Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. MAÍ 1991. 17 Fréttir TÓNLISTARSKÓLI FLATEYRAR StytoceWj 1 1 Ui| Sáð í nýja gróðurhúsinu á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Erfiðleikar við byggingu stóra gróðurhússins á Egilsstöðum: Ein milljón plantna úr fyrstu sáningunni Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Sáningu lauk fyrir hvítasunnu í nýja gróðurhúsinu á Egilsstöðum. Sáð var í 18.000 bakka og eingöngu lerkifræi. Gróðurhúsið er 2000 m2 að flatarmáh og búið sjálfvirkum vökv- unartækjum og áburðarblandara. Að sögn Einars Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Barra hf„ sem á og rekur húsið, má búast við að ein milljón plantna fáist úr þessari fyrstu sáningu og verða þær tilbúnar til gróðursetningar í ágúst. Ýmsir erfiðleikar komu fram í byggingu hússins. Sökkullinn var ekki til friös og seig önnur langhhðin en því var kippt í lag. Þegar búið var að klæða húsið með polucarbonat- plötum kom í ljós að þær sneru allar öfugt. Sú hliðin inn sem átti að snúa út. Einnig þaö var lagfært snarlega og nú er sem sagt sáningu lokið og verið aö ganga frá ýmsu smálegu í húsinu. Tónlistarskóli Flateyrar auglýsir eftir skólastjóra fyrir næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi geti kennt á sem flest hljóðfæri. Ibúð fyrir hendi. Umsóknarfrest- ur er til 30. maí '91. Upplýsingar veitir skólanefnd í síma 94-7770, 94-7656, 94-7837. Skólanefnd Tónlistarskóla Flateyrar PAUL McCARTNEY NÝJA PLATAN Nýja platan með Paul McCartney sem var tekin upp í sjónvarpsþættinum „Unplugged" á MTV er komip í búðir núna. Á þessari plötu flytur Pttul McCartney klassisk Bítlalög og gamla rokkstand- arda í órafmögnuðum útgáfum. lnniheldur einnig fyrsla lagið sem Paul McCartney samdi, lag sem aldrei áður hefur heyrst á plötu. Kfinglynni • Laugavegi 33 • Laugavcgi 96 SK-I-F-A-N Austurríki, margrómuð náttúru- og útivistarparadís í hjarta Evrópu. Þú flýgur beint með Flugleiðum til Salzburg og dvelst í Zell am See eða við Walchsee. Hinn vinsæli fararstjóri, Rudy Knapp, verður þér innan handar allan tímann. Þér gefst kostur á ókeypis leið- sögn í tennis, golfi eða á seglbrettum, þú getur lært á skíði á sól- björtum jöklum í nágrenn- inu eða leikið nil lf „ , FRAKR. 39.950 golf á fyrsta flokks golfvöllum (vallargjald 1000-2500 kr.). flug og gisting í hálfan mánuð* Skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn eða þú tekur þér sjálfur prik í hönd og röltir um fjöll og dali. í nærliggjandi borgum ríkir mið-evrópsk stemning með _ fjörugu mannlífi og ekki er langt að fara til Ítalíu, Sviss og Þýskalands. Nánari upplýsingar í síma 690300, 'Í á söluskrifstofum okkar, hjá umboðs- monnum og hjá ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR *stgr. m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) og gistingu í Ilgerhof íbúðahótelinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.