Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 40
52
MÁNUDAGUR 27. MAÍ1991.
Merming
Páll postuli
Óratorían Páll postuli eftir Felix Mendelsohn-Bart-
holdy var flutt í Hallgrímskirkju á fostudagskvöld.
Flytjendur voru Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfó-
níuhljómsveit íslands undir stjóm Harðar Áskelsson-
ar ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
sópran, Alinu Dubik messósópran, Frieder Lang tenór
og Andreas Schmidt baríton. Loftur Erhngsson og
Ragnar Davíðsson sungu bassasóló.
Óratorían byggir á sögu Bibhunnar um Sál frá Tars-
us og segir frá fjandskap hans við söfnuöi kristinna
manna, sinnaskiptum og baráttu fyrir kristni eftir
það. Fyrirmyndin aö verkinu er komin frá Bach og
Hándel og gildir það ekki aðeins um form heldur einn-
ig tónhstina sjálfa. Er hún mjög undir barrokkáhrifum
og koma þau meöal annars fram í löngum fúguköflum
sem víða bregður fyrir. Andi rómantísku stefnunnar
svífur þó yfir vötnum ásamt persónulegum einkennum
Mendelsohns sem gefa verkinu á köflum örlítið síróps-
sætan blæ og nær það af þeim sökum aldrei fyhilega
sömu dýpt og t.d. Mattheusarpassía Bachs. En fyrr
má rota en steinrota og verkið er ágætt þótt ekki nái
það hæðum Bachs eða afslöppun Hándels. Kemur þar
til m.a. fagleg þekking Mendelsohns sem er upp á það
besta auk þess sem mörg atriðin eru einfaldlega mjög
faUeg tónlist. Meðal þess má nefna atriðið þar sem
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Kristur birtist Sál sem var mjög áhrifamikið í þessum
flutningi.
Það kostar atgervi, áræði og vinnu að ráðast í það
stórvirki að flytja verk af þessu tagi og aðstandendur
eiga hrós skUið fyrir framtakið en einnig fyrir það aö
flutningurinn tókst í öUum meginatriðum mjög vel.
MikUl mannfjöldi var mættur og kirkjan allt að því
full. Þetta hafði jákvæð áhrif á hinn ofvirka hljómburð
kirkjunnar þótt ekki dygði það til að gera hann fylli-
lega góðan. Einsöngvararnir skiluðu alhr sínu hlut-
verki með ágætum. Einkum voru Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir og Andreas Schmidt áberandi góð. Hörður Áskels-
son stjórnaði þarna töluvert meiri mannafla en hann
er vanastur og tókst prýðilega að halda öllu saman.
Svo virtist sem kórfólk og hljóðfæraleikarar skemmtu
sér ágætlega við flutninginn og smitaði það út frá sér
til áheyrenda sem þökkuðu hresshega fyrir sig með
langvarandi lófataki í lokin.
Fréttir
Listagil á Akureyri:
Bæjarstjóra
faliðað
skrifaundir
samning
Gyifi EristjánsBon, DV, Akureyri:
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa
falið Halldórí Jónssyni bæjar-
stjóra að skrifa undir samning
um kaup bæjarins á huseignum
Kaupfélags Eyfirðinga í Grófar-
gUi, en húsin sem um ræðir verða
notuð undír Uststarfsemi í bæn-
um og GrófargU fær þá væntan-
lega um leiö nafnið ListagU.
Um er að ræða húseignimar nr.
23 og 25 sunnan götunnar og hús
Mjólkursamlagsins og kétilhús
norðan götunnar ásamt eignar-
lóðum, en GrófargU er giUð sem
liggur frá Hafnarstræti upp með
Hótel KEA og Akureyrarkirkju
aö noröanveröu. Kaupverðiö
nemur 70,8 mUljónum króna.
Áformað er aö í ListagUi verði
miðstöð Usta á Akureyri. Þar er
Myndlistarskólinn þegar til húsa
með sína starfsemi og eru uppi
ýmsar hugmyndir um nýtingu
þeirra husa sem Akureyrarbær
kaupir nú í gilinu. Er rætt um
vinnustofur ýmiskonar, sýning-
arsaU, tónUstarsali og fleira i
þeim dúr auk veitingastaða og
sölubúða.
Stærsta flugvél sem skráð er hér á landi flaug útsýnisflug fyrir Reykvíkinga
seint í gærkvöldi en hún er breiðþota af tegundinni Lockheed 1011 Tri Star.
Flugfélagið Atlanta tók hana á leigu í 6 mánuði til pílagrímaflugs. DV-mynd S
Andlát
Guðrún Schiöth Lárusdóttir, áður til
heimilis á Langholtsvegi 2, lést á
öldrunardeild Borgarspítalans
fimmtudaginn 23. maí.
Sigríður Svava Valfells, andaðist að-
faranótt laugardagsins 25. maí.
Klara Sveinsdóttir, Melbrún, Fá-
skrúðsfirði, lést á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 24. maí.
Jarðarfarir
Gíslína Helga Magnúsdóttir frá
Hrauni í Grindavík, til heimilis á
Sæbólsbraut 28, Kópavogi, lést í
Landspítalanum að kvöldi dags 22.
maí sl. Jaröarfórin fer fram frá Kópa-
vogskirkju miðvikudaginn 29. maí
kl. 13.30.
Gunnar Eggertsson, Granaskjóli 38,
er látinn. Útförin hefur farið fram.
Jóna S. Guðmundsdóttir, Lækjar-
götu 10, Hafnarfiröi, verður jarö-
sungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 28. maí kl. 13.30.
Guðjón Guðjónsson, Hafnarfiröi,
verður jarösunginn frá Víðistaða-
kirkju þriðjudaginn 28. maí kl. 15.
Ragnheiður Jónasdóttir, áður til
heimilis á Hrannargötu 1, ísafirði,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 22. maí. Jarðarförin fer fram
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28.
maí kl. 10.30.
Útfór Fjólu Ágústu Ágústdóttur,
Langholtsvegi 114, fer fram frá Lang-
holtskirkju þriðjudaginn 28. maí kl.
13.30 .
Geir Arnesen efnaverkfræöingur,
sem andaðist 16. maí, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 28. maí kl. 13.30.
Stefán Jónsson, Kleppsvegi 58,
Reykjavík, sem andaðist 19. þ.m.,
veröur jarðsunginn frá Áskirkju í
dag, 27. maí kl. 13.30.
Útför Brynhildar Svölu Einarsdóttur,
sem lést 15. maí, verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, 27. maí kl. 13.30.
Gísli Benjaminsson múrari, Logafold
26, verður jarðsunginn frá Bústaöa-
kirkju í dag, 27. maí, kl. 13.30.
Helga Gunnarsdóttir tónlistarfræð-
ingur lést 16. maí. Hún var fædd 15.
apríl 1943, dóttir Sigríöar Einarsdótt-
ur og Gunnars Steindórssonar. Helga
útskrifaðist frá Kennaraháskólanum
og síðan framhaldsnámi í tónlistar-
og þjóðfræðum í Svíþjóð. Hún var
stundakennari við Kennaraháskóla
íslands á árunum 1982-88, en starfaði
sem lektor viö skólann 1983-84. Hún
var kennari í tónmennt, tónlistar-
sögu og söng og var kórstjóri við
Leiklistarskóla Islands frá 1983 til
dauðadags. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Sigurgeir Steingrímsson.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn.
ÚtíÖr Helgu verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 15.
Ottó J. Gunnlaugsson lést 20. maí.
Hann fæddist í Dalhúsum i Skeggia-
staðahreppi 24. júní 1922, sonur hjón-
anna Oktavíu Jóhannesdóttur og
Gunnlaugs A. Jónssonar. Ottó starf-
aði ýmist viö verslunar- eða verka-
mannastörf en lengst við sælgætis-
gerð. Útför hens verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Sveinn Valdemarsson skipstjóri lést
18. maí. Hann fæddist 16. maí 1930
Myndgáta
■“Vw
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðtaki.
Lausn gátu nr. 36:
Hitium
frostmark.
að Kollugeröi í A-Húnavatnssýslu.
Hann stundaði lengst af sjómennsku.
Eftirlifandi eiginkona hans er Elísa-
bet Jónsdóttir og eignuðust þau fimm
börn. Útför Sveins verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag kl. 13.30.
Tilkynningar
Hjónaband
Gefm hafa veriö saman í hjónaband af
séra Pétri Sigurgeirssyni í Langholts-
kirkju Sœrún Jónasdóttir og Kjartan
Sigurösson. Heimili þeirra er aö Álfatúni
25, Kópavogi.
Ný skartgripaverslun
9. maí sl. opnaði Katrín Didriksen nýja
skartgripaverslun aö Skólavörðustíg 17b,
Reykjavik. Katrín hefur farið í ýmsu inn
á nýjar brautir við gerö skartgripa. Hún
vinnur úr silfri, kopar og stáli en sér--
staka athygli hefur vakið að hún vefur
skartgripi og notar stundum hrosshár og
jafnvel hörgam. Katrín lærði gullsmiöi
hjá Reyni Guðlaugssyni gullsmið hjá
verslun Guðlaugs A. Magnússonar og
stundaði síðan nám við hinn fræga
Guldsmedehoiskole í Kaupmannahöfn.
Var lokaverkefni hennar þar m.a. höfuð-
djásn ofið úr stáli. Verslun Katrínar er
hönnuð af henni og Hafdísi Hafliðadóttur
arkitekt. Opið virka daga kl. 11-18 og
laugardaga kl. 11-14. Verkstæði Katrínar
er á sama stað.
Minningarkort
Skálatúns
Vinafélag Skálatúns vekur athygli á
minningarkortum Skálatúnsheimilisins í
Mosfellsbæ. Kortin má panta í síma
Skálatúnsheimilisins, s. 666248, og hjá
Styrktarfélagi vangefmna, s. 15941.
Safnaðarstarf
Hallgrimskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Námskeið
Jóganámskeið
Dídi Sukriti Av., sem er sérlærður jóga-
kennari frá Filippseyjmn og hefur
margra ára þjálfim og reynslu í jóga,
verður með jóganámskeið fyrir konur á
vegum Ananda Marga fimmtudaginn 30.
maí kl. 20. Þátttakendum verða kynntar
slökunaraðferðir og hugleiðsla og rætt
verður um skilning jóga á tilgangi and-
legra æfinga. Kostnaði verður haldið í
lágmarki. Námskeiðið verður haldið í
leikskólanum Sælukoti, Þorragötu 1.
Upplýsingar í síma 27050.
Fundir
JC Mosfellsbær
heldur almennan borgarafund í Hlégarði
í kvöld, 27. maí, kl. 20. Fjallað verður um
tilboö Reykjavíkurborgar á Blikastaða-
landinu.
Tónleikar
Ljóðatónleikar í Hafnarborg
W. Keith Reed og Bjami Þ. Jónatansson
halda ljóðatónleika miðvikudagskvöldið
29. maí kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk
eftir Vaughan Williams, Wolf og Schum-
ann ásamt lögum eftir ítalska, franska
og íslenska höfunda. Keith kennir söng
við Söngskólann í ReyKjavík og Nýja tón-
listarskólann. Hann hefur einnig sungið
með íslensku óperunni. Bjami starfar
sem píanókennari við Nýja tónlistarskól-
ann.
03»«
•EVÞOR—Á-