Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. Meiming Listamiöstöð rís við Engjateig: Vettvangur skapandi lista- manna og listkynningar - segir Tryggvi Ámason, upphafsmaður og framkvæmdaraðili að hinni fóngulegu listamiðstöð Lífsreynslu- sögurAndra í eina bók Stórbók Péturs Gunnarssonar nefnist bók sera komin er út bjá Máli og menningu. í henni eru hinar vinsælu bækur um Andra Haraldsson þar sem rakin er þroskasaga hans. Sú fyrsta, Punktur, punktur, komma strik, kom út 1976 og hefur hún verið kvikmynduð. Gerist hún í Reykjavík eftirstriðsáranna. Ég um mig frá mér til raín sem kom út 1978 segir frá unglingsraunum Andra og samspili við ótal skrautlegar persónur. Persónur og leikendur kom út 1982. Þar reynir Andri að finna sína rullu á leiksviði hfsins. Lokakaflinn í lífsreynslusögunni er Sagan öll sem kom út 1985. Þar er til lykta leidd sjálfsmynd Andra. Pétur Gunnarsson hefur endurskoðaö allar bækurnar og einkum þó Sagan öll sem segja má að komi nú fyrir sjónir lesenda í alveg nýrri og óvæntri gerð. Norskar Kjóðaþýðingar Bréf til birtunnar er úrval Ijóða norska skáldsins Rolf Jacobsen í þýðingu Hjartar Pálssonar. i hinni nýútkomnu bók eru 50 ljóð skáldsins og er tilgangurinn að kynna þróun og skáldferil þessa merka skálds. Rolf Jacobsen er eitt af höfuöskáldum Norðmanna og ótvíræður brautryöjandi í norskri nútímaljóðalist. Yrkis- efni hans sum hver eru eilíf og ævaforn, en myndmál hans og skáldskaparviðhorf í takt við tim- ann. í fljótu bragði virðist heimur hans einatt vera heimur sundr- ungar og rofinna tengsla, en við nánari athugun vekja ljóð hans grum um dýpri merkingu hlut- anna en þeir láta oft uppi að órannsökuðu máli. Þess má geta að norsk fjóöskáld kusu Rolf Jacobsen skáld aldarbmar í Nor- egi í fyrra. Bréf til birtunnar er fjóröa úrvahð úr ljóðum nor- rænna skálda sem Urta gefur út. NýÚrvals spennusaga Sporlaust heith- nýjasta bókin í flokki Úrvalsbóka og er hún eftir K.K Beck, bandaríska konu af norskum uppruna. Bókin ber þess að vissu leyti merki þar sem aðal söguhefjan er bandarísk kona af norskum uppruna. Hún heitir Sunny Sinclair og þegar sagan hefst býr hún við góð efhi í tíibreytingarlausu ekkjustandi. En hiö óvænta gerist oftast snögglega. Allt í einu er hún í þeirri aðstöðu að þurfa að hafa uppi á ástmanni sínum frá því á sokkabandsárunum sem hún hefur ekki séð áratugum saman. Mæ-kmið hemiar er að vara hann viö hættu er að honum steöjar en með þessu tiltæki sínu kaliar hún sjálf yfir sig hættu. Leikurinn berst vítt um heim, San Franc- isco, England, Noreg og Kanada, og iendir Sunny í æsilegri ævin- týrum en hana óraði nokkum tíma fyrir. Veglega hstamiöstöð er nú verið aö byggja við Engjateig á milh Ásmund- arsafns og Suðurlandsbrautar. Þar rís á næstu átján mánuðum myndar- leg bygging sem ráðgert er að veröi bæði vinnustaður hstmanna og hí- býh auk þess sem þar verður stór sýningarsalur. í húsinu verða tólf íbúðir og eru átta þeirra nú tíl sölu. Þeir sem kaupa þær íbúðir hafa svo forkaupsrétt á vinnustofum sem í húsinu verða. Nú er það ekki svo að hver sem er geti komið af götunni og keypt íbúð á þessum fallega reit við Laugardai- inn, heldur er skilyrði að viðkomandi sé í Bandalagi íslenskra listamanna, eða sé tengdur hstum eða hstiðnaði, enda var það ákvörðun borgaryfir- valda fyrir tveimur árum að á þess- um stað skyldi rísa hstamiöstöð. Það er Tryggvi Ámason myndlist- armaður sem er hugmyndasmiður- inn á bak við þessa stórtæku hug- sjónaframkvæmd. Hann í samvinnu við byggingarfyrirtækið Gylfa og Gunnar stendur fyrir byggingar- framkvæmdunum og hugsar Tryggvi sér húsið meðal annars sem stað þar sem listamenn og listneyt- endur hittast. I húsinu verður vinnu-, sýningar- og söluaðstaða fyrir sem flestar sjón- hstgreinar og listiðnað og um leið greiður aðgangur fyrir ahan aimenn- ing til að fylgjast með hstamönnum að vinnu og njóta þess sem hstín gefur fyrir augaö. Til að fræðast meira um þessa merkilegu byggingu var Tryggvi Ámason tekinn tali við nýbygging- una þar sem allt er komið á fuht við framkvæmdirnar. Húsið og lóð frágengið íseptember1992 - Hvenær er áætlað að búiö verði að reisa húsið? „Áætlun segir til um að húsið verði tilbúið í september 1992, þá á allt að vera frágengið, lóð og bílastæði með- talið. Á lóðinni, sem húsið er byggt á, var garður með stórum trjám og höfum við reynt að vernda sem mest af þessum trjám.“ - Hverjir koma til með að fá inni í listamiðstöðinni? „Ég býst við að nú þegar húsið er að koma upp úr jörðinni verði farið að hafa samband viö þá aðila sem við teljum vænlegasta tíl samstarfs eins og myndlistarmenn, gullsmiði, ljósmyndara og ljósmyndastofur, keramiklistamenn og þá sem versla með iðnað tengdan listum. Reyna sem sagt að fá hingaö starfsemi sem dregur hverja að annarri. Þegar dæmið er skoðað í heild er hér um að ræða tvenns konar rekstr- arform, annars vegar er húsið eins og hvert annaö sambýli eða blokk þar sem hver á sína íbúð og vinnu- stofu og hins vegar sýmngar- og verslunaraðstaða ekki ósvipað því sem á sér stað í Kringlunni, nema hér verður það hstagyðjan sem verð- ur ríkjandi. Byggingunni má skipta í tvennt og er á neðri hæð vestari hlutans sýn- ingarsalur, svipaður að stærð og Austursalur Kjarvalsstaða, sá salur gefur möguleika tii töluverðrar stækkunar. Á annarri og þriðju hæð- inni beggja hluta hússins er áætlað að verði vinnustofur og íbúðir sem eru 113 fermetrar að stærð hver um sig. Fyrsta hæð eystri hluta byggingar- innar er ætluð fyrir ýmsa starfsemi tengda hstum og menningarlífi auk verslunarreksturs sem fyrr er minnst á. í tengibyggingu milli hús- anna er hugsað að komi veitingastað- ur og verður umgjörð hans eins að- laðandi og mögulegt er. Sá sem hefur teiknað þessa byggingu er sonur minn, Tryggvi Tryggvason arkitekt." Tryggvi Árnason, myndlistarmaður og framkvæmdaraðili listamiðstöðvarinnar sést hér fyrir framan grunninn af húsinu. í baksýn er Ásmundarsafn en bein tenging verður á miili safnsins og nýju listamiðstöðvarinnar. DV-mynd GVA Likan af iistamiðstöðinni við Engjateig, arkitekt er Tryggvi Tryggvason. Borgaryfirvöld vinsamleg hugmyndinni - Er ætlun þín aö reka sýningarsal- inn sjálfur? „Já, sýningarsalurinn verður á mínum vegum auk þess sem ég mun búa í einni íbúðinni og vera með vinnustofu. Upprunalega var það hugmynd mín að fá lóð fyrir vinnu- stofu og sýningarsal í Laugardalnum þar sem nú er Húsdýragarðurinn. Um sama leyti kom í Ijós að borgaryf- irvöld höfðu einmitt ætlaö starfsemi fyrir hstír á lóðum fyrir sunnan Ás- mundarsafn og þar með fór að þróast þessi hugmynd mín um listamiöstöð. Þetta form hefur tekist vel erlendis og má segja að þessi hugmynd hafi blundað með mér frá því ég var á ferðalagi í Englandi 1982. Þar kom ég við í bæ sem heitír St. Ives og kynntíst þar sambýh listamanna í líkingu við það sem hér er aö rísa. Mér fannst þetta kjörið fyrir íslend- inga og fannst meðal annars að shkt sambýh myndi ijúfa þá einangrun sem myndhstarmenn lenda oft í. Þama voru listamenn með opin verkstæði og gat almenningur hitt þá að máli og skoöað verk þeirra og keypt ef svo bar undir. Það var svo 1986 sem ég ræddi fyrst við borgarfuhtrúa um þessa hug- mynd og var strax vel tekið á málinu og þegar upp kom eins og áður segir að lóðin við Engjateig væri ætluð listamönnum fannst þeim hún kjörin til þessarar hstamiðstöðvar. Síðan hef ég verið að smáýta þessu áfram. Kerfið er hæggengt og ég fékk ekki staðfestíngu á úthlutun lóðarinnar fyrr en í mars 1989. Húsiö .er byggt í samvinnu við byggingarfyritækið Gylfa og Gunnar og þar hef ég verið mjög heppinn því fyrirtækið hefur staðið sig frábær- lega og sýnt máhnu áhuga og er ekk- ert sem bendir ekki til annars en að áætlanir standist. Ég vil taka það fram að verð á íbúðunum er alls ekki hærra en á öðrum sambærilegum íbúðum, þær eru á sanngjörnu mark- aðsverði.“ - Voru menn ekki í byijun svart- sýnir á þessa stórtæku hugmynd þína að byggja hstamiöstöð? „í fyrstu voru flestir vantrúaðir á að mér tækist að koma málinu í framkvæmd og urðu margir til að reyna að fá mig th að hætta við en eftir því sem meira hefur gerst og framkvæmdir hófust er ég nú farinn að heyra mun jákvæðari raddir. Það kom aldrei til að ég hætti við, sér- staklega ekki eftír að borgaryfir- völdu tóku hugmynd minni á þann jákvæða hátt sem raunin varð og ég á von á að borgin verði á einhvern hátt tengd máhnu í framtíðinni.“ - Hvaö sérðu fyrir þér þegar húsiö er risið? „Ég sé fyrir mér blómlegt líf í hst- um hér í Laugardalnum. Þá finnst mér hér komið hús sem er kjörið til notkunar þegar listahátíð stendur yfir. Á slíkri hátið gætí húsið þjónað á víðtækan hátt fyrir listina í hehd með þátttöku listamanna sem hér hafa aðstööu og annarra. Þótt með þessari byggingu sé stefnt að því að sjónlistin sé í fyrirrúmi þá er æskilegast að önnur hstform verði einnig með og í raun eru möguleik- amir mikhr á nýtíngu hússins th almennrar hstsköpunar og hstkynn- ingar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.