Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUÐAGUR 11. JÚNÍ1991. 11 Sviðsljós Madonna sést hér með bróður sínum, Christoper, sem hún sveik með því að tilkynna öllum að hann væri hommi. Madonna svíkur bróður sinn í enn einni tilrauninni til að vekja á sér athygli hefur Madonna nú að margra áliti gengið of langt. Hún til- kynnti blaðamanni alþjóðlegs tíma- rits fyrir samkynhneigða fyrir nokkru að bróöir hennar, Christop- her Ciccone, væri öfugur. Þegar blaðamaðurinn spurði hana hvort hún sýndi samkynhneigðum einhvern skilning í verkum sínum sagði hún: „Það er ekki af ásettu ráði, það bara gerist. Christopher bróðir minn er öfugur og það erum við sem höfum haldið hvað mestu sambandi innan fjölskyldunnar." Og svo hélt hún áfram: „Þegar hann var lítill var hann svo fallegur aö allar stelpurnar hópuðust um hann. Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað væri öðruvísi en venju- lega en vissi ekki hvað það var.“ Hún sagðist fyrst hafa komist aö hinu sanna þegar hún tók hann með sér í balletttíma og kynnti hann fyrir kennaranum sínum sem var hommi. „Ég sá bara strax að eitthvað var á milli þeirra og komst þá að því að honum líkaði líka við karlmenn." Christoper, sem er þrítugur, brá illilega í brún er hann komst að því að systir hans hafði komið upp um leyndarmálið en hann á nú á hættu að verða útskúfaður af foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann þrábað ristjóra tímaritsins að taka nafnið sitt út úr greininni en allt kom fyrir ekki. „Christoper er stoltur af því að vera hommi, hann vill bara ekki að allur heimurinn viti af því og sér- staklega ekki fjölskylda hans í Mic- higan,“ sagði einn vinur hans. „Pabbi er mjög gamaldags," er haft eftir Madonnu í viðtalinu, „hann er mjög líklega ekki sáttur viö þetta." Vinir Christopers segja hann held- ur ekki vera sáttan við þá staðreynd að systir hans hafi brugðist trúnaði hans en það eina sem hann fór fram á var að fá að halda einkalífi sínu út af fyrir sig. Danska leikkonan Brigitta Nielsen gengur, ásamt vini sínum, inn í há- tíðarsalinn þar sem verðlaunaaf- hendingin á kvikmyndahátíðinni í Cannes fór fram. Simamynd Reuter George Bush forseti tekur hér um andlitið eftir að hafa slegið upphafs- höggið á golfvellinu við Arundal klúbbinn í Mains en hann er nú í löngu helgarfrí i sumarhúsi sinu þar. Simamynd Reuter Nemendur sem eru að Ijúka námi frá tiskuhönnunarskóla í London voru með sýningu á leikhúsgrímum, sem þeir hafa gert, nú í vikunni. Eins og sjá má á þessari mynd voru þær f jölbreyttar og skemmtilegar. Simamynd Reuter Hægt er að panta Urvalsbækur í síma 62-60-10 Þegar Sunny nálgast það markmið að finna Alex Markoff kemur i Ijós að hún kaliar sjáif yfir sig mikla hættu. Leikurinn berst vítt um heim -'San Fransiskó, England, Noregur, Kanada. í leit sinni að Alex Markoff er hún kötturinn sem ieitar músarinnar; gagnvart óljósum ofsækjendum er hún músin á flótta undan köttunum. Þetta er leikur upp á iif og dauða - úrvals spennusaga. Sunny Sinciair hefur ekki séð Aiex Markoff síðan heimsstyrj- öldinni síðari lauk. Þá voru þau bæði starfandi njósnarar og um skeið elskendur. Þvi er nú löngu lokið. En mörgum áratugum síðar rifjast þetta gamla, eldheita ævintýri upp með óvæntum hætti. Hún verður að finna þennan gamla elskhuga sem raunar hefur lengi verið talinn af. En nú kemur hroilkaldur veruieikinn æ skýrar i ijós með hverju skrefi sem hún tekur - hann er ekki bara lif- andi heldur er hann sennilega líka í miklum háska staddur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.