Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 18
€48 MÁNUDTAGUK 27. M'AÍ ;f9&j. Fréttir Kaupfélag Austur-Skaftfellinga: Heildarvelta hátt í 3 milljarðar Júlia Imsland, DV, Hö6u Hagnaöur Kaupfélags Austur- Skaftafellssýslu af reglulegri starf- semi á liðnu ári nam 65.508 þúsund krónum. Þetta kom fram í árs- reikningi félagsins sem lagður var fram á aðalfundi þess 27. apríl sl. Hlutdeild félagsins í afkomu dótt- ur- og samstarfsfyrirtækja er hins vegar tap að tjárhæð kr. 12.316 þús- und nú en var kr. 38.960 þúsund 1989. Heildarniðurstaða er kr. 53.192 þúsund en var kr. 27.533 þús- und 1989. Eigið fé er kr. 604.283 þúsund en var kr. 459.776 þúsund í árslok 1989. Heildarskuldir kaupfélagsins lækkuðu um rösklega 30 millj. króna á síðasta ári. Heildarvelta félagsins var kr. 2.761 milljón og var hækkun milli ára um 10,2%. Afkoma verslana félagsins batnaði á árinu og var hagnaður kr. 4.632 þúsund en 1989 var tap kr. 7.709 þúsund. Á árinu 1990 voru greidd laun til 875 einstaklinga, þar af voru 182 utanhéraðsmenn. Að meðaltali voru 130 manns á mánaðarlaunum og verkafólk á vikulaunum var að meðaltali 260. Breyting varð á stjórn félagsins. Örn Eriksen formaður og Gunnar Ásgeirsson varaformaður gáfu ekki kost á sér í stjóm og í þeirra stað komu Árni Stefánsson og Þóra Jónsdóttir. Aðrir í stjórn eru Birnir Bjarnason, Ingólfur Björnsson, Þorsteinn Geirsson og Öm Bergs- son. Kaupfélagsstjóri er Hermann Hansson. Félagsmenn i Austur-Skaftafells- sýslu voru um síðustu áramót 758 og 172 á svæðinu austan Lónsheið- ar. Hressir Oddfellow-kappar við hreinsun fjörunnar við Króka DV-mynd Sigurður HótelDjúpavík: Met í bókunum Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra Djúpuvík, segir aö aldrei áður hafi verið bókað jafn mikið og nú á hótel- ið hjá henni. Þaö verður því mikið um gesti á Ströndum í sumar. Fyrsti hópurinn kemur 7. júní. Hótelið getur hýst 16 manns í rúmum og 18-20 í svefnapokapláss að auki. 60 manns getur hún haft í mat í einu. Vegir eru ekki færir ennþá á Ströndum en verða það fljótlega eftir að hinn snjalli vegaverkstjóri Magn- ús Guðmundsson verður búinn að fara yfir þá. Nýr veitingastaður á Akranesi: Þrír vinir og einn í baði Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Nýr veitingastaður, Þrír vinir og einn í baði, var opnaður fyrir stuttu við Stillholt á Akranesi. Eigandi er Magnús Kari Daníelsson. Fjórir fastráðnir starfsmenn vinna þar. Magnús Karl sagði í stuttu spjalli við DV að viðtökur hefðu verið góðar þann skamma tíma sem opiö hefði veriö og að sér litist vel á reksturinn. Hann sagðist myndu reyna að höfða til ferðamanna í sumar, m.a. með sjávarréttum, en þegar liði að hausti ætlaði hann sér að bjóða upp á rétti sem hæfðu pyngju fjölbrautaskóla- nema en staðurinn er steinsnar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Akranes: Tvö hundruð manns í Ijöruhreinsun Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Góð þátttaka var í fjöruhreinsun sem efnt var til á Akranesi. Lætur nærri að hátt í 200 manns hafi lagt hreinsuninni lið, jafnt félagar í ein- stökum klúbbum og samtökum sem almenningur. Fyrirkomulag var þannig að félög og félagasamtök tóku að sér ákveðinn hluta strandlengj- unnar hvert og nutu síðan aðstoðar þeirra bæjarbúa sem lögðu þeim liö. Hreinsunin tókst mjög vel og safn- aðist saman mikið drasl sem starfs- menn Akranesbæjar óku á haugana. Að hreinsuninni lokinni var efnt til grillveislu á íþróttavelhnum. Magnús ásamt þremur starfsstúlkum á Þremur vinum. DV-mvnd Árni S. Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.