Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991. 3 María Ellingsen 1 viðtali við bandarískt timarit um leik sinn í Santa Barbara: Kvíðaf ullt tímabil en nýög spennandi „Þetta er kvíðafullt tímabil í lífi mínu en einnig mjög spennandi,“ segir María Ellingsen leikkona í við- tali við bandaríska tímaritið Soap Opera Digest. María leikur nú hlut- verk Katrina Braun, ungrar austur- þýskrar stúlku, í sápuóperunni Santa Barbara. Sápan ber nafn sitt af smábænum Santa Barbara í Bandaríkjunum og gerist hún að stórum hluta innan bæjarmarkanna. Ævi og ástir hinna ríku Sápan fjallar um daglegt hf, ævi, ástir, svik og pretti þeirra ríku og fallegu. Höfuðpaurinn er C.C. Cap- well en hann og konur hans, fjögur börn og börn þeirra eru aðalsögu- hetjur myndaflokksins. í Santa Barbara kemst Katrina í kynni við höfuðpaurinn, C.C., sem hkar afar vel við þessa austur-þýsku stúlku og tekur hana nánast sem eitt af börnum sínum. Á milli hennar og sonar C.C. myndast leyniástarsam- band. Persóna Maríu Ellingsen, Katrina, þykir óhk öðrum persónum mynda- flokksins enda uppalin í gjörólíku umhverfi og hefur annað gildismat á veraldlegum gæðum enda er það svo að veraldlegir hlutir heilla hana ekki á sama hátt og þá sem búa í Santa Barbara. Vissi ekki hvort ég fengi vinnu „Þegar ég kom heim til íslands eft- ir að ég lauk námi vissi ég ekki hvort ég fengi vinnu eða ekki en ég var í það minnsta heima hjá mér og hafði fjölskylduna nærri. Núna hef ég það ekki.“ María kom heim til íslands að loknu námi í New York háskóla. En þegar Þjóðleikhúsinu var lokað vegna viðgerða fór hún aftur th New York og ætlaði að vera um kyrrt í þrjá mánuði eða svo. í viðtahnu segist hún ekki hafa séð einn einasta þátt af Santa Barbara áður en hún var hæfnisprófuð til að koma í veg fyrir að hún hefði mynd- að sér fyrirfram mótaða skoðun á þáttunum. Saklaus hugsjónakona í viðtalinu lýsir María Katrinu sem ungri saklausri hugsjónakonu. „Hún minnir mig á sjálfa mig eins og ég var fyrir nokkrum árum. Mjög af- dráttarlaus og hreinskilin - ekki svo að skilja að ég sé það ekki lengur," bætir hún við. „Eg þurfti ekki að gramsa í fataskápnum mínum til að finna réttu fótin, ég var þegar í þeim. „Að vera Ijóshærð á Islandi er ósköp venjulegt," segir Maria Ell- ingsen sem hér er í hlutverki fjall- konunnar. „En það getur kostað smábarning að fá fólk til að taka Ijóshærða og bláeygða konu alvar- lega í Ameríku." Það verður athyglisvert að leika sömu persónu í staðinn fyrir að end- urtaka sömu atriðin aftur og aftur.“ Ljóshærð og bláeygð, með há kinn- bein og góða húð, María er nær lýta- laus, segir í greininni. Hún er íln- gerð, rétt eins og vatnslitamynd, fá- mál og dul. „Að vera ljóshærð á íslandi er ósköp venjulegt," segir María. „En það getur kostað smábarning að fá fólk til að taka ljóshærða og bláeygða konu alvarlega í Ameríku." Hreinskiptin og greind Gordon Thomsons, sem leikur Mason í Santa Barbara, hafði ekkert nema gott um Maríu að segja. „Hún hefur dásamlega rödd, er mjög hrein- skiptin og greind. Hæfnispróf eru mjög erfið og hún stóð sig mjög vel, alveg frábærlega." „Leiklistin heillaði mig alltaf en ég leit fremur á hana sem tómstunda- gaman en vinnu." Læknisstarfið var það sem Maríu dreymdi um frá unga aldri en leikhstin varð ofan á. Að- spurð hvað sé framundan segist María ekki vita þaö. „Maður getur ekki ákveðið shkt, hvort sem við ger- um okkur grein fyrir því eður ei er líf okkar í ákveðnum farvegi." J.Mar/Steinunn Böðvarsdóttir, Was- hington. Fréttir Verðurvara- stöðfyrir Skyggni reist fyrir norðan? Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavík Bæjaryfirvöldum á Húsavík hefur borist bréf irá Póst- og símamálastofnun þar sem fram kemur að til greina komi að setja upp nýja jarðstöð sem yrði starf- rækt sem varastöð fyrir Skyggni. Meðal staða sem til greina koma í þessu sambandi eru Aöaldalur og Reykjahverfi. Sú hugmynd hefur komið fram að nota heitt vatn til að afisa loft- net umræddrar jarðstöðvar og er aflþörf talin geta orðið 100 kfló- vött. Póst- og símamálastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um það hvort Hitaveita Húsavík- ur geti útvegað umrætt afl og þá á hvaða verði. Veitustjóri hefur þegar svarað stofnuninni og gefið jákvætt svar um getu Hitaveitunnar hvað þetta varðar. Tónlistarskóli Akureyrar: VillRoar Kvam sem skólastjóra Gylfi Kristjánss., DV, Akureyri: Meirihluti stjórnar Tónlistar- skólans á Akureyri mælir með aö Roar Kvam verði ráðinn í starf skólastjóra Tórflistarskólans frá 1. ágúst nk. Á sama fundi stjómar skólans hlaut Magna Guðmundsdóttir 3 atkvæði í stöðu yfirkennara við skólann en Michael J. Clarke tvö atkvæði. Magna dró hins vegar umsókn sína til baka og í fram- haldi af því samþykkti stjórn skólans að mæla með Míchael J. Clark sem yfirkennara. Víetnamar til landsins: Nítján eftir affyrsta hópnum í dag koma 25 víetnamskir flótta- menn hingað til lands. Þeir koma frá flóttamannabúðum í Hong Kong. Um er að ræða 15 fullorðna og 10 börn. „Fyrstu vikuna verður fólkið í sameiginlegu húsnæði. Að því búnu fer það í íbúðir sem flóttamennirnir, sem komu í fyrra, hafa haft. Þeir þurfa nú að rýma íbúðirnar fyrir þennan hóp,“ sagði Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri félagsmála- deildar Rauða krossins. Til að byrja með fær hópurinn að hvíla sig. Ferðalagið hingað er langt og strangt. Það tekur fólkið tvo sólar- hrigna að komast á áfangastað. Milli- lent er í Thailandi og flugið sjálft tek- ur 17-18 tíma. Ofan á allt bætist svo átta stunda tímamismunur. „Þegar fyrstu víetnömsku flótta- mennirnir komu 1979 urðu margir þeirra veikir fyrst eftir komuna hingað. Þeir fengu hita út af öllum þessum breytingum. Þess vegna er- um við ekki með stífa dagskrá hjá þessum hópi. Við munum íljótlega sýna þeim umhverfið, síðan hefjast læknisrannsóknir. Innan tíðar fara þeir síðan í íslenskukennslu." Fyrstu víetnömsku flóttamennirn- ir komu til íslands árið 1979 eins og áður sagði. Þeir voru 34 talsins. Af þeim eru nú 19 eftir. Aðrir hafa farið úr landi. Þá komu hingað til lands 40 ættingjar flóttamannanna sem kostuðu fór þeirra algjörlega sjálfir. í fyrra komu svo 30 manns. Þeir eru allir hér enn enda fá þeir ekki ís- lenskan ríkisborgararétt fyrr en eftir fimm ár. „Þessu fólki hefur gengið mjög vel hér,“ sagði Hólmfríður. „Það er dug- legt, vinnusamt, hæglátt og ljúft þannig að því hefur vegnað mjög vel.“ -JSS FINU VERÐI BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 FJALLABILL A Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíH sem treysta má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri. Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Farangursrými má stækka með því að velta fram aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár. 1LADA SPORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.