Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 10
í>j8iÐtíúbÁ&íÍR 'íi.' Mf iöði. ro Útlönd dv Innbrotið í Watergate, sem leiddi til þess að Ríchard Nixon sagði af sér forsetaembætti í Bandaríkjunum á sínum tíma, var undirbúið af helsta ráðgjafa Hvíta hússins, John Dean. Þetta kemur fram i nýúkominni bók sem ber heitiö „Hljóðlátur snilldarleikur", ■ en höfundar hennar iullyrða að þeir haii leyst hið dularfulla Watergate-mál. { bókinni er Dean sagður hafa skipulagt innbrotið í höfuðstöðv- ar Demókrataílokksins í þeim til- gangi að reyna að íinna sönnun- argögn sem tengdu háttsetta demókrata við ákveðinn vændis- hring. Þar er einnig fullyrt að starfs- mannastjóri Níxons, Alexander Haig, haíi veriö sá aðihnn sem „lak“ upplýsingum í dagblaðið The New York Post, en það voru blaðamenn þess sem komu upp málinu á sínum tíma. Talsmaöur Haigs segir bókina vera þvætting frá upphafi til enda og John Dean, sem nú er virtur viðskiptamaður í Kalifomíu, hef- ur einnig alfarið neitað því aö hafa átt nokkurn þátt í innbrot- inu. Fyrsta upplag bókarinnar hefur verið gefiðút í þrjú hundruð þús- und eintökum, sem bendir til þess að útgefendur hennar telji aö hun rauni ijúka út og jafnvel komast á lista yfir mest seldu bækumar. Rfui+tir tunguna til aðforðast illdeilur Rúmlega tvuugur kínverskur bóndi tók til þess bragðs að khppa úr sér tunguna þegar þess var kraíist af honum að hann tæki málstað annars aðhans í rifrildi eiginkonu hans og foöur. I stað þess að blanda sér í deil- una og taka afstöðu tók Cao Hyngxi sér næstu skæri í hönd og klippti af sér tunguna því hann vissi ekki með hvorum aðilanum hann átti að standa. Rjölskylda hans og vinir vöfðu tunguna í skyndi í kálblað og fluttu Cao á næsta spítala, en allt kom fyrir ekki, samkvæmt heim- ildum dagblaðsins á staðnum tókst læknunum ekki að bæta skaöann. Reuter íbúar Sovétríkj- anna fá ferðafrelsi Sovéska þingið samþykkti í gær ný lög um ferðafrelsi landsmanna sem gefur flestum þeirra leyfi til að ferðast til annarra landa. Lögin taka þó ekki gildi fyrr en í janúar 1993. Hingað til hafa íbúar í Sovétríkjun- um ekki mátt fara úr landi nema með sérstöku leyfi, en samkvæmt þessum lögum fá þeir allir ný vega- bréf og geta ferðast út fyrir landið eins og þeir vilja. Bandaríkjamenn segjast fagna þessari ákvörðun og íhuga að veita Sovétríkjunum svokalla MFN við- skiptastöðu gagnvart Bandaríkjun- um sem setur þau í forgangshóp yfir viðskiptaaðila Bandaríkjanna. „Við ætlum þó að bíða og sjá hvern- ig þessum nýju lögum reiðir af því enn eiga þau eftir að yfirstíga annaö þrep í dómskerfi Sovétríkjanna," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins. Fitzwater sagðist ekki vita hvort einhver skilyrði fylgdu þessum nýju lögum eða hvort þeim fylgdu önnur Eftir að sovéska þingiö samþykkti að veita Sovétmönnum ferðafrelsi íhugar Bandaríkjastjórn að setja Sovétríkin í forgangshóp viðskiptaaðila sinna. Símamynd Reuter vandamál og fyrr en það er komið á af hálfu Bandaríkjastjórnar. hreint verður engin ákvörðun tekin Reuter Forsetakosningar í Rússlandi: Reynt að breyta tillögu um kosningareglur Fulltrúaþingiö í Rússlandi kom saman í Moskvu í gær til að setja reglur um fyrstu beinu forsetakosn- ingarnar í landinu 12. júní næstkom- andi. Er þetta í annað skipti á stutt- um tíma sem fulltrúarnir eru kahað- ir til sérstaks þings. í marslok komu fuhtrúarnir saman samtímis því sem tugþúsundir her- manna voru sendar til Moskvu til að koma í veg fyrir göngu stuðnings- manna Boris Jeltsin, forseta rússn- eska þingsins. Þá komu fulltrúarnir saman að kröfu harðlínumanna inn- an rússneska kommúnistaflokksins sem reyndu að bola Jeltsin.frá. En í staðinn ákvað fulltrúaþingið aö láta fara fram forsetakosningar eins og Jeltsin hefur óskaö eftir. Helsti keppinautur hans er fyrrum forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolai Ryzhkov, sem rússneski kommúnistaflokkurinn hefur opin- berlega lýst yfir stuðningi við. í framboði eru einnig fyrrum inn- anríkisráðherra SovétrUcjanna, Vad- im Bakatin, og herforinginn Albert Makatsjov. Þeir njóta báöir talsverðs stuðnings og veikir það stöðu Ryzh- kovs. Ef breytingartillaga kommúnista um kosningareglur verður samþykkt mun Jeltsin veitast örðugra að ná kjöri sem forseti Rússlands i fyrstu umferð. Jeltsin er hér ásamt einum leiðtoga rússneska repúblikanaflokksins, Vladim- ir Leesienko. Kommúnistar vilja breyta tillögum um kosningareglur sem gera ráð fyr- ir að sá frambjóðendanna sem hlýtur 50 prósent greiddra atkvæða verði forseti Rússlands. Vilja kommúnist- Simamynd Reuter ar aö úrslit Uggi ekki fyrir fyrr en einhver frambjóðenda hefur hlotið 50 prósent allra atkvæða. Þaö myndi torvelda Jeltsin að ná kjöri í fyrstu umferð. tt Færeyingar mótmæla afhendingu nanania Heimastjórnin í Færeyjum hef- ur borið fram mótmæli vegna samkomulags milU Danmerkur og Noregs um aíhendingu sögu- legraskjala. Samkomulagið verð- ur undirritað í Osló í dag. Fær- eysk yfirvöld gera tilkall til nokk- urra þeirra skjala sem Danir æfia nú að aíhenda Norðmönnum. í samkomulaginu milli Dan- merkur og Noregs, sem náðist i fyrravor, er kveðið á um afhend- ingu sex þúsund skjala frá árun- um 1380 til 1814: þegar Noregur var hluti af danska konungsrík- inu. Menningarmálaráðherra Dæi- merkur,: Grethe Rostböll, segir Færeyinga ekki þurfa aö hafa áhyggjur. Um sé að ræða formlegt samkomulag og ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvert einasta skjal. Ráðherrann tekur það eimúg fram að öll handrit, sem flutt verði til Noregs, veröi áfram dönsk eign og að Danir hafi áfram umráðarétt yfir þeim. Ritzau Kúvæskur lögmaður gagnrýnir réttarhöld Kúvæskm* verjandi kvaðst í morgun myndu draga sig úr rétt- arhöldunum yfir tuttugu mönn- um, flestum Palestinumönnum, ef sannanir gegn þeim yrðu ekki endurskoðaðar. Yfir tuttugu manns koma fyrir rétt í dag fyrir að hafa tekið þátt í útgáfu frétta- blaðs, hliðholls írak, eftir að Irak- ar réðust inn í Kúvæt. Að sögn verjandans misþyrmdi lögregla og her nokkrum þeirra sem kveðinn var upp dómur yfir á sunnudaginn og þvingaði þann- ig fram játningar. Það væri ólög- legt. Fjórir írakar hlutu 15 ára fangelsisdóm á sunnudaginn. Verjandinn kvaðst vera þeirrar skoðunar að yfirheyrslurnar væru eins réttlátar og mögulegt væri samkvæmt heriögum en ekki væri hægt að byggja sannan- ir á þeim yfirlýsingum sem lög- reglu og her væru gefnar. Ymis mannréttindasamtök og sum Vesturlönd hafa sakaö kúv- æsk yftrvöld um ofsóknir gegn Palestínumönnum eftir að banda- menn frelsuðu Kúvæt. Bush Bandarikjaforseti hvatti í gær kúvæsk yfirvöld til að sýna mis- kunn þrátt fyrir biturleika vegna innrásar fraka. Reuter ADEGISVEISLAN Þríréttaður nádegisverður með forrétti og eftirrétti Qlokkfiskur að hætti Gullna Hanans með rúgbrauði og smjöri kr. 890,- [Blandaður salatdiskur með túnfiski og suðrænum ávöxtum kr. 920,- lÍliÚDristaður skötuselur „Orly" með tartarsósu kr. 1090,- Qryddsteiktir grísastrimlar í tómat-baconsósu kr. 1120,- frá krónum 890,- Forréttur að eigin vali (innifalið) Súpa dagsins Fylltir tómatar „Provenscale" Graflaxatoppur á grænum bala Jurtakrydduð svartfuglsbringa Eftirréttur að eigin vali (innifalið) Blandaður ostadiskur Vanilluís með ferskju kr. 1120,- Laugavegur 178, við hliðina á Ríkissjónvarpinu, s. 34780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.