Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. 15 Lánasjóður, til hvers? Frá útifundi námsmanna á Lækjartorgi sl. fimmtudag. DV-mynd Brynjar Gauti Eins og væntanlega flestum er ljóst af fréttum þá hyggst ríkis- stjómin beita niöurskurðarhnífn- um á Lánasjóö íslenskra náms- manna. Menntamálaráöherra hef- ur skrifað undir úthlutunarreglur sem þrengja mjög kjör námsmanna og eru í raun aöför að menntakerfi þessa lands. Það er auðvitað gott og blessað að spara við sig útgjöld þegar skór- inn kreppir en spurningin, sem menn verða að svara þegar þeir ákveða að skerða lán til náms- manna um tæp 20%, er einfaldlega: Til hvers er Lánasjóður íslenskra námsmanna? Allir hafi sama rétt til náms? Hingaö til hefur þaö verið nokkuð almenn skoðun manna að hlutverk hans sé að jafna aðstöðu fólks til að stunda nám, þ.e. gera fólki kleift að stunda nám án tillits til þess hvort það eigi ríka að sem geta framfleytt því meðan á námi stend- ur. Til þess að lánasjóöurinn geti rækt þetta hlutverk sitt þarf hann að hafa fjárhagslegt bolmagn til að lána fólki upphæð sem dugar til framfærslu. Þessa upphæð borgar fólk síðan til baka að fullu verð- tryggða þegar það hefur lokið námi. Hingað til hefur ríkt sæmileg sátt um þetta fyrirkomulag og menn almennt haft skilning á mik- ilvægi þessa fyrir þjóðarbúið. En nú er eins og skilningur manna (á mikUvæginu) hafi skyndilega minnkað. Að minnsta kosti hefur verið ákveðið að hér eftir skuU son- ur verkamanns utan af landi hljóta 46.000 kr. á mánuði í lán tU fram- KjaUarinn Steinunn V. Óskarsdóttir formaður stúdentaráðs Háskóla íslands færslu. Af þeim krónum er honum ætlað að borga leigu, mat, ferðir tU og frá skóla, bækur, föt og hrein- lega allt annað. Það sjá það auðvit- að allir að þetta er ekki hægt. Það lifir enginn af þessari upphæð eins og menntamálaráðherra hefur sjálfur sagt opinberlega. Skollaleikur stjórnmálamanna Heyrst hafa þær raddir að náms- lán séu orðin of há, námsmenn Ufi eins og greifar og sukki í sífellu með almannafé sem þeir greiði aldrei að fullu til baka. Samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðun- ar skila sér til baka tæplega 90% af þvi fjármagni sem sjóðurinn lán- ar og það með fullri verðtryggingu. Endurgreiðslutími námslána er allt að 40 árum og sú staðreynd er athyglisverð að um 60% lánþega sktúda innan við 1 milljón króna og þeir greiða allt til baka að fullu á 10-20 árum. Það er einnig stað- reynd að einungis 60% náms- manna við Háskóla íslands taka námslán og það er óþolandi þegar sumir stjórnmálamenn reyna að telja launafólki trú um að ungt fólk sæki í háskólanám til þess eins að komast á námslán og lifa í vellyst- ingum. Námsmenn séu afætur á þjóðfélaginu, forréttindahópur á lúxuslánum sem þeir þurfa aldrei að borga til baka. 40% námsmanna líta svo á að þeir þurfi ekki aðstoð enda er hér um lán að ræða sem greiðast að fullu til baka. Menn taka ekki námslán nema þeir telji sig þurfa á þeim að halda. Ég á gamla frænku ... Frænka mín, sem aldrei fékk tækifæri til að mennta sig vegna bágs efnahags, hefur sagt frá því hve sárt henni fannst að horfa á eftir börnum efnafólksins í skóla. Ef Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefði ekki notið við hefði sonur hennar aldrei getað menntað sig eins og hugur hans stóð til. Grundvallarhugmyndin á bak við lánasjóðinn er að gera fólki eins og syni hennar frænku minnar kleift að komast í nám. Það á að vera jafnauðvelt syni verkakon- unnar og syni forstjórans að stunda það nám sem hugur þeirra stendur tU. Ef menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, heldur áfram á sömu braut er úti um allt jafnrétti til náms. Námsmenn hljóta að spyrja hæstvirtan menntamálaráðherra þeirrar spurningar hvort hann ætli sér að bera ábyrgð á því að þeir einir geti stundað háskólanám sem eiga efnaða aðstandendur. Steinunn V. Óskarsdóttir „Heyrst hafa þær raddir að námslán séu orðin of há, námsmenn lifi eins og greifar og sukki í sífellu með almanna- fé sem þeir greiði aldrei að fullu til baka.“ Fiskeldi, stóriðja og ef nahagsstef nan „Af hverju er ríkið að ausa stárfé til atvinnuuppbyggingar af ýmsu tagi sem ríkið sjálft dæmir svo fyrirfram tU dauða með efnahagsstefnu sinni?“ Lesandi góður. Um daginn var við- tal við Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra í fréttatíma Stöðvar 2. í fréttinni kom fram að afskrifa mætti lán hjá opinberum sjóðum fyrir 8 til 9 milljarða króna á næst- unni vegna rekstrarerfiðleika í fiskeldi. Þetta er lán opinberra sjóða til fiskeldis sem þegar hafa glatast. Heildartap þessara sjóða verður að öllum líkindum nokkrum millj- örðum meira en þetta. Að auki tapa ótalmargir aðrir en ríkið stórfé á gjaldþroti fiskeldisfyrirtækja. Umfjöllun Stöðvar 2 Síðan spurði fréttamaðurinn ráð- herrann snaggaralega hvort eng- inn væri ábyrgur fyrir því að 8 til 9 milljarðar af almannafé glötuðust á þennan hátt. Og ráðherrann svar- aði með framboðsræðu um fisk- eldi, rekstur fyrirtækja og almennu spjalh um lífið og tilveruna. En hann svaraði aldrei spurningunni! Og fréttamaðurinn hélt viðtalinu áfram eins og ekkert væri eðli- legra. Hér áttu áhorfendur Stöðvar 2 rétt á svari en fengu ekki. Það er til fullt af ráðherraefnum sem uppfylla þá kröfu að geta kom- ið fram í fréttatímum sjónvarps án þess að svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Og frétta- menn, sem varpa fram spurning- um sem enginn hirðir um að svara, ættu að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað eru 8 til 9 milljarðar á milli vina? Jú, svona álíka mikið og rík- issjóðshallinn margfrægi sem síð- asta ríkisstjórn skildi eftir sig og verið er að bjarga með vaxtahækk- unum, skatthækkunum og opin- berum niðurskurði þessa dagana. Hvemig geta ráðherrar í núver- andi ríkisstjórn komiö fram í sjón- varpi og sagt við almenning að 10 milljarða halli á rekstri ríkisins sé stórt vandamál, sem taka verði á og almenningur verði að færa fórn- ir til að leiðrétta, og svo vikið sér KjáUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur undan því að ræða 8 til 9 milljarða tap opinberra sjóða vegna fisk- eldis? - Er milljarður af almannafé ekki það sama og milljarður af al- mannafé? Rekstrarskilyrði vantar En þær voru fleiri og verri spurn- ingarnar sem þetta viðtal vakti upp. Er þaö hlutverk hins opinbera að skapa undirstöðuatvinnuvegum þessa lands viðunandi rekstrar- skilyrði? Hafa þessi rekstrarskil- yrði verið í lagi á undanfórnum árum? Þá er átt við hluti eins og gengisskráningu, skattlagningu, vaxtakjör og fjármagnskostnað, svo eitthvað sé nefnt. Eru til dæm- is vextir og fjármagnskostnaður hér á landi sambærilegur við það sem gerist erlendis? Er gengis- skráning íslensku krónunnar með þeim hætti að hér komi nokkurn tímann til með að þrífast gjaldeyr- isskapandi atvinnuvegir aðrir en útgerö, fiskvinnsla og stóriðja ef fram heldur sem horflr? Um daginn var viðtal við iðnrek- anda í samkeppnisiðnaði í fjölmiðl- um. Hann svaraði þeim spurning- um sem til hans var beint og sagði að bókstaflega öll aðfong væru dýr- ari hjá sér en hjá sambærilegum fyrirtækjum erlendis. Þetta bendir nú til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn. Af hverju er ríkið að ausa stórfé til atvinnuuppbyggingar af ýmsu tagi sem ríkið sjálft dæmir svo fyr- irfram til dauða með efnahags- stefnu sinni? Hvaða greinar ís- lensks samkeppnisiðnaðar hafa lif- að af efnahagsstefnu stjórnvalda undanfarin ár? Ullariðnaður? Fisk- eldi? Loðdýrarækt? Skipasmíðar? Kaupskipaútgerð? Fataiðnaöur? Eru garðyrkjubændur næstir? Er það virkilega svo aö fréttamenn og stjórnmálamenn þessa lands sjái ekki lengur skóginn fyrir trjám? Stóriðja á sérsamningum Stóriðja lýtur ekki lö'gmálum ís- lenskrar hagstjórnar og þess vegna fær hún þrifist í landinu. Það hefur meira að segja engum hugsandi manni dottið það í hug á undan- fórnum áratugum að bjóða erlend- um stóriðjufyrirtækjum upp á það að lúta íslenskri hagstjórn! Af hverju?! Hversu mörg erlend stór- iðjufyrirtæki væru á íslandi í dag ef þau hefðu verið skikkuð til að lúta íslenskri hagstjórn? Alveg ör- ugglega ekkert! I fyrsta lagi hefði enginn útlendingur nokkurn tím- ann tekið það í mál og í öðru lagi þá væri sú stóriðja löngu farin á hausinn eins og annar samkeppn- isiðnaður í landinu. Efnahagsstjórnun hins vestræna heims, að íslandi undanskildu, grundvallast á því að tryggja sam- keppnisaðstöðu útflutningsiðnaðar eins og til dæmis bifreiðafram- leiðslu, vélaframleiðslu ýmiss kon- ar, framleiðslu heimilistækja og tæknibúnaðar. Við íslendingar verðum bara að gjöra svo vel og stilla okkar hagkerfi eins og þeir sem við berum okkur saman við ef við ætlum að eiga möguleika á hliðstæðum lífskjörum. Það hefur ekki verið gert og það er ennþá enginn þrýstingur á stjórnvöld hér- lendis að gera það, því miður. Lesandi góður. Það er tilgangs- laust að vera að fórna milljörðum á milljarða ofan í uppbyggingu samkeppnisiðnaðar, sama hvað hann heitir, meðan efnahagsstefna stjórnvalda dæmir það allt fyrir- fram til dauða. Og alveg „arfavit- laust“ að opinberir aðilar skuli standa fyrir því bæði að byggja upp og rífa niður samkeppnisiðnaðinn með þeim hætti sem gert hefur ver- ið á undanfornum árum. Brynjólfur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.