Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Qupperneq 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. Ferð þú oft út að borða? Elín Böðvarsdóttir sölumaður: Nei, allt of sjaldan, ég fór síðast í byrjun maí. Gunnar Rúnarsson nemi: Frekar sjaldan, svona einu sinni í viku. Ég fer aðallega á skyndibitastáði. Birna Gyða Björnsdóttir sölumaður: Svona einu sinni til tvisvar í mánuði. Fjalar Jörundsson nemi: Nei, voða- lega sjaldan, svona fjórum sinnum á ári. Guðbjörg Pálsdóttir myndlistarmað- ur: Nei, mjög sjaldan, svona einu sinni í mánuði. Guðbjörg Gylfadóttir samfélags þjálfi: Já, mjög oft, að minnsta kost einu sinni í viku. Lesendur i>v Meiri fræðslu í stað ofbeldis Stefán Stefánsson skrifar:' Ástand það sem skapast hefur í höf- uðborginni er vægast sagt orðið áhyggjuefni. Það er staðreynd að á ferli er fólk, sem tilbúið er til þess að beita náungann oíbeldi hvenær sem er og nánast hvar sem er. Mér er kunnugt um margt fullorðiö fólk sem hugsar sig tvisvar um áður en það tekur sér ferð á hendur um borg- ina aö kvöldlagi vegna þessa. Slíkt ástand er óviðunandi. Og raunar er máliö miklu alvar- legra en þetta. Ég var að ljúka viö að lesa frétt í DV um ungan mann sem barinn var til óbóta af þrem mönnum sem hann telur að leigðir Kristinn hringdi: Mig langar að biðja Dagblaðið Vísi um að koma fyrirspurn á framfæri fyrir mig. Þannig er mál með vexti að undanfarna daga hef ég séð Davíð Oddsson forsætisráðherra og borgar- stjóra aka um á einni af embættisbif- reiðum borgarinnar. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef hann væri ekki nýbúinn að gefa út tilkynningu þess efnis að hann væri nú kominn í sum- arleyfi sem borgarstjóri. Bjarni Jónsson skrifar: Þeir eru margir sem haldnir eru á- kafri veiðidellu. Sumrin eru þá lögð undir, að meira eða minna leyti. Menn kaupa sér veiðileyfi og fara á milli áa þar sem von er um fisk. Þeir verða auðvitað að eiga tilheyrandi hafl verið til verksins. Ef fómar- lambið hefur rétt fyrir sér hafa máhn tekið mun verri stefnu en nokkum óraöi fyrir. Þá em menn beinlínis farnir að vinna skipulega að því að fremja ofbeldisverk gegn einhverri þóknun. Nú verður að taka í taumana og það tafarlaust. Það verður að herða löggæsluna og refsa þeim sem mis- þyrma öðrum. Það verður að koma á viðurlögum sem koma í veg fyrir að menn gangi í skrokk hver á öör- um. Það verður að refsa oíbeldis- seggjunum þannig að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leggja hönd á næsta mann. Nú er það svo, þegar starfsmenn borgarinnar fara í sumarfrí, að þeim er gert að skila inn bílum þeim sem eru í eigu borgarinnar. Með öðrum orðum. Það er ekki ætlast til þess að þeir séu að rússa um á borgarbílun- um þegar þeir eru í fríi. Nú spyr ég: Er borgarstjóri undanþeginn þessum skilyrðum? Mér skilst nú að hann sé í fullu starfi hjá ríkinu. Því ekur hann þá um á bifreiö frá borginni pg lætur borgarbúa borga brúsann? Ég búnað sem er rándýr. Það dugir ekki að vera meö eitthvert fúskaradót í farteskinu þegar farið er í lax. En staðreyndin er bara sú að lax- veiðin er alltof dýrt sport. Látum vera þótt fólk kaupi sér græjur fyrir tugi eða hundruð þúsunda. Þetta eru Raunar las ég líka í sama blaði að nú ætti að fara að kenna unglingum í grunnskólum jákvæð samskipti. Með þessu er stefnt að því að þeir kunni aö segja nei þegar þeirra er freistað. Einnig á þetta að hjálpa þeim til þess að fóta sig betur úti í þjóðfélaginu. Þessi umrædda kennslugrein er allra góðra gjalda verð. Þaö hefði bara þurft að taka hana miklu fyrr inn í grunnskólana. Þá væri þjóðfé- lagið kannski svolítið öðruvísi held- ur en nú er. Staðreyndin er nefnilega sú að námið er upphaf alls. Ungur nemur, gamall temur, segir máltæk- ið. Það er alltaf og alls staðar í gildi. greiði mitt útsvar til ríkisins og mér finnst satt að segja ansi hart að þurfa sem Reykvíkingur einnig að greiða bensínið fyrir starfsmenn þess. Það væri fróðlegt að vita hvort þetta fyr- irkomulag á að vara allan þann tíma sem borgarstjóri Reykjavíkur verður í sumarleyfi. Það er, satt að segja, leiðinlegt að þurfa að horfa upp á slíkt hjá nýkjömum forsætisráð- herra landsins. hlutir sem endast árum saman sé vel farið með þá. En það eru veiðileyfin, eða öllu heldur verðið á þeim, sem ganga frá pyngjum áhugafólks um veiðiskap. Þau eru óhóflega dýr og fara síhækk- andi. Vissulega er hægt að velja á milli staða sem eru á mismunandi verðlagi. Það er meira að segja hægt að renna fyrir silung fyrir sáralítið gjald. En veiðivonin er mest í dýr- ustu ánum og þess vegna langar alla að eiga að minnsta kosti hálfan dag í einhverri þeirra. En það er bara ekki á allra færi. Það eru útlendingarnir sem sprengja veröið á veiðileyfunum upp. Þeir kaupa bestu árnar upp á aðal- veiðitímanum og virðast vera tilbún- ir að borga það sem upp er sett fyrir daginn. Þetta standast þeir sem ráöa ánum ekki og selja leyfin á okur- verði. Það er allt í lagi að láta útlending- ana borga. En íslenskir veiðimenn ættu að njóta þess aö vera íslending- ar og fá leyfin á lægra verði. Þetta fyrirkomulag myndi auðvelda mörg- um laxveiðimanninum að eyða stund í draumaánni sinni, án þess að það kostaði hann vikulaunin. Uðunígöröum: Erekkitil önnur leið? Nanna hringdi: Þessa dagana má víða sjá á grindverkum garða í borginni þessa óvhisælu miða sem gera fólki viðvart um að nýlega sé búið að úða með eiturefni. Ég á tvö lítil böm sem eru farin aö fara ferða sinna um nágrennið. Óneitanlega óttast ég alltaf að þau fari inn í eitraða garða og komi eitrinu einhvern veginn ofan í sig. Það þarf ekki annaö en að þau taki á grein eða blómi og setji svo höndina upp í sig. Auk þessa hlýtur að stafa mengun af því þegar menn sprauta meö öflugum úðaspraut- um allan liölangan daginn. Það getur ekkert komið í veg fyrir aö eitrið berist með vindinum, þótt því sé auðvitað ætlaö að lenda á tijánum. Er ekki einhver önnur leiö til þess að verjast tjámaðkinum? Rekiðekki hrossin Utanbæjarmaður skrifar: Ég á oft leið um þjóðvegi lands- ins, einkum suðvestanlands. Þessa dagana eru hestamenn mjög áberandi á þessum leiðum. Þeir fara þá um með heilu hjarð- irnar því að þeir eru að sleppa hrossum sínum í sumarbeit og fara gjaman ríðandi, í stað þess að láta keyra þá. Þetta er nú allt gott og blessaö nema að einu leyti. Ferðalang- arnir grípa nefnilega oft til þess ráðs að reka hrossin en teyma þau ekki. Oft kemur það fyrir að einn og einn hestur tekur sig út úr hópnum og hleypur upp á veg- inn. Auðvitaö er af þessu stór- kostleg slysahætta. " Ég vil beina þeim tilmælum til hestamannanna að þeir teymi reiðskjóta sína þegar þeir eru á ferð í þéttbýli. Fleiri blóm íborgina Elín Magnúsdóttir hringdi: Ef það er eitthvað sem gleöur augað þá eru það fallegir litir. Blóm í öllum regnbogans litum eru til mikillar prýði. Við ættum að feta í fótspor íbúa nágranna- landanna og hafa fleiri blóm í kerjum á götum úti, í blómahill- um fyrir neðan gluggana á hús- um okkar og svo framvegis. Þaö heyrist stundum sagt að blómarækt af þessu tagi sé ekki framkvæmanleg. Hér sé alltof kalt og vindasamt. Þetta er tómur fyrirsláttur. Það má sem hægast búa þannig um blómakassana aö þeir séu í skjóli. Þá dafna blómin vel. Aðalatriðið er að þeir fái að vera í friði fyrir skemmdarvörg- um. Þá er þetta vel framkvæman- legt. Fleiri fréttir af landsbyggðmni Austfirðingur hringdi: Alltaf finnst mér hallað á lands- byggðina þegar um er aö ræða fréttaflutning fjölmiölaima. Á þetta við um þá alla. Það er eins og nafii alheimsins sé í Reykja- vík. Aðrir landshlutar virðast tæpast vera til á landakorti fréttamanna. Þetta er ákaflega hvimleitt fyrir okkur landsbyggðarfólk. Ekki það að viö viljum endilega fréttir út eigin héruðum. En við viljum gjarnan vita hvaö er að gerast i öðrum sveitum landsins. Við vilj- um ekki bara sjá fréttir um slæmt atvinnuástand og fyrirtæki sem eru á hausnum. Við vfijum líka eitthvað jákvætt. íslendingar ættu aö njóta betri kjara heldur en útlendingar í bestu laxveiði- ám landsins. Það er fræðslan, fyrst og síðast, sem kemur í veg fyrir ofbeldi, segir bréfritari. « Hver á að borga bensínið? Laxveiðar eru alltof dýr af þreying

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.