíðinni og sagði Pétur Grétarsson, framkvæmdastjóri Rú- Rek ’91, að það væri háttur íslenskra djassleikara aö leika í fleiri en einni hlljómsveit en tekist hefði að raða niður dagskránni á þann veg að sami maður væri ekki að leika á tveimur stöðum í einu. Auk reykvískra djass- leikara má nefna að utan af landi munu koma kunnir menn eins og Árni ísleifsson og Viðar Alfreðsson, kunnir djassleikarar sem leikið hafa í mörg ár. Það er óhætt aö segja að það verður sveiflan sem ræður ríkjum í borginni í næstu viku. Djass mun verða leik- inn víða um borg, allt frá því klukkan fjögur um daginn fram yfir mið- nætti. Það verður ekki bara leikinn djass innandyra heldur eru ráögerðir útihljómleikar víðs vegar um bæinn á hverjum degi. Þeir eru þó þeim takmörkunum háðir aö veður get- ur ráðið hvort af þeim verður eða ekki. X Nú er sem sagt kominn tími fyrir alla djassáhugamenn að skipuleggja næstu viku því fjölbreytni er mikil og gæðin eftir því og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. -HK Tröllaborg gefin Listasaf ni Islands Tröllaborg eftir Svavar Guðnason. Á myndinni eru ekkjur Stefáns Hilmars- sonar og Magnúsar Jónssonar, Sigriður Thors og Ingibjörg Magnúsdóttir, og ekkja listamannsins, Ásta Eiriksdóttir. Bera Nordal, forstöðumaöur Lista- safns íslands, veitti í síðustu viku viötöku gjöf frá Búnaðarbanka ís- lands. Var þaö málverkið Tröllaborg eftir Svavar Guðnason. Svavar mál- aði verk þetta í Kaupmannahöfn áriö 1944 og er það málaö á fijóasta tíma- bili í listsköpun málarans. Málverkið er gefið í minningu tveggja látinna bankastjóra Búnaðarbankans, Stef- áns Hilmarssonar og Magnúsar Jónssonar. Ekkjur bankastjóranna, Sigríður Thors, ekkja Stefáns, og Ingibjörg Magnúsdóttir, ekkja Magnúsar, voru viðstaddar afhendinguna ásamt ekkju Svavars Guönasonar, Ástu Ei- ríksdóttur. Bera Nordal þakkaði gjöfina og sagði hana ómetanlega viðbót viö þau verk er safnið ætti fyrir eftir Svavar Guðnason. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.