Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasöiu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Sigurhátíð hinna sigruðu Hina raunverulegu sigurvegara Persaflóastríðsins vantar á undarlegar sigurhátíðir, er haldnar hafa verið víðs vegar um Bandaríkin að undanförnu. Það eru for- setinn í írak og emírinn í Kúvæt, sem eru sigurvegarar stríðs, þar sem Bush Bandaríkjaforseti er hinn sigraði. Emírinn í Kúvæt og ættmenn hans eru farnir að feta sig áfram til svartra miðalda í ríki, sem Bush Banda- ríkjaforseti afhenti þeim á silfurfati. Það hófst við stríðs- lok með dauðasveitum og er nú komið út í skríparéttar- höld og dauðadóma, sem felldir eru á færibandi. Stuðningur yesturlanda við Kúvæt og Saúdí-Arabíu gegn yfirgangi íraksforseta hefur ekki leitt til, að aftur- haldsstjórnir þessara ríkja hafi stigið skref í átt til mann- og lýðréttinda. Þvert á móti hefur sigur emíra og kónga verið notaður til að magna miðaldir í þessum ríkjum. Bandaríkjamenn eru búnir að gleyma orðbragði, er Bush Bandaríkjaforseti notaði með réttu um Sáddam Hussein íraksforseta, sem Bush sagðist mundu hrekja frá völdum. Það tókst Bush ekki. Enginn endir er enn fyrirsjáanlegur á ógnarstjórn Husseins í írak. Forseti íraks gat meira að segja notað Persaflóastríð- ið til að festa sig og ætt sína í sessi. Hann hefur getað ofsótt sjíta og Kúrda harkalegar en áður. Nú er svo komið, að Kúrdar lifa mest á litlu verndarsvæði, sem er ekki nema brot af hinum hefðbundnu löndum þeirra. Ósigur Bush Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í Persaflóastríðinu fólst fyrst og fremst í, að dauðasveitum íraksforseta var hleypt í gegn með .alvæpni, þegar þær voru búnar' að gefast upp. Ef þær hefðu verið teknar til fanga, væri Saddam Hussein núna búinn að vera. Vesturlönd studdu Bush og Bandaríkin í stríði þeirra við Persaflóa, af því að menn vonuðu, að það leiddi til aukins lýðræðis á þessu svæði, sem stjórnað var af óargadýrum og miðaldaemírum. Niðurstaðan er sú, að lýðræði er fjarlægara Persaflóa en fyrir stríð. Bush sveik Vesturlönd með stuðningi sínum við mið- aldagengið í kónga- og emíraríkjum Persaílóa og við óargadýrin í Ba’ath-flokknum í írak. Ef hann er eins konar sigurvegari í Persaflóastríðinu er það sem svik- ari við vestrænan málstað lýðræðis og mannréttinda. Sérkennilegast í máli þessu er, að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa áttað sig á, að stríðinu var klúðrað fyrir þeim. Þeir hafa að undanförnu dansað um af fögnuði á sigurhátíðum út af niðurstöðu, sem var ekki sigur, held- ur ósigur fyrir Bandaríkin og pólitíska forustu þeirra. Bush Bandaríkjaforseti hefur eytt möguleikum á, að slík fjölþjóðastríð verði háð af hálfu Vesturlanda í ná- inni framtíð. Vesturlandabúar munu framvegis ekki treysta Bandaríkjunum fyrir fé og herliði til að taka þátt í klúðri á borð við niðurstöðu Persaflóastríðsins. Að baki harmleiksins liggur annars vegar vaxandi einangrun Bandaríkjamanna í þjóðarsjálfmiðjun. Þeir fylgjast ekki með því, sem gerist í öðrum löndum og setja sig ekki inn í tungumál, þjóðernishyggju og hugar- far fólks á svæðum, sem þeir eru að skipta sér af. Hins vegar liggur að baki vaxandi gjá milli þeirra, sem gabba, og hinna, sem eru gabbaðir. Tækni ímynda- fræðinga fer sívaxandi. Geta almennings til að sjá gegn- um tækni ímyndafræðinga fer síminnkandi. Þess vegna ímynda Bandaríkjamenn sér, að þeir hafi sigrað. Af þessum ástæðum er ástæða til að sakna þess, að Saddam Hussein og al Sabah emír voru ekki á heiðurs- palli við nöturlegar sigurhátíðir Bandaríkjamanna. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNI 1991. „Öfgar nýaldar beinlínis hættuleg- ir“ - segir Ólafur Sæmundsson næringarfræöingur. Þannig er fyr- irsögn greinar í DV 25. maí 1991. Ef ég les í málið að það sem átt er við með þessum orðum sé að öfgar, sem ranglega eru kenndar við ný- öld, beri að varast, get ég tekið undir þetta. Það er sannarlega hryggilegt þeg- ar góðum málstað er spillt með öfg- um. Að mínum skilningi er óspillt nýaldarhyggja vaxtarbroddur framþróunar mannkynsins á okk- ar tíma og helsta vörnin gegn hruni siömenningar. Nýaldarhyggjan á ekki skilið að vera hafnað þó að einhverjum verði á í messunni fyrir vanþekk- ingu, klaufaskap eða mannlegan veikleika. Hvað er nýöld? Ég er ekki einn um að leggja þann skilning í hugtakiö „nýöld“ að þar með sé átt við draum mannkynsins um nýja öld þar sem friður ríkir á plánetunni okkar og lifað sé í sam- ræmi við náttúruna, þannig að skemmdum okkar mannanna linni og komandi kynslóðir þurfi ekki að búa við eymd eins og víða má finna nú á tímum, þó að við hérna á íslandi njótum velferðar enn sem „Trúin Dytur Qöll og þaö er ein mitt það sero nýöldin svokallafla not farir sér, það er trúgimi fólks. Öfg- amar eru hœttulegastar, sérstaklega þegar verið er aö reyna að graeða á trúgimi fólks og seþa þvi ákveflnar afuröir sem kraftavcrkamat. Góö dæml eru hunang. blómafrjókom, ónscng og fieira af þvi tagi," sagfli Olafur Sæmundsson næringarfraA ingur í samtali viö DV. Sölumenn vitna í há- skóla sem eru ekki til „Solumenn ginsengs vitna stund um i visíndalegar niðurstoöur há- skóla sem siöan reynast ekki vera til. Þegar blómafnókomaæflið gekk hér yfir var óspari vitnaö i auglýs- ingum i einhvem sem átti aö vera heimsfrægur næringarfræflingur. Minlr prófessorar i Bandarikjunum konnuöust alls ekki viö þennan Og hvað eru blómafrævlar? Þeir eru 50% sykur. Hvaöer hunang? Þafl cr næstum hreinn sykur og hcfur sömu áhrif á likamann og aö boröa sykur." Mótvægi við vafasaman áróður Ólafur læröi næringarfræfli I BandarikJunum og lagöi jafníramt stund á beilsusálfræði. Hann starfar sem næringarfræílngur á forvama og endurhæfingarstööinni Mætti. Ólafur hefur ekki látiö þar viö sitja heldur hefur hann geflö út blaö sem heitir Lifsþróttur og er ætlaö. eins og segir i inngángsoröum, ,aö þjóna sem mótvægi gegn vafasomum og jafnvel röngum áróöri eöa starfsemi sem á sliku er byggö". í áöumeftid um inngangsoröum ritar Ólafur cinnig um nýaldarhreyfinguna og kemst svo aö oröi: „Þessi hreyfing nýtur mikilla vin- sælda enda hofum viö íslendingar veriö þekkhr fýrir þaö gegnum tiöina aö vcra trúgjamir á hifl dulræna og yfimáttúrlega. Mér er ekki aö skapi aö gagnrýna trúarskoöun þeirra sem hallir eru aö kenningum nýaldar hreyfingarinnar epda rikir hér á landi trúfrelsi. Þó Verfl ég að viður kcnna aö mér finnst þessi nýaldar- boöskapur hafa ailtof greiöan aðgang aö (jólmlölum. Einnig tel ég þá hættu vera fyrir hendi aö strangtniaöir leiti sér ekki vifleigandi læknishjálpar þegar þörf krefúr heldur treysti um of á dulrænar og yfimátturlegar ÓMurSaMnundMonnaMÍngartrafliogur varartók vlflfl4gumnýaklartinna. DV-myndoVA „Öfgar nýaldar- innar beinlínis hættulegary/ - segir Ólafur Saemundsson næringarfraeðingur Grein Ólafs Sæmundssonar birtist í DV 25. maí sl. „Öf gar nýaldar“ KjaHarinn Ulfur Ragnarsson læknir en aðrir leggja sig ekki eftir að skilja. Mér þætti flnt ef Ólafur ungi víkkaði ögn skilning sinn á lífinu. Sem betur fer „höfum við íslend- ingar verið þekktir fyrir það gegn- um tíðina að vera trúgjarnir á hið dulræna og yfirnáttúrulega“, það bendir til verðmætra eiginleika í fari fólksins, sem vonandi tekst að virkja í þágu lífsins bæði hér og þar. Mér er ókunnugt um að áhuga- fólk um þessi efni hafi lagt stund á neitt það sem gæti lagt jörðina okk- ar í eyði. Því miður verður hið sama ekki sagt um aðra sem óá- reittir fá að stunda sína iðju, svo sem smíði vopna. Rétt að gá að sér Vissulega er ýmislegt sem ég vil vara það fólk viö sem leggur inn á „Fæstir óska eftir landsföðurlegri of- stjórn og vilja vera frjálsir að því að þjóna sinni sérvisku án þess að lenda 1 steininum. Sérvitringalaustþjóðfélag væri áreiðanlega þrautleiðinlegt.“ komið er. Reyndar njótum við ásamt Japönum mestrar velferðar allra þjóða í heimi samkvæmt því sem ritað er í DV. Það er samt ekki mín biblía. í minni biblíu er ritað um þúsundáraríkiö og hygg ég að flestir sæmilega viti bornir menn líti svo á að þar sé átt við nýja öld og tillitssamari við lífríki jarðar, sannkallaða nýöld. Þegar ég tala um nýöld á ég við þann veruleika. Ég sé ekki ástæðu til að gefast upp á að vinna að því að þessi fram- tíðardraumur rætist þó aö ein- hveijir kenni lélegan málstað við draum flestra ráðvandra manna á jörðu hér vitandi eða af óvitaskap. Að mínu áliti er mjög mikilvægt að fólk eigi þessa von og leggi sitt af mörkum til að hún geti orðið veruleiki. Mér virðist alvarlegt mál ef maður, sem á að ráðleggja öðr- um, misskilur það sem hér er um að ræða og áttar sig ekki á að fólk sækir lífsnæringu í vonina. Maður án vonar er alveg vonlaus! „Maður- inn lifir ekki á brauöinu einu sam- an“ sagði einn sem vissi hvaö hann var að segja - og hafði þó ekkert háskólapróf. Hvimleið mistúlkun kemur fram í byrjun lesmálsins og auk þess er hugtakabrengl síðar í sömu máls- grein. Þetta er óskemmtilegt upp- haf og svo klaufalegt að varla er eftir hafandi, en svona er það: „Trúin flytur fjöll og það er einmitt það sem nýöldin svokallaða notar sér, það er trúgimi fólks.“ Er virki- lega svo komið að fólk á þessu landi veit ekki einu sinni hvað orðið „trú“ merkir á íslensku? Það stendur hvergi skrifað að trúgirni flytji fjöll. Það er hreinlega rangt eins og allir vita. Þarna er óvitlega að orði komist. Nýöld er tímaskeið, tími sem framundan er. Hvernig á ókominn tími að nota sér eitt eða neitt? Það er samt hægt að geta sér til um hvað fyrir manninum vakir: „Áróður er áhrifaafl, og það er ein- mitt það sem óábyrgt fólk notar sér með því að kenna sig við nýöld.“ Það er gamalt bragð að kenna sig við eitthvað sem talið er eftirsókn- arvert. Ekki vantar dæmin, t.d. sjálf- stæðisflokkur, framsóknarflokkur, alþýðuflokkur. Og svo mætti lengi telja. Enginn kýs að nefna sig ónefnum nema þá í gríni. Óhróðursflokkurinn, seíjunar- flokkurinn, gróðamannaflokkur- inn? Nei, enginn færi víst að kjósa frambjóðendur flokka sem kenndu sig við það sem kæmi upp um dulin öfl í barmi óvandaðra fokksmanna. Kennir margra grasa Það er svipaö um nýaldarhreyf- inguna og pólitíkina. Þar kennir margra grasa. Nýaldarhreyfingin er ekki nýöldin sjálf heldur bylgja sem um heiminn fer, aðallega borin uppi af fólki sem vil leggja sitt af mörkum til þess að heimurinn okk- ar verði vistlegri. Þó að misjafn sauður finnist í mörgu fé hygg ég að flestir aðhyllist þennan draum um betri heim á húgsjónagrund- velli og sumir meira en það, því að oft býr sönn trú að baki, það að vilja ganga á vegum kærleikans. En hvernig á að skýra slíkt fyrir þeim sem leggja trú og trúgirni að jöfnu? Ég vil svo sannarlega benda fólki á að fara með gát og láta ekki ginn- ast af sefjunarbrögðum þeirra sem eru einmitt ekki raunverulegt ný- aldar-fólk, alveg eins og sumir sjálfstæðismenn eru engir sjálf- stæðismenn, sumir framsóknar- menn engir framsóknarmenn og sumir sem kalla sig kristna eru eig- inlega ekki vitund kristnir í sínu lífi. Svo er aö sjá sem Ólafur sé enn reynslulítill að því er varðar trúna og fleira á andlegu sviði. „Auðvitað er margt í heimi hér sem enginn skilur. Og ef það er satt þá er það fínt“ segir hann og afgreiðir máliö með skyndilausn, sem hann teldi forkastanlega ef „nýaldarsinni“ ætti í hlut. Það er reyndar líka margt í heimi hér sem sumir skilja brautir hins óhefðbundna lífs sem víðtækt endurmat gamalla verð- mæta hefur gjarnan í för með sér. Endurmat merkir það að athuga vel oggera upp hug sinn um hverju eigi að halda og hverju skuli hafn- að. Það er mikið vandaverk og margur hefur farið flatt á því að hafna því sam haldið skyldi. Fráleitt virðist mér að nýta ekki til fullnustu þá möguleika til ör- uggrar sjúkdómsgreiningar sem nútímalæknisfræði býður upp á. Fyrirbæn eða annars konar heilun má að sjálfsögðu reyna samtímis. En sjúkdómsgreiningu ættu engir að reyna sig við án læknismennt- unar enda varðar það við lög. Hins vegar verður fólk að hafa frelsi til að prófa jafnvel gagnslaus lyf sem kröftuglega eru auglýst í flárgróðaskyni, ef það endilega vill eyða sínum peningum þannig. Kínalífselexírar, voltakrossar og segularmbönd koma og fara og hafa engan drepið það er ég veit. Fæstir óska eftir landsfóðurlegri ofstjórn og vilja vera fijálsir að því aö þjóna sinni sérvisku án þess að lenda í steininum. Sérvitringalaust þjóðfélag væri áreiðanlega þraut- leiöinlegt. - Fólk ætti þá á hættu að deyja úr leiðindum. Menn skyldu aldrei gleyma því að hlátur- inn lengir lífið! Úlfur Ragnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.