Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. v Sandkom sín '' Þaðvarmargt um manninn á tjaldstæðunum áÞingvöllum um l’.elRÍna. Þarvoru mwlal annars stikld : imghjónmeð börnsínog tjölduðuþau niðrivíðvatnið ásamt íjöidanum öUum af öðru fjöl- skyldufólki. Nokkuð var umdrykkju á staðnum og aUnokkurt Qör í mann- skapnum. Einn glaðhiakkalegur Reykyikingur hafði fengið sér þokka- lega neðan í þ ví og vafraði hann um tjald- og bUastæðið á laugdardags- kvöldið með öldós í hendi, íklæddur opnum skóm í terylene-buxum og stutterma bol. Hann tók hjónin ungu tali þar sem þau voruá leið í bifreiö sína að ná í eitthvað smáiegt, dúðuð í hlýjar skjóiílíkur. Hann bUmskakk- aði tU þeirra augunum og spurði svo háttogskýrtHavejúsín... .Pólkið staönæmdist og starði á manninn sem byrjaði þáánýjanleik: Have j ú sín in rödjetta? Maðurinn spuröi þá h vort hann væri að leita að bílnum sínum og maðurinn svaraði að bragði jes. S vo var eins og hann áttaði sig og spurði hvumsa: Eruð þið íslend- ingar? Of seinn í veiði Húnerdálítið nevðariega skemmtileg saganafmann- inuni sem hafði pantað dag í Norðuráí Borgaifirði i fyrrasúmár.: Hann kom full- urtilhlökkunar á staðinn ásamt tveimur félögum sín- um og fór að munda græjurnar. Þá kom í ljós að þar voru aðrir við veið- ar og vildi maðurinr\ fá skýringuá því hvers vegna þeir væru að veiöa sama dag og hann væri með ána á leigu. Málið skýrðist hins vegar fljót- lega því það kom á dagínn að maður- inn hafði verið með Norðurá á leigu deginum áður og hafði hann farið dagavfllt. Vonbrigðin uröu að vonum mildl enda leit út fyrir að tugir þús- unda hefðu farið í súginn. Á endan- um var þó sæst á að leyfa manninum og félögum hans að berja ána með einní stöng. Þaö sorglegasta var þó aö þeir fengu ekki einn einasta lax. Davíö í veiði Fólkvarðdálít- iöhissaþegar þaöfréttist í gær aðDavíð Oddsson for- sætisráði-erra Ögbofgarsijóri værikominn : upp í Elliðaár aðrrama fyrir lax.Enþaðer sem kunnugt er ein af embættis- skyldum borgarstjórans á ári hveiju að opna árnar. Menn áttu von á því að í ár yrði það Jón G. Tómasson sem yrði þessaheiðurs aðnjótandi þar sem borgarstjórinn er í „fríi“. En hver sleppir því að komast í laxveiði ef það er á annað borð í boði? Fín afsökun Víkurblaðiðá Húsavík kann aðskýrahlut- ina.Þaðgerir smágrín að af- sökunum landsliössti'ák- annaeftirófar irnnr i Albaniu sem munu hafa stafaðafömur- legu þjóðfélagsástandi austur þar. Svo leggur blaðið til að afsakanir af Albamugerðinni verði teknar upp í defldarkeppninni hér heima. Þegar Völsungar frá Húsa vík tapa fyrir Reykiavíkurliðum syðra, þá stafar það náttúrlega af áhyggjum Norð- lendinga af ástandinu í miðbæ Reykjav íkur á fóstudagskvöldum og vaxandi flkniefnaneyslu unglinga syöra. Og þegar Reykjavikurliðin koma norður og tapa á Húsavik, þá er það auð vitað vegna þess að borgar- spörkurunum leist ekkert á greiðslu- erfiðieikafiskvinnslunnar á staðnum og náðu af þeim sökum ekki að spila „sinneðlilegabolta". Umsjón: Jóhanna Margrél Einarsdótfir Fréttir Deila Kópavogs og Ríkisspítalanna um lóðaleigu: Ríkisspítalarnir hóta málsókn - Kópavogsbærhefurekkifullnægtsammngi „Við erum að velta fyrir okkur hvort það þýði að ná samkomulagi við þessa menn eða hvort við verðum að fara fyrir dómstólana," segir Pét- ur Jónsson, framkvæmdastjóri stjómunarsviðs á Ríkisspítulunum. „Þetta er partur úr landi Kópavogs- hælis sem er rekið af Ríkisspítulun- um. Við höfum látið af hendi til Kópavogsbæjar hluta úr landinu undir byggingar Sunnuhhðarsam- takanna. Upp í leiguverðið vildum við fá ákveðnar lóðaframkvæmdir. Það sem Kópavogur hefur ekki gert og svikist um að okkar mati er að framkvæma sinn hluta. Hann hefur byggt hérna á lóðinni en ekki fram- kvæmt þessar viðgerðir á lóð eins og til stóð. Deilan er komin frá þeim þar sem þeir eru að reyna að draga sig út úr samningunum og tína til allt sem þeir geta en það þýðir ekkert, þetta er gildur samningur og þeir verða aö gjöra svo vel að standa við hann. Það er verið að reyna að ná sam- komulagi en ég veit ekki hvort það tekst. Ef svo fer verðum við bara að leita til dómstóla." „Væntanlega fást menn nú til þess að ræða þetta frekar. Það er slæmt þegar svona mál fara út, ég hef ekki einu sinni kynnt þetta á bæjarráðs- fundi. Það er svolítið vont þegar menn koma inn í þetta eins og Pétur þarna sem er enginn aðili að málinu. Auðvitað er það stjórn Ríkisspítal- anna og Kópavogsbær sem semja,“ segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. .a-vxaaSEiB. : s'.vnosix BYGGÐAVERK HF. Kópavogur fékk þetta land undir Sunnuhliðarsamtökin en hefur ekki enn framkvæmt sinn hluta samningsins. Rik isspitalarnir hóta málsókn. DV-mynd Brynjar Gaut Kostnaðurinn meiri en samið varum „Við fengum þarna svolítið land undir byggingar Sunnuhlíðarsam- takanna. Hins vegar er samningur- inn allur hálfloðinn og menn töldu sig vera aö tala um ákveðna upphæð. Hann er að því leytinu sérkennilegur þessi samningur að það er hvergi nefnd ein einasta króna í honum. Það er bara samið um ákveðið verk og menn eru á þeirri skoðun að það muni kosta svona 7-8 milljónir. Nið- urstaða okkar verkfræðinga hér er fjórföld sú upphæð, eða 28 milljónir. Þvi vildum við taka málið upp á þeim grundvelli að ef báðir teldu sig semja um 7-8 milljónir þá væri það raunverulega það sem menn heföu verið að semja um. Þessi greiðsla yrði náttúrlega alveg fáránleg fyrir þennan skika. Þeir vilja náttúrlega bara að menn byrji og klári.“ - Segir ekki samningurinn einmitt þaö? „Jú, samkvæmt samningum getum við sagt að þetta hafi átt að gerast í fyrrasumar en þá var samið um aö fresta þessu fram á árið 1991 sem er ekki enn liðiö.“ - Standið þið viö samninginn í ár? „Ég sé ekki fram á annað en það er ekkert nýtt að menn vilji taka upp svona samninga.“ -pj Hagsmunaaðilar á Snæfellsnesi: Vegagerðin f lýti framkvæmdum við Útnesveg Læknar og íbúar á utanverðu Snæfellsnesi hafa gengist fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á þingmenn Vesturlands og Vegagerð ríkisins að beita sér fyrir uppbyggingu Útnesvegar, það er vegarins frá vegamótum Fróðár- heiðar fyrir ofan Búðir, um Breiðu- vík að Helhssandi. „Ástand vegarins er mjög bágbor- ið, það er reyndar alltaf eitthvað dyttað að honum á sumrin, en á veturna er hann alveg skilinn eft- ir,“ sagöi Guðmundur Karl Snæ- björnsson, læknir í Ólafsvík. Hann sagði að stundum hefði snjór sest í veginn á einum til tveimur stöðum sem gerði það að verkum að hann væri alveg ófær. „Ég hef lent í því að þurfa að moka snjó í 4-6 tíma til þess að komast til veiks fólks og einnig hef ég þurft að hírast í bílnum heila nótt í blindhríð og fengið neitun frá Vegagerðinni um aö grafa mig upp,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að með smá- vegis lagfæringum gæti vegurinn verið auður allt árið og það væri þá nær að leggja fjármuni í það en að eyða hundruðum þúsunda í að moka heiðina tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Hátt í átta hundruð manns skrif- uðu undir áskorunina sem afhent var yfirstjórn vegamála og öllum þingmönnum Vesturlands. Guð- mundur sagðist ekki vita til þess að nein svör hefðu borist enn sem komið væri. -ingo 17.jum: Hátíðahöld á Hraf nseyri Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 1991, eru 180 ár liðin frá fæðingu Jóns Sig- urössonar forseta. Eins og undanfar- in ár verður afmælisins minnst á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnaríjörð. Við það tækifæri mun Sigurbjöm Einarsson biskup flytja hátíðarræðuna en hann vígði minn- ingarkapellu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 3. ágúst 1980. Jafnframt mun karlakór Þingeyrar syngja nokkur lög og Björgvin Þórðarson sýngja einsöng. Hátíðahöldin, sem Hrafnseyrar- nefnd gengst fyrir, hefjast klukkan 14 með guðsþjónustu og predikar þá sóknarpresturinn, séra Gunnar E. Hauksson. Vegurinn yfir Möðrudalsöræfi er stórvarasamur eins og ökumaður þessa bils kynntist á dögunum. DV-mynd Emil Thorarensen Stórhættulegur vegur yfir Möðrudalsöræf i - tvö alvarleg umferðarslys með stuttu miUibili Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Daginn áður en banaslysið varð við Lönguhlíö á Jökuldalsheiði um síð- ustu helgi fór annar bíll út af á svip- uðum slóðum. Sá bífl lenti í lausa- möl, fór þrjár veltur og er gjörónýt- ur. Ökumaöur, sem var einn í bíln- um, var í öryggisbelti og hefur það vafalaust bjargað lífi hans. Mikiö hefur verið kvartað undan vegunum á þessum slóðum, frá Mý- vatnsöræfum, yfir Möðmdalsöræfi og í Jökuldal. Sérstaklega er vegur- inn yfir Möðmdalsöræfi slæmur. „Það eru ekki veittir nógir pening- ar í þennan veg. Hann er harður og í honum er mikil lausamöl. Þar sem fólk er orðið óvant að keyra í lausa- möl þá verður það að fara varlega," sagði Guðni Nikulásson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Egilsstöð- um. Að sögn Guðna hefur veöur verið með eindæmum þurrt á þessum slóð- um og því hefur víða brotnað upp úr köntum vegarins og er hann orð- inn laus og ójafn í sér. „Það stendur til að hefla þegar skil- yrði leyfa og gera veginn kláran fyr- ir sumarumferð. Þetta er hins vegar frekar slæmur vegur almennt og við- haldspeningar til vegabóta eru litl- ir,“ sagði Guðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.