Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991. Flensborgarskólinn i Hafnarlirði Laus ritarastaða Flensborgarskólinn óskar að ráða skólaritara í hálft starf frá og með 1. ágúst 1991 Umsóknarfrestur er til 3. júlí nk. Allar nánari uppl. veitir skólameistari í síma 650400 eða 50560 næstu daga eða eftir 21. júní. Skólameistari Auglýsing frá bæjarsjóði Selfoss! Hér með er skorað á fasteignaeigendur á Selfossi að greiða nú þegar ógreidd fasteignagjöld ársins 1991 innan 30 daga frá birtingu auglýsingar þessarar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauðungar- uppboð á þeim fasteignum sem fasteignagjöld hafa ekki verið greidd af, sbr. 1. gr. laga nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Innheimta bæjarsjóðs Selfoss - námskeið fyrir sjálfboðaliða í byrjun júlí er væntanlegur hópur flóttamanna hingað til lands. Fimmtudagana 13. og 20. júní verður haldið námskeið að Þingholtsstræti 3 frá kl. 20-23 fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða Rauða kross íslands við að undirbúa móttöku flóttafólksins og styðja það eftir komuna. Fjallað verður um flóttafólk á fslandi, skipulag flóttamannamóttöku, reynslu af sjálfboðaliða- starfi, ólík menningarsamfélög, starfið framundan og fleira. Skráning fer fram í dag og á morgun á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - simi: 91-26722 Utlönd Shamir haf nar enn málamiðlun artillögu - sendir Levy til Washington Utanríkisráöherra ísraels, David Levy, heldur til Bandaríkjanna í dag til aö útskýra hvers vegna ísraelsk yfirvöld hafa hafnað málamiölunar- tillögu sem miöar aö því að haldin veröi ráöstefna um frið í Miöaustur- löndum. Bush Bandaríkjaforseti fór þess á leit við Yitzhak Shamir, forsætisráö- herra ísraels, í síöustu viku aö hann samþykkti þátttöku Sameinuöu þjóð- anna aö einhverju leyti á friðarráð- stefnu sem haldin yröi á hálfs árs fresti. Shamir hafnaði þessari hug- mynd og bætti við nýju skilyrði, því aö ísraelar fengju neitunarvald um hverjir yrðu fulltrúar Palestínu- manna. Israelska dagblaöið Maariv birti í gær innihald bréfanna og heimildarmenn innan Bandaríkja- stjórnar hafa staöfest aö það sé rétt. Bush lagði fram þá málamiölunar- tillögu að Hussein Jórdaniukonung- ur samþykkti kröfu ísraela um að Palestínumenn yrðu hluti af jórd- önsku sendinefndinni í friöarviðræö- unum ef ísraelsk yfirvöld hættu aö byggja yfir gyöinga á herteknu svæð- unum. Ef ísraelsk yflrvöld sam- þykktu þetta ekki þyrftu þau aö hna á andstööu sinni viö þátttöku Sam- einuðu þjóðanna. Bush tók þaö fram aö tillögur Bandaríkjanna nú væru byggðar á hugmyndum ísraela en ekki araba. Reuter Filippseyjar: Búist við sprengi- gosi á hverri stundu Þrýstingur hélt áfram að aukast í PinatuboeldijaUi á Filippseyjum í morgun og á hverri stundu er búist við öflugu sprengigosi sem mundi Bandarískir hermenn flúðu undan Pinatuboeldfjalli í sex þúsund bíla lest í gær. Símamynd Reuter þeyta hrauni og ösku yfir Clarkflug- stöö bandaríska hersins skammt frá fjallinu. Raymundo Punongbayan, for- stöðumaður elflallastöðvar Fihpps- eyja, sagði í útvarpsviðtali í morgun að hraunið hlæðist upp á toppi flalls- ins og væri að safna kröftum fyrir stórfellt gos. Borgarstjórinn í Angeles, sem er við Clarkflugstöðina, sakaði Banda- ríkjamenn um að vera of fljóta á sér þegar þeir fluttu á fimmtánda þús- und manns burt frá flugstöðinni í gær í sex þúsund bíla lest. Hann sagði að flýtir Bandaríkjamanna hefði valdið ónauðsynlegum ótta. „Bærinn hefur áætlanir um brottflutning íbú- anna ef þörf krefur. En Bandaríkja- mennimir valda ótta,“ sagði hann. Bandarísku hermennimir og flöl- skyldur þeirra slökuðu á í flotastöð- inni í Subicflóa í morgun á meðan yfirvöld veltu því fyrir sér hvort senda ætti einhveija heim til Banda- ríkjannavegnaplássleysis. Reuter íranskir leiðtogar: íraksher ræðst á ff lóttamenn Talsmaður vamarmálaráðuneytis Bandaríkjanna kvaöst í gær ekki geta staðfest frétt írana um að her Saddams Hussein íraksforseta hefði ráðist á hundruð þúsunda flótta- manna shíta í suðausturhluta íraks. Að sögn talsmannsins hafa verið smávegis átök milli íraskra her- manna og shíta á þessu svæði und- anfarnar vikur. Hins vegar væm engar sannanir fyrir meiri háttar árás. íranska sjónvarpið greindi frá því að sprengingar hefðu heyrst í íran skammt frá landamærunum við ír- ak. íranskir leiðtogar og írakar í út- legð höfðu áður lýst því yflr að þeir óttuðust flöldamorð á shítum og að hermenn Saddams kynnu að beita eiturgasi. Hundruð þúsunda flúðu íraskar borgir í mars síðasthðnum þegar íraskir hermenn bældu niður upp- reisnina gegn Saddam. Bandamenn hafa nú yfirgefið suðurhluta íraks þangað sem mannflöldinn flúði. Reuter FLJUGÐU A VIT ÆVINTYFANNA FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 FLJOTT, FLJOTT TIL AMSTERDAM EÐA LUXEMBURGAR verðdæmi: Amsterdam 1 víka pr. mann 18.550* Luxemburg 19.250* * míðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára i bíl í D-flokkí. hwngdo OG B0W®« ^652266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.