Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1991.' ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. 17 íþróttir Sport- stúfar Sao Paulo tryggöi sér brasilíska meistarátit- ilinn í knattspymu í fyrrakvöld meö því að gera markalaust jafntefli við Bragantino í síðari úrslitaleik lið- anna í Rio de Janeiro. Sao Paulo vann fyrri leikinn, 1-0. Þjálfari meistaranna er Tele Santana, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, og hann vann þama sinn fyrsta meistaratitil í 20 ár. Tveir gripir til taks í Þýskalandi Þýska knattspymu- sambandið hefur neyðst til þess að láta gera eftirlíkingu af sUfurskálinni, verölaunagripn- um sem fellur í skaut meistaral- iðsins ár hvert. Fyrir lokaum- ferðina á laugardag eiga Kaisers- lautern og Bayern Munchen möguleika á meistaratitlinum, og dugar Kaiserslautern jafntefli í Köln. Þar verður rétta sUfurskál- in tilbúin til aihendingar en í Munchen verður eftirlíkingin til taks ef Kaiserslautern tapar og Bayern nær að sigra Uerdingen. Verði Bayem meistari fær liðið síðan réttu skálina afhenta um kvöldið! Keppt í þríþraut á Akranesi Skipaskagi, hið ný- stofnaða ungmennafé- lag á Akranesi, stend- ur fyrir fyrsta mótinu i þríþraut, sem haldið er þar í bæ, á sunnudaginn kemur. Keppt verður í flokkum karla, kvenna og unglinga og verður byrjað klukkan 9 í unglingaflokki en klukkan 9.30 í hinum flokkunum. Unglingar synda 400 metra, hjóla 15 kílómetra og hlaupa 3,5 kíló- metra en karlar og konur synda 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Skráningar- frestur er til fimmtudags í símum 93-12204 og 93-11986. Boðið er upp á gistiaðstöðu. Páll á Yamaha Villa slæddist inn í frétt um keppni í mótorkrossi í blaðinu í gær. Páll Melsted ekur ekki á Hondu, eins og sagt var, heldur á Yamaha YZ hjóli. .v Rakel og Ólöf unnu í Hafnarfírði Wella-kvennamótið í golfi fór fram á Hva- leyrarvelli, hjá Golf- klúbbnum Keili, á laugardaginn. Rakel Þorsteins- dóttir, GS, sigraði í keppni án for- gjafar á 86 höggum. Olöf María Jónsdóttir, GK, varð önnur, einn- ig með 86 högg, og Björk Ingvars- dóttir, GK, þriðja með 88 högg. í keppni með forgjöf vann Olöf María á 61 höggi, Margrét Guð- jónsdóttir, GK, varð önnnur með 68 högg og Kristjana Eiðsdóttir, GG, þriðja með 69 högg. KR ogÍAM. deild kvenna KR og ÍA mætast í 1. deild kvenna í knatt- spymu á KR-vellinum í kvöld og hefst leikur- inn klukkan 20. Bæði lið eru tap- laus, KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og ÍA sinn fyrsta. í 3. deild karla veröur einn leikur, Magni og Reynir frá Árskógs- strönd leika á Grenivík klukkan 20. Unglingalandsleikur í knattspymu: ísland mætir Wales í kvöld ísland og Wales mætast í Evrópu- keppni unglingalandshöa í knatt- spymu í kvöld á Varmárvelli í Mos- fellsbæ. Þetta er þriðji leikur íslands í keppninni og hefst hann klukkan 20. Island tapaði, 2-3, fyrir Englandi að Varmá í fyrrahaust en gerði síðan jafnteíli, 1-1, við Belga á útivelli. Höröur Helgason, þjálfari íslenska hðsins, hefur valið 16 leikmenn fyrir leikinn og hafa fimm þeirra leikið með meistaraflokkum félaga sinna á íslandsmótinu í ár. Það eru Rúnar Sigmundsson og Kristinn Lárusson úr Stjörnunni, Helgi Sigurðsson úr Víkingi, Hákon Sverrisson úr Breiðabhki og Þórður Guðjónsson frá Akranesi. Liðið er annars skipaö þessum leik- mönnum: Markveröir: Friðrik Þorsteinsson, Fram Eggert Sigmundsson, KA Aðrir leikmenn: Amar Arnarsson, Fram Auðunn Helgason, FH Einar Baldvin Árnason, KR Flóki Halldórsson, KR Hákon Sverrisson, Breiðabliki Helgi Sigurðsson, Víkingi Kári Sturluson, Fylki Kristinn Lárusson, Stjörnunni Óskar Þorvaldsson, KR Pálmi Haraldsson, Akranesi Rúnar Sigmundsson, Stjörnunni Rútur Snorrason, ÍBV Sturlaugur Haraldsson, Akranesi Þórður Guðjónsson, Akranesi Staðan í riðlinum er þannig: England.........4 3 1 0 7-2 7 Belgía..........3 0 3 0 2-2 3 ísland..........2 0 113-41 Wales...........3 0 12 1-5 1 -VS 1. deildin í knattspymu: Frestun á tveimur leikjum Vegna unglingalandsleiks íslands og Wales í kvöld hefur tveimur leikj- um í 1. dehd karla i knattspyrnu, sem fram áttu að fara annað kvöld, verið frestað um einn og tvo daga. Leikur Stjörnunnar og Víðis fer fram í Garðabæ á fimmtudagskvöld- ið klukkan 20 og Breiðabhk mætir FH í Kópavogi á fóstudagskvöldið klukkan 20. Það verður því aðeins einn leikur í dehdinni annaö kvöld, ÍBV og Víkingur mætast í Eyjum klukkan 20. • Frestunin er til komin vegna þess að tveir meistaraflokksmenn Stjörn- unnar eru í unglingalandsliðinu og einn úr Breiðabliki. -VS Fijálsaríþróttir: Landskeppni í Skotlandi - áöur en haldiö veröur til Portúgals Landsliðíslandsífriálsumiþrótt- í Portúgal keppa karlarnir við um tekur þátt í landskeppni í Skot- Dani, HoUendinga, íra, Norðmenn landi á sunnudaginn og mætir þar og Portúgah en konumar við Aust- írum, Norður-írum, Skotum og urríkismenn, Dani, HoUendinga, Walesbúum. Þaðan fer Uðið th íra, Norðmenn og PortúgalL Portúgals og tekur þar þátt i C- Karlamir, semkeppaí Skotlandi, riðh Evrópubikarkeppninnar dag- eru Einar Þ. Einarsson, Gunnar ana 22.-23. júní. Guömundsson, Friörik Larsen, Finnbogi Gylfason, Jóhann Ingi- bergsson, Hjörtur Gíslason, EgiU Eiðsson, Daníel Smári Guðmunds- son, Ólafur Guðmundsson, Jón Oddsson, Einar Kristjánsson, Sig- urður T. Sigurðsson, Pétur Guð- mundsson, Vésteinn Hafsteinsson, Unnar Garðarsson og Guðmundur Karlsson. Hjörtur og Unnar ekki til Portúgals Hjörtur og Unnar fara ekki th Port- úgals en í hópinn í stað þeirra bæt- ast Jón Stefánsson og Sigurður Einarsson. Konumar, sem keppa í Skot- landi, eru Súsanna Helgadóttir, Guðrún Amardóttir, Þuríður Ing- varsdóttir, Ólöf Þ. Magnúsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Martha Emstdóttir, Ingibjörg ívarsdóttir, Sunna Gestsdóttir, Þórdís Gísla- dóttir og íris Grönfeldt Ingibjörg • Siguröur T. Sígurðsson keppir fer ekki th Portúgals en hópurinn fyrir hönd islands í stangarstökki er óbreyttur að öðm leyti. i tandskeppninni i Skotlandi. -VS • Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals, hirðir knöttinn af kolli Ríkharðs Daðasonar i leik liðanna á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Á innfelldu myndinni gengur Bjarni af velli til leikhlés en rétt áður hafði verið gert að sárum hans á höfði. Á myndinni virðist Bjarni bera sig vel. DV-mynd GS íslandsmótið í knattspymu: Valur trónir á toppnum með fullt hús stiga - eftir sigur á Fram, 0-1, sem byrjar mótið mjög illa Uppskera íslandsmeistaranna í Fram er rýr þegar þremur umferðum er lokið á íslandsmótinu í knattspyrnu. Fram hefur aðeins hlotið eitt stig úr leikjum sínum og er í næstneðsta sæti deildar- innar. Fram beið ósigur fyrir Val á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, 0-1. Með sigrinum eru Valsmenn í efsta sætinu, hafa unnið alla leiki sína þrjá á mótinu og þaö sem meira er, liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Vörn Valsmanna er sterk og með Bjarna Sig- urðsson fyrir aftan, mjög öruggan í markinu. Þetta var þriðja viðureign lið- anna á tímabilinu og hafa Valsmenn borið sigur úr býtum í öllum viðureign- unum, fyrst á Reykjavíkurmótinu, síö- an í meistarakeppninni og loks á Laug- ardalsvellinum í gærkvöldi. Valsmenn voru öllu frískari á upp- hafsmínútum leiksins en leikurinn var annars tilþrifalítill framan af. Bæði lið- in voru að þreifa fyrir sér og tóku enga óþarfa áhættu. Anthony Carl Gregory fékk stungusendingu inn fyrir vörn Fram á 2. mínútu en Birkir bjargaöi meö góðu úthlaupi. Bjarni varði í tvígang á meistaralegan hátt Framarar fóru síðan að sækja meira og með stuttu millibili fengu Baldur Bjarnason og Ríkharður Daðason ágæt færi th að skora úr. Bjarni í marki Vals varöi mjög vel hörkuskot Baldurs og skalli Ríkharðs fór rétt yfir markið. Valsmaðurinn Steinar Adolfsson fékk einnig ágætt færi en Birkir Kristinsson varði vel skallabolta með því að slá knöttinn frá markinu. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks fengu Framarar á 38. mínútu. Pétur Arnþórsson átti þá firnafast skot að markinu, Bjarni varöi vel en hélt ekki ~ knettinum. Sævar Jónsson kom aðvíf- andi og hreinsaði frá en svo óheppilega vhdi th í öllum látunum að fótur Sæv- ars snerti höfuö Bjarna og lá hann um tima óvígur eftir. Stöðva varð leikinn um tíma meðan gert var að sárum Bjama th bráðabirgða. Hann lék síðan allan leikinn en fór á slysavarðstofuna að leik loknum þar sem sauma þurfti nokkur spor í höfuð Bjarna. Síðari Kálfleikur var lengstum ekki mikið fyrir augað. Framliðinu gekk afar hla aö skapa sér marktækifæri. Það var eins og allan broddinn vantaði th að reka endahnútinn á sóknirnar. Rík- harður Daðason komst næst því að skora þegar hann fékk fallega sendinu frá Þorvaldi Örlygssyni en Bjarni var enn eina férðina á réttum stað og varði meistaralega. Valsmenn áttu síðan af og til hættulegar skyndisóknir. Á 75. mínútu dregur til tíðinda Á 75. mínútu dregur til tíðinda. Jón Sveinsson, varnarmaður Framliðsins, átti misheppnaða sendingu aftur th Birkis markvarðar og boltinn fór aftur fyrir endamörk og Valsmenn fengu hornspyrnu. Þegar boltinn barst fyrir markið virtist Birkir hafa hendur á honum en missti hann klaufalega frá sér. Boltinn barst til Ágústs Gylfasonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði á auð- veldan hátt frá markteig, 0-1. í næstu sókn vildu Framarar fá víta- spyrnu en þeir vhdu meina að Steinar Guðgeirsson hefði verið fehdur innan vítateigs. Eyjólfur Ólafsson, dómari leiksins, sá hins vegar ekkert athuga- vert og lét leikinn halda áfram. Valsmenn voru nærri því að bæta við öðru marki tíu mínútum fyrir leikslok þegar Anthony Carl Gregory átti hjól- hestaspyrnu í slána. Fram sótti síðasta kafla leiksins en allt kom fyrir ekki og Valsmenn fógnuðu sigrinum. Valsmenn léku af skynsemi í leiknum, vörnin var sterk og Bjarni Sgurðsson var öryggið uppmálað í markinu. Sæv- ar Jónsson harðist af hörku í vörninni. Anthony Carl var hættulegur í sókn- inni og virkar mjög frískur um þessar mundir. Valsmenn hafa byrjað mótið glymjandi vel og hafa alla burði til að halda áfram á sömu braut. Á hinn bóginn byija Framarar mótið afar iha. Fram sýndi þó á köflum í gærkvöldi að liðið getur hrist af sér slenið og leikið vel. Aðeins þremur umferðum er lokið og aht getur gerst ennþá. Þorvaldur Örlygsson lék sinn fyrsta leik með Fram og virðist þurfa meiri tíma til að falla inn í leik liðsins. Steinar Guðgeirsson og Pétur Ormslev voru hestu menn liðsins. -JKS íþróttir Sagteftirleiklnn: Deildin rétt að byrja - segir Ingi Bjöm Albertsson „Auövitað er ég ánægður með sig- urinn í þessum leik. Leikurinn þró- aðist meö þeim hætti sem ég átti von á. Leikaöferð okkar gaf Fram-liðinu færi á að sækja og það kallaði fram vissa pressu. Fram var meira méð boltann en við áttum okkar tæki- færi. Ég er mjög ánægður með leik strákanna. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu og vonandi munu stigin þrjú úr þessum leik skila sér þegar upp verður staöið," sagði Ingi Björn Álbertsson, þjálfari Vals- manna, eftir sigurinn gegn Fram í gærkvöldi. „Við verðum að hafa í huga að dehdin er rétt að byrja. Næsti leikur okkar gegn KR á eftir að gefa vissa vísbendingu. Það er hins vegar mjög áríðandi að byija vel eins og við ger- um. Framliðið á eftir að bíta frá sér. Þetta er aðeins spurning um tíma,“ sagði Ingi Björn. Ásgeir Elíasson „Fyrir mér var aðeins hð á vellinum. Við verðum að skora mörk en á sama tíma erum við að fá á okkur aula- mörk. I þessum leik kom margt gott fram en til aö vinna leik verður aö • Ingl Björn segir það mjög árið- andi að byrja vel en mikiö sé eftir af mótinu enn. nýta færi og það gerðum við ekki að þessu sinni. Öftustu menn eru að klúðra sendingum og setja sjálfan sig um leið í vandræði," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram-liösins, eftir leikinn. „Við verðum bara að sjá hvað setur í þessum efnum. Ef við lögum leik okkar th batnaðar vinnum viö öh Uö. Ég er hvergi banginn um framhald- ið,“ sagði Asgeir Elíasson. Þorvaldur Örlygsson „Við geröum allt nema að skora. Við áttum sphið í leiknum en það sem ghdir í fótboltanum er aö skora mörk. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í fyrri hálfleik. Þetta vih oft fara á þennan veg þegar tækifærin eru ekki nýtt,“ sagði Þor- valdur Örlygsson sem lék sinn fyrsta leik fyrir Fram eftir að hann kom th liðsins frá Nottingham Forest. „Mér fannst gaman að leika með Fram-liðinu og þetta á eftir að ganga betur áður en varir. Það tekur tíma fyrir mig að falla betur inn í liðið en ég er bjartsýnn á framhaldið," sagði Þorvaldur Örlygsson. -JKS • Ásgeir segir að Fram-liðið verði að nýta tækifærin til að vinna leiki. Samskipadeild Fram - Valur 0-1 (0-0) 0-1 Ágúst (75). Lið Fram: Birkir, Baldur, Kristj- án, Pétur, Viðar (Jón E. 84), Krist- inn, Pétur A., Þorvaldur, Jón S., Steinar, Ríkharður. Lið Vals: Bjarni, Örn, Þórður (Jón H. 81), Magni, Einar, Sævar, Ág- úst, Steinar, Anthony (Gunnar M. 88), Jón Grétar, Baldur. Gult spjald: Þorvaldur, (Fram). Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 1826 greiddu að- gangseyri. Dómari: Eyjólfur Ólafsson. Skhyröi: Skýjað að mestu, gola og frekar kalt í veðri. Völlurinn þungur eftir rigningar fyrr um daginn. Staðan: Valur........3 3 0 0 5-0 9 KR...........3 2 1 0 8-1 7 UBK..........3 2 1 0 7-4 7 ÍBV..........3 2 1 0 6-3 7 Víkingur....3 1 0 2 5-7 3 KA...........3 1 0 2 3-5 3 Stjaman.....3 10 2 1-4 3 FH...........3 0 2 1 3-5 2 Fram.........3 0 1 2 3-5 1 Víðir........3 Ó 0 3 1-8 0 Markahæstir: Steindór Elíson, UBK...........4 Guðmundur Steinsson, Vík.......3 Leifur Hafsteinsson, ÍBV.......3 Anthony K. Gregory, Val........2 Grétar Steindórsson, UBK.......2 Hörður Magnússon, FH...........2 Ragnar Margeirsson, KR.........2 Knattspyrna: Keflavík áfram í 3. umferð - eftir sigur á UMFG Ægir Mar Káxason, DV, Suðumesjum: Keflvíkingar sigruðu Grindvík- inga í nágrannaslag, 1—0, í 2. um- ferð bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi. Keflvíkingar tryggöu sér um leið þátttöku í 3. umferð en Grindvíkingar eru úr leik. Baráttan var í fyrirrúmi í leik heggja liða og af þeim sökum var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Óli Þór Magnússon skoraði sigur- markið fyrir Keflvíkinga á 75. mínútu leiksins. Óli átti síðan undir lok leiksins alla möguleika á að bæta við öðru marki en brást bogalistin í upplögðu tækifæri. Grindvíkingar fengu sín tæki- færi til að skora en Keflvíkingar voru öhu ágengari. „Aðstæður voru mjög erfiðar" „Taugaveiklun einkenndi leik þessara liða og eins voru aðstæð- ur erfiöar að leika knattspyrnu," sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í sam- tali við DV. 3. umferð bikarkeppni KSÍ: kMAliaiM # riifi ■- PrOnllr TðDr ÍBK í heimsókn - leikimir fara fram 25. júní í gær var dregið um þaö hjá KSÍ hafa leikið vel í 3. dehd, fá efsta liö hvaða lið eigast viö í þriðju umferö 3.deildar, Leiftur frá Ólafsfirði, í bikarkeppninnar í knattspymu. heimsókn. Þrjár innbyrðisviöureignir eru á Þróttur frá Reykjavík leikur á milli 2. deildar liða og má búast viö heimavelli sínum við Sæviðarsund hörkuviðureignum á þeim víg- gegnKeflvikingumogerþaðaðlík- stöðvum. um lætur stærsta viðureign um- feröai-iimar. Skagamenn, sem eru Nágrannaslagur í efsta sætinu í 2. deild, leika gegn á Seyðisfirðí Fylki á Akranesl Huginn frá Seyðisíirði fær ná- Loks drógust Haukar gegn 3. granna sína í Þrótti frá Neskaup- dehdar liði IK úr Kópavogi. stað i heimsókn. Þór frá Akureyri Leikirnir í 3. umferð fara ahir fékk heimaleik gegn Tindastóh frá fram þriðjudaginn 25. júni. Sauðárkróki. Dalvíkingar, sem -JKS nDIADORA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.