Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 27. MAÍ1991. 9 Utlönd Hálfblind eldri kona af gyðingaættum er hér borin út úr flugvélinni við kom- una til ísraels. Um 18 þúsund gyðingar voru fluttir þangað frá Eþíópíu um helgina þegar uppreisnarmennirnir fóru að nálgast höfuðborgina. Símamynd Reuter Vesturlandabúar flýja Eþíópíu: Uppreisnar- menn loka f lug- vellinum Þýsk þota lenti í Frankfurt í morg- un með yflr tvö hundruð Þjóðverja og aðra Vesturlandabúa frá Eþíópíu þar sem uppreisnarmenn nálgast nú óðum höfuðborgina. Margir farþeganna sögðust hafa tekið ákvörðun um að fara frá Addis Ababa einungis nokkrum klukku- stundum áður en vélin fór í loftið þar sem bardagar urðu æ algengari og sá orðrómur hafði komist á kreik að uppreisnarmennirnir ætluðu að loka flugvellinum. í útvarpsávarpi í gærkvöldi vöruðu uppreisnarmennirnir flugmenn við því að reyna aö lenda á flugvellinum eða fara þaðan í loftið þar sem hann væri vel innan skotfæris þeirra. Hundruð útlendinga hafa flogið frá borginni undanfarna daga og enn hafa ekki allir komist í burtu sem vilja. Ehm þeirra sem flúðu sagði að skortur væri á mat og að flóttamenn væru því famir að flykkjast til höfuð- borgarinnar. Uppreisnarmennirnir eru nú inn- an seilingar frá höfuðborginni. Flug- her landsins er óvirkur eftir að upp- reisnarmennirnir hertóku Debre Zeit, stóra flugstöð um 50 kílómeta suðaustur af höfuðborginni, og um- kringdu þar með borgina. Á innan við viku hefur bæði stjórn- ar- og flugherinn verið gerður óvirk- ur og stór hluti sjóhersins er flúinn yfir Rauða hafið til Yemen. Uppreisnarmennirnir neita vopna- hléi en segjast þó ekki ætla að her- taka borgina nema ef fyrirhugaðar friðarviðræður mistakast. Þær eiga að fara fram í London síðar í dag á milli uppreisnarmanna og fyrrum ríkisstjórnar landsins. ísraelskur embættismaður segist halda aö enn séu tugir þúsunda svartra gyðinga eftir í Eþíópíu þrátt fyrir að nú eigi flestir þeirra að vera komnir til ísraels. Um helgina voru a.m.k. átján þús- und gyðingar fluttir frá Eþíópíu til ísraels þar sem heimili þeirra verður í framtíðinni. Reuter Kosningar í Georgíu: Útlit fyrir sigur Gamsakhurdia - sex lýðveldi heQa samstarf um sjálfstæði Samkvæmt fyrstu tölum forseta- kosninganna í Georgíu, sem haldnar voru í gær, verður hinn þjóðemis- sinnaði leiðtogi, Zviad Gamsakhurd- ia, mjög líklega næsti forseti lands- ins. Þessar fyrstu tölur koma frá öllum landshlutum, en í sumum þeirra fékk Gamsakhurdia 75 til 85% allra at- kvæðanna. Ef hann nær kjöri verður þessi 52 ára gamh fyrrum póhtíski fangi fyrsti forseti lýðveldisins sem kjör- inn er í lýðræðislegum kosningum. Hann hefur alltaf notið mikillar hylli almennings í landinu. í kosningabaráttunni sökuðu mót- heijar hans hann um að vera einræð- isherra en hann hefur leitt ríkis- stjóm lýðveldisins síðan hreyflng, sem hann var í forystu fyrir, hrakti kommúnista frá völdum í kosning- unum í október síðastiiðnum. Alla tíð síðan hefur Gamsakhurdia sóst eftir sjálfstæði Georgíu frá mið- stjóm Sovétríkjanna. Þjóöemishópar í sex Sovétlýðveld- um, í Georgíu, Armeníu, Moldavíu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, til- kynntu í gær að þeir heföu komist að samkomulagi um að starfa saman í baráttu sinni fyrir sjálfstæði land- anna. Sameiginlegt nafn þeirra verður hér eftir Kishinyov-hópurinn, nefnd- ur eftir höfuðborg Moldavíu þar sem hópurinn kom saman um helgina. Lýðveldin sex neituðu í síðasta mánuði að ganga í Uð meö níu öðmm lýðveldum Sovétríkjanna sem sam- þykktu að fallast á svokaUaðan sam- bandssamning. Samningurinn, sem skýrir út hvernig vald skuli skiptast á milU sovésku lýðveldanna og mið- stjórnarinnar, er enn mjög umdeild- ur. Kishinyov-hópurinn ætlar hér eftir aö koma saman a.m.k. einu sinni í mánuði til að samræma aðgerðir sín- ar og skipuleggja sameiginlega póU- tíska áæflun. Reuter V.V.WAV.V v.v.v.v.v;*; SUMAR tilboð ••••••••••••• .V.V.V.V v.v.w;. •.v.v.v.v •:•:•:•:•:•:•:•:• i3°/‘ PANASONIC NV-MS70 FULLKOMIN S-VHS STERIO VIDEOUPPTÖKUVÉL 99.800. SONY CCD-F350 8mm VIDEOUPPTÖKUVÉL EINFÖLD OG ÞÆGILEG í NOTKUN 73,900.- 59.980. PANASONIC NV-MC20 VHS VIDEOTÖKUVÉL MEÐ TÖSKU PANASONIC NV-S1 SNILLDARLEGA HÖNNUÐ VIDEOUPPTÖKUVÉL MEÐ INNBYGGÐUM TITRINGSJAFNARA 90 84.800. JAPIS BRAUTARHOLTI 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.