Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Fréttir Uppboðshald sýslumannsins í Mýra- og Borgarfl arðarsýslu ómerkt: Stýrði uppboði en var sjálf ur aðili málsins Hæstiréttur hefur ómerkt upp- boðsgerð og meöferð uppboðsmáls, þar sem sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu var uppboðs- haldari, á árunum 1988 og 1989. Sýslumaðurinn var í stjórn Spari- sjóðs Mýrasýslu þegar hann hélt uppboðin og var því einn þeirra aðila Hæstiréttur vísaði málinu heim til löglegrar meðferðar sem fóru fram á að tiltekin fasteign færi á uppboð. Málinu var vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. í mars árið 1988 fór Samvinnulíf- eyrissjóöurinn í Reykjavík fram á að húseignin Þorsteinsgata 4 í Borgar- nesi yrði seld á nauðungaruppboði vegna skuldar samkvæmt veð- skuldabréfi. Fleiri beiðnir um nauð- ungaruppboð komu síðar á sömu eign, þar á meðal frá Sparisjóði Mýrasýslu vegna skuldar að upphæð 500 þúsund krónur sem tryggö var með 5. veðrétti í fasteigninni. A þess- um tíma sat Rúnar Guðjónsson sýslumaður í stjórn sparisjóðsins. Þrjú uppboð voru haldin og stýrði Rúnar sýslumaður þinghaldi í þeim öllum í uppboðsréttinum. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að Rúnari hefði borið að víkja sæti dómara í málinu þar eö hann var fyrirsvarsmaður stofnunar, Sparisjóðs Mýrasýslu, sem var aðili uppboðsmáisins. Hæstiréttur ómerkti því uppboðsgerðina og með- ferð málsins og vísað málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Máls- kostnaður fyrir Hæstarétti var látinn niður falla. -ÓTT Greiðslur Tryggingastofnunar vegna lyQa 1984-1991: Rúmlega 50% hækkun - umfram verðbreytingar Greiðslur Tryggingastofnunar vegna lyfja 1984-1991 — á verðlagi 1991 — Q e '5 ’e 'O 3000 2000 1000 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991' ' Áætlaður kostnaður Lyfjakostnaður ríkisins í gegnum Tryggingastofnun hefur aukist um 58% frá árinu 1984 umfram verðlags- breytingar. Yfirleitt er um 10% hækkun milli ára en einu sinni, 1987, lækkar kostnaðurinn eilítið og árið eftir er örlítil aukning. Tölurnar fyr- ir 1991 eru áætlaöar en gætu lækkað með aðgerðum heilbrigðisráðuneyt- isins. Það sem fyrst og fremst veldur þessari raunaukningu milli ára er að sífellt koma á markaðinn ný og dýrari lyf. Þá hefur álagning apótek- anna verið geysilega há en í haust var þó tekin upp stiglækkandi álagn- ing á lyf. Hlutur lyfsala í lyfjaverði hefur verið um 50% hér á landi en erlendis er hann víöast um 30-35%. Álagningin hefur miðast við afkomu smærri apótekanna. Lyfsalar reka apótekin og hagnast á mikilli og kostnaðarsamri lyfja- notkun. Þeir eru einnig ráöandi aðil- ar á innanlandsframleiðslu og inn- ílutningi lyfja. í lyfjaverðlagsnefnd sitja lyfsalar og það hefur færst í vöxt að þeir eigi læknastofur í ná- grenni apótekanna sem þeir leigja út gegn vægu verði. Heildarlyfjakostnaöur lands- manna er mun hærri en tölur Trygg- ingastofnunar sýna, eða um 5 millj- arðar. Hver fjölskylda í landinu greiðir því 80.000 krónur áriega í lyfjakostnað. -pj leikurinn er sá að það er aldrei pantað hjá okkur, nema kojur og fyrir bíla. Hins vegar var talað um að sá hópur sem kom á miðviku- deginum meö okkur kæmist á for- gangslista í seinni sunnudagsferð- inni. En síðan kom þetta í belg og biöu á bryggjuna, algerlega skipu- lagslaust, kortéri fyrir brottfór og við gátum ekki séð hvaða hópur um borð og við vorum ekki látnir vita hverjir voru á forgangslista. Þetta var bara skipulagsleysi af hálfu iþróttafélagsins," segir Jón Eyjólfsson, skipsfjóri á Herjólfi. Pæjumót var haldið á vegum Þórs í Vestmannaeyjum um helgina þar sem hundruð lítilla stúlkna tóku þátt. Hins vegar skapaðist öng- þveiti þegar halda átti til Reykja- víkur með Herjólfi því ekki nærri allar stúlkurnar komust með. Um bryggjunni, heldur rislágar. Það var Páll Helgason, ferðafrömuður í Eyjum, sem bjargaði hópnum. „Það voru þarna um fimmtíu krakkar, skælandi og organdi lítil grey. Ég dreif þá alla krakkana inn í bíl til mín og ákvað að fara með hópinn á nýja bátnum mínum, TH Vikingi, sem tekur akkúrat fimm- tiu manns, til Þorlákshafnar. Ég sagði þeim bara að hætta að grenja þvi ég myndi skutla þeim og víð af stað 35-40 mínútum á eftir Herjólfi, fórum ffam úr hon- um og vorum komin á undan til Þorlákshafnar. Þetta var bara æv- intýraferð fyrir krakkana og við sigldum í gegnum háhymingatorfu þannig að þetta var hin mesta skemmtun," segir Páll. Þór Vilhjálmsson, formaður Þórs, segir að hann hafi ekki fengið viðhlitandi skýringar frá Herjólfi en búið hetði verið að panta far fyrirkrakkana. -ns Pæjumót 1 Vestmannaeyjum: - þarsemHerjólfurvarfuIlur „Við höfum leyfi fyrir 360 farþega fimmtíu litlar stúlkur urðu eftir á og skipið var orðiö fullt. Og sann- hefði komið á miðvikudeginum. Aðrir farþegar voru löngu komnir lögðum Gjaldþrotastefnan íslensk stjórnvöld hafa allt frá stofnun lýðveldisins lagt á það áherslu að atvinnufyrirtækin stæðu undir sér. Lengi vel var það meginstefna allra ríkisstjórna að miða gengi k'rónunnar við aíkomu frystihúsanna og gengisfellingar voru í rauninni ákveðnar hjá Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna sem gáfu línuna. Það þekktist ekki á Islandi að frystihús færi á hausinn, enda var þar búinn til auðurinn og þjóðartekjurnar og frystihúsin höfðu þann forgang í þjóðfélaginu sem þurfti. Fráfarandi ríkisstjórn var enn að burðast meö þessa stefnu. Þegar allt var komið í óefni eftir fastgeng- isstefnu ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar og vextimir höfðu verið gefnir fijálsir og hvert frystihúsið af öðm kveinkaði sér undan skuldabyrði og vaxtaklafa, stofnaöi ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar Hlutaíjársjóð og Atvinnu- tryggingasjóð og dældi út pening- um til frystihúsanna til að halda þeim og vinnunni gangandi. Nú eru hins vegar komnir nýir menn til valda á íslandi og ný ríkisstjóm undir forystu Davíðs Oddssonar hefur tekið upp nýja og áður óþekkta stefnu hér á landi. Hún er fólgin í því að gera frystihúsin gjaldþrota. Raunar öll fyrirtæki sem hún kemur höndum yfir. Hún stefnir aö gjaldþroti Síldarverk- smiðjanna, gjaldþroti Álafoss, gjaldþroti fiskeldisins, gjaldþroti rækjuvinnslunnar, gjaldþroti minkabúanna, gjaldþroti alls þess sem hreyfist á Islandi! Fjármálaráðherra hefur gefið þessa línu. Hann segir að það sé ekkert sjálfgefið að forða eigi fyrir- tækjum frá gjaldþroti. Hann segir að efast megi um ágæti þess að fyr- irtæki starfi áfram eftir að þau lenda í greiðsluerfiðleikum. Ríkis- valdið á ekki að hlaupa undir bagga. Bankamir eiga ekki að hlaupa undirbagga. Opinberir sjóð- ir eiga ekki að hlaupa undir bagga. Styrkur þessarar ríkisstjómar, sem nú situr, á einmitt að vera fólg- inn í því að láta þá fara á hausinn sem eru komnir á hausinn. Landsbankinn tók ráðherrann og ríkisstjórnina á orðinu. Hann lok- aöi á Hraðfrystihús Ólafsvikur á stundinni og nú eru góðar líkur á að þaö hús verði ekki opnað aftur. Nú er um að gera að loka nógu mörgum fyrirtækjum til að fram- fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Efnahagurinn kemst á réttan kjöl, atvinnulíf verður í eðlilegu ástandi og þjóömál komast loks á vitrænt stig þegar fyrirtækin í landinu verða gerð upp. Það segir fjármála- ráðherra og það segir ríkisstjómin. Það er gott að eiga hauka í horni í Landsbankanum, sem skilja hvað ráðherramir eiga við þegar þeir vilja aö fyrirtækin fari á hausinn. Bankinn tekur þá á orðinu og lokar á frystihúsin og lokar á fiskeldið og knýr þannig fram nýja stefnu gjaldþrota og stöðvunar. Dagfari hefur alltaf sagt að það sé ófært tjl langframa aö alls kyns fyrirtæki og frystihús haldi uppi atvinnu og skili hagnaði hér og hvar um landsbyggðina. Þegar vel gengur hjá fyrirtækjum þurfa stjórnvöld og stjómmálamenn lítil sem engin afskipti að hafa af þess- um rekstri og pólitíkin má sín lítils og kemur ekki að gagni þegar allt er í blóma. Annað er þegar allt fer á hausinn og forsvarsmenn fyrir- tækjanna verða að koma á hnján- um til pólitíkusa og ráðherra. Þá líður stjórnmálamönnunum vel og þá sannast völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu og þá geta þeir komið fram í fjölmiðlum og gefið út yfir- lýsingar um að þeir ætli að bjarga fyrirtækjunum eða bjarga þeim ekki. Það hefur þótt fínt til skamms tíma að standa í björgunaraðgerð- um en nú þykir fínna að standa yfir þeim dauðvona og kasta rekun- um. Nú er það stefnan að láta þau rúlla og halda atvinnulífinu gang- andi með því að reka fyrirtækin í gjaldþrot. Nýja stefna nýju stjórnarinnar gengur vel. í fréttatímum um helg- ina var sagt frá einum fjórum fyrir- tækjum sem voru að leggja upp laupana. Fjármálaráðherra hefur verið tekinn á orðinu. Með þessu áframhaldi er erfitt að sjá að nokk- urt fyrirtæki lifi árið af og þá getur nýja ríkisstjórnin haldið því fram með réttu að efnahags- og atvinnu- stefnan sé að skila sér. Svo eru menn að skammast yfir því að ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar láti ekki að sér kveða! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.