Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Útlönd J3V Með skotvopn í bílnum: Dæmdur í f immtán ára fangelsi Shevardnadze hvetur til Fimmtíu og fimm ára gamall Jórdani var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi af herlaga- dómstóli í Kúvæt fyrir að hafa haft skotvopn undir höndum. Jórdaninn grét og kvaöst ekkert vita um vopnin sem fundust í bíl hans. Kvaöst hann vera saklaus eins og allir hinir hundraö sem koraið hafa fyrir rétt undanfarn- ar þrjár vikur vegna meints sam- starfs viö íraka. Sendiherra Kúvæts í Washing- ton varði í gær herlögin í Kúvæt og réttarhöldin. í sjónvarpsviö- tali sagði sendiherrann einnig aö kosningum i Kúvæt hefði verið frestað þar til í október 1992 tíl að stjórnin gætí' fyrst komið ástandinu í landinu í rétt horf. Beuter Eistland: Landamæraverðir fái vopn Þingiö í Eistlandi hefur nú til athugunar tillögu um aö leyfa landamæravöröum að bera vopn í kjölfar siöustu árásanna á stöðvar þeirra. Eistneska frétta- stofan ETA hefur greint frá þvi aö stjórn Eistlands sé að ihuga aö mynda sérsveit lögreglu sem myndi samanstanda af fyrrum sovéskum fallhlífarhermönnum og hermönnum sem þátt tóku í stríöinu í Afganistan. Vopnaöir menn eyðilögðu tvær landamærastöðvar í Eistlandi og Lettlandi á laugardaginn. Sovésk yfirvöld segja landamærastöðvar Eystrasaltsríkjanna ólöglegar. Reuter stofnunar lýðræðisf lokks Eduard Shevardnadze hvatti lýðræðisöflin i Sovétríkjunum til að fylkja liði i ræðu í Vín í gær. Teikning Lurie Eduard Shevardnadze, fyrrum utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hefur hvatt tíl þess að stofnaður veröi breiður lýðræöisflokkur til að berjast fyrir hraðari efnahags- og félags- legum umbótum. I fyrirlestri, sem hann hélt í Vínarborg í gærkvöldi, lýstí hann hugmyndum sínum um flokk „verka, athafna og vona“ og hvatti lýð- ræðisöflin í gjörvöllum Sovétríkjunum tíl að fylkja hði. „Ef hægt er að mynda slíkan flokk fær land- ið þing sem með skapandi og mikilvirkum kröftum getur framkvæmt andlega og efna- hagslega endurfæðingu samfélagsins," sagði Shevardnadze við áheyrendur sína í Vín. „Ég trúi að hægt sé að framkvæma þaö. Það sem meira er, lýðræðisöfl landsins eru skyld- ug til þess.“ Shevardnadze, sem enn er félagi í miðstjórn kommúnistaflokksins, sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann viðraði slíka hugmynd opinberlega. Hann lét af störfum utanríkis- ráðherra í desember síðastíiðnum efir harð- orða ræðu í sovéska þinginu þar sem hann varaði við hættunum á nýju einræði og réðst á íhaldssama andstæðinga umbótastefnu Gorbatsjovs. Hann sagði í ræðu sinni 1 gær að þingið, sem var kosiö 1989, hefði verið valið á þeim tíma þegar „markaðurinn var í raun bannorð" og aö fáir þingmenn hefðu forsendur tíl að þrýsta í gegn þeirri markaðsstefnu sem Sovétríkin þörfnuðust. Hann sagði að hraða yrði umbót- unum og koma þyrfti framsæknu fólki á þing, fólki sem ekki væri hrætt við hið nýja. Shevardnadze vísaði óbeint til afsagnar- ræðu sinnar og sagði að enn væri hætta á einræði í Sovétríkjunum en að landið hefði fjarlægst það mikiö þá „ómanneskjulegu harðstjórn" sem Gorbatsjov tók í arf til að slíkt einræði gæti lifað lengi. Reuter Indland: Óvístumúrslit kosninganna Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis, fyrrum forsætisráð- herra Indíands og leiðtoga Kongressflokksins, hvattí í gær í bréfi félaga flokksins til að láta draum manns hennar um öflugt Indland rætast. Hlé var gert á kosningunum á Indlandi í kjölfar morðsins á Gandhi 21. maí síðastliðinn. Næsti hluti kosninganna fer fram á morgun en síöasti hlutinn 15. júni. Mikil óvissa ríkir um úrslitin. Fréttaskýrendur velta því nú fyr- ir sér hvort Kongressflokkurinn fái þau samúðaratkvæði sem hann vonast eftír eða hvort kjós- endur snúi baki við flokknum þar sem sýnt þykir að hann hafi ekki sterka forystu. ' Reuter Albanía: Uppgjörum fortíðina Kommúnistaflokkur Albaníu, sem nú heitír Verkamannaflokk- urinn, hélt í gær síðasta lands- fund sinn, aö því er líklegt þykir. Um fjórtán hundruð fulltrúar hlýddu á aðalritara flokksins lesa upp skýrslu um mistök síðustu áratuga sem leiddu tíl þess að Albanía er á barmi gjaldþrots. Ekkja Envers Hoxha, Nexhmije Hoxha, sem sat landsfundinn, tjáðí fréttamönnum í fundarhléi að hún væri ekki ánægö með gagnrýnina á mann sinn. Nex- hmije hefur veriö svipt sæti í stjórnmálaráðinu en situr enn i miðstjórn flokksins. Gert er ráð fyrir að hún missi einnig það sæti. Reuter Par sem myndirnar fást! IVI- YNDIR Útgáfa lO.júm myndbandaleigur KRINGLAN 4, S: 679015 • REYKJAVÍKURVEGI 64, S: 651425 • ÁLFABAKKA 14, MJÓDD, S: 79050 • SKIPHOLT 9, S: 6261-71 13. júa' . - hestu og í fúlustu alvöru, tómt grín / • / /• í jum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.