Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. Spumingin Ert þú farin(n) aö huga aðgarðinum? Margrét Gísladóttir húsmóðir: Nei, ég er ekkert farin að huga að honum. Ólafur Magnússon deildarstj.: Nei, ég er ekki farinn að gera það því að ég á ekki garð. Ragnheiður Magnúsdóttir ræsti- tæknir: Nei, ég á engan garð. örn Guðmundsson viðskiptafræðing- ur: Ég á engan garð en dóttir mín er farin að huga að sínum garði í skóla- görðunum. Unnur Stefánsdóttir, verkefnisstj. í heilbrigðisráðuneytinu: Já, það er langt síðan. Ég er meira að segja búin að sá fyrir matjurtum. Halldór Eyjólfsson virkjanamaður: Já, ég byrjaöi að huga að honum fyr- ir svona tveimur vikum. Lesendur í skökku biti - gagnvart Trygglngastofnun Unnið við tannréttingar, bit lagfært o.fl. - og búið heilagur! Kristin Pétursdóttir skrifar: „Hver er sá veggur víður og hár, veglega skreyttur röndum, gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistara höndum?" - Þessi sígilda gáta kemur mér alltaf í hug þegar ég les eða heyri minnst á deiluna um flokkun tannréttinga. Ég sé fyrir mér nýréttar tennur sem eru svo jafnar og skjannahvítar að þær endurspegla litadýrð náttúrunnar í glerungnum, þegar viðkomandi lætur svo litið að draga varirnar frá meistaraverkinu. Nú finnst mér ekki nema sjálfsagt og eölilegt að þeir sem þurfa á tann- réttingum að halda leiti til sérfræð- ings í neyð sinni. Hitt flnnst mér vera ofrausn þjóðfélagsins og skatt- borgaranna að greiða hluta af tann- réttingum fyrir foreldra á annað þús- und unglinga sem hafa e.t.v. ekki aðrar áhyggjur en þær að vera ekki með reglustikutennur sem ég kalla svo. Og vilja leggja á sig langa, stranga og áhættusama meðferð til að spilla meðfæddum persónuein- kennum sem oft eru meira aðlaðandi og sérkennandi fyrir persónuna en reglustikubitið. Þetta er nú samt ekki rætt þessa dagana, heldur það hvemig tannrétt- ingasérfræðingar eigi að komast hjá því að fylla út eyðublað frá Trygg- ingastofnun ríkisins svo að hún geti áttað sig á hve mikla vinnu hún er að endurgreiða vegna sérfræðiþjón- ustunnar. - Eða eiga sérfræðingamir að fylla nokkuð út? Þurfa þeir bara að sýna nokkuð annað en einn ein- faldan reikning sem hljóðar eitthvað á þessa leið: Unnið við tannréttingu, bit lagfært, o.fl.? - Síðan upphæðin og búið heilagur! Er nokkuð eðlilegra í þessum heimi en að tannréttingafræðingar geri sundurliðaða skýrslu yfir það sem þeir framkvæma til að hafa til hlið- sjónar þegar greitt er? Þeir segja, verði þeir að hlíta þessari reglu, að það jafhgildi því að þeir séu að deila út peningum ríkisins til viðskipta- vina sinna. - Eins og segir í grein eftir formann Tannréttingafélags ís- lands nýlega. Ég tel að þessi deila tannrétinga- sérfræðinga við Tryggingastofnun sé enn einn fáránleikinn sem við al- menningi blasir frá hendi „sterkra“ stéttarfélaga hér á landi. Og það er ekki ofsögum sagt af óbilgimi ís- lenskra stéttarfélaga gegn hinu opin- bera. Að ekki sé nú minnst á að hún bitnar einnig oft á félagsmönnunum sjálfum. Úr þeirri sjálfheldu er svo oft örðugð að komast fyrir einstakl- ingana og er að verða vandamál þjóð- félagsins í heild. - Hvað varðar deil- una um tannréttingaþjónustu og greiðslufyrirkomulag vegna hennar er sýnilegt að tannréttingafræðingar era í skökku biti gagnvart Trygg- ingastofnun ríkisins. Húsnæðisstofnun: Óviðunandi starfsemi T.Á.T. skrifar: Það er ekkert venjulegt hversu mikil affóll fólk verður að taka á sig ef þaö ætlar að selja húsbréf sem það hefur fengið hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Ef t.d. ungur maður ætlar að byggja sér hús og fær 10 milljónir að láni hjá stofnuninni fær hann ekki nema 8 milljónir. Tvær fara í affóll. - En hann þarf auðvitað að greiða 10 milljónirnar að fullu til baka. Annað dæmið er um fólk sem er í greiðsluerfiðleikum og skuldar 3 milljónir króna, skiptir á fasteigna- veðbréfum og fær húsbréf í staðinn. Fyrir þessar 3 milljónir fær það ekki nema 2,4 milljónir. Fólk sem búið er að eiga í erfiðleikum vegna hús- næðisskorts og annars sem því fylgir að byija í húsbyggingum má ekki við svona dýram lántökum. Hvað ætlar svo félagsmálaráðherra að gera í máli þessu? Ráðherrann hefur jú gefið það upp í fjölmiðlum að hann ætli áö sjá svona til og taka þetta til athugunar með haustinu! - Hversu mörgum þúsundum verður fólk þá búið að eyða í afFóll af hús- bréfum? Eitthvað hefur heyrst að fjármála- ráðherra væri með þetta á sinni könnu. Ef svo er má svo búast við enn lengri tíma þar til eitthvað ger- ist. Við vitum að það era verðbréfa- braskarar sem kaupa þessi bréf og verða feitir af þegar þau seljast á betra verði. Þessir menn eiga eftir að græða margar milljónir á ógæfu annarra. Annars er maður svo sem búinn að missa allt álit á Húsnæðisstofnun og þeim er þar ráða. - En fólksins í landinu vegna vonar maður að ein- hvem tíma komi einhver með heila brú og muni geta leiðrétt og stjórnað þessum málum meö sóma. Núver- andi kerfi er algjörlega óviöunandi. Margir í forfallabransanum? Jón Eiríksson skrifar: Margir kvarta nú í sumarbyrjun yfir villandi auglýsingum ferðaskrif- stofanna. Ekki sé tekið fram hvað- eina sem greiða þarf þegar pöntuð er sólarlandaferð eða hópferð úr landi. Eitt er t.d. greiðslan uni svo- kallaða „forfallatryggingu", sem er upp á kr. 1.100, einnig gengismunur sem alltaf er innheimtur og er sagður vera sá munur á verði frá því ferðin vaf auglýst og þar til hún er greidd. Auðvitað eiga nýjar auglýsingar aö sýna svart á hvítu, hvað ferðin kost- ar að fullu þann dag sem auglýst er. En skrýtnust finnast mér ummæli eins ferðaskrifstofumanns sem út- skýrir forfallatrygginguna þannig að hún sé trygging vegna þeirra sem ákveða að hætta við ferðina vegna veikinda eða annarra brýnna orsaka. - Hins vegar sé málið það að ef mönn- um væri fijálst að kaupa trygging- una eða láta það vera mætti búast við að þeir einir keyptu sem væra líklegir til að skipta um skoðun og hætta við ferð sem þeir fengju svo endurgreidda út á læknisvottorð vegna gerviveikinda! ( Skyldu vera margir sem eru komn- ir í þennan „forfallabransa" og hafa eitthvað upp úr því annað en vafstr- ið? Húsbréfin úrlandi Haraldur Einarsson hringdi: í umræöunni um þyngri greiöslubyrði lántakenda hús- næðislána er nú rætt um í fullri alvöru af félagsmálaráðherra að selja húsbréf á erlendum verð- bréfamörkuðum til þess aö ná niður hárri ávöxtunarkröfu sem á bréfunum er. - Ég get ekki séö neitt nema jákvætt við þessa hug- mynd ráðherrans. Lífeyrissjóðimir hafa ekki bol- magn til að kaupa þessi bréf og hlutverk þeirra heldur ekki það eitt aö standa í húsnæðislána- braski fyrst og fremst. Lífeyris- sjóðirnir ættu fyrst og fremst að hugsa um eftirlaunaþegana og vera þess umkomnir að greiöa sómasamlegan lífeyri. Það gera þeir ekki. - En þeir sem hneyksl- ast á hugmynd félagsmálaráð- erra mega vita að fleiri aðilar ís- lenskir skipta við erlenda fjár- magnsmarkaði. Tryggingar hafa um langan aldur verið endur- tryggðar erlendis. Grínastmedhass Elísabet Ólafsdóttir hringdi: í Þjóðvfijanum í morgun (23. maí) rakst ég á skopmynd frama- lega í blaðinu þar sem hæðst er að löggæslunni i sambandi viö fíkniefnamál. Á myndinni má sjá afkáralega lögregluþjóna og stórt mál sem skrifað er á orðið HASS. - Lögregluþjónarnir eru látnir benda á málið og hrópa „Stórt hassmál!!!“ Þetta finnst mér ekki hlægilegt, síður en svo. Ég held að fjölmiöl- unum sé ekki stætt á því og þar er Þjóöviljinn ekki undanskilinn að gera lítið úr störfum löggæslu- manna varðandi innflutning á fíkniefhum. - Eöa er „hassið“ orðið svo meinlaust miðaö við önnur fiknilyf að þaö eigi að láta þaö eiga sig? Eigum þá að sam- þykkja „hassið"? Hvaö sam- þykkjum við þá næst? Engar ákvarðanir hjá EFTA Friðrik skrifar: Enn dragast ákvaröanir á leið- togafundum EFTA og EB um myndun þessa evrópska efna- hagssvæðis sem verið er að reyna aö sauma saman. Enn eru deilu- mál sem valda höfuverki hjá fundarmönnum. Nefnilega sjáv- arútvegsmálin. íslensku ráðherr- arnir á fundinum væru betur komnir hér heima því nóg eru vandamálin að leysa heimafyrir. Ég get ekki séð annaö en við getum verið alveg rólegir yfir því hvemig um semst á milli þeirra fáu EFTA-ríkja sem eftir eru og EB-ríkjanna. Við eigum bara að bíða og sjá hvað setur. Ef fundar- menn ná saman um eitthvað, get- um við tekið upp þráðinn beint við EB. Viö höfum ekkert upp úr krafsinu fram að þeim tíma. Enginsamstaða foreldra íbúi í Laugarásnum skrifar: Ég tek undir lesendabréf sem var í DV í gær undir fyrirsögn- inni „Eiga foreldrar að lúffa?“ og var um mótmæli foreldra í þessu hverfi gegn því að kynferðisaf- brotamanni skuli vera valinn dvalarstaöur í hverfinu. Ég er hræddur um aö því miöur verði engar ráðstafanir gerðar fyrr en næsta slys veröur sem getur gerst hvenær sem er. En málið er hins vegar stærra. Það er samstöðuleysi foreldra hér í hverfmu sem er kerfinu í hag. Og svo lengi sem ekki er algjör samstaöa og krafa um aö losna við hættulegan íbúa úr hverfinu er engin lausn í sjónmáli. Auðvit- að á dómskerfið að sjá viðkom- andi aðila fyrir réttum d valarstað án tafar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.