Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Lesendur Komast verður fyrir upphlaupin Spumingin Hefur þú ofnæmi fyrir einhverju? Þórður Steindórsson bóndi: Ég hef einu sinni fengið stanslausan hósta vegna nýútsprungins blóms í svefn- herberginu minu. ■|pw 1 1 Sigrún Sigurðardóttir sölumaður: Nei, ekki svo ég viti. Sigurgeir Guðlaugsson nemi: Já, grasi og köttum. Páll Magnússon tónlistarmaður: Nei, engu. Þóra Þórisdóttir nemi: Nei, engu. Snjólaug Arnardóttir: Já, ýmsu, t.d. penslíni og gróðri. Svava S. Vilbergs skrifar: Ég er ein af þeim heppnu sem dvelj- ast nú á Heilsuhælinu í Hveragerði. Margt af því sem sagt hefur verið hefði ég viljað segja en samt frnnst mér ég þurfi að bæta þar aðeins við. - Ég er svo sannarlega sammála því sem sagt hefur verið um starfsfólkið hér - aö í engu hafa deilurnar bitnað á okkur sjúklingunum. En það er lika ljóst að komast verður fyrir þessi upphlaup í eitt skipti fyrir öll svo að starfsfólkið hafi vinnufrið. Það er ekki víst að allir hafi gert sér það ljóst þegar Jakob Úlfarsson læknir bauð Læknafélagi íslands byrginn og forðaði okkur sjúklingun- um frá því að vera sendir heim að u.þ.b. 140 starfsmenn hefðu verið sendir heim líka. Og jafnvel allir far- V.G. skrifar: „Þurrt að kalla“, segir oft í veður- fréttum. Væri ekki betri íslenska að segja eitthvað annað. Af nógu er aö taka. - „Lágþokublettir", hvað er nú það? Hvernig getur þoka myndað bletti? - Þessi rassbaga ætti ekki að heyrast í ríkisstofnun sem vill bæta málfarið. Æskilegt er að þeir sem lesa veður- fréttir tali gott mál, þ.e. hafi íslenskar áherslur. Maður nokkur sem oft les Gunnar Þórarinsson skrifar: Söfnun fyrir erlendar þjóðir í formi peninga, matarskammta o.fl. í þeim dúr stenst ekki. Á íslandi er gífurleg þörf fyrir hveija einustu krónu sem hrekkur úr buddunni. Krabbameins- félagið er íjárþurfi, Slysavamafélag- ið, lamaðir og fatlaðir em fjárvana og yfirleitt em öll líknarfélög hér á landi í fjársvelti. - Fólk verður að skilja að innanlandsþörf okkar er mikil. Hjálparstofnun kirkjunnar á ekki að hugsa um þarfir annarra þjóða. Hér era mörg vandamál. Fólk er að missa húsnæði sitt, gjaldþrot, sjúkrahússkortur, áfengis- og fikni- ið á atvinnuleysisbætur. Þaö hefði verið mikið áfall fyrir svo lítið bæjar- félag sem Hveragerði er. Það sem mér svíöur þó sárast er hvernig stjórn LÍ hefur komið fram í þessu máli. Hótanir á hótanir ofan. Þetta er sú stétt sem við sjúklingar verðum að leggja lif okkar í hendurnar á. Þá eru það daggjöldin. Ég hef aldr- ei skilið hvers vegna þessi staður hefur alltaf fengið lægstu gjöldin, meira að segja lægri en Sjúkrahótel RKÍ í Reykjavík. Sá staður sem næst- ur kemst þessum hér hvað varðar endurhæfingu og meðferð sjúklinga er Reykjalundur með mun hærri daggjöld. Ég hef dvalið á báðum þess- um stöðum og sem liðagigtarsjúkl- ingur tek ég þennan hér langt fram yfir. þessar fréttir hefur afleitar áherslur. Hann segir t.d. „næsti veðurfregna- tími“ þannig að aðaláherslan er á „tími“, Keflavíkurflugvöllur með að- aláhersluna á „flugvöllur", o.s.frv. - Farið er að bera á þessu hjá fleirum á þessari stofnun. Þá er mjög æskilegt að lesari geti sagt „suðvestan", en ekki „suðest- an“. - Nýlega hefur karlmaður hafið lestur veöurfregna. Ég kemst í illt skap að heyra þann lestur. Það verð- efnavandamál og fyrir utan það er svo ísland stórskuldugt land. Auðvit- að eru þetta frjáls samskot og gjafir til kirkjunnar. En prestarnir, þjónar kirkjunnar, hafa ekki skilið að hér á að safna fyrir innlendum líknarmál- um og þörfin er fyrir hendi. Allar þær þjóöir, sem taldar eru upp aö séu matarþurfi og þar þurfi að brauð- fæða milljónir manna, eru stríðs- þjóðir með hertól, sem greitt er fyrir milljarða króna. Nokkrar milljónir króna héðan eru því hreinn hégómi. Réttara væri að kalla það geðveiki að kirkjunnar menn skuli ekki líta sér nær. Á meöan vandamálin eru óleyst Varðandi þetta kukltal Snorra Ingi- marssonar áttar maður sig ekki á 'hvað hann meinti í raun. Varla teng- ist það umhyggjunni, kærleikanum og nærgætninni, sem Jakob og allt starfsliðið sýnir fólki hér? Að gefa sér tíma til að bera á og nudda bólgna liði, sýna fólki hlýju og leysa hvers manns vanda? - Að endingu vil ég þakka Jakobi Úlfarssyni og öllu starfsfólki hér alla umhyggju og vona að Jakob og fleiri læknar, sem kynnu að vilja starfa hér, láti ekki hrokafullar hótanir stjórnar LÍ á sig fá. Ég læt mér ekki detta í hug að deilumál þessa staðar verði ekki leyst, þjóðin getur einfald- lega ekki verið án þessa heilsuhælis. ur að vera léttara yfir þessu öllu. Svo get ég ekki skiliö hvern varðar um veður á skipi suöur í ballarhafi. En þetta er sí-þulið yfir þjóðinni. Ætli einhver suður á mitt Atlantshaf á skipi, verður hann ekki kominn þangað fyrr en eftir marga daga. Sé hann staddur þar veit hann manna best hvernig veður er þar. - Þessar tuggur frá löngu liðinni tið era alveg óþarfar. - Gott væri ef Veðurstofan tæki sig á í þessum efnum. hér og stöðvun framundan á mörg- um sviðum atvinnulífsins, auk nið- urskurðar ríkisins á mikilvægum þáttum og framkvæmdum segi ég nei og aftur nei. Við söfnum fyrir íslensk líknarfélög en ekki undir merkjum kirkjunnar fyrir milljónaþjóðimar. Mín hugmynd er sú aö hafin verði söfnun með einhuga samstarfi ís- lendinga í sjóð sem kalla mætti ís- lenska hjálparsjóðinn og yrði hann í vörslu Krabbameinsfélagsins eða Slysavarnafélagsins. Síðan mætti ráðstafa úr sjóðnum til íslenskra líknarmála. - Við eigum nóg með að hugsa um okkar fólk. 100% hækkun verðbólgu? Þórarinn Guðmundsson skrifar: Ég reikna með að fleiri en ég séu kvíðnir þegar þær fréttir ber- ast, og era staöfestar af opinber- um efnahagssérfræðingum, að verðbólgan muni hækka um allt aö 100% á þessu ári - fari úr rúm- um 6%, sem hún hefur talin vera í, og upp í tæp 12%! Ef þetta geng- ur eftir er hreinlega úti um allar tilraunir til aö halda verðbólgu niðri hér á landi. Það hlaut kannski að koma að þessu fyrr eða síðar. En þó hefur verðbólgu aldrei verið komið nið- ur í slíka eins stafs tölu og á síð- astliðnum mánuðum, eða i þessi u.þ.b. 6% sem áður er getið. En er nema von aö illa fari þegar opinber fyrirtæki ganga sjálf harðast fram í því að hækka gjaldskrár og spenna bogann til hins ýtrasta? - Varla eru launa- hækkanir orsökin núna! Erljósanotkun nokkurvörn? Aðalsteinn Jónsson hringdi: Ég vil byija á að taka undir með S. G. sem skrifar í DV fyrir stuttu undir fyrirsögninni „Skákum Svium“ og ræðir tregðu íslend- inga á aö taka nagladekkin undan bílum sínum. Biður hann landa sína aö slá nú einu sinni frænd- um okkar Svíum við og lögleiða naglad’ekkin bara allt árið. - Þeir hafi líka verið fyrstir til að lög- leiða ökuljós i dagsbirtu! En er eitthvað fáránlegra aö lögleiða nagladekk allt árið en ljósanotkun allan sólarhringinn? - Ég veit ekki um eitt einasta land þar sem ljósanotkun er ekki hreinlega bönnuð aö degi til - nema ísland, þar sem hún er talin falla undir öryggisatriði. - En er Ijósanotkun í dagsbirtu nokkur vörn? Löggæslumaður einn tjáöi mér aö svo væri ekki. Þetta væru hins vegar lög sem sett hefðu ver- ið, þeim bæri aö fylgja. - En lög geta nú verið „ólög“, ekki satt? Hverjirsúpaseyði skítseiðanna? Suðumesjamaður skrifar: Ég er yfir mig hneykslaður á ummælum þeirra manna sem þykjast standa í forsvari fyrir fiskeldi hér á landi. Það er ekki nóg meö að þeir hafi krafist sí- fellt meiri og meiri aðstoðar hins opinbera, heldur tala þeir enn digurbarkalega þegar nú er kom- ið að skuldadögunum. - í viðtali segir einn forsvarsmaðurinn að þeir sem hafi þraukað í fiskeldinu séu nú að súpa seyðið af þessum stóru gjaldþrotum sem þegar séu orðin. Sami maður oröaði þaö svo i sjónvarpsviðtali nýlega að aðstoð og tillögur hins opínbera nú væru hin mestu „skítseiði", eins og hann orðaði það. - En hverjir súpa svo seyði skítseiðanna eftir allt? Ætli það séu ekki ég og þú, lesandi góður, aö venju? Rétthjáráðherra! T. P. hringdi: Mér finnst ekki rétt að amast við fyrirhuguðum útsendingum útvarpsstöðvarinnar FM 95,7 á einhverjum erlendum vinsælda- listum. Aö ekki sé nú minnst á útsendingar CNN stöðvarinnar um dreifikerfi Stöðvar 2. - Margir bíða hreinlega eftir að ná þessum sendingum dag hvern, svo mikil afþreying og fróðleikur er þar á ferð. Ég er viss um aö hyrfu þær af skjánum myndi Stöð 2 missa margaáskrifendur. Menntamála- ráðherra benti réttilega á aö Rík- isútvarpiö sjálft hóf útsendingar á erlendum málum í þættinum „Á hljóðbergi" á sinum tíma - og taldi hinn mesta menningarauka! " „Hvernig getur þoka myndað bletti?“, spyr bréfritari m.a. - „Lágþoka“ eða „háþoka“ yfir Reykjavík. DV-mynd KAE Veðurstofan taki sig á Hjálparstof nun kirkjunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.