Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1991. 33 Tökurhefja$tá Svoájörðu semáhimni, 22. júlí „Við munum hefja tökur í ná- grenni Reykjavíkur 22. júlí og flytja okkur síðan á Höfn í Horna- firði þar sem dvalið verður í þrjár vikur," sagði Sigurður Pálsson sem er framleiðandi kvikmynd- aiinnar Svo á jörðu sem á himni sem Kristín Jóhannesdóttir leik- stýrir. Sigurður sagöi að heildar- kostnaður við myndina værí ná- lægt 130 milljónum og væru end- ar að ná saman varðandi kostn- aðarhliðina, Sigurður vildi leið- rétta þann misskilning, sem kom fram í frétt DV i síðustu viku, að myndin heföi fengið viðbótar- styrk frá dönsku kvikmynda- stofnuninni upp á 950.000 dansk- ar krónur. Þetta væri framlag Dana í heildarstyrkjum frá norr- ænum kvikmyndastoftiunum sem væru upp á 40 milljónir króna og þeim var úthlutað síö- astliðinn vetur. í raun er þetta ekki styrkur heldur framlag með eignarhluta. Svo á jörðu sem á himni er hluti af norrænu sam- starfl og eru ströng tímamörk um hvenær myndin á að vera tilbúin, en það er í apríl á næsta ári. Er áætlað að sýna hana á kvik- myndahátíðinni í Cannes sem er i maí. Sigrún Eðvaldsdóttir ágeisladisk Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari hefur hlotið verðskuldaða at- hygli fyrir snilli sína á hljóðfæri sitt, bæði hér heima og erlendis. Hefur hún hlotið ýmis tónlistar- verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn þrátt fyrir stuttan feril. 1987 hlaut hún 2. verðlaun í Leo- pold Mozart-keppnínní í Augs- hurg i Þýskalandi og í framhaldi af því var henni boðið að halda tónleika í Múnchen og Núrnberg. Árið eftir vann hún til verðlauna í Carl Nielsen tónlistarkeppninni í Danmörku. Stærsti sigur henn- ar bingað til er þriðja sætið í Si- belíusar-keppninni í Helsinki í fyrra sem er með virtustu tónlist- arkeppnum í heiminum. Nú er Sigrún búin aö leika inn á geisla- disk sem nýkominn er út. Canta- bile nefnist diskurinn og þar leik- ur hún við undirleik Selmu Guð- mundsdóttur, Er þar að finna sextán tónsmíðar eftir Paganini, Sibelius, Rachmaninoff, Chopin og Brahms og fleiri. Upptökur fóru fram í Listasafni Sigurjóns og í Víðistaðakirkju. Aðsókná Söngvaseiðvar mjöggóð Sjálfsagt hafa fáir búist fyrir- fram við hinni gífurlegu aðsókn sem varð á hinn gamalkunna söngleik Söngvaseið (Sound of Musie). 26.291 sá söngleikinn á sextíu sýningum sem gerir um það bil 440 manns á sýningu sem er nánast húsfyllir á stóra svið- inu eftir breytingar. Alls komu 84.107 manns á sýningar á vegmn Þjóðleikhússins sem voru víða þetta leikár vegna viðgerða á húsinu. Flestir áhorfendur komu á Næturgalana eða 35.043 en verkið var meðal annars sýnt í grunnskólum landsins. Tvær dýrar sýningar voru settar upp á stóra sviðinu eftir að það komst í gagnið, Söngvaseiður og Pétur Gautur. Hin óhemjudýra upp- færsla á Pétri Gaut fékk dræma aðsókn, enda urðu sýningar fáar. Þegar eru hafnar æfingai- á fyrstu verkefnum næsta leikárs. Á stóra sviðinu verður sett upp Gleðispil- iö eftir Kjartan Ragnarsson og á Lifla sviöinu Kæra Jelena eftir Ludmilu Razumovskauju. Meiming Steinar Berg hljómplötuútgefandi. Fyrir aftan hann eru nokkrar af gullplötunum sem hann hefur gefið út. DV-mynd GVA íslenskt tónlistarsumar: Ekki ætlunin að troða eingöngu sumarsmellum upp á landsmenn - segir Steinar Berg hljómplötuútgefandi íslenskt tónhstarsumar kallast átak sem hófst 17. júní síðastliðinn. í herlúðra blása íslenskir hljóm- plötuútgefendur, flytjendur og höf- undar og fylkja liði saman og hyggj- ast snúa við þróun síðari ára sem falist hefur í að útgáfa á tónlist með íslenskum flytjendum hefur færst að meginhluta yfir á síðustu mánuði ársins. Ástæðan er fyrst og fremst að þá eru sölumöguleikar mestir sem gerir það að verkum að vinsæl plata, sem gefin er út fyrir jól, getur selst í tvisvar til þrisvar sinnum meira magni en plata sem gefin er út á öðr- um árstíma. Á móti kemur að plötu- útgáfa fyrir jólin er orðin mjög áhættusöm vegna þess hversu marg- ar plötur hverfa alveg inn í fjöldann eðli síns vegna og seljast nánast ekki neitt. Þeir sem standa að tónlistarsumr- inu eru Samtök hljómplötuframleið- anda, Félag tónskálda og textahöf- unda, Samband tónskálda og eiganda flutningsréttar og Félag íslenskra hljómhstarmanna og vilja þessir að- ilar auka útgáfu á íslenskri tónlist yfir sumarmánuðina þegar tónlistar- neysla fólks er jafnvel meiri en á öðrum árstímum. Mannlífið er rík- ara á sumrin og 'allar vinsælustu hljómsveitir landsins og einstakir tónlistarmenn gera út á sumarmán- uðina. Talið er að yfir sextíu hljóm- sveitir verði starfandi í sumar við spilamennsku og mikilvægt er fyrir margar þeirra að efla vinsældir sínar og aðdráttarafl með útgáfu á tónlist sinni. Einn þeirra sem hefur rekið þetta átak af fuflum krafti er Steinar Berg hljómplötuútgefandi og fékk DV hann til að segja nánar frá þessu átaki. Jafnari útgáfutími fyrir nokkrum árum - Hver var kveikjan aö íslensku tónlistarsumri? „Þetta er tilraun sem mönnum fannst reynandi. Kveikjan að þessu átaki varð til í litlum klúbbi, sem kallast Vaskir menn, í upphafi þessa árs vegna andstööu okkar gegn virð- isaukaskatti. Þar reyndum við í fyrsta skipti allir saman að beita okkur í einu málefni. Auk mín eru í „klúbbnum“ Magnús Kjartansson, Valgeir Guðjónsson, Jóhann G. Jó- hannsson og Björn Árnason. Allir þessir menn eru forsvarsmenn félaga sem tengjast íslenskri tónlist, útgáfu- rétti, höfundarétti og flutningsrétti. Fyrir nokkrum árum var plötuút- gáfa mun jafnari yfir árið en hefur verið undanfarin ár. Þá kom út tals- vert af plötum í sumarbyrjun og má nefna að fyrsta platan sem ég gaf út, Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum, hafði útgáfudaginn 17. júní sem hefur löngum verið vinsæfl útgáfudagur, sama var með ísbjarnarblús Bubba Morthens, hún kom út 17. júni. í þessum tilfellum og mörgum öðrum gekk dæmið upp. Sumarið er sá timi sem hljómsveit- imar eru hvað virkastar, sérstaklega fyrir landsbyggðina, og hlutur lands- byggðarinnar í kaupum á íslenskri tónlist er mikill. Ekki hefur útgáfa á íslenkri tónhst alveg aflagst á sumr- in, undantekning er að fyrir fjórum árum hófst útgáfa á safnplötum og með þessum plötum hefur verið að byggjast upp markaður sem við von- um að skiU sér með þessu átaki.“ - Er umfangið í plötuútgáfu orðið of mikið fyrir jólin? „Það er mjög erfitt að standa í mik- illi útgáfu fyrir jólin. Fyrstu plöturn- ar koma ekki út fyrr en í síðustu viku í október og það tímabil sem eftir er fram að jólum er ekki nema sex vik- ur. Það er óhollt fyrir alla sem vinna að þessu og einnig neytendur að demba íslenskri tónlist á markaðinn aflri í einu. Tímabilið er stutt og endapunkturinn er 24. desember. Þetta eru svo skörp tímamörk að öll lögin sem koma út fyrir jól verða mun fyrr gömul en ef þau hefðu kom- ið út á öðrum tíma. Má nefna sem dæmi að Stjórnarplatan, sem kom út í maí á síðastliðnu ári, hélt sínu flugi alveg fram að jólum.“ Ekki eingöngu léttmeti - Er ekki sumarið ákjósanlegast fyrir léttustu tónlistina? „Það held ég ekki. Sú tónlist sem er þyngri og byggist ekki á vinsælum lögum, myndböndum eða mikilli markaðssetningu er ekki síður góður kostur að sumri til. Okkar mat er að svoleiðis tónlist fái meira ráðrúm á þessum tíma heldur en fyrir jól. Það er einmitt slík tónlist sem verður undir í jólaútgáfunni. Útgáfan í sum- ar er breið, bæði er um ræða létta tónlist, djass og klassík. Það er alls ekki ætlunin að troða inn á lands- menn eingöngu sumarsmellum." - Verður framhald á þessu sam- starfi aðila tónlistarmarkaðarins sem þegar er hafiö? „Eftir þá tilraun til samstarfs sem við gerðum í sambandi við virðis- aukaskattinn var ákveðið að vinna saman, mynda vinnuhóp sem mundi beita sér fyrir ýmsum málum sem tengjast hinum breiðu hagsmunum sem við eigum allir á þessu sviði og jafnframt að beita sér fyrir ákveðn- um frumkvæðisaðgerðum þar sem við hrindum úr vör ákveðnum hug- myndum með stuðningi allra sem tengjast íslenskri tónlist. íslenska tónlistarsumarið er eitt dæmið. Þá er íslenskur tónlistardagur ráðgerð- ur í október og okkur langar til að sjá einhvers konar endurreisn Stjörnumessunnar sem DV stóð fyrir á sínum tíma eða eitthvað í líkingu við þá hátíð og yrði hún á breiðum grundvelli. Annars er það fjöldi hug- mynda sem ræddar hafa verið i okk- ar hópi, hugmyndir sem í verki myndu nægja til margra ára. Þetta samstarf hefur verið sérlega skemmtilegt, hópurinn góður og skemmtilegur og virkur. Eitt af meginmarkmiðum okkar er einnig að reyna að virkja fjölmiðla til umflöllunar um íslenska tónlist og mikilvægi hennar og þar vildi ég að yrði um áherslubreytingu að ræða. Þegar flallað er um íslenska tónlist og íslenska tónlistarútgáfu er það oftast á poppsíðum en aðeins lít- ill hluti af útgefnu efni á þar heima. Það vantar víðtækari umflöllun á •breiðari grundvelli. Eðli málsins nú er þannig að það er nauðsynlegt að það sé góð tenging við flölmiðla í jafnstóru átaki og íslenskt tónlistar- sumar er.“ -HK GamanleiMiúsiö: Grænjaxlar aftur á sviðið í kvöld verður frumsýnt í íslensku óperunni á vegum Gamanleikhúss- ins söngleikurinn Grænjaxlar eftir Pétur Gunnarsson, Spilverk þjóð- anna o.fl. Leikritið segir frá uppvaxt- arárum flögurra einstakhnga í ís- lenskri samtíð. Tónlist er mikil og góð í leikritinu og hefur hún komið út á plötu. Gamanleikhúsið er leikfélag ung- menna á höfuðborgarsvæðinu og eru Grænjaxlar áttunda verkefni þess á sex árum. Áður hefur leikfélagið sett upp Töfralúðurinn, Maddúsku, Gili- trutt, Brauðsteikina og tertuna, Gúmmí Tarsan, Köttinn sem fer sín- ar eigin leiöir og Línu langsokk sem sýnd var í Iðnó og íslensku óperunni síðastliðinn vetur. Leikendur eru allt ungt áhugafólk en komið með töluverða reynslu, þau eru Auður Sverrisdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Magnús Þór Torfason og Ragnar Kjartansson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Fjöldi sýninga verður takmarkað- ur þar sem Gamanleikhúsið er á leið- inni í leikferð til írlands og Hoflands. -HK Grænjaxlar eru áttunda verkefni Gamanleikhússins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.