Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. 25 íþróttir Iþróttir undir pari Þegar fimra stigamótum af átta er lokið í golfi karla er fróðlegt að líta á fi*ammistöðu einstakra kylfinga að skori undanskildu. Þá kemur meðal annars fram að Sigurjón Arnarsson, GR, hefur oftast allra verið tveimur högg- um undir pari inn á flöt (regulatí- on) og enginn kylfmgur hefur oft- ar leikið holur undir pari í hring. • Sigurður Sigurðsson, GS, hefiir oftast verið á braut eftir upphafshögg eða eftir 72,5% teig- högga. Sigurður Hafsteinsson, GR, kemur næstur með 70,8% og Björn Knútsson, GK, er þriðji mneð 66,5%. • Þegar talað er um að vera í „reguiation" er átt við að kylfmg- ur sé á flöt í tveimur höggum undir pari, á flöt í 2 höggum á par 4 holu, og í 3 höggum á flöt á par 5 holu enda er alltaf reiknað með tveimur púttum þegar holu er gefið par. Sigurjón Amarsson, GR, hefur oftast verið í „regulati- on“ eða í 52,7% tilfella. Hannes Eyvindsson, GR, kemur næstur með 49,4% og þriðji er Björn Knútsson, GK, með 48,6%. • Ásgeir Guðbjartsson, GK, er með fæst pútt að meöaltali á hring eftir stigamótin fimm, 30 pútt að meðaltali. Öm Arnars- son, GL, kemur næstur með 30,5 pútt og Sigurjón Arnarsson, GR, er þriðji með 30,8 pútt að meðal- tall • Sigurjón Amarsson, GR, hef- ur oftast leikiö undir pari f hring en hann er með 2,7 hringi að meðaltali undir parinu. Næstur honum kemur Björn Knútsson, GK, með 2,0 hringi og Þorsteinp Hallgrímsson, GV, er þriðji með 1,6 hringi. -SK Eiríkur vann í Grafarholti Esso-mótið í golfl var haldið í Grafarholti í fyrradag. 80 þátttak- endur tóku þátt í þessu opna móti og leikin var punktakeppni með 7/8 forgjöf. Verðlaun vora veitt fyrir 3 efstu sætin. Sigurvegari varð Eiríkur Guð- mundsson, GR, með 38 punkta, í öðra sæti hafhaöi Finnur Odds- son, GR, með 37 og þriöji varð Eyjólfur Bergþórsson einnig á 37 punktum. RR Robertsí langt bann Graham Roberts, fyrram leik- maður enska landsliösins, Tott- enham, Chelsea og Rangers, sem nú lelkur með 3. deíldar félaginu WBA, á yfir höfði sér ævilangt leikbann. Roberts var ákæröur fyrir að nota ólögleg lyf í leik með West Brom í vor. -Itk I Finnlandi Sigurður Einarsson hafnaði í 8. sæti í spjótkasti á ftjálsíþrótta- móti í Finnlandi í gærkvöldi. Hann kastaöi spjótinu 76,98 metra. Sigurvegari varð finnski heimsmethafinn, Seppo Raty, en hann þeytti spjótinu 89,62 metra. -VS -höfum rétt við! Hverjir fá fæstu H spjöldin ? eftir 6. umferð - 8/0 6/0 16/0 4/1 12/3 10/0 18/1 9/0 10/0 í S ,CQ 3 s Víkingar á „toppinn" - með flest spjöld 11. deild, Valur og KR með fæst Knattspymuáhugamenn hafa ver- ið að velta því fyrir sér undanfarna daga hvort harka hefur aukist í 1. deildinni. Margir eru þeirrar skoð- unar að meiri harka sé í leikjunum núna en aðrir segja að dómarar taki harðar á brotum en þeir eru vanir. Eins og lesendur blaðsins hafa tekið eftir hefur DV birt stöðu mála hjá liðunum í 1. deild gagnvart gulu og rauðu spjöldunum eftir hverja um- ferð. Þegar sex umferðum er lokið hafa dómarar sýnt rauða spjaldið fimm sinnum og það gula í 103 skipti. Vík- ingar hafa tekið forystuna i þessum efnum en þeir hafa fengiö að sjá rauða spjcúdið 18 sinnum og það rauða einu sinni. Eyjamenn koma næstir í röðinni en í 16 skipti hefur þeim verið sýnt gula spjaldið. Stjam- an kemur þriðja í röðinni með þrjú rauð og 12 gul spjöld. Valsmenn hafa fengið fæst spjöld, til þessa í 1. deild, fjögur gul og eitt rautt, en KR-ingar koma skammt á eftir með sex gul spj öld. - JKS Eyjaleikamir 1991 á Álandseyjum: Sigurbjörg fékk gull- verðlaun í f imleikum íslenskt fimleikafólk náði frábær- um árangri á Eyjaleikunum í gær en leikarnir fara fram að þessu sinni á Álandseyjum. Alls keppa 35 íslenskir íþróttamenn á leikunum sem fram fara annað hvert ár. Keppendur að þessu sinni koma frá 19 löndum. • Sigurbjörg Ólafsdóttir, Stjörn- unni, náði í gær að tryggja sér gull- verðlaunin í keppni kvenna í fimleik- um. Sigurbjörg hlaut einkunnina 8,35 í stökki, 8,85 fyrir æfingar á tvíslá, 8,50 á slá og 9,05 fékk hún fyr- ir gólfæfmgar. Samanlagt fékk Sig- urbjörg því 34,75 stig. • Guðmundur Brynjólfsson varð annar í karlakeppninni og hlaUt samtals 17,75 stig. Jón Finnbogason varð þriðji með 17,45 stig. Sigurveg- arinn hlaut 18,70 stig. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fimieikafólk keppir á Eyjaleikunum en íslensku keppendumir þrír náðu ailir á verðlaunapafl og hafa rækilega sannað tilverarétt sinn á leikunum. Bronsverðlaun í skotfimi Fimm íslenskir skotmenn era á með- al keppenda á Eyjaleikunum. Nú þegar keppni stendur sem hæst hafa íslensku keppendurnir staðið sig með ágætum. Liðskeppni í enskri keppni er lokið og náðu þeir Gunnar Bjarnason og Þorsteinn Guðjónsson í bronsverð- laun sem verður að teljast mjög góð- ur árangur því að þeir era svo að segja byrjendur í þessari grein og þetta er í fyrsta skipti sem þeir keppa á erlendum vettvangi. Liðakeppni er jafnframt lokið í haglabyssunni og lentu þeir Theodór Kjartansson og Bjöm Halidórsson í fjórða sæti en ellefu lið mættu til leiks. Tryggvi Sigmannsson náði í annað sætið í keppni með loftskammbyssu en fékk 560 stig sem nægði honum til að keppa til úrslita en þar féll hann niður um eitt sæti og varð að láta sér lynda bronsverðlaun. Logi setti nýtt Eyjaleikamet Logi Jes Kristjánsson, sundmaöur frá Vestmannaeyjum, setti nýtt Eyja- leikamet í 200 metra baksundi í fyrrakvöld. Logi synti vegalengdina á 2:12,01 mínútum. Logi setti einnig Eyjaleikamet í 100 metra baksundi á mánudagskvöld en þá synti hann á 1:00,41 mínútu. Kvennasveit íslands sigraði í 4x50 metra skriðsundi og setti um leið nýtt Eyjaleikamet. Sveitin synti vegalengdina á 3:36,58 mínútum. 17 þjóðir taka þátt í Eyjaleikunum að þessu sinni. Eyjan Möp hefur hlot- ið flest verðlaun, sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Islendingar eru í fimmta sæti, fimm gull, tvö silfur og fjögur bronsverðlaun. Eyjaleiknum lýkur í dag. -SK/JKS Tvö siglingamót um helgina - Doddamótið á Fossvogi og Sólstöðumótið á Sundunum Laugardaginn 29. júní hefst kænu- mót sem hlotið hefur nafnið Dodda- mót og verður því síöan fram haldið á sunnudag. Keppt verður í tveimur flokkum, opnrnn flokki og optimist flokki. Sigldar verða a.m.k. fjórar umferðir og hefst sú fyrsta kí. 14. Mótið fer fram á Fossvogi og er það Siglingafélagið Ýmir sem sér um framkvæmd mótsins. Sunnudaginn 30. júni fer einnig fram mót sem fengið hefur nafnið Sólstöðumót og er keppt um bikar sem gefmn var af Jóni Ármanni Héö- inssyni. Móti þessu er ætlaö að vera fjölskyldumót og er ætlunin að keppa eftir sérstakri fjölskylduforgjöf. Mót- ið er haldið af Siglingafélaginu Brok- ey og fer fram á sundunum framan við Skúlagötuna. Mmnst fjogur liða 1. deiídar slegin út Að minnsta kostí fjögur l. deildar lið falla úr keppni i 16 liða úrslitum mjólk- urbikarkeppninnar í knattspymu og öruggt er aö eitt lið úr 2. deild og eitt úr 3. deild kemst í 8 liða úrslitin. Þetta liggur fyrir eftir að dregið var til 16 liða úrslitanna í höfuðstöðvum bikar- meistara Vals að Hlíðarenda í gær. Fjórir af átta ieikjunum eru innbyrð- is viðureignir 1. deildar liða, 2. deildar iiðin Þór og Keflavík mætast, og 3. deildar Uðin Leiftur og Þróttur, N. Þessir leikir verða í 16 líða úrslitun- um og fara fjórir þeir fyrstu fram þriðjudaginn 9. júlí en hinir fjórir mið- vikudaginn 10. júlí: FH-ÍBV ÍK-Valur Fram - Víðir Leiftur - Þróttur, Nes. Breiðablik - Víkingur, R. Þór, Ak.-Keflavík Stjarnan - KA KR Akranes Sá leikur sem einna mesta athygb vekur er viðureign toppliðanna í 1. og 2. defld, KR og Akraness. Bæði þessi Uð eru ósigruð á íslandsmótinu, Skagamenn era með fuUt hús stiga í 2. defld og það veröur fróðlegt að sjá stööu þeírra gegn efsta liði 1. deildar. Valsmenn hefja bikarvörnina gegn 3. deildar Uði ÍK og fer leikurinn fram í Kópavogi, væntanlega á grasvellinum í Smárahvammi en þangað hefur ÍK flutt heimaleiki sína af sandgrasinu. Spennandi verkefni „Þaö verður spennandi og verðugt verkefni að mæta ÍK og það er alltaf gaman að mæta nýjum liðum. Eftir bókinni ættum við að vinna en bikar- ikur er alltaf bikarleikur. Án baráttu ,um við ekki í Kópavogi, það er öruggt,“ sagði Steinar Adolfsson, fyrir- liði Vals, í samtaU við DV. Samhryggist Völsurum ,Ég samhryggist Völsurunum, það er ist að það komast tvö 3. deildar lið í liða úrsUtin!" sagði Helgi Ragnars- son, þjálfarí ÍK. „Það leggst mjög vel í mig að mæta Vai, það má alltaf búast við óvæntum úrslitum og því ekki í þessum leik? Víð mætum alveg óhræddir en fyrst og fremst erum við að hugsa um deildakeppnina. Þegar að þessum leik kemur, þann 9., leggjum við allt í hann,“ sagði Helgi. Víkingar vilja hefna Þá verður án efa hörð barátta daginn eftir þegar Breíðablik mætir Víkingi í Kópavogi. „Þetta veröur mjög erfiður leikur, við eram nýbúnir að spila viö Víkinga i Stjömugrófinni og þeir vflja örugglega hefna fy rir tapið gegn okkur par. VíkingsUðið er virkiíega gott á góð- um degi,“ sagði Hörður Hflmarsson, • Eggert Magnússon, formaður KSI, kikir ofan í mjólkurbrúsann sem geymdi nöfn liðanna í bikardrættinum í gær. Snorri Finnlaugsson, formaður mótanefndar, fylgist með. DV-mynd S þjálfari Breiðabliks. Aöspurður sagði hann að leikurínn færí væntanlega fram á sandgrasvellinum í Kópavogi. „Ég reikna með því að viö höfum ekki upp á annað að bjóöa en auðvitað bíðum við eftir því að komast með heimaleik- inaágras,“sagðiHörður. -VS Landshlauparar komu í mark í gær • Landshlaupi Frjálsiþróttasambands íslands lauk á Laugardalsvellinum í Reykjavík i gær, tíu dögum eftir að það hófst í höfuðborginni á þjóðhátíðardaginn. Hlaupnir voru 2900 kílómetrar, hringinn í kringum landið, og á þriðja þúsund manns á öllum aldri tóku þátt. Á myndinni eru það hlauparar úr Reykjavík sem skokka síðasta spölinn með keflið. VS/DV-mynd S Stórmót Gogfa Hið árlega Stórmót Gogga galvaska verður haldið á Varmárvelli í Mosfellssbæ um helgina. Um er að ræða frjálsíþróttamót fyrir yngstu aldurshópana, hnátur og hnokka (10 ára og yngri), stelpur og strþ^a (11-12 ára, og telpur og pilta (13-14 ára. Keppt verðuftí fjölmörgum greinum og fá þrír fyrstu verðlaun. Mótið hefst klukkan 13.00 á laugardag og 11.00 á sunnudag. Frjálsíþróttadefld Aftureldingar sér um mótið og hafa fjölmargir keppend- ur skráð sig tfl mótsins. -SK Opna GR-mótið Opna GR-mótið í golfi fer fram um helgina, laugardag og sunnudag, og er með hefðbundnu sniði. Leiknar verða 36 holur, punktakeppni, Stableford með 7/8 forgjöf, tveir og tveir leika saman, betri bolta. Sem fyrr eru verðlaun- in glæsileg, fjöldi utanlandsferða auk annars, allt niður í 20. sæti. Þá er Daihatsu Charade bifreið í verðlaun fyrir holu í höggi á 17. holu og aukaverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Enn er hægt aö skrá þátttöku í golfskálanum í Grafarholti, síma 812815. Fjörið byrjað í Eyjum Bergiind Ómarsdóttir, DV, Eyjurru Shellmót Týs hófst á miðviku- dag með veglegri mótssetningu þar sem 750 þáttakendur gengu fylktu liði í gegnum Vestmanna- eyjabæ í átt að félagssvæði Týs. Margt var til skemmtunar á mótssetningunni; t.d. keppti stjörnulið Ómars Ragnarssonar við allsérstakar fígúrur, Ustflug Björn Thoroddsens, flugeldasýn- ing og hinn heimsfrægi boltasér- fræðingur Robert Walters sýndi fimi sína í boltatækni. Shellmót Týs er nú haldið í átt- unda sinn en áður var mótið kennt við Tommahamborgara. Lárus Jakobsson, einn af stjórn- armönnum Týs, kom með þá hug- mynd árið 1984 að halda stórt og mikið mót fyrir yngstu iðkend- urna í knattspyrnu. Fékk hann þá tfl liðs við sig þá félaga í Tommahamborgurum og var þá ákveðið að skíra mótið Tomma- mót Týs. Nú í ár era hins vegar nýir styrktaraðilar og mótið nefnist Shellmót Týs. Þátttakendur eru 750 frá 24 fé- lögum sem senda bæði A- og B-hö til mótsins og keppa því alls 48 lið. Leiknir. verða 232 leikir bæði innanhúss og utahúss. Þá er einnig keppt í alls konar knatt- þrautum á mótinu. Mótið stendur yfir í 5 daga og endar með glæsi- legri verðlaunaafhendingu á sunnudagskvöld þar sem afhent- ir verða 23 bikarar auk fjölda annarra verðlauna fyrir ýmsar þrautir og leiki. Hermann Gunn- arsson verður kynnir á lokahóf- inu. í kvöld verður kvöldvaka fyrir þátttakendur og fylgismenn þeirra og þar mun m.a. Laddi koma fram í hinum ýmsu gerv- um. Einnig verður þá keppt í kappáti og fleira. Mót þetta nýtur svo mikilla vin- sælda að á hverju ári verður að vísa fjölda liða frá og finnst Týr- urum það mjög miður. ÍBK-stúlkur unnu Reyni Einn leikur fór fram í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gær- kvöldi. ÍBK fékk Reyni Sandgerði í heimsókn og sigruðu Keflavík- urstúlkurnar öragglega, 4-0. Mörk ÍBK skoraðu Olga Færseth tvö, Katrín Eiríksdóttir eitt og Ingibjörg Emilsdóttir eitt. Kefla- vík hefur nú unnið alla sína leiki 1 deildinni og berst greinflega viö Stjörnuna um sigurinn í A-riðh deildarinnar. -ih Kristbjörg í staðinn fyrir Hrafnhildi Ein breyting hefur orðið á stúlknalandshðinu sem fer á sunnudaginn á Norðurlandamót- ið í Finnlandi. Hrafnhfldur Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki komst ekki með vegna meiðsla og í stað hennar var vahn Krist- björg Helga Ingadóttir úr Val, en hún er dóttir Inga Björns Alberts- sonar, þjálfara meistaraflokks karla hjá Val. Stúlkurnar dvelja í viku í Finnlandi og era væntan- legar heim sunnudaginn 7. júh. -ih Hefurðu séð sumarblaðið? Húsfreyjan, 2. tbl. 1991, er komin út. Að þessu sinni eru umhverfismálin i brenni- depli. Meðal efnis eru greinar um trjárækt við sumarbústaði, um jarðarberjarækt, kynning á starfsemi „grænna fjölskyldna", um líf- ræna ræktun o.m.fl. Uppskriftir að lystugu ferðanesti og snið af strandsloppum í barna- og fullorðinsstærð. Áskriftarsími 91-17044 Nýir áskrifendur fá 2 tbl. frá fyrra ári i kaupbæti. ÞRÓTTARVÖLLUR ÍSLANDSMÓTIÐ 2. DEILD Mtm-THOASTHi íkvöldkl. 20.00 1 N O V E L L MICROTÖLVAN Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar, Garðars Briem hdl., Ásbjörns Jónssonar hdl., Magnúsar Norðdahl hdl., Ólafs Gústafssonar hrl„ Elvars Arnar Unnsteins- sonar hdl„ Lögheimtunnar hf„ Lögmanna Hamraborg 12, Ólafs Garðarsson- ar hdl. og Skúla J. Pálmasonar hrl. fer fram opinbert uppboð að Skeifunni 8, kjallara, mánudaginn 1. júli nk. kl. 13.30. Seldir verða eftirtaldir munir og tæki: slípivél, Hesselman, 2 stk. Kremlin Airmix lakksprautur, Barbarian lakkteppavél, Moldow þurrkklefi ásamt 13 vögnum, Fini bandslípivél, Hesselman Ótt spónlagningarpressa, Hesselman kantpússvél, Morbidelli dílaborvél, Torwegge tvíblaða sög, Holzher kantlím- ingarvél, Moldo lakkofn og margtfleira, allttal. eignTrésmiðjunnar Viðju hf. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. ALÞJÓÐLEGT UPPBOÐSFYRIRTÆKI HEIMSÆKIR REYKJAVÍK á frímerkjasýningunni NORDIA 91 dagana 27.-30. júní. Noregur er nú eina landið þar sem ekki þarf að greiða virðisaukaskatt á frímerkjauppþoðum. Notið e tækifærið og hafið samband við fulltrúa okkar á Hótel Esju sýningardagana eða beint við okkur. Engers Frimerker, Box 15, N-2824 Redalen, Norge. Sími: (90)-47-61 -81555 Fax: (90)-47-61-81737. ^ Dagsbrúnarmenn - Dagsbrúnarmenn Farin verður sumarferð á vegum félagsins til Stykkis- hólms og í siglingu um Breiðafjörð. Ferðin verður dagana 12. til 14. júlí - þátttökugjald krónur 7.000 á mann. Skráning á skrifstofu Dags- brúnar, sími 25633, og þar veittar nánari upplýsingar. Takmarkað sætaframboð. Stjórn Dagsbrúnar 181111111118. 11111(111(11 lllllllll 1(1111111 Háskólahátíð verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 29. júní 1991 kl. 14.00. Þar verður lýst kjöri heiðursdoktora, jafn- framt því sem kandídatar verða brautskráðir. Þar sem ljóst er að gestir munu ekki allir rúmast í aðalsal verður athöfninni sjónvarpað yfir í sal 2. Á meðan á hátíðinni stendur verður bömum boðið til kvikmyndasýningar í sal 4. Háskóli íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.