Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ráðizt á heilsuhæli Ef Náttúrulækningafélagið fylgir eftir uppsögn starfs- fólks með lokun heilsuhælisins í Hveragerði, mun koma í ljós, að þjóðfélagið þarf meira á hælinu að halda en það á þjóðfélaginu. Þá verður farið að leita að sökudólg- um uppákomunnar, sem varð í kerfmu í síðustu viku. Fyrir Náttúrulæknifélagið er eðlilegast að nota þetta tækifæri til að stefna að samstarfsslitum við ríkisvaldið og breyta heilsuhælinu í heilsuhótel, þar sem erlendir heilsuleysingjar geta fengið að borga fyrir heilsubót, sem er meiri en fæst víðast annars staðar í kerfmu. Einnig er brýnt, að Náttúrulækningafélagið höfði mál gegn Læknafélaginu, sem hefur nú hafizt handa í annað sinn síðan það rak Sigvalda Kaldalóns úr félaginu sæll- ar minningar. Tímabært er að fara að sækja einokúnar- félög stétta til skaðabóta fyrir brottrekstrarhótanir. Læknafélagið hefur hótað félagsmönnum brott- rekstri, ef þeir sæki um störf á hælinu. Ef þetta ofbeldi félagsins stenzt gagnvart lögum, er brýnt að setja lög á Alþingi, sem banna slíkt ofbeldi stéttarfélaga. Það eru fleiri en læknar, sem verða siðblindir í félagsskap. Ágreiningur lækna hæhsins við hjúkrunarstjóra og hælisstjórn byggist á yfirfærslu AA-áfengisvarna á ofát, svo sem gert er í svoköhuðum OA-samtökum. AA- aðferðin er raunar áhrifamesta og gagnlegasta lækn- ingaaðferð, sem tekin hefur verið í notkun hér á landi. Vísindalega séð verður AA-aðferðin ekki talin vera fyllilega sönnuð, þótt nærri fari. Meiri óvissa er um OA-yfirfærsluna, en hún er hættuminni en margt annað og ætti að njóta velvildar vafans. Að líkja þessum að- ferðum við kukl er hroki úr læknum, sem Utið kunna. Ef gera ætti fulla sönnunarkröfu á hendur öllum aðferðum við lækningar, er ljóst, að Bláa lónið á sér enga framtíð í kerfinu. Ef á að gera slíka kröfu á hend- ur öllum lyfjum, sem læknar vísa á, er hætt við að mik- U hreinsun verði og ef til viU brýnni en sum önnur. Ríkisendurskoðun hefur brotið bókhald hæhsins til mergjar. Hvað snertir persónulegar ávirðingar hefur hún skýrt frá, að forstjórinn noti dýran forstjórabíl og hafi mikinn símakostnað. Ennfremur, að starfsfólk fái að borða í mötuneyti hæhsins og kaupa þaðan mat. Ef ekki er um annað að ræða af shku tagi, ætti Ríkis- endurskoðun að færa hehsuhæUnu skrautritað skjal fyrir að vera til fyrirmyndar í skorti á persónulegri græðgi þess fólks, sem ber félagslega ábyrgð á rekstri heilsuhælis Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Stóra málið í þessu dæmi er íjármögnun stofnkostn- aðar. Um hana hefur lengi verið Uallað í daggjaldanefnd og hafa menn ekki verið á eitt sáttir um þá málsmeð- ferð, sem hefð er komin á eftir mörg ár og áratugi. Hún hefur hingað til ekki verið taUn glæpsamleg. Sjúkrahús í eigu ríkisins fá fé tU stofnkostnaðar á íjárlögum ríkisins. Þess vegna er stofnkostnaður þeirra ekki reiknaður til daggjalda. Stofnkostnaður við upp- byggingu hælisins í Hveragerði er hins vegar ekki á fjár- lögum, þar sem það er ekki í eigu ríkisins. Að grunni tU er hælið í Hveragerði gjöf hugsjónafólks tU Náttúrulækningafélagsins og árangur happdrættis þess félags. Eftir að þrengdist um á happdrættismark- aði hefur frekari uppbygging komið að mestu frá hinum umdeildu viðbótardaggjöldum, sem sumir segja ólögleg. Ef ríkið og Læknafélagið ræna hælið hefðbundnum starfsvettvangi þess, mun þjóðfélagið tapa, en í staðinn munu græða útlendingar, sem hafa efni á að borga. Jónas Kristjánsson ■ . .Svæðið norðan Kapelluhrauns virðist ekki síður vel fallið til uppgræðslu. Verðugt verkef ni Oröatakið: „Lengi tekur sjórinn við“ er ekki réttnefni eins og nú þegar er orðið ljóst. Menn eru aö vakna til vitundar um að ekki er síður mikilvægt að ganga vel um utan dyra en innan. Umhverfis- málin eru því að öölast aukinn sess í þjóðmálaumræðunni. Víða hefir mikið áunnist við frágang á sorpi og skolpi. Á öðrum sviðum hallar enn undan fæti og þrátt fyrir ára- tuga baráttu hefir ekki tekist að snúa vörn í sókn. Tvö „frímerki“ Til að prófa frásagnarlist og ímyndunaraíl.nemenda fá þeir iðu- lega það verkefni að semja texta við myndasögur án oröa. Um ýms- ar myndir mætti skrifa lærðar rit- gerðir. Ein slík er loftmynd er Emil Þór tók yfir sveitarfélögin á höfuöborgarsvæðinu seinni hluta sumars fyrir sex árum. Það sem einkum vekur athygli eru litimir í myndinni. I forgrunni er Kaphelluhraun í eðhlegum gráum lit en þar fyrir norðan tekur viö mörg hundruö hektara svæöi sem ætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma að vera hvanngrænt, en er nú nánast sem eyðimörk er nær allt frá Reykja- nesbraut í vestri, austur að Hval- eyrarvatni og norður aö veginum að KaldárseU. Gróðurtorfur á stangU gefa til kynna að fyrrum hafi þetta svæði verið algróið. Tvö „frímerki“, austan í Vatns- hUöinni við Hvaleyrarvatn stinga í stúf við nánasta umhverfi, lýsandi dæmi þess hverju hægt er að fá áorkaö. Er annað reitur Hákonar heitins Bjamasonar, fyrrverandi skógræktarstjóra. Fyrir nokkru var frá þvi skýrt í fjölmiðlum að bændur í Landeyj- um hefðu gert samning við Land- græðsluna um uppgræðslu 400 hektara svæðis á Markarfljótsaur- um með úlfabaunum í tilrauna- skyni. Svæðið norðan KapeUu- hrauns virðist ekki siður vel falliö til uppgræðslu með þeim hætti. Hljótt um framkvæmd Framangreint verkefni væri til- valiö að tengja landgræðslustörf- um skólafólks en lög um það efni eru frá 21. maí árið 1974. Lögunum var síðan fylgt eftir með reglugerð hinn 5. júní árið 1975. Samkvæmt lögunum er heimUt að kveðja til landgræðslustarfa a.m.k. tvo daga á ári hvem þann nemanda sem orðinn er 12 ára eða eldri og stund- ar nám í skóla sem kostaður er af KjaUarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur ríkinu að einhverju eða öllu leyti, enda sé nemandinn hraustur og ófatlaður. í raun ætti alls ekki að vera ástæða til að undanskilja alla fatlaöa. Skógræktinni, Land- græðslunni og búnaöarsambönd- um er gert að velja verkefni að fengnum tillögum frá Skógræktar- félagi íslands, Landvernd eða skólastjóra eftir eðh verkanna. í reglugeröinni em þessir hlutir áréttaðir en kveðið á um að fyrir 1. mars hvert ár skuU Uggja fyrir tillögur um verkefni og hvaða ald- ursflokkur og skólar skuli kvaddir til starfa á árinu. Vélavinnu, áhaldakaup og annan tilfallandi kostnað er leiðir af framkvæmd laganna skal greiða úr ríkissjóði enda verði tekin upp sérstök fjár- veiting í því skyni. Einhverra hluta vegna virðist framkvæmd þessara laga fara hljótt, hveiju sem um er að kenna. Af og til er þó verið að blása í her- lúðra til nýrrar sóknar, núna sein- ast með átaki um landgræðslu- skóga 1991 og sölu álfs SÁÁ. Sam- kvæmt lögunum virðist fram- kvæðið eiga að koma frá Skógrækt- arfélagi íslands, Landvernd og búnaöarsamböndum en ætti allt eins að geta komið frá hverjum þeim aðila öðrum sem teldi sig málið varða, s.s. foreldrafélögum, kennurum eða nemendum sem væm sjálfsagt því fegnastir að fá frí tvo daga á ári tU að stinga niður rofabörð, planta trjám eða sá fræi í mela. Fyrir fyrsta mars á næsta ári ættu hlutaðeigandi aðUar aö huga að þessum málum því lögunum var ætlað að vera annað og meira en dauður bókstafur og vart hefir nokkur þingmaður greitt atkvæði gegn þeim frekar en hinni frægu „þjóðargjöf ‘ á ÞingvöUum sumarið 1974. Að standa við orðin íslendingar era með afbrigðum þrasgjarnir. Sigurmerkiö víðfræga, sem kennt er við Churchill, er gam- alkunnugt úr íslenskum þjóðsög- um, þá táknaði það klippt. Flestir ættu aö vita hvernig fór fyrir kerl- ingunum sem deildu um hvort klippt væri eður skorið. Staðreynd- in er hins vegar sú að frá landnámi hafa eyðst fjórar milljónir hektara gróðurlendis. Þessi eyöing rekur að mestu leyti rætur sínar til bú- setu. Viður var höggvinn hnnulaust til eldiviðar og kolagerðar og í mörg- um tilvikum treystu bændur alfar- ið á vetrarbeit fyrir hluta fénaðar, t.d. sauði, auk fjörubeitar. Kjarr náði því ekki að endurnýjast. Kóln- andi veðurfar, sjógangur, ágangur straumvatna, skriðufóll og eldgos eru léttvæg, þar eð þau eru ekki ný fyrirbæri í sögunni. Stöku hér- uð hafa þó eyðst af völdum þeirra, samanber Þjórsárdalur og Litla- hérað þar sem nú er Skeiðarár- sandur. Mestu máli skiptir að standa við þau orð að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar í umhverfismálum eins og ráðamenn hafa iðulega hvatt til á hátíðarstundum og þegar horft er til framtíðar, því oft virðist ekki miklu þurfa að kosta til, öðm en breyttum hugsunarhætti og við- urkenningu staðreynda. Kristjón Kolbeins „Samkvæmt lögunum er heimilt að kveðja til landgræðslustarfa a.m.k. tvo daga á ári hvern þann nemanda sem orðinn er 12 ára eða eldri og stundar nám í skóla...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.