Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1991. Spumingin Átt þú veiðistöng og ferðu oft að veiða? ívar A. Grétarsson nemi: Nei, ég á ekki veiðistöng en ég fer stundum að veiða með bróður mínum. Ingólfur Vignir Ævarsson nemi: Ég átti einu sinni veiðistöng en hún er ónýt. Ég fer ekki oft að veiða. Stefán Grétarsson nemi: Já, ég á veiðistöng en ég fer ekki oft að veiða. Jóna Mjöll Grétarsdóttir, er að passa börn: Já, ég á veiðistöng og ég fer stundum að veiða með pabba. Birgitta Brynjarsdóttir, er að passa börn: Nei, ég á ekki veiðistöng en ég fer stundum að veiða og fæ þá lánaða stöng hjá bróður mínum. Úlfar Gíslason nemi: Já, ég á veiði- stöng en ég fer ekki oft að veiða. Lesendur Eftir háttatíma Sveins Andra Bréfritari vill fá að taka strætó eftir miðnætti. Móður skattgreiðandi skrifar: Fyrirætlanir stjórnar SVR um að leggja niður ferðir strætó eftir mið- nætti á virkum dögum er nokkuð sem fellur í stórgrýtta jörð hjá far- þegum. Víst þarf að beita aðhaldi ef fyrirtæki eiga að ganga hrakfalla- laust en það er með ólíkindum að menn skuli beita jafn frumstæðum aðferðum við niðurskurð útgjalda eða sparnað og raun ber vitni. Flatur niðurskurður og lokað klukkan tólf er það eina sem Sveinn Andri og fé- lagar hans í stjórn SVR leggja til málanna. Eftir standa farþegar á stoppistöðvum víðs vegar um borg- ina, harla óhressir. Þetta er dæmi- gert fyrir þjónustulundina hjá stjórn SVR. í þeim löndum, sem smiður þessa bréfkorns þekkir til, eru almennings- samgöngur í takt við eftirspurnina, tíðni ferða fer alveg eftir því um hvaða tíma sólarhringsins er að ræða. Á háannatímanum er bætt inn ferðum og þær eru síðan færri í ró- legheitunum á kvöldin. Þær eru ekki bara á tuttugu mínútna eða hálftíma fresti og síöan lagðar niður eins og hér í Mekka bílismans, öðru nær. Eftir miðnætti er sá háttur hafður á í útlandinu að nokkrar sérleiðir taka við og sjá um að koma fólki milli helstu borgarhluta. Ganga menn þá það sem eftir er leiðarinnar Þórður Stefánsson hringdi: Ég var að lesa greinina sem birtist í lesendadálki DV um Bláa lónið. Mér er málið talsvert skylt þar sem ég rek umræddan gististað á svæðinu. Satt best að segja nýtur gististaður- inn mikilla vinsælda. Hann er að vísu ekki sóttur mikið af íslending- um. Það eru fremur útlendingar sem koma hingað. En þeir íslendingar, sem einu sinni hafa dvalið hjá mér, koma alltaf aftur. Nú er málum þannig háttað að veg- vísar að Bláa lóninu eru engir. Leið- in að mínu fyrirtæki er allvel merkt og bar ég allan kostnað af þeim merk- ingum sjálfur. En þeir fáu vegvísar, sem vörðuðu leiðina til lónsins, eru Þórmundur hringdi: Umgengni við einn fjölfarnasta bens- ínafgreiöslustað í Hafnarfirði er slík að ég get vart lengur á mér setið. Umræddur staður er planið þar sem bæði Shell og Esso hafa bensíntanka sína en auk þess er þar sjoppurekstur og dekkjaverkstæði. Plan þetta er í daglegu tali nefnd „Stöðin" og er við Reykjavíkurveg, miðja vegu milli ís- landsbanka og Fiarðartorgs. Undánfarna sunnudaga hef ég átt erindi að reka á umrætt plan en sóða- skapurinn þar er slíkur að nú hef ég ákveðið að snúa viðskiptum mínum annað og væntanlega eru fleiri á sömu skoðun. Þegar verst er sést vart í planið fyrir glerbrotum og það liggur í augum uppi aö bíleigendum er skaði búinn auk vegfarenda sem eiga þarna leið um. Einhver misbrestur virðist vera með hreinsun á þessum stað og óhætt er að fullyrða að sá sem á að sjá.um að hreinsa planið af glerbrotum og heim að dyrum. Ekki hafa vagnstjór- ar á þessum sérstöku næturleiöum þurft að kvarta undan einmanaleika í vögnunum eins og starfsbræöur þeirra hér í borg. Farþegar eru ánægðir meö þetta fyrirkomulag. Það væri nær fyrir Svein Andra og félaga að huga að slíku fyrirkomu- lagi þar sem þrjár til fjórar leiðir sæju um að koma fólki milli helstu hverfa, ef þeir geta hugsað svo „flók- ið“ ferli til enda. Það er ansi hart að þurfa að taka leigubíl frá Nesi og upp nema að gistihúsinu farnir veg allrar veraldar. Þetta hef- ur valdið mér talsverðu ónæði. Fólk er nefnilega að koma í tíma og ótíma að spyrja vegar til Bláa lónsins. Fyr- ir þá sem lesa þessar línur skal þess getið að maður beygir til vinstri til þess að komast að baðinu og veit- ingastaðnum, til hægri ef menn ætla að heimsækja gististaðinn. Gestir komast ekki í síma í Bláa lóninu. Þar eru engin tíkallasímar sem hægt er að ganga í. Þetta hefur orðið til þess að fólk hefur leitað mjög mikið til mín og fengiö að hringja. Það hefur ætíð verið auðsótt mál. Baöhúsið er ekki opnað fyrr en klukkan tíu á morgnana. Fram til öðru drasli er engan veginn starfi sínu vaxinn. Aðgerða er þörf strax því með sama áframhaldi mun eng- í Breiðholt bara af því klukkan er meira en tólf á miðnætti. Þar er far- inn þúsundkall, stórt strætókort. Það væri réttast að senda Sveini Andra reikninginn fyrir leiguakstr- inum enda hefur hann sagt aö ódýr- ara væri að senda fólk heim í leigu- bíl eftir miðnætti en láta strætó aka á öllum leiðum á þeim tíma. Þá skil- ur Sveinn Andri kannski að það ER virkilega til fólk sem tekur strætó eftir að hann er háttaður. þess tíma gegnum við í gistihúsinu hlutverki símsvara, því auðvitaö vill fólk vita hvenær það kemst í lónið. Þetta veldur að sjálfsögðu auknu álagi á starfsfólk mitt. En það er ætíð tilbúið til þess að veita allar þær upplýsingar sem leitað er eftir, hvort sem um er að ræða opnunartíma baðhússins eða verð á gistingu hér. Þess má að lokum geta að þegar uppbygging þessa svæðis hófst og stefnt var aö því að gera Bláa lónið þekkt þá stóð ég straum af öllum kostnaði við byggingu gististaðarins sjálfur. í það fór ekki ein einasta króna af opinberu fé. inn heilvita maður leggja leið sína inn á þetta glerbrotum stráða plan. Umhverfis- vænni f lugvöll Reykvíkingur hringdi: Nú er mælirinn fullur. Það verður að fara að gera eitthvað í þessum flugvallarmálum hér í höfuðborginni. Ekki alls fyrir löngu fór ég ásamt konu minni á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitin var nýbyrjuö að spila þegar flugvélagnýr yflr- gnæfði hana. Þetta kom iyrir æ ofan í æ, þannig aö gestirnir gátu alls ekki notið tónleikanna. Svona lagaö er gjörsamlega óþolandi og kæmi raunar ekki íil ef menn hefðu það í huga að nota aðalflugbrautina sem liggur frá austri til vesturs. En það er eins og þeir þurfi endilega að lenda á öllum brautunum þegar veður er gott. Þar með eyðileggja þeir möguleika Reykvíkinga á að njóta þess sem borgin býður upp á. Burtmeð mengunina Magnús Magnússon hringdi: Mengunin í höfuðborginni, Reykjavík, er orðin áhyggjuefni. Bílum fer stöðugt flölgandi og atvinnurekstur ýmiss konar spú- ir mekki upp í himininn. Við verðum að vera vel á verði og vernda hreina loftið okkar sem er orðið einstætt í veröldinni. Við verðum að passa að óhreinindin nái ekki yfirhöndinni, því þá er orðiö of seint að snúa viö. Mér er sagt að nú séu fáanleg tæki til þess aö hreinsa útblástur bíla. Sé það satt vantar ekkert nema sameiginlegt þjóðarátak til þess að taka þau almennt i notk- un. Stöndum saman um þetta þjóöþrifamál. Framkoma til fyrirmyndar Svava hringdi: Ég var niðri i miðbæ 17. júní síðastliðinn að fylgjast með há- tíðahöldunum. Þegar ég var lögð af stað áleiðis að næsta strætis- vagnaskýli fann ég að hnippt var lauslega í mig. Þarna var komin lítil, prúðbúin stúlka sem rétti mér slæðuna mína og spurði um leið hvort ég hefði ekki misst hana. Það reynd- ist rétt vera. Ég komst eiginlega við vegna þess hve kurteis litla stúlkan var. Og hún varö enn hýrari á svipinn þegar ég rétti henni hundrað krónur í fundarlaun. Ef öll börn væru svona kurteis og vel upp alin eins og þessi litla stúlka værí þjóðin ekki stödd á flæðiskeri. Veðriö: Vondar spárbetri Veðurglöggur skrifar: Ég hef tekiö eftir þvi að veðrið batnar eftír því sem veðurspárn- ar versna. Núna, fyrir 17. júní, sagði einn veðurfræðinganna að það væru svona helmingslíkur á rigningu. Það var eins og við manninn mælt, veðurblíöan var alveg einstök. Að fengínni áratuga reynslu er ég farinn að trúa því að veðrið stangist ævinlega á viö spárnar. Sé spáin vond eru meiri líkur á góðu veðri og öfugt. Ég vonast til þess að spáin fyrir næstu vikurn- ar verði afleit. Þá megum við búast viö áframhaldandi blíð- viðri. Taki Veöurstofan upp á því að spá Mallorca-veðri þá er eins gott að draga fram regngallann. Bláalónið: Engar merkingar Stöðin í Hafnarfirði: Glerbrot úti um allt Bréfritari kvartar yfir slæmri umgengni á planinu við „Stöðina" í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.