Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. Útlönd Fresta frelsun ísraelsmanns ísraelskir ferðamenn við komuna til Ný}u Delhi frá Kasmtr i gær. Einn ísraelskur ferðamaöur beið bana og þrír aórir særðust í átökum milli israelskra feröamanna og herskárra aðskilnaðarsinna í Kasmír sem reyndu að rsna lerðamönnunum. Sfmamynd Reuter Aðskilnaðarsinnar í Kasmír tilkynntu i morgun að þeir hefðu hætt við í bráö að láta lausan ísraelskan ferðamann, Yair Yitzhaki, sem var meö- al sjö ísraelskra ferðamanna er urðu fyrir árás mannræningja á miöviku- daginn. Jammu-Kasmír frelsisfylkingin segir menn sína hafa tekið ísraels- manninn burtu eftir að flórum öðrum ferðamönnum tókst aö sleppa frá mannræningjunum eftir hörð átök. Eínn ísraelsmaður beið bana í viður- eigninni við mannræningja. Sjónarvottar segja að svo hafi virst sem Yitzhaki hafi faiið sig í runna og ekkí getað flúið með félögum sínum. Kambódíumenn hittast í Peking Leiðtogar stríöandi fylkinga í Kambódíu hafa fallist á aö hittast í Peking í næsta mánuði til aö reyna að jafna ágreining sinn um friöaráætlun Sameinuöu þjóðaima, aö því er heimildarmaður innan skæruliöahreyfing- arinnar sagði í morgun. Það yrði i fyrsta skipti sem fylkingarnar hiítast í Kína. Stjórnvöld þar hafa stutt viö bakið á skæruliðum í Kambódiu í tólf ára baráttu þeirra gegn stjómvöldum í Phnom Penh sem Víetnamar komu til valda. Fiindur- inn yrði undirbúningur að formlegum fundi þjóðarráðs Kambódíu í Bang- kok. Heimildarmaðurinn, sem tilheyrir stuðningsmönnum Sihanouks prins, fyrrum þjóðarleiðtoga, sagði að Hun Sen, núverandi forsætisráöherra Kambódíu, yrði meöal þeirra sem kæmu til fundarins í Peking. Fundinn mundu einnig sækja fulltrúi ffá Sameinuðu þjóðunum svo og fulltrúar frá Frakklandi og Indónesíu sem í sameiningufara með forustu í Parísar- ráöstefnunni um frið í Kambódíu. Syse sviptur ökusknieminu Norska lögreglan stöövaði fyrr- um forsætisráðherra Noregs, Jan P. Syse, á mánudaginn vegna of hraðs aksturs úti á landsbyggð- inni. Var hann sviptur ökuskírtein- inu en fær að keyra áfram með sérstöku leyfi yfirvalda. Syse var á 87 kílómetra hraða þar sem há- markshraðinn er 60 kílómetrar. Hann kvaðst ekki hafa séð hraða- takmörkunarskiltiö og hélt að há- markshraðinn væri 80. Syse á yfir höfði sér um þrjátíu þúsund króna sekt. Samkvæmt venju gildir ökuleyfissvipting vegna hraðakstursbrota í þijá herra Noregs. mánuði. Skæniliðar skipuleggja ráðherradráp Þýsklr vinstrisinnaðir borgarskæruliðar úr Rauðu herdeildinni, RAF, eru að skipuleggja morðiö á Theo Waigel, fiármálaráðherra Þýskalands, að því er þýska blaðið Die Weltskýrði ffá í dag. Samkvæmt frásögn blaðs- ins sagði Klaus Kinkel dómsmálaráðherra frá þessu á ríkissfiörnarfúndi á miðvikudag. Blaðiö segist ekki vita hvernig Kinkel fékk upplýsingarnar sem viröast koma ffá starfandi skæruliöum. í greininni er heldur ekki skýrt frá þvi hvemig blaöið komst að þessu. Morðtilraunin á Waigel var áformuö um miðjan júli og tveir aðrir lægra settir menn Innan ríkisstjóraarinnar vom einnig á skotíista skærulið- anna sem hafði fundist. Á ríkissfiómarfundinum fyrirskipaði Kohl kanslari að mennimir fengju fleiri lifverði og aö öryggisgæsla yfir þeim yröi hert. Suniimi fullur iðrunar John Sununu, starfsmannasfióri Hvíta hússins, segist ekki geta kennt neinum öðrum en sjálfum sér um deilumar sem hafa blossað upp vegna þeirra ferðafríðinda sem hann hefúr veitt sér. Innanbúöar- menn segja aö deilan hafi haft áhrif til hins verra á samband hans viö George Bush forseta. Sununu hefur veriö staðlnn aö því aö nota farartæki i eigu ríkis- stjómarinnar í eigin þágu. Starfs- maunastjórínn baöst afsökunar á ffamferði sínu í gær og um leið reyndi hann að draga úr spennu sem komin er upp milli hans og John Sununu, starfsmannasfjóri ieiötoga gyðinga sem hann er sagð- Hvíta hússins, kennir bara sjálfum ur hafa kennt um síðustu ófarir aér um ógðngumar sem hann er sfnar. Reuter kominn f. Sfmamynd Reuter Jan P. Syse, fyrrum forsætisráö- Skriðdreki úr júgóslavneska sambandsrikjahernum ekur á vöruflutningabil sem lagt hafði verið þvert yfir veg til að hindra för hersins. Símamynd Reuter Slóvenía: Hundrað fallnir í skotbardögum - íbúar höfuöborgarinnar búa sig undir árás sambandshersins Ibúar í Ljubljana, höfuðborg júgó- slavneska lýðveldisins Slóveníu, bjuggu sig í gærkvöldi undir bar- daga. Vopnaðir menn úr heimavarn- arliðinu og nýstofnuðum her lýð- veldisins voru á verði á götuhornum og í dyragættum, viðbúnir árás hðs- manna úr sambandsríkjahernum. Samtímis bar sambandssfiórn Júgó- slavíu fram málamiðlunartillögu um að Slóvenía og Króatia, sem bæöi lýstu yfir sjálfstæði sínu á þriðjudag- inn, frestuðu sjálfstæðisyfirlýsing- unum í þijá mánuði. Sfiórnin til- kynnti að ef tillagan yrði samþykkt yrði júgóslavneski herinn kallaður heim til herstöðva sinna. Svar innan- ríkisráðherra Slóveníu, Jelkos Kac- in, sagðist vilja herinn burt fyrst. í tillögunni er gert ráð fyrir aö á meðan á vopnahlénu stendur verði samningaleiðin reynd. Stungið er upp á aö Króatinn Stipe Mesic verði strax leiðtogi forsætisráðs Júgóslav- íu. Samkvæmt fyrirkomulagi um skiptingu embættisins milli lýðveld- anna er róðin nú komin að honum en Serbía hefur hingað til verið mót- fallin útnefningu hans. Vamarmálaráöherra Slóveníu, Janez Jansa, sagði í gær að lýöveldið ætti í stríði eftir að hafa tilkynnt að hundrað manns hefðu fallið eða særst í hörðum skotbardögum. Varn- armálaráðuneytið tilkynnti síðar að sex þyrlur júgóslavneska sambands- ríkjahersins hefðu verið skotnar nið- ur, ein þeirra yfir miðborg höfuð- borgarinnar. Samtímis voru Slóven- ar sagðir hafa eyðilagt sex af skrið- drekum Júgóslavíuhers með eld- flaugum. Álitið er að Slóvenar geti búið fiörutíu þúsund manns vopnum en þeir hafa ekki yfir að ráða flugvél- um, þyrlum eða skriðdrekum. Þúsundir sambandsríkjaher- manna komu sér fyrir á mikilvægum stöðum eftir að hafa keyrt með skrið- drekum á bíla Slóvena sem lagt hafði verið þvert á vegi viðs vegar um lýö- veldið til að hefta för hersins. Herinn er sagður hafa tekið tólf af tuttugu og sjö stöðvum á landamærum Slóve- níu. í skotbardögunum hafa austur- rískar landamærastöðvar verið hæfðar og lofthelgi Austurríkis rofin hvað eftir annað af þyrlum sam- bandsríkjahersins. Langar raðir ferðamanna og annarra voru beggja megin við landamærin við Austur- ríki eftir að flestum helstu stöðvun- um hafði verið lokað. Til að komast hjá vegatálmunum veröa menn að aka eftir sveitavegum. Austurrísk yfirvöld lýstu í gær yfir reiði sinni yfir að Evrópubandalagið hefði ekki breytt afstöðu sinni til kreppunnar í Júgóslaviu. Bandalagið er mótfallið því að viðurkenna sjálf- stæði Slóveníu og Króatíu og eru margir þeirrar skoðunar að júgó- slavneski herinn hiki þess vegna ekki við að beita valdi. Vegna ástandsins í Júgóslavíu krafðist Evrópuþingið þess að utan- ríkisráðherrar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, kæmu saman til fundar. Austurrísk yfirvöld beittu í fyrsta skipti í gær ákvæði RÖSE um hernaöaraðgerðir. Hafa þau krafið Júgóslavíustjórn um skriflega útskýringu á „óvenjulegum hernaðaraðgerðum" við landamæri ríkjanna. Ungverjar tilkynntu sam- tímis að tveimur stöðvum á landa- mærum Slóveníu og Ungverjalands hefði verið lokað. Slóvenar lögðu á það mikla áherslu í gær að að minnsta kosti tíu menn úr sambandsríkjahernum hefðu gerst liðhiaupar eða gengið í lið þeirra. Hafa Slóvenar treyst því að herinn leysist upp vegna þeirra mörgu þjóðarbrota sem í honum em ef til borgarastyijaldar kemur. Leið- togar Króatíu hafa hvatt alla í króa- tíska hemum til þess að berjast ekki viö Slóveníu. Margir Króatar Mta á sambandsríkjaherinn sem serbnesk- an her. Forseti Króatíu, Franjo Tudjman, sem óttast árás júgóslavneska hers- ins, sagði í gærkvöldi að króatísk yfirvöld myndu svara öllum árásum með reisn og eins og siðuðum mönn- um sæmdi. Kvað hann yfirvöld myndu reyna að leysa öll vandamál á lýðræðislegan hátt. Mikill ótti greip um sig í bænum Osijek í Króatíu í gær er júgóslavneskir herbílar óku þar í gegn en að sögn fréttamanna vom þeir á leiö til landamæra Slóve- níu. Bresk fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að leiötogar Króatíu hefðu efnt til skyndifundar til að ræöa hjálparbeiðni frá Slóveníu. Bandarísk og bresk yfirvöld og Evrópubandalagið hafa hvatt yfir- völd í Júgóslavíu til að binda enda á kreppuna með viðræðum til að forð- ast frekara blóðbaö. Ritzau, Reuter Slóvenskur lögreglumaður gengur fram hjá skriödreka sambandsríkjahers- ins við höfuðborg Slóveníu, Ljubljana. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.