Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991. Fréttir Heimamenn á fimdi um framtíð fiskvinnslu í Hraðfrystihúsinu í Ólafsvík í gærkvöld: Samstaða um að leigja rekstur þrotabúsins - bæiarstjóri væntir niðurstöðu í vikulok - lánardrottnar hafa síðasta orðið „Það var ákveðið að þrem aðilum úr hópnum yrði falið að vinna rekstr- aráætlun sem síðan er ætlunin að leggja fyrir stjórnir þeirra félaga sem áttu fulltrúa á þessum fundi. Hug- myndir, sem lagðar veröa fyrir vænt- anlegan bústjóra þrotabús Hrað- frystihússins um rekstur fiskvinnsl- unnar, verða að vera ítarlegar. Ann- ars voru þetta byrjunarviðræður og allir óbundnir ennþá. Mest var um vert að koma umræðunum í gang,“ sagði Atli Alexandersson, forseti bæjarstjórnar Ólafsvíkur, í samtali við DV í gærkvöld. Fundur fulltrúa Ólafsvíkurbæjar, útgerðarfélaganna Útvers og Tungu- fells og verkalýðsfélagsins Jökuls hófst klukkan átta í gærkvöld og stóð ekki lengi. Var boðað til fundarins í kjölfar bréfs bæjarstjórnar Ólafsvík- ur til útgerðarfélaganna og verka- lýðsfélagsins. Þar var óskaö eftir samvinnu aöilanna um leigu á þrota- búi Hraðfrystihússins svo fisk- ■ Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík. DV-mynd Brynjar Gauti vinnsla þar gæti haldiö áfram og neyðarástandi í atvinnumálum Ól- afsvíkur yrði afstýrt. Stjórn Hraöfrystihúss Ólafsvíkur ákvað í gær að fara fram á gjald- þrotaskipti fyrirtækisins hjá sýslu-. manni seinna í dag. Stefán Garðarsson bæjarstjóri sagði í samtali viö DV fyrir fundinn í gærkvöld að í meginatriðum þyrfti að gera rekstrargrunn fyrir væntan- legan rekstur og síðan samning við eigendur togarans Más og bátanna þriggja og útgerðarfélögin Útver og Tungufell um löndun aíla fyrir Hrað- frystihúsið. Þá þyrfti að gera samn- ing við væntanlegan bústjóra þrota- bús Hraðfrystihússins um leigu á rekstrinum og síðan að stofna hluta- félag um reksturinn. „Eg á von á að þetta dæmi liggi fyrir í vikulokin þar sem engin rök eru fyrir því að tefja málið. Ég hef skrifað Landsbankanum, stærsta kröfuhafanum, bréf og kynnt okkar áform. Bankinn ræður hvað gert verður en ég reikna með samvinnu hans þar sem þrotabúiö verður óhjá- kvæmilega með starfsmenn og þarf að fá einhverjar tekjur inn í búið. Við ætlum okkur ekki með bæjarsjóð í einhverja hít heldur fyrirtæki sem skila mun hagnaði," sagði Stefán. „Ef samstaða næst milli aðilanna um leigu þrotabúsins veröur komið formlegt tilboð um næstu helgi. Þá mun allur afli frá bátunum og togar- anum köma inn í þetta hús. Ef ekki verður af þessu eru útgerðarfélögin sjálfstæðir útgerðaraðilar eins og all- ir aðrir hér í bænum og munu ráð- stafa sínum fiski í samræmi við það. Það er ekkert augljóst að þessi áform gangi upp og ekki laust við að menn séu dálítið svartsýnir. Þetta fer allt eftir lánardrottnunum, fyrst og fremst Landsbankanum og Byggða- sjóði. Ég geri þó frekar ráð fyrir að þeir vilji fá tekjur inn í þrotabúið og leysa atvinnumál bæjarins," sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, fyr- ir fundinn í gærkvöld. Ólafur er einnig stjórnarformaður í útgerðar- félaginu Útveri sem á togarann Má og Tungufell. Tungufell stofnaði Ól- afur fyrir um ári í kring um tvo 100 tonna báta sem áður tilheyrðu Hrað- frystihúsinu. Landsbankinn mun líta svo á að bátunum og meðfylgjandi kvótum hafi veriö skotiö undan eig- um hraðfrystihússins. „Bátarnir voru seldir í janúar 1990. Þá lá ekkert fyrir um þá stöðu sem nú er og bátarnir voru seldir á eðli- legu verði,“ sagði Ólafur. Óvíst er um verkaskiptingu í hluta- félagi sem mögulega yrði stofnaö um leigu þrotabúsins en Stefán sagði aö bæjarsjóður yrði þar leiðandi aðili. Fleiri fundir aðilanna eru fyrirhug- aðir í vikunni en auk þeirra funda verður einnig fundur bæjarstjórnar meö þingmönnum kjördæmisins í félagsheimilinu Klifi í dag. Þar mun bæjarstjórn gera grein fyrir stöðu mála og óska eftir stuðningi þing- manna sinna. -hlh Kristin Bjargmundsdóttir trúnaðarmaður fyrir utan Hraðfrystihús Ólafsvíkur. DV-mynd Brynjar Gauti Örtröð atvinnulausra á bæjarskrifstofum Ólafsvíkur: Fólkið er í sjokki - segir Kristín Bjargmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks „Fólk er í hálfgerðu sjokki og getur ekkert gert nema beðið. Hér er ekk- ert fyrir okkur aö hafa nema fisk- vinnu og við getum ekkert farið. Örfáir, þeir ungu og heilsuhraustu, geta farið í saltfiskvinnu. Ég hef ekki trú á að þaö takist að semja fljótt um framhald starfsemi Hraðfrystihúss- ins". En ef þaö dregst mjög á langinn að atvinna hefjist þar á ný fer að syrta verulega í álinn hjá mörgum fjölskyldum. í sumum tilfellum vinna báðar fyrirvinnur heimilisins hjá frystihúsinu. Þegar ekkert er að hafa nema atvinnuleysisbætur og þar sem dýrt er að búa hér er ekki erfitt að ímynda sér það ástand sem verður þá á heimilunum," sagði Kristín Bjargmundsdóttir, trúnaðar- maður starfsfólksins hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur, í samtali við DV. Upp undir eitt hundrað manns hafa að jafnaöi unnið hjá Hraðfrystihús- inu, þar af um tuttugu Pólverjar, menn og konur, við beitningu. Mest- ur hluti þess fólks sem hefur unniö reglulega hjá Hraöfrystihúsinu hefur aldrei kynnst því aö verða atvinnu- laust þar sem húsinu hefur ekki ver- ið lokað frá stofnun þess 1939 nema í stuttan tíma vegna sumarleyfa. Við- brögðin urðu þvi misjöfn þegar fólk- inu var ráðlagt aö skrá sig á atvinnu- leysisskrá í gær. Velflestir gerðu það, í fyrsta skipti á ævinni, en nokkrir brugðust illa við og sögðust ekki ætla að sækja neinar „aumingjabætur" til bæjarins. Á föstudag voru um 10 manns á atvinnuleysisskrá í Ólafsvík en í gær haföi örtröðin á bæjarskrif- stofunum sexfaldað þá tölu. Pólverj- arnir fara flestir aftur til Póllands en veriö var að útvega þeim farseðla heim í gær. Ólafsvíkingar vissu af erfiöleikum hjá Hraðfrystihúsinu en fréttin um yfirvofandi gjaldþrot kom þeim flest- um í opna skjöldu. „Við áttum að fá launin okkar um hálftíuleytið á föstudagsmorguninn en þar sem launin komu ekki niður frá skrifstofunni var farið að athuga málið. Þá var sagt að launin kæmu ekki niður fyrir hádegi. Það var síðan um hálfljögurleytið að pósturinn kom niður og tUkynnti fólkinu að ekki yrði borgað út. Líklega yröi þetta síðasti vinnudagurinn þar sem útlit væri fyrir að fyrirtækið væri að fara í gjaldþrot. Fólk var auðvitaö mjög slegið yfir þessum tíðindum. Það vissi um ákeðna erfiðleika en ekki aö þeir væru svona alvarlegir." -hlh Ólafur Gunnarsson um gjaldþrotið: Unnum eftir tillög- um Landsbankans „Ég hef reynt að fá svör við hug- mundum um endurbætur á rekstrin- um frá Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingasjóði síðan í apríl en þau svör hafa ekki borist. Þessar hug- myndir eru að mestu leyti komnar frá Landsbankanum þannig að við höfum verið að vinna eftir línu bank- ans þennan tíma. Síðan gerist það á fundi lánardrottnanna fyrir helgi að þeir líta svo á að reksturinn gangi ekki upp. Þeir falla frá þeim hug- myndum sem fyrir voru og ákváðu að fara gjaldþrotaleiðina," sagði Ól- afur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, við DV i Ólafsvík í gær. Ólafur sagðist ekki geta svarað því hvað það var sem allt í einu kom upp á hjá lánardrottnum Hraðfrystihúss- ins sem neyddi það í gjaldþrot. Hann bætti við að umræddur fundur lánar- drottnanna á fimmutdag hefði verið fyrsti sameiginlegi fundur þeirra um þennan vanda Hraðfrystihússins. Skuldir Hraðfrystihúss Ólafsvíkur munu nema um 500 miljónum. Stærstur lánardrottna er Lands- bankinn, sem á yfir 200 milljónir hjá Símsvarar vísa á símsvara - fólk þarfaö hringja í þijú númer áöur en samband næst Ný símanúmer tóku gildi um síð- var að hringja í. ustu mánaðamót. Fimm stafa núm- Ef hringt er i gamla fimm stafa er sem byrjuðu á 82, 83 og 84 urðu númerið ansar símsvari sem segir að sex stafa númerum og byrja á hringjanda að hringja í númer sem 81 i staö 8. Ekki vildu þó allir sem byrjar á 81. Þar er lika simsvari fyrir þessari breytingu uröu sætta sem segir fóltó að hringja i nýjasta sig við nýja númerið og fengu þeir númerið, eða það sem byrjar á 68. þá tölustafinn 6 fyrir framan gömlu Fólk þarf því stundum að hringja áttuna. Númerin byrja því á 68 í íþijúsímanúmertilaðfásamband. stað81einsogauglýsterínýútko- Samkvæmt upplýsingum frá minni símaskrá. Pósti og síma er þetta tilkomið þar Aö vonum hefur þetta ruglað sem sum fyrirtæki hafa ekki viljað margan símnotandann. Þannig 81 sem fyrstu tölur. Þegar nýju hafa til dæmis þeir sem ektó eru númerin voru tekin í gagnið var búnir að fá sér nýju símaskrána settur símsvari á öll gömlu fimm orðið aö hringja tjölda símtala og stafa númerin sem fengu 81 og ekki eiga í samskiptum við nokkra sím- er hægt aö taka út einstök fyrir- svara áður en þeir hafa loks náð tæki sem ektó vilja það númer og sambandi viö þann sem ætlunin setja i staðinc nýja númerið. -ns Olafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Hraófrystihúss Ólafsvikur. DV-mynd BG fyrirtækinu, og Byggðasjóður sem á yfir 100 milljónir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.