Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 27
•MÁtoUD AGEJKF 27. MM/1991 fS9 Diana prinsessa faömar að sér börn, sem eru smituð af eyðni, i heimsókn á spítala í borginni Sao Paulo á ferð sinni um Brasilíu. Díana pnnsessa berst gegn fáfræði um eyðni Karl prins og Díana prinsessa af Wales hafa verið í opinberri heim- sókn í Brasilíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Diana kemur þangað og er hún mjög ánægð með þær hlýju móttökur sem hún hefur fengið hvarvetna sem hún hefur komið. Þau ferðuðust víða um landið en Díana prinsessa sagði að áhrifa- mesta heimsókn hennar hefði verið er hún heimsótti heimili fyrir börn sem eru að deyja úr eyðni. Undanfarin fimm ár hefur Díana látið mikið til sín taka í baráttunni gegn fáfræði og hræðslu við þenn- an sjúkdóm og sama dag og hún hélt til Brasilíu sat hún ráöstefnu í London um börn er höíðu smitast af eyðni. Á ferð sinni um Brasilíu óskað hún eftir að fá aö heimsækja stofn- un fyrir börn sem eru smituð af þessum sjúkdómi og er hún var í borginni Sao Paulo var henni leyft að skoða spítala þar sem vistuð eru slík börn. Er hún gekk um stofnunina var henni sagt, af einum af sjálfboðaliö- unum sem vinnur þar, að þetta væru börn vændiskvenna eða eit- urlyfjaneytenda. Um leið og hún ræddi við umönnunarfólkið tók hún börn upp úr rúmum sínum og faðmaði þau að sér og sýndi með því í verki þá miklu umhyggju sem hún ber gagnvart þessum börnum. Þegar hún var spurð að því hvernig henni fyndist að koma inn á slíka stofnun sagði hún að það væri átakanlegt að sjá öll þessi litlu börn smituð af eyðni. En það væri mikilvægt að láta þau ekki finna fyrir neinni vorkunnsemi heldur brosa við þeim, taka þau í fangið og sýna þeim umhyggju. Einn blaöamaður, sem fylgdi prinsessunni á ferð hennar, sagði: „Hún er miklu fallegri í eigin per- sónu heldur en á nokkurri mynd af henni.“ Gerið hv Giænv ýsar smáiúða. karfi, rauðspretta og steinbitur gpriklantli nýf 1'^ á iíluri'Júf T.I RHif) i OFNiNNi PONNURETTIR i ÚRVALI iionmvr önviwi í i a-voi Ýsa í sinnepssosu ýsa í karrýsósu Ýsa í aspassósu Ýsaí sveppasosu Ýsa í kryddsosu Ýsa í hvítlaukssosu Austurlensk fiskipanna AGrinmetisfiskip^ yy\. Skhupsiabui IMJODD AIIKLIG4RDUR ALLAR BÚÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.