Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 24
 86 BÍLASPRAUTUN tÉTTINGAR Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 Kúplingsdiskar Pressur Legur Bjóöum einnig flest annaö sem viökemur rekstri bílsins. SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91 - 8 47 88 HLJÓÐKÚTAR OG PÚSTRÖR frá viðurkenndum framleiðendum ( Amerfku og Evrópu f flestar gerðir bíla, t.d,: * TOYOTA * FOitO SIERRA * MAZDA * FIAT * MITSUBISHI * SUBARU * O.FL. O.FL. GÆÐAVARA - GOTT VERÐ PÓSTSENDUM Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gaeöi, þjónusta <^>-gardínubrautir eftirmáli meö úrvali af köppum í mörgum litum. Ömmustangir, þrýsti- stangir, gormar o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt. <lj) Einkaumboö á íslandi Sími: 31870 - 688770. Tjarnargötu 17 - Keflavík - Sími: 92-12061 Menning BíóhöUin - Nýliðinn ★★ Típísk svona löggufélagamynd Ég var ánægður með það að það liðu 44 mínút- ur þangað til hin óhjákvæmilega setning „Hann drap félaga minn“ var sögð. Þvílíkur munur en í, til dæmis, síðustu Dolph-myndinni, þar sem þetta var þriðja setningin. Þessar 44 mínútur höfðu verið frekar daufar, sem sagt enn ein löggufélagamyndin. Ekkert nýtt hér, utan öflug- ur eltingaleikur þar sem Clint Eastwood (hann er aðallöggan) var bombarderaður af glæsibif- reiðum á borð við Porsche og Jaguar. Það heyrð Kvikmyndir Gísli Einarsson ust stunur frá bílaáhugamönnunum í salnum meðan tugir bíla breyttust í brotajárn og jafnvel mér með minn Fiat var hætt að vera sama. Fljótlega eftir að hin ódauðlega setning var sögð, þá lifnaði myndin öll við, akkúrat öfugt viö síðustu Dolph. Charlie Sheen (hann er nýlið- inn), sem var búinn að vera algjör ræfill, rú- staði heilli sniglakrá í leit að Chnt sem hafði verið rænt. Hann var hins vegar í góðu yfirlæti hjá glæponunum Raoul Julia og Sonju Braga (þetta er í þriðja skiptið sem þau leika saman í mynd). Þau yoru ótrúlega ófrumleg en virtust njóta þess. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað Sonja gerði við Clint, þetta er nú einu sinni fjöl- skyldublað. Læt nægja að segja að hann var bundinn, hún ekki. Eftir það sleppti raunveru- leikanum alveg og þá fór að vera virkilega gam- an. BMV fékk glæsilega auglýsingu (var reyndar búin að fá aðra fyrr í myndinni) í atriði sem var flott en hálfstolið úr Black Moon Rising. Svo voru allir eltir af öllum og mikið skotið. Clint hefur örugglega haft heilmikið gaman að þessari mynd, því hann fékk bæði að leika og leikstýra. Það má varla sjá hvort hefur verið léttara fyrir hann. Hlutverkið er bara nýaldar Dirty Harry. Laus við alla kompleksa sallar hann niður bófa hægri og vinstri með bros á vör. Leikstjómin hefur verið lítið mál enda hálf myndin í höndum áhættustjóranna. Leikstjór- inn Clint hefur sagt leikaranum Clint að gefa skít í alla persónusköpun og skemmta sér bara með nokkra kómíska drætti (t.d. á hann aldrei eld) og passa að byssan sé aldrei langt undan. Clint Eastwood og Charlie Sheen leika tvær iöggur með mismunandi reynslu að baki. Tvídrangafíklar geta borið hana Donnu aug- um í nlutverki dæmigerðrar löggukærustu og Tom Skerrit leikur ágætlega ríkan pabba Sheen (þau hafa líka leikið saman í mynd áður). Ég gleymdi víst að segja ykkur frá söguþræðinum. Skiptir það nokkru máli? The Rookie (Band. 1990). Handrit: Boaz Yakin og ein- hver annar með honum. Leikstjóri: Clint Eastwood. Leikarar: Eastwood, Charlie Sheen (Navy Seals, Wall Street), Raoul Julia (Presumed Innocent, Tequila Sunr- ise), Sonja Braga (Moon over Parador, Kiss of the Spider Woman), Tom Skerrit (Top Gun, Poltergeist 3), Lara Flynn Boyle (Poltergeist 3). Julie Cruise - Floating Into The Night Söngur sveipaður dulúð Juhe Cruise var búin að reyna fyrir sér lengi sem söngkona með litlum árangri þegar þeir félagar Angelo Badalamenti og David Lynch uppgötvuðu hana og tóku hana upp á arma sina. Hún fékk fyrst það verk að ljá rödd sína í þem- að úr Tvídröngum sem sjálfsagt allmargir kann- ast við núorðið. í kjölfarið fylgdi platan Floating Hljómplötur Hilmar Karlsson Into the Night sem hefur vakið mikla athygli og kynnt heiminum um leið góða söngkonu. Þá fengu þeir sem fylgjast meö Tvídröngum að sjá henni bregða fyrir í einum þáttanna og gerði hún stormandi lukku á sviðinu í vafasamri krá. Öll lög á Floating Into the Night eru eftir Angelo Badalamenti og textarnir eru eftir David Lynch. Þessir tveir hafa átt um nokkurra ára skeið náið samstarf. Auk þess sem Badalamenti hefur gert alla tónlist við Tvídranga gerði hann tónlist við þekktustu kvikmyndir Lynch, Blue Velvet og Wild at Heart. Sjálfsagt má deila um hversu góður lagahöf- Julie Cruise, eins og sköpuð fyrir tónsmíðar Badalamentis og Lynch. undur Badalmenti er en eitt er víst að hann hefur sinn eigin stíl og það er meira en hægt er að segja um marga vinsæla lagahöfunda. Lög hans eru yfirleitt í rólegri kantinum, stundum keyrir hann um of á rólegheitunum en seiðandi hljómar í sérstakri hljóöfæraskipan gerir þaö að verkum að maður leggur ávallt við hlustir. Öll hans einkenni sem tónsmiðs koma fram á Floating Into the Night og hin seiðandi rödd Julie Cruise eykur aðeins á þá dulúð sem hvílir yfir tónhstinni. í heild er tónlistin mjög góð, alls ekki einföld þótt ekki sé komist hjá því að taka eftir nokkrum endurtekningum. Textar Lynch eru ósköp venjulegir þegar haft er í huga hversu frumlegur kvikmyndagerðarmaður hann er. Bestu lögin eru Floating, Falling, sem er þemað úr Tvídröngum, The World Spins og Rocking Back Inside My Heart en það er ein- mitt lagið sem Julie Cruise söng svo eftirminni- lega í Tvídrangaþættinum fyrrnefndum. Hversu góð sörigkona Julie Cruise er er erfitt að dæma um eftir þessari plötu. Til að rödd hennar falli að lögum Bandalamentis þá beitir hún röddinni á sama hátt í öllum lögunum og því verður að bíða og sjá hvað skeður næst hjá henni ef svo skyldi fara að Lynch og Badala- menti yrðu ekki til staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.