Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991.
Fréttir
Afþantanir hjá ferðaþjónustu bænda:
Meiri sala þýðir meiri afföll
- segir Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs íslands
„Ég held að ástandið sé stórlega
ýkt en auðvitað er mjög slæmt þegar
margar afpantanir verða. Þessar svo-
kölluðu blokkbókanir, þegar pantaö
er mikið fyrirfram, eru ekkert nýtt
fyrirbæri. Hins vegar hefur verið
óvenjumikið um þetta í vetur,
kannski vegna þess að í vetur hefur
meira verið reynt að selja gistingu
fyrir hópa á ferðaþjónustubæjun-
um,“ segir Margrét Jóhannsdóttir,
ráðunautur hjá ferðaþjónustu
bænda.
Bændur sem eru með þjónustu fyr-
ir ferðamenn segja að mjög mikið
hafi verið um afpantanir og margir
hverjir sitji uppi með auð rúm.
Ferðaskrifstofur hafi pantað í stór-
um stíl í vetur en síðan ekki getað
selt í ferðirnar. Margir bændur vilja
láta ferðaskrifstofumar greiða stað-
festingargjald um leið og pantaö er
til að þeir sitji ekki uppi tryggingar-
lausir. Margrét segir mjög erfitt aö
koma slíku á.
„Það er erfitt að krefjast staðfest-
ingargjalds þegar um er að ræöa
stóra hópa því söluaðilarnir eiga erf-
itt meö að leggja út fyrir slíkum upp-
hæðum. Hins vegar verður að skoöa
þetta mál í haust í ljósi reynslu sum-
arsins,“ segir Margrét.
Magnús Oddsson, markaðsstjóri
Ferðamálaráðs íslands, segir að þeir
aðilar sem lengi hafi verið í ferða-
þjónustu þekki þetta vandamál vel.
„En ég kann enga aðra skýringu á
hvers vegna meira er um afpantanir
nú en áður en þá að sala hjá ferða-
þjónustu bænda hefur verið meiri en
nokkru sinni áður og eftir því sem
salan eykst aukast afíollin í hlutfalli
við flölda bókana. En hvað varðar
staðfestingargjald þá er það mín
skoðun að slíkt eigi aö taka upp en
ég geri mér fulla grein fyrir að það
er mjög flókið mál, meðal annars út
frá samkeppnissjónarmiði," segir
Magnús.
Sumir bændur telja að þeir verði
fyrir fjárhagslegu tjóni vegna afpant-
ana þar sem þeir hafi farið út í fjár-
frekar framkvæmdir vegna þeirra.
Magnús segir að þeir aðilar, sem séu
í ferðaþjónustu, verði að gera sér
grein fyrir þvi að þetta sé áhættuat-
vinnugrein.
„Það er spurning hvort þessum
aðilum hafi verið gerð nægilega vel
grein fyrir því að þetta er áhættuat-
vinnugrein. Maður gengur ekki að
neinu vísu í henni," segir Magnús.
Halldór Bjamason, deildarstjóri
hjá Úrval/Útsýn, segir aö hann telji
það ekki leggjandi á ferðaskrifstofur
að krefjast staðfestingargjalds.
„Ég held að það sé ekki hægt að
setja meiri áhættu á ferðaskrifstof-
urnar en þegar er gert. Sannleikur-
inn er sá að vegna gengisþróunar í
Evrópu þá töpum við á hverjum ein-
asta farþega, meira að segja í þeim
ferðum sem eru fullbókaðar í bænda-
gistingu. Hugsanlega væri hægt að
gera þetta gagnvart einstaklingum
sem bóka ferðir en ekki gagnvart
feröaskrifstofum," segir Halldór.
-ns
Yngsti mótsgesturinn á fjórðungsmóti hestamanna á Gaddstööum er nokkurra mánaða gamall. Móðirin, Halla
MargrétÁrnadóttir söngkona, slappar af í góðviðrinu. Sjá nánar um mótið á bls. 4. DV-mynd E.J.
Steingrímur Hermannsson:
Hefði fremur viljað
sameina bankana
„Ég hefði frekar hallast að því að
sameina þessa tvo banka,“ sagöi
Steingrímur Hermannsson er DV
spurði hann áhts á þeim áformum
ríkisstjómarinnar að einkavæða
Landsbankann og Búnaðarbankann.
Steingrímur sagði að framundan
væru miklar breytingar á peninga-
markaðinum og í fiármálaheimin-
um. Þá væri mikilvægt að hafa stór-
an, öflugan ríkisbanka og þá fremur
tvo heldur en einn. Eftir 1993 fengju
erlendir aðilar fullt athafnafrelsi hér
og þá væri nauðsynlegt að hafa
traustan ríkisbanka.
„Ríkisbankarnir hafa hvaö eftir
annað hlaupið undir bagga með ís-
lenskum atvinnuvegum þegar skór-
inn hefur kreppt að. Þeir hafa sýnt
mikinn skilning þegar Ula hefur
gengið, til dæmis í sjávarútveginum.
Eins og ailir vita geta verið miklar
sveiflur í atvinnulífi okkar íslend-
inga. Ég óttast að erlendir aöilar
myndu ekki hafa mikla tilfinningu
fyrir þeim hlutum.
Ef menn era á þeirri skoðun að
ríkisvaldið eigi ekki að hafa tök á
peningastofnunum í landinu þá býð
ég ekki í okkur. Þá stefnum við hrað-
byri niður á við.“
Steingrímur sagði að sér væri ekki
kunnugt um að Landsbankinn eða
Búnaðarbankinn hefðu sent ríkinu
reikning þótt á móti hefði blásið.
Þetta væru hvort tveggja mjög sterk-
ir bankar. Staða Búnaðarbankans
ætti ekki að skapa ríkinu neina
hættu. Þetta ætti við um Landsbank-
ann líka, þrátt fyrir að hann heíði
vissulega orðið fyrir nokkrum
skakkafóllum. -JSS
Svavar Gestsson:
Yrði þjóðinni dýrara
Útflutnlngur á flallagrösum frá Blönduósi:
Stef nt að sölu á hálf u
tonni til Þýskalands
leitað eftir grösum héðan vegna mengunar 1 Evrópu
ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
Útflutningi á fiallagrösum, sem
súpugerðin Vilkó á Blönduósi stóð
fyrir á síöasta ári í fyrsta sinn, verð-
ur haldið áfram í ár. í fyrra voru
send út 300 kíló af fiallagrösum en í
ár er stefnt að 500 kílóum. Það er
þýskt lyfiafyrirtæki sem kaupir grös-
in en ástæðan fyrir því að fyrirtækið
sækist eftir jurtinni héðan er að hag-
ar víða í Evrópu gjöreyðilögðust við
Chemobylslysið.
Þrjár húsfreyjur í Sveinsstaða-
hreppi hafa tekið að sér öflun gras-
anna: Vigdísimar á Hofi og Bjamar-
stöðum og Kristín á Giljá. Að sögn
Vigdísar á Hofi hafa þær stöllur að-
eins fariö í eina vettvangskönnun og
þá kom í ljós að ekkert þýðir að hefia
tínslu fyrr en eitthvað blotnar um.
Þurrkamir í vor hafa gert grösin
hörð og stökk og aö auki fylgir þeim
mikiö rasl þegar þau eru tínd í þann-
ig ástandi.
Hörður Kristinsson á Náttúra-
fræðistofnun Norðurlands er fléttu-
fræðingur og veit manna best um
fiallagrasalendur hér á landi. Hann
segir fiallagrös stórvaxnari 'til fialla
en á láglendi og þónokkuö góðir
möguleikar hljóti að vera á hentug-
um svæðum til tínslu á húnvetnsku
heiðunum. Hörður segir að fiallagrös
vaxi best þar sem votlendi og þurr-
lendi mætast, birta sé næg og skjól-
sælt.
Mettúr hjá Sigurbjörgu ÓFl:
Aflaverðmæti um 50 milljónir
þegar þeir komu í land. Síðasta
halið var yfir 20 tonn, alit stórfisk-
ur og mjög góður þorskur. Sigur-
björgin var að mestu við veiðar á
Látragranni.
Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði:
Sigurbjörgin ÓFl, frystitogari
Magnúsar Gamalíelssonar, kom að
landi á dögunum með 177 tonn en
það er mesti afli togarans í einni
veiðiferð til þessa. Aflaverðmætið
er tæplega 50 milljónir sem er það
mesta sem Sigurbjörgin hefur feng-
ið.
„Það var gott fiskirí og við voram
stanslaust að,“ sögðu skipverjar
- heldur en núverandi astand
„Það hggur fyrir að þeir bankar
sem ríkið á núna hafa náð hagstæö-
um viðskiptasamböndum erlendis af
því að þeir era ríkisbankar. Slík við-
skiptasambönd myndu einkabankar
ekki fá. Þetta yrði því þjóðinni dýr-
ara heldur en núverandi ástand, í
lántökugjöldum og kostnaði," sagði
Svavar Gestsson alþingismaður um
einkavæðingu ríkisbankanna.
„í fyrsta lagi er hluti af bankakerf-
inu einkavæddur, eins og það er kall-
að. Það er ekki nema skammt liðið
síðan ríkið, svo að segja, gaf einkaað-
ilum Útvegsbankann.
í öðra lagi finnst mér að eðlilegt
sé að í þessu landi sé um að ræða
tvenns konar bankarekstur að
minnsta kosti, þjóðbanka annars
vegar og einkabanka hins vegar.
í þriöja lagi spyr ég: „Hver á millj-
arða afgangs í dag til að kaupa
banka? Er það Eimskip og fiölskyld-
umar fiórtán sem eiga að fá að bæta
við sig eftir að vera búnar að leggja
undir sig allar samgöngur svo að
segja, til og frá landinu, bæði í lofti
og sjó, hótelrekstur og vátrygginga-
starfsemi. Eiga þær líka að taka við
bönkunum?"
Svavar sagðist telja að ríkisstjórnin
væri með þessu að framkvæma
kreddur en ekki skynsamlega efna-
hagsstefnu. Það væru engin rök fram
komin fyrir því að selja þyrfti þjóö-
bankana.
Best væri að reka Búnaðarbank-
ann og Landsbankann í núverandi
formi. Báðir hefðu þeir jafnt og þétt
myndað eigið fé og nytu álits í alþjóð-
legum viðskiptum.
„Ég tel að þjóðbankamir séu betur
til þess búnir að takast á við hin nýju
viðhorf í alþjóðlegum peningamálum
heldur en einkabankar. Þeir einka-
bankar sem hér hafa verið stofnaðir
hafa ekki gengið vel. Síðan var ís-
landsbanki stofnaður sem fékk Út-
vegsbankann í tannfé. Ég sé ekki aö
það hafi skilað þeim árangri, til dæm-
is í baráttunni við háa vexti, sem
bendir til þess að það sé nauðsyn að
selja eða gefa þjóðbankana, eins og
ríkisstjómineraðtalaum. -JSS
Einkavæðing bankanna:
Ekki gæfuleg
- segir Kristín Einarsdóttir
„Kvennalistinn telur eðhlegt að að
minnsta kosti einn öflugur ríkis-
banki sé í landinu. Þessi áform um
að gera Landsbankann og Búnaðar-
bankann að hlutafélögum eru ekki
gæfuleg," sagði Kristín Einarsdóttir
þingkona við DV.
Hún sagði að ef menn vildu endilega
breyta þessu fyrirkomulagi sem nú
væri þá kæmu margar leiðir til greina
sem væra fýsilegri heldur en einka-
væðing. Ein þeirra væri að sameina
Landsbankann og Búnaðarbankann.
„Það hefur ekki gefið góða reynslu
að selja banka, þaö sannar best dæm-
ið um Útvegsbankann. Það er þá
venjulega verið að leggja hlutina upp
í hendumar á einhverjum gæðingum.
Hins vegar er öflugur ríkisbanki
góð trygging fyrir atvinnuvegina í
landinu. Þess vegna má ahs ekki flana
að svona hlutum. Til þess er of mikið
íhúfi.“ -JSS