Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Side 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNÍ1991. Nýaldar- hugsunin Kvöld eitt var kunningi minn að ganga heim eftir erfiðan dag í vinn- unni. Skyndilega gerist eitthvað. Hann fmnur hvernig hann íjarlæg- ist sjálfan sig, hann yfirgefur eigin líkama. Og ekki nóg með það: hann skynjar greinilega hvað hefur gerst - hann er sestur á trjágrein og far- inn að virða sjálfan sig fyrir sér, á gangstéttinni fyrir neðan. Honum bregður enda ekki á hveijum degi sem maður flýgur líkamslaus upp í tré en kemst loks til sjálfs sín þar sem hann stendur á gangstéttinni. Ringlaður heldur hann áfram göngu sinni og reynir að átta sig á því sem hefur gerst. Mismunandi túlkun reynslu Kunningi minn er skynsamur maður, sem byggir skoðanir sínar á traustum rökum, og eftir stutta umhugsun er hann farinn að velta fyrir sér þremur tilgátum: í fyrsta lagi, að sálin hafi yfirgefið líkam- ann, í öðru lagi að geðheilsu hans sé ábótavant og í þriðja lagi að skynjun hans og ímyndunarafli hafi slegið saman. Hann fellst lokst á þriðja kostinn, enda er hægt að styðja hann traustum rökum. Það er þannig algengt að ímynd- unarafl fólks hrífi það með sér svo að því finnist það vera að upplifa raunverulega atburði, einkum þeg- ar fólk er þreytt, eins og í tilviki kunningja míns. Auk þess veit hann hvernig líkami hans htur út og getur auðveldlega ímyndað sér hann frá sjónarhorni tijágreinar- innar. Þetta verður niðurstaða hans og mér vitanlega hefur hann KjaHarinn Guðmundur Tómas Árnason heimspekinemi við HÍ ekki orðið fyrir þess háttar reynslu síðan. Hvað sýnir þetta dæmi? Það sýn- ir að við getum túlkað reynslu okk- ar á mismunandi vegu. Annars vegar getum við, eins og kunningi minn, lagt röklega merkingu í reynsluna, hins vegar beitt ímynd- unaraflinu. Það er þetta sem skilur venjulegt fólk frá nýaldarmönnum því að nýaldarmenn sjá heiminn undir formerkjum ímyndunarafls- ins. Hefði nýaldarmaður lent í reynslu kunningja míns hefði hann álitið atvikið sanna tilvist „sálna- flakks", „skiptisálna", o. s. frv., og þannig litið á kollsteypu ímyndun- araflsins sem áþreifanlegan veru- leika. Nýaldarhugsunin og ímyndunaraflið Menn hafa ætíð valið á milli rök- hugsunar og ímyndunarafls og því er orðið „nýaldarhugsun" rang- nefni. Hún hefur alltaf verið til staðar, einungis í mismunandi myndum. Nýaldarhugsunin þrífst á vanþekkingu manna á raunveru- legum orsökum hlutanna; hið óþekkta býður alltaf upp á sprett- hlaup ímyndunaraflsins. Vanþekking á mannslíkamanum og eðh sjúkdóma leiddi þannig ný- aldarmenn til að ímynda sér að geðveiki væri orsökuð af djöflinum „Fólk, sem mætir erfiðleikum og sárs- auka lífsins með miðilsfundum, Mon- dial-armböndum, „heilun“ eða stjörnu- kortum, ýtir á undan sér vandamálun- um 1 stað þess að taka þau föstum tök- llv,- u „Það er ekki óalgengt að fólk leiti sálrænnar meðferðar með skert raun- veruleikatengsl eftir samskipti við íslensku nýaldarhreyfinguna," segir m.a. í greininni. og illum öndum, vanþekking á nú- tíma eðhs- og efnafræði fékk þá til að ímynda sér eldingar vera refs- ingar guðanna og vanþekking á næringarfræði fær nýaldarmenn nútímans til að ímynda sér að blómafrjókorn séu allra meina bót. En nýaldarhugsunin getur líka haft alvarlegar afleiðingar. Tökum dæmi: Fyrr á öldum höfðu menn ekki fullnægjandi vísindalegar skýringar á uppskerubrestum, búflárfelh, sjúkdómum og dauðs- föllum ástvina. Þeir gátu því túlkað reynslu sína af þessum hlutum á mismunandi vegu. Annars vegar röklega, með því að skilja að gang- ur náttúrunnar er aldrei án skakkafalla, hins vegar með nýald- arhugsuninni með því að ímynda sér að skakkafóllin væru orsökuð af göldrum. Þar sem seinni kostur- inn varð fyrir valinu var nærtækt að leita uppi einangraðan, óvinsæl- an einstakling, gera hann að blóra- böggli og brenna á báli sem norn. Vankantar nýaldar- hugsunarinnar Nýaldarhugsunin skaðar þá sem álíta hana lausn vandamála sinna. Fólk, sem mætir erfiðleikum og sársauka lífsins með miðilsfund- um, Mondial-armböndum, „heil- un“ eða stjörnukortum, ýtir á und- an sér vandamálunum í stað þess að taka þau föstum tökum. Auk þess er það haft að féþúfu af ópr- úttnum sölumönnum. Nýaldarhugsunin getur einnig skapað geðræn vandamál. Það er algengt einkenni geðsjúkra að leggja ekki röklega merkingu í veruleikann og það er einmitt þetta sem nýaldarhugsunin gengur út á. Nýaldarhugsunin umskapar heim- inn undir formerkjum ímyndunar- aflsins sem jafngildir því að hafna raunveruleikanum. Það er ekki óalgengt að fólk leiti sálrænnar meðferðar með skert raunveru- leikatengsl eftir samskipti við ís- lensku nýaldarhreyflnguna. Hitt er svo annað mál að öll höfum við ímyndunarafl og öll þurfum við að veita því útrás. En mætti ég frekar biðja um góða skáldsögu en rangsnúið raunveruleikaskyn ný- aldarsinna. Guðmundur Tómas Arnason Menningin nær líka út á land Það eru staddir hér menn frá Sjónvarpinu til þess að gera heim- ildarmynd um Elgrillo. Spennandi verkefni frá liðinni tíð. Þeim kom skemmtilega á óvart að koma í þennan fallega flörð og hitta fólk sem var með jákvætt hugarfar til staðarins og framtíðarinnar því að eftir öllum náttúrulögmálum ætti að vera búið að leggja landsbyggð- ina niður. Þetta minnir á nokkra óveðurs- daga sem ég var í Reykjavík í vet- ur. Kom þá auglýsing frá Seyðis- flrði í Morgunblaðinu sem vakti óvenjumikla athygh hjá fólki. Það var ekki tilkynning um gjaldþrot, atvinnuleysi eða náttúruhamfarir. Slíkar fréttir af landsbyggðinni eru hættar að vekja athygli. Nei, það var verið að auglýsa eftir hjúkrun- arfræðingum við Heilsugæslustöð- ina. Og nú heyrðist nýr tónn. Tíminn nemur ekki staðar Ég freistast til að taka nokkur brot úr þessari auglýsingu þar sem kostum staðarins er lýst: „Seyðis- flörður er 1000 manna byggðarlag í fallegum austfirði, meö glæsta og flölbreytta sögu að baki. Aðalat- vinnuvegir tengjast fiskvinnslu og útgerð. Bílfeijan Norröna kemur vikulega aht sumarið frá Evrópu og á Egilsstöðum verður kominn milhlandaflugvöllur í byrjun næsta árs.“ „Á Seyðisfirði er grunnskóli með framhaldsdeild auk tónhstarskóla." „Fjölbreytt íþrótta- og félagslíf er á staðnum." „Á Seyðisfirði er flöl- breytt náttúrufegurð með ýmsum tækifærum til útivistar, góð að- staða til skíðaiðkana og stutt í sil- ungsveiði." Svo mörg voru þau orð og ekki KjaUaiinn Karólína Þorsteinsdóttir húsmóðir, Seyðisfirði að undra þótt fólk yrði hissa. Það er ótrúlegt hvað kemur í ljós þegar athugað er hvað fólk veit um eigið land. Fólk sem flytur af landsbyggðinni suður heldur að tíminn hafl numið staðar um leið og það fór eða jafn- vel gengið aftur á bak, enda engin furða því það eru ekki björtu hlið- arnar sem það fréttir af. Nei, því dettur ekki í hug heilsugæslustöð, leikskóh eða menntaskóli. Hvað veitfólk? Það er liðin tíð að unga námsfólk- ið fari á síld, togara eða til starfa í verksmiðjum og frystihúsum í sumarfríum. Tengshn við atvinnu- lífið og landið eru að rofna. Nú veit þetta fólk meira um stórborgir Evrópu og nágrenni heldur en um næstu byggðir heima. Það flýgur „Fólk, sem flytur af landsbyggöinni suður, heldur að tíminn hafi numið staðar um leið og það fór eða jafnvel gengið aftur á bak, enda engin furða því það eru ekki björtu hliðarnar sem það fréttir af.“ frá Keílavík til náms erlendis. Og sumt af þessu fólki getur ekki snú- ið heim að námi loknu vegna þess aðþað fær ekki störf við sitt hæfi. Utvarp allra landsmanna leggur metnað sinn í að upplýsa fólk dag- lega um hvað er að gerast í Dús- húsi, Djúpinu og Tveim vinum og um hverja helgi er einhver mat- sölustaðurinn heimsóttur í boði útvarpsins. Boðsgestir mæta síðan í viðtal og lýsa þessum stöðum með mikilli innlifun. Þessir þættir höfða ekki til mín en ef til vill hefur einhver gaman af þeim. En veit þetta ágæta fólk að Hótel Bláfell á Breiðdalsvík hef- ur sennilega fengið flestar viður- kenningar erlendis frá af íslensk- um hótelum? Hótelið á Seyðisfirði stendur á yndislegum stað við lónið og nýir eigendur tóku við rekstri þess í vor. Það er margt á döfinni á næstunni, Daði Guðbjörnsson listmálari verður með myndlistar- sýningu á hótelinu og einnig verð- ur þar ljósmyndasýning og djass- kvöld m. a. Menningin nær líka út á land og það verður hægt aö njóta hennar þarna yfir góðum mat í notalegu umhverfi. Hótelstjórinn, ung kona úr Reykjavík, er alveg heilluð af staðnum og vonar að hlutirnir gangi vel svo að, eins og hún segir, hún geti verið hér alltaf. Það virðist ekkert lát á hörmuleg- um fréttum frá landsbyggðinni. Gjaldþrot og yfirvofandi atvinnu- leysi. En ég skora á ykkur fyrir austan, vestan og norðan, þegar þið kynnið ykkar heimabyggð, leyfið þá bjartsýninni einstaka sinnum að komast að. Bjartsýninni sem vakti mesta athygli í auglýsingunni frá Heilsugæslustöðinni á Seyðis- firði í vetur. Karólína Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.