Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1991, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991. 17 l Fylkir-IR. Haukar-Grindavík. iA-Tindastóll..... Þróttur-Selfoss... Þór-IBK........... ....1-1 ....1-1 ......6—0 ....1-0 ....2-1 Akranes.... 4 4 0 0 16-1 12 Keflavík.... ......4 2 1 1 9-4 7 Grindavík. ......4 2 1 1 6-3 7 ÍR ......4 2 1 1 7-5 7 Þróttur R.., 4 2 1 1 5-3 7 Þór Ak 4 2 1 1 7-7 7 Selfoss 4 1 1 2 4-7 4 Fylkir 4 0 3 1 3-4 3 Haukar 4 0 1 3 5-14 1 Tindástóll. .... 4 0 0 4 1-15 0 Markahæstir: BragiBjörasson.ÍR.............4 Einar Daníelsson, Grindavík...4 JúlíusTryggvason, Þór.........4 Arnar Gunnlaugsson.ÍA.........4 Sigursteinn Gislason, ÍA......4 Þór vann Kef lavík Þórsarar unnu dýrmætan sigur á Keflvíkingum, 2-1, á Akureyri í gær- kvöldi. Öll mörkin í leiknum voru gerð í fyrri hálfleik. Kjartan Einarsson kom gestunum yfir snemma í leiknum en Ásmundur Arnarsson jafnaði fyrir Þór. Júlíus Tryggvason gerði sigurmark Þórsara úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 3 mikilvæg stig. Tvö falleg mörk „Það vantaði alla leikgleði í mína menn og ljóst að við verðum ekki með í toppbaráttunni að þessu sinni. Við þurfum aftur á móti að huga að því að tryggja sætið í deildinni," sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fylkis. Fylkir og ÍR gerðu 1-1 jafntefli á Fylkisvelli í gær. Bæði mörkin voru sérlega falleg. Fylkismenn urðu fyrri til að skora og kom markið undir lok fyrri hálfleiks, Kristinn Tómasson skallaði í vinkilinn eftir aukaspyrnu. ÍR náði að jafna í síðari hálfleik og var það hinn 17 ára Kjartan Kjart- ansson sem átti þrumuskot af um 18 metra færi sem markvörður Fylkis réð ekki við. „Það var frábært að skora jöfnun- armarkið. Við vorum klaufar að sigra ekki,“ sagði Kjartan. Bestir hjá Fylki: Lúðvík Bragason og Kristinn Tómasson. Hjá ÍR voru bestir Kjartan Kjartansson, Bragi Björnsson og Tómas Björnsson. -Hson Víðir mætir meisturunum - þrír leikir á íslandsmótinu 1 knattspymu í kvöld Fimmta umferð í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum og heíjast þeir allir klukkan 20. i Garðinum leika heimamenn í Víði gegn íslandsmeisturum Fram. Víðis- menn eru neðstir í deildinni með 1 stig sem þeir fengu í viðureign sinni við Stjörnuna í síðustu viku. Með þessu fyrsta stigi lyftist brúnin á leik- mönnum liðsins og þeir mæta í leik- inn gegn Fram fullir sjálfstrausts. Fram vann sinn fyrsta sigur á fóstu- dagskvöld og margir ætla nú að Safa- mýrarliðið hrökkvi loks í gang eftir dapurt gengi það sem af er íslands- mótinu. í Hafnarfirði verður nágrannaslag- ur þegar FH-ingar taka á móti Stjörn- unni úr Garðabæ. FH-ingar hafa enn ekki unnið leik á íslandsmótinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 2 stig. Stjörnumenn eru skammt undan með 4 stig. Það má því reikna með miklum baráttuleik í Kapla- krika þar sem bæði hð munu leika til sigurs. Stórleikur er á dagskrá í vestur- bænum en þá taka KR-ingar á móti Eyjamönnum á KR-velh. KR-ingar eru í efsta sæti með 10 stig og eins og þeir hafa leikið í þessum fyrstu leikjum eru þeir hklegir kandítatar. Eyjamenn eru í hópi efstu hða með 7 stig og með sigri á KR opna þeir deildina upþ á gátt. Á íslandsmótinu í fyrra gerðu Eyjamenn sér lítiö fyrir og lögðu KR-inga á KR-velh og þeir vilja örugglega endurtaka leikinn. -GH landamótinu í þriþraut i Svíþjóö. Hér iþrautina, hjólið, sundbúninginn og ísund krónur. DV-mynd Guömundur Jakobsson lAíham Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Leikur Skagamanna og Tindastóls var heldur dauílegur í fyrri hálfleik en Skagamenn höfðu allan tímann yfirhöndina og fengu í það minnsta fjögur góð tækifæri til að skora. Theódór Hervarðsson skaut í hlið- arnetið, Sigursteinn Gíslason einnig, Gísli Eyleifsson og Theódór áttu skot að marki en Gísli Sigurðsson varði vel. Arnar Gunnlaugsson fékk dauðafæri á lokamínútu fyrri hálf- leiks en hitti ekki knöttinn. Guðjón Þórðarson hefur greinilega lesið yfir leikmönnum sínum í hálf- leik því Skagamenn skiptu um gír og rúlluðu hréinlega yfir Tindastóls- menn. Það var samt Guðbrandur Guðbrandsso'n, Tindastóli, sem fékk fyrsta færið í síðari hálfleik eftir að- eins tuttugu sekúndna leik en brást bogalistin. A 53. mínútu varði Gísli vel frá nafna sínum Eyleifssyni en fimm mínútum síðar var dæmd töf á Gísla markvörð og Sigursteinn tók spyrn- una snöggt, gaf á Bjarka Gunnlaugs- son sem skoraði, 1-0. Mínútu síðar skallaði Sigursteinn yfir mark gest- anna. Á 65. mínútu átti Bjarki Gunn- laugsson skot í þverslá og þaðan barst boltinn til Theódórs Hervarðs- sonar sem afgreiddi boltann í netið, 2-0. Síðan koma fjögur mörk á fimm mínútum og virtist sem lið Tinda- stóls væri sprungið. Á 75. mínútu skorar Arnar, 3-0. Tveimur mínút- um síðar rústaði Gísli Eyleifsson vörn gestanna, gaf á Harald Ingólfs- son sem skoraði auðveldlega, 4-0. Á 79. mínútu skorar Sigursteinn með skalla, 5-0, eftir góðan undirbúning þeirra Haralds og Bjarka. Sjötta markið skora Skagamenn á 80. mín- útu. Eftir góða fyrirgjöf Haralds skoraði Gísh Eyleifsson og fullkomn- aði góðan leik sinn. Skagamenn eru því enn taplausir í 2. deild, með fullt hús stiga, og stefna rakleitt í 1. deild. Á hinn bóg- inn hafa Tindastólsmenn enn ekki unnið leik og verður tímabilið þeim eflaust erfitt. • Eyjólfur Ólafsson dæmdi leik- inn. Haukar fengu sitt fyrsta stig Haukar náðu í sitt fyrsta stig í 2. deild er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Grindvíkinga á Hvaleyrarholti í gær- kvöldi. Jafntefli var sanngjörn úrslit leiksins en bæði lið börðust af mikl- um krafti. Grindvíkingar komust yfir á 10. mínútu með marki Ómars Torfason- ar en fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik. Eftir það færðist meira Qör í leikinn og Haukarnir náðu að jafna á 61. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á Grindavík. Ólafur Jó- hannesson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Bæði lið fengu ágætisfæri en mörkin urðu ekki fleiri. Bræðurnir Ólafur og Brynjar Jó- hannessynir voru bestir í liði Hauka en hjá Grindavík bar langmest á Ein- ari Þór Daníelssyni og einnig átti Þorsteinn Bjarnason góðan leik í markinu. -RR !. deildinni í gærkvöldi. :ur í slaginn lö í toppbaráttuna eftir tvo sigra 1 röð Antoni markverði. Þróttarar drógu sig th baka eftir markið og Selfyssingar náðu sterkum tökum á miðjunni. Tvisv- ar sinnum skall hurð nærri hælum við Þróttaramarkið en heimaliöiö var hepp- ið í þau skipti. Þróttarar léku einum færri síðasta stundarfjórðunginn því Dragan Malonvich fékk að líta rauða spjaldið fyrir að fella Salih Porcha, ,júkkann“ í Selfossliðinu, sem var kom- inn einn innfyrir. Selfyssingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og ef eitt- hvað var þá voru Þróttarar nær því að bæta við marki en Selfyssingar að jafna. Goran Migic var bestur Þróttara en Anton Hartmannsson stóð sig manna best í Selfossliðinu. Leikurinn var í heild prúðmannalega leikinn og enginn leikmanna meiddist en dómarinn Gísh Björgvinsson var sá eini sem varð að yfirgefa völlinn. Það gerðist í fyrri hálfleik eftir aö hann hafði misstigið sig. Annar hnuvörður leiksins, Ari Þórðarson, tók þá við dómarahlut- verkinu og stóð sig ágætlega. -KG Iþróttir • Á laugardaginn var haldið opna Búnaöar- bankamótiö í golfi hjá Golfklúbbnum Mostra í StykkishólmL Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar 1. Sváfnir Hreiðarsson, GMS.74 2. Birgir V. Halldórsson, GR.75 3. Baldur Brjánsson, GK....79 Með forgjöf 1. Hannes Ellertsson, GMS..59 2. María Guðnadóttir, GMS..61 3. Birgir V. Halldórsson, GR.63 Bikarleiklr hjá kvenfólkinu • Fimm leikir eru í kvöld í bikar- keppni kvenna í knattspyrnu og hefjast alhr leikirnir klukkan 20. Leikirnir eru: Sindri-Þróttur N„ Reynir S.-ÍBK, KA-Höttur, Haukar-Valur og ÍA-Stjarnan. Laddi sigraði meðforgjöf • í DV í gær var greint frá því að Þórhallur Sigurðsson, Laddi, heföi sigrað án forgjafar á opna Dupont golfmótinu í Mosfellsbæ á dögunum en hið rétta er að hann sigraði í keppninni með forgjöf. I keppninni án forgjafar sigraði Ragnar B. Ragnarsson en ekki Ragnar Bjarnason eins og misritaðist í blaðinu. Hlutaðeig- endur eru beönir velvirðingar. Heimsmefhafinn mætir Christie í Lausanne ...... • Leroy Burrell frá 3^ Bandaríkjunum, sem setti glæsilegt heims- —* met í 100 metra hlaupi um síðustu helgi, mætir Evrópu- meistaranum, Linford Christie, á Grand Prix móti í Lausanne í Sviss 10. júlí. Carl Lewis keppir í 200 metra hlaupi á sama móti. Marseille hefur augastað á Vanables • Franska stórliðiö Marseihe hefur hug á að fá Terry Vanables til að gerast fram- kvæmdastjóri liðsins. Vanables hefur þegar rætt lauslega við Bemard Tapei, forseta Marsehle, um þetta mál. Vanables vinnur aö því aö eignast meirililuta í Tottenham en ef það gengúr ekki eftir er tahð víst að Vanables hafi áhuga á að taka við Marseille. Spasic frá Real til Osasuna • Júgóslavneski landsliðsmaö- urinn Predrag Spasic skrifaði í gær undir þriggja ára samning við spænska félagið Osasuna. Spasic lék með Real Madrid í vet- ur og átti eftir þrjú ár af samn- ingí við félagiö. Spasic náði sér ekki á strik hjá Real Madrid og var því seldur. Kaupverðiö var ekki gefið upp. Osasuna gekk mjög vel í 1, deild oghafnaði þeg- ar upp var staðið í fjórða sæti. Trapattoni yfirtil Juventus á ný • Giovanni Trapattoni mun þjálfa Juventus á næsta tímabili. TTapattoni var í vetur þjálfari Inter Mhan og var samnings- bundinn félaginu út árið 1992. Ástæðan fyrir því að Trapattoni yfirgefur Inter er ósætti við stjórn félagsins. Trapattoni þjálfaði Ju: ventus frá 1976-1986 og á þeim tíraa vann hðið sex titla. Miöasala gengurvel á OL í Barcelona • Þriöjungur aðgöngumíða á ólympíuleikana í Barcelona 1992 hefur nú selst. Aðstandendur leikanna eru mjög ánægðir með söluna en nú hafa selst 1,5 miljj- ónir miöa en seldir verða alls 4,2 mihjónir miöa. Uppselt er þegar á opnunarhátíðina, úrslit í frjáls- um og á körfuknattleikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.