Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. íþróttir________________________________________________________________________________________dv Hverjir fá fæstu spjöldin ? -höfum rétt við! I s >a 2 c <0 5 ■S. C/) £ 3 f 2 — eftir 4. umferð — 3/0 5/0 11/0 3/0 6/1 7/0 10/1 4/0 .5/0 8/0 ■Í5 ^ i S Opna Boss-mótið hjá Golfklúbbi Reykjavikur: Sigurjón á þremur yf ir pari en sigraði samt Sigurjón Arnarsson, GR, varö sig- urvegari á opna Boss-mótinu í golfi sem fram fór um síðustu helgi. Leiknar voru 18 holur og lék Sigur- jón hringinn á 74 höggum, þremur höggum yfir pari vallarins. Hörkukeppni var um efstu sætin en í öðru sæti varð Einar L. Þóris- son, GR, á 75 höggum og Björgvin Þorsteinsson, GA, varð þriðji á sama höggafjölda. Ólafur Skúlason og Ragnar Ólafsson, báðir í GR, komu næstir á 76 höggum og Sigurður H. Hafsteinsson, GR, lék á 78 höggum. í keppninni með forgjöf sigraði Bjöm Kristján Árnason, GR, á 58 höggum nettó. Hann lék holurnar 18 á 82 höggum og er með 24 í forgjöf. Mjög gött skpr hjá kylfingi með svo háa forgjöf. í ööru sæti með forgjöf varð Guðmundur Konráðsson, GR, á 66 högum nettó og Úlfar Ormarsson, GR, þriðji á 67 höggum nettó. -SK Skotfimi: Carl þriðji í Danmörku -hlaut588 stig Carl J. Eiríksson náði góðum ár- angri í skotfimi á móti í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Carl tók þátt í riffilskotfimi í opnum flokki og lenti í þriðja sæti. Carl hlaut 588 stig af 600 mögulegum. Carli hefur vegnað vel á þeim mót- um sem hann hefur tekið þátt í er- lendis sem sýnir að hann stenst er- lendum keppendum snúning á góð- um degi. Carl stefnir að þátttöku á ólympíuleikunum í Barcelona næsta sumar. -JKS Körfuknattleikur: Auglýsingar á húsþökum Forráðamenn körfuknattleiks- deildar UMFN eru þegar farnir að hyggja að fjáröflunarleiðum fyrir næsta vetur og er útlit fyrir að Njarð- víkingar muni grípa til nýbreytni á því sviði á næstunni. Njarðvíkingar hafa í hyggju að selja auglýsingar á húsþök í Njarðvík en slíkt ku tíðkast víða erlendis. Verða umræddar auglýsingar ekki síður ætlaðar fljúgandi fólki en því á jörðu niðri en útlit er fyrir að auglýs- ingarnar verði bæði settar á slétt og hallandi húsþök. Farþegar í flugi geta því átt von á því að útsýniö yfir Njarðvík breytist á næstunni ef fyrir- tæki og aðrir aðilar taka vel í þessa nýstárlegu hugmynd Njarövíkinga. -SK/ÆMK • Hart barist í leik Þróttar og Selfoss í 2 Þrótl -liðiðkomi Þróttarar sigruðu Selfyssinga 1-0 á heimavelli sínum við Sæviðarsund í gærkvöldi. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með ólík- indum klaufskir að skora ekki en Anton Hartmannsson, márkvörður aðkomu- liðsins, varði mjög vel í öll skiptin. Eina mark leiksins leit dagsins ljós í upphafi seinni hálfleiks. Þróttarinn Goran Migic einlék þá upp allan vallarhelming Sel- foss og var mjög óeigingjarn er hann gaf laglega sendingu á Sigurð Hallvarðsson sem sendi boltann örugglega framhjá Vinsældir þríþrautar fara mjög vaxandi meðal Islendinga: „Þetta er bara ein faldlega svo gaman“ segir Einar Jóhannsson sem keppir á opna Norðurlandamótinu 1 Svíþjóð Iþróttagreinar eru misjafnlega erfiðar. Ein er sú íþróttagrein sem teljast veröur í erfiðari kantinum ef hún er þá ekki sú allra erfiðasta. Hér er átt við þríþraut en ekki eru mörg ár síðan farið var að stunda þessa íþróttagrein hér á landi. Nú er málum hins vegar svo komið hér að vinsældir þessarar greinar fara stöðugt vaxandi og fjöldi þeirra iþróttamanna, sem iðkar þríþraut, eykst stöðugt. í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiöum og hlaupi. Er jafnan um langar vegalengdir að ræða og því gefur augaleið að íþróttagreinin er mjög erfið. „Á opna Norðurlandamótinu, sem ég fer á síðar í þessum mán- uði, verður keppt í 2,5 km sundi, 80 km hjólreiðum og hlaupnir verða 20 km. Þetta verður gífurlega sterkt mót og ég veit til þess að tveimur heimsþekktum atvinnu- mönnum hefur verið boðin þátt- taka. Þaö eru þeir Mark Allen og Dave Scott. Þá munu allir bestu þríþrautarmenn Norðurlanda keppa á mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi erlendis og því erfitt að geta sér til um árangur. Ég reikna þó með að veröa um 5 mínútum á eftir atvinnumönnun- um í sundinu, halda í við þá í hjól- reiðunum og hlaupið er spurninga- merki,“ segir Einar Jóhannsson en hann mun keppa á opna Norður- landamótinu í Svíþjóð um næstu mánaðamót. „Keppti fyrst í þríþraut á Islandsmótinu í fyrra“ Einar Jóhannsson hefur verið ó- sigrandi í hjólreiðum hér á landi undanfarinn áratug og er marg- faldur íslandsmeistari. En hvenær vaknaði áhuginn á þríþrautinni? „Þeir Stefán Friðgeirsson og Guð- mundur Jakobsson vöktu áhuga minn á þessari grein og það er ekki langt síðan. Fyrst heyrði ég af þess- ari grein fyrir 3-4 árum en það var fyrst á íslandsmótinu í Hrafnagili í fyrra sem ég keppti og varð annar í röðinni. Síðan hef ég keppt tvíveg- is á þessu ári og náð að sigra í bæði skiptin." ágæt. Hvað sundið varðar þá verð- ur sjórinn hins vegar að vera 13 stiga heitur til að synda megi í hon- um og hann er aldrei svo heitur hér við land. Það er hins vegar möguleiki á því að synda í vötnum eða hreinlega í sundlaugum. Að öðru leyti en þessu er öll aðstaða mjög góð hér á landi.“ „Þaðfergífurlegur tími í æfingarnar" - Hvað um æfingatíma og aðstöðu fyrir þríþrautarmenn hér á landi? „Þaö gefur augaleið að það fer alveg gífurlega mikill tími í þetta. Ég æfi frá tveimur upp í sjö tíma á dag en aðalæfingatíminn er á vet- uma. Aöstaðan hér á íslandi er Hjólaroftum 150 kílómetra á æfingu Einar hefur æft mjög stíft undan- farið og oft hjólar hann um 150 kíló- metra á hverri æfingu. „Skipting- arnar á millli sundsins, hjólreið- anna og hlaupsins eru einnig mjög erfiðar og sérstaklega er skiptingin á milli hjólreiðanna og hlaupsins erfið. Ég hef verið að æfa þessar skiptingar sérstaklega undanfarið og vonandi gengur þetta vel í Sví- þjóð,“ segir Einar og er staðráðinn í aö bæta árangur sinn í þríþraut- inni í framtíðinni. „Ég hef verið aö bæta mig í sundinu og hlaupinu og einnig örlítiö í hjólreiðunum. Von- andi heldur þetta áfram að batna.“ „Þetta er bara einfaldlega svo ofsalega gaman“ - En hvað er það sem fær Einar til að standa í þessu mikla puði? „Það er einfalt svar við því. Þetta er bara einfaldlega svo ofsalega gaman. Svo hef ég verið að bæta mig undanfarið og það gefur mér byr undir báða vængi.“ Einar er þrítugur að aldri og seg- ir að þríþrautarmenn séu yfirleitt á toppnum um 25 til 35 ára. „Ég ætla að halda áfram að æfa þrí- þrautina þrátt fyrir að mikill tími fari í þetta. Ég er ekki fjölskyldu- maöur og það gerir það að verkum að ég get staðið í þessu. Annars væri þetta ekki hægt,“ sagði Einar Jóhannsson. Keppni í þríþraut er miserfið. Á opna Norðurlandamótinu synda ' keppendur 2,5 km, hjóla 80 km og hlaupa 20 km, eins og áður sagði en í erfiðustu keppninni, sem vitað er um, synda keppendur 3,9 km, hjóla 180 km og hlaupa 42 km eða heilt maraþonhlaup svona í lokin. Þríþraut á mjög vaxandi vinsæld- um að fagna hér á landi og svo virð- ist sem vakning eigi sér stað þessa dagana. Vitað er um íjölmarga íþróttamenn sem eru í „startholun- um“ og ef fram heldur sem horfir verður þetta vinsæl íþróttagrein hér á landi í náinni framtíð. -SK • Einar Jóhannsson keppir á opna Norður er hann með útbúnaðinn sem þarf i þr hlaupaskóna, búnaður sem kostar um 200 þi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.