Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991. Útlönd Flestír héldu að eitthvert grin væri í gangi þegar Radio Finland byrjaöi aö senda út fimm mínútna fréttaþætti á latínu, tungumáli sem allir héldu að væri fyrir löngu útdautt. Svo reyndist þó ekki vera og eftir næstum tveggja ára útsendingar eru latnesku fréttaþættirnir orðnir heimsþekktir og gífurlega vinsælir, segir í Sunday Times. „Þetta er ein besta hugmynd sem viö höfum fengið," sagði Juhani Nihústö, yfirmaður erlendu deildar Radio Finnland. „Ennþá eru milljónir manna í Evrópu sem skilja lat- ínu.“ Þýskur kennari sagði að þetta væri frábær hugmynd: „í fyrsta skipti á ævinni hefur latínukunnátta mín komið að einhverju gagni.“ Eitt vandamál hefur þó komið upp innan útvarpsstöðvarinnar varðandi fréttaþættina. Sárlega vantar latnesk orð yflr nútíraafyrirbæri eins og flugskeyti og annað slikt. Bmgðið hefur verið á það ráö að fá málfræðinga í Belgíu til að smíða nýyrði þegar svoleiðis vandamál koma upp. Lik Marcosar til Filippseyja í október? Imelda Marcos. fvrrum forsetfrú Filippseyja, stendur enn í stappi við yfirvold þar i landi viö að koma liki eiginmanns sins i filippscyska jörð. Ríkisstjórn Corazon Aquino hefur bannað flutning á líki fyrrum einræðLsherrans til eyjanna. Liig- maður Imeldu sagði aö þetta bann Aquino rynni út í lok september og þá yrði hægt að flytja líkið til Filippseyja til greftunar. „Eg krefst þess aö líkami hans verði grafmn á Filippscyjum Guð let hann I'æðast þar og þvi eru það ekki bara sjálfsögð mannréttittdi að þar fái Marcos að hvíla heldur Lögmaður Imeldu Marcos berst guðleg réttindi hans,“ sagði Imelda með öllum ráðum fyrir þvf að fá sem býr í útlegð í New York, Lík að grafa Ifk Marcosar, fyrrum for- Marcosar er nú geymt i grafhvelf- seta og einræðísherra Filippseyja, ingu á Hawaii en þar dó hann árið þarflandi. Símamynd Reuter 1989. Noregur: Tveir handteknir grunadir um sölu há- tæknibúnaðar til kommúnistaríkis Tveir Norðmenn hafa verið handteknir, grunaðir um brjóta reglur um takmarkaðan útflutning á tölvubúnaði tíl kommúnistaríkja. Annar mann- anna er starfsmaöur norska tölvufyrirtækisins Norsk Data en að sögn lögreglu er fyrirtækið sjálft á engan hátt tengt málinu. Mennimir tveir eru grunaðir um að brjóta reglur nefndar sem hefur þann starfa að samhæfa útflutningshömlur og var sett á laggirnar á meðan kalda stríðið stóð sem hæst. Japan, Ástralía og allar aöildaþjóðir NATO utan ísland eiga aðild að nefhdinni. Þessar reglur takmarka sölu á hátæknibúnaði til kommúnistaríkja. Að sögn norsku lögregiúnnar eru mennirnir grunaðir um að hafa selt hugbúnað og auk þess að haí'a gefíð utanríkisráðuneytinu falsaðar útflutn- ingsskýrslur. Lögreglan vildi ekki segja til hvaða lands hugbúnaöurinn heföi verið seldur en annar mannanna var handtekinn við heímkomu sína frá Moskvu Belgíusijórn treg að rífa höf uðstöðvar EB Verið getur að höfuðstöðvar Evrópubandalagsins fái að standa óhreyfð- ar enn um tima þar sem rlkisstjórn Belgíu vex í augum sá kostnaður sem mun hljótast af aó rifa husiö. Styr stendur á núlli ríkisstjórnar Belgiu og Evrópubandalagsins um hvort rífa eigi hygginguna sem hýsir höfuðstöðvar bandalagsins. Evrópu- bandalagið vill sem kunnugt er láta rífa húsið en Belgíustjórn er hikandí um málið og hefur nú lagt til að frekar skuh ráðist í viðgerðir. Ágreining- urinn er aöallega um þann gífúrlega kostnað sem hljótast myndi af að rífa það. Evrópubandalagið segir að hús höfuðstöðvanna, sem heitir Berlaymont og myndar (jórarma stjömu, sé orðið alltof Iítið og vill byggja miklu hærra hús sem rúmað gæti tvöfalt fleiri starfsmenn. Nú starfa i húsinu um 3300 manns. Bandalagið hefur bent, móli sínu til stuðnings, á að bygg- ingin sé full af hættulegu asbesti. Ríkisstjórn Belgíu hefur þó ekki látið sannfærast og telja menn að ein af ástæðum þess sé aö fundist hefur asbest í mörgum opinberum byggingum í Brussel, meðal annars í þing- inu. Niðurrif höfuðstöðva Evrópubandalagsins gæti því leitt til gífurlegra framkvæmda og fjárútláta fyrir rikisstjómina. ísrælskur gísl látinn laus AðskOnaðarsinnar, sem beijast gegn yfirráöum Indlands í Kasmírhér- aði, létu í dag lausan ísraelskan gísl sem tekinn var í síðustu viku og veriö hefm’ í haldi hjá tveimur mismunandi frelsishreyfingum síðan. isrel- inn Yitzhaki var afhentur blaðamönnum sem síðan fóru með hann til sendinefndar frá Sameinuöu þjóðunum i Srinagar í Kasmír. Yitzhaki var einn af sex ísraelskum ferðamönnum sem rændir voru siðastliðínn þriöjudag af heittrúuðum íslömum. Einn feröamannanna dó í átökunum og fjórum tókst að flýja. Frelsishreyfing Kasmír, sem krefst sjálfstæöis Kasmírhéraðs frá Indlandi og hefur verið í fararbroddi upp- reisnanna í Kasmírhéraöi síðastiiðna 18 mánuöi, náði Yitzhaki síðan þar sem hann var á flótta irá islamahreyfingunni. Fjöldi annarra uppreisnar- hópa hafa stundað mannrán undanfama mánuöi í Kasmírhéraði. Sumir þeirra vilja sjálfstæöi Kasmir en aðrir viija að héraðið fari undir pakist- anskastjóm. Reuter, ttiuau Skriðdrekar sambandshersins í Júgóslavíu fara yfir akur á leið til búða sinna í Zagreb í gær. Símamynd Reuter Slóvenar óttast frekari árásir - viðræður um heimkvaðmngu sambandshersins hófust í gær Slóvenar segja að ný „raddaleg árás“ júgóslavneska sambandshers- ins sé yfirvofandi í dag þó svo að sambandshermenn og slóvenskar varnarsveitir séu famar að draga sig burt frá átakasvæðunum. Brynvarin farartæki sambandshersins yfirgáfu stöðvar sínar í Slóveníu á friðsamleg- an hátt í gær eftir að yfirstjórn hers- ins hafði fyrirskipað vopnahlé. „Allar sveitir júgóslavneska hers- ins hafa fengið fyrirskipun um að hætta átökum," sagði Andrija Raseta hershöfðingi, næstæðsti maður hers- ins í Slóveníu og Króatíu. Ekki höfðu þó borist neinar fréttir af því að stór lest brynvarinna farartækja, sem send var í átt til Slóveníu í gær, hefði verið kvödd til baka. En Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði fréttamönnum að vamarsveit- irnar byggjust við „mddalegri árás á hverri stundu“. Lýst var yfir vopnahléi á sama tíma og júgóslavnesk stjórnvöld vora und- ir auknum þrýstingi erlendra ríkja um að hafa hemil á hernum sem virt- ist vera stjómlaus. Jelko Kacin, upplýsingamálaráð- herra Slóveníu, tilkynnti frétta- mönnum síðdegis í gær að þriggja manna slóvensk sendinefnd hefði hitt embættismenn frá vamarmála- ráðuneytinu og hemum til að ræða um heimkvaðningu sambandsher- manna í búðir sínar. Ráðherrann sagði ekki hvar viðræðumar færu fram. Kacin sagði að allar sambandsher- sveitir sem gætu farið af frjálsum vilja ættu að gera svo og hægt yrði að flytja þungan búnað á brott. Marg- ar hersveitir höfðu verið umkringd- ar slóvenskum vamarsveitum en Kacin sagði að flestar þeirra gætu nú farið. „Það er ekki ljóst hvenær sam- Júgóslavnesk móðir faðmar son sinn sem er í hernum. Simamynd Reuter komulag næst,“ sagði Kacin og bætti við að slóvensku vamarsveitirnar hefðu náð öllum landamæram hér- aðsins á sitt vald. Evrópubandalagið, sem hefur verið að reyna að koma á varanlegum friði í Júgóslavíu, hugleiddi það í gær að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu nema stjórnin í Belgrad léti af öllum hernaðaraðgerðum, að því er talsmaður hollenska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá. Utanríkis- ráðherrar bandalagsins koma saman tíl sérstaks fundar á morgun til að leita leiða til að leysa deiluna í Júgó- slavíu og sanna þar með að það geti leikið stórt hlutverk á alþjóðavett- vangi. Bandaríkin, sem vom dyggir stuðningsmenn Júgóslavíu á tímum kalda stríðsins, sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu með Evrópubandalaginu að þau væm að íhuga að hætta vopnasölu til Júgóslavíu og taka fyr- ir alla aðstoð til landsins vegna að- gerða hersins. Bretar höfðu áður til- kynnt að þeir ætluðu að hætta að selja Júgóslövum vopn og hátækni- búnað. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, hvatti til þess á fundi sínum í Prag í gær að vopna- hléi yrði tafarlaust komið á og fór fram á tryggingu fyrir því að júgó- slavneski herinn væri undir stjóm stjórnmálamanna. Ekki var ljóst hvort hótanir vestur- veldanna hefðu átt þátt í því að her- inn lýsti yfir vopnahléi. Mæður úr allri Júgóslavíu fjöl- menntu til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, í gær og hvöttu til þess aö endi yrði bundinn á bardagana milli hersins og þjóðernissinna. „Mæður úr öllum lýðveldum, sam- einumst til að bjarga saklausum börnum okkar,“ sagði á borða í mót- mælunum á aðaltorgi borgarinnar. Margir hinna fimmtán hundruð viðstaddra táruðust þegar serbnesk- ar mæður, sem komu með rútum frá Belgrad, köUuðu á friö í landinu. Mæðurnar, sem eru sameinaðar í hatri sínu á ofbeldinu milU þjóðar- brotanna, sögðu að þær ætluðu að halda norður til Slóveníu í dag til að finna syni sína og færa þá heim. Rauði krossinn í Slóveníu sagði í gær að rúmlega eitt þúsund hermenn hefðu verið handteknir og meira en sjö hundruð hefðu flúið undan merkjum á fyrstu viku átakanna. Ekki er ljóst hversu margir hafa lát- ið lífið en Rauði krossinn sagði að á þriðjudag hefðu 29 manns fallið. Dimitrij Rupel, utanríkisráðherra Slóveníu, sagði í viðtali við breska útvarpið BBC sem verður flutt 10. júlí að Slóvenía ætti að vera fullvalda ríki í sameinaðri Evrópu en ekki hluti af Júgóslavíu. „Við erum reiðubúnir að gefa eftir hluta af fullveldi okkar, en ekki til Belgrad, ekki til sambandshersins," SagðÍRupel. Reuter Shevardnadze segir sig úr Kommúnistaflokknum Rússneska sjónvarpið skýrði frá því í gær að fyrmm utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Eduard She- vardnadze, væri búinn að senda bréf tU Kommúnistaflokks Sovétríkjanna þess efnis að hann vUdi segja sig úr flokknum. Sjónvarpið sagði að She- vardnadze hefði sent aganefnd mið- stjómar flokksins bréfið en sú nefnd var einmitt að rannsaka þátt hans í stofnun nýs stjómmálaafls í Sovét- ríkjunum, hinnar lýöræðislegu um- bótahreyfingar. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna og aðalritari Kommúnista- flokksins, sagði að flokkurinn væri dauðadæmdur ef árásir harðlínu- manna á efnahagsumbætur hans héldu áfram. „Ef þessu heldur áfram og ef flokkurinn ætlar að starfa áfram í núverandi mynd munum við tapa öllum stjórnmáladeilum og kosningum í framtíðinni," sagði Gorbatsjov í ræðu sem birt var í Prövdu á miðvikudag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.