Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991.___________________________________
dv Veiðivon
Fjórði laxinn á ævinni:
Tíu ára og veiddi
10 punda lax
„Þetta var meiri háttar að fá fisk-
inn, ég sá hann í hylnum og renndi
á hann og laxinn tók maðkinn í
hvelli," sagði Sverrir Ingi Gunnars-
son í gærkveldi á'bökkum Laxár í
Reykhólasveit en þar veiddi hann
sinn fyrsta lax á sumrinu og fjórða
lax sinn í gegnum árin. Sverrir Ingi
er aðeins 10 ára og afi hans, Sverrir
Scheving Thorsteinsson, aðstoðaði
hann pínulítið við löndun fisksins.
„Við afi höfðum sett í lax skömmu
áður en þessi beit á en hann fór af.
Þennan fisk ætluðum við alls ekki
að missa og baráttan við hann stóð
yfir í 15 mínútur. Seinna í sumar fer
ég í Elliðaárnar og þar ætla ég að
reyna að fá lax líka. Flugan verður
reynd meira í Elliðaánum en hérna
í Laxá. Ég setti í lax í Elliðaánum í
fyrra en hann fór af, núna fer hann
ekki af taki hann aftur fluguna,"
sagði Sverrir Ingi en hann hefur
ótrúlega mikinn áhuga á stangaveiði.
í gærkveldi höfðu veiðst 7 laxar í
Laxá og Bæjará, sá stærsti var 14
pund, allir höfðu þeir tekið maðk.
------------------------------------------------------------------------ ■ --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------—
Sverrir Ingi Gunnarsson með 10 punda laxinn sinn sem hann fékk í gærkveldi í Laxá, á maðk. Þetta er fjórði
laxinn hans um ævina. Sverrir Ingi er 10 ára.
-G.Bender
DV-mynd G.Bender
Straumarnir í Hvítá:
30 punda
stórlax á
sveimi en
tókekki
„Veiðin i Straumunum í Hvitá
hefur verið góö og eru komnir
yfir 40 laxar, það veiðast laxar á
hverjum degi,“ sagði Sigurður
Fjeldsted í gær en veiðin í
Straumunum hefur verið ágæt
það sem af er veiðitímanum.
„Laxarnir bunka sig ’ upp í
Stramnana og þetta er mesta
laxagengd sem ég hef séð í fimm-
tíu ár hérna. Stærsti laxinn er 16
pund en þeir hafa sést stærri.
Fyrir fáum dögum sá ég lax í
kringum 30 pund en hann tók
alls ekki. Þaö er ekki spurning
að upptaka neta hefur þessi áhrif
að laxarnir koma í ríkari mæli
en áður,“ sagði Sigurður í lok-
in.
-G.Bender
Eitt mesta fiskleysi seinni tíma:
Tók viku að veiða einn
lax í Laxá i Dölum
„Við vorum að koma úr Laxá í
Dölum og veiddum einn lax á tveim-
iu- dögum, þaö var Gunnar Þorláks-
son sem veiddi fiskinn. Þetta var 12
punda lax,“ sagði Jón Þ. Einarsson
kaupmaður en holliö veiddi aðeins
einn lax. Ekki hafði veiðst lax í heila
viku er þessi lax kom á land og lætur
nærri aö þessi lax hafi kostað kring-
um milljón. Dagurinn í Laxá í Dölum
þessa dagana kostar með öllu kring-
um 20 þúsund og þessi 12 punda lax
er mjög dýr sé þetta reiknað út svona.
„Það þarf stórrigningar til að eitt-
hvað breytist verulega og fiskurinn
láti sjá sig í ríkari mæli. En það gæti
orðið veisla þegar fer að rigna,“ sagði
Jón í lokin.
Það var ekkert um að vera í Laxá
í Dölum í gærkveldi og voru veiði-
menn að renna í Matarpolli er keyrt
var framhjá ánni. Þó að á nokkrum
stöðum hafi rignt í gærdag naut þess
ekki í Miöá í Dölum, Norðurá og
Laxá í Kjós. Flestar ámar voru að
þoma upp.
-G.Bender
Þegar veiðin er ekki meiri en raun ber vitni er um að gera að hafa rétta
húmorinn eins og hann Jón Björgvinsson hér viö Austurá i Miðfirði. Mið-
fjarðará hafði gefiö um 60 laxa i gær. DV-mynd Bjarni Á.
Fjölmiðlar
Erum við eftirbátar íra?
ustu íra vakti athygli mína. írar fá
Það er alltaf fróðlegt að bera sam-
an fréttatíma sjónvarpsstöðvanna
tveggja. Það verður að segjast eins
og er að undanfariö hefúr fiéttatími
Stöðvar 2 haft töluverða yfirburði
fram yfir fréttir ríkissjónvarpsins.
í gærkvöldi sáust fiöldi forvitni-
legra frétta á Stöð 2. Þar var meðal
annars talað um gámasmygl. ísaöur
fiskur hefur verið sendur umfram
heimildir á Bretlandsmarkaö. Þegar
bomar vom saman sölutölur á Bret-
landsmarkaöi og uppgefnar tölur
útgerðarfélagannakom gáma-
smyglið íljós. Þetta er mjög alvar-
legt mál og háttemi af þessu tagi er
skemmdarverk sem getur eyðllagt
fiskmarkaðsverðið á þessum stöð-
um.
Önnur frétt um öfluga ferðaþjón-
á ári hverju hundrað þúsunda
ferðamanna í heimsókn til sín. Þeir
laða þá að sér með auglýsingum um
hreint loft, ómengað umhverfi og
mikla náttúrafegurð. Þeir segjast
hafa mestu fuglabyggðir heims og
bjóöa upp á veiði í laxám. Feröa-
mannaþjónustan er önnur stærsta
atvinnugrein íra. Spurningin er sú
hvort viö fslendingar séum eftírbát-
ar íra því við getum boðið upp á
aUt það sama ogþeir og í flestum
tilfellum í ríkari mæli. Samt sem
áður er ferðamannaþjónustan
hvergi nærri eins öflug hér á landi.
Hún var skemmtileg frétt rikis-
sjónvarpsins um aö fundist hefði
afkvæmi tveggja stærstu dýrateg-
unda jarðar, langreyöar og steypi-
reyöar. Það þótti merkilegt aö þess-
ar tvær tegundir gætu eignast af-
kvæmi og enn merkílegra að kyn-
blendingurinn væri fijór en hann
var með kálfi þegar hann fannst.
Af öðram dagskrárliðum er ein-
ungis minnisstæður einstakur þátt-
ur á ríkissjónvarpinu umlífshætti
hirðingja í héraðinu Mongun Tajga
í Sovétríkjunum við kinversku
landamærin.
tsak örn Sigurðsson
IS .KNSKA
AIJRÆDÍ
ORDAHOKIX
Geysir, goshver í Árn., í
Haukadal á miklu jarðhita-
svæði; einn þekktasti goshver
heims. Geysisskúlin er um 20 m
í þvermál og um 1 m á dýpt.
Niður úr skálinni er pípa, um
1 m í þvermál og 23 m á dýpt.
Mestu gos í G hafa náð 70—80
m hæð og staðið í um 10 mín.
Virkni G er breytileg og vex
yfirleitt við öfluga jarðskjálfta
en dvínar á milli. í Suðurlands-
skjálftum 1896 jókst virknin
mjög en dvínaði síðan og hætti
með öllu 1916. Þá var vatns-
borðið lækkað og gaus G þá
að nýju en virknin dvínaði
smám saman aftur. G var í eigu
útlendinga frá 1894-1935; í
umsjá Geysisnefndar frá 1953.
G og nágrenni er friðlýst. K
Árnessýsla.
39
Veður
Sunnan- og suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi
viða um land. Dálitil rigning vestantil á landinu um
tima en skýjað með köflum og að mestu þurrt um
landið austanvert. Hiti verður 10-15 stig í vætunni
en viða yfir 20 stig Norðaustanlands.
Akureyri skýjað 16
Egilsstaðir skýjað 17
Kefla víkurflug völlur þoka 11
Kirkjubæjarkiaustur rigning 11
Raufarhöfn léttskýjaö 11
Reykjavik súld 13
Vestmannaeyjar súld 11
Bergen (éttskýjað 15
Helsinki léttskýjað 18
Kaupmannahöfn þokumóöa 17
Úsló léttskýjað 17
Stokkhólmur heiðskírt 21
Þórshöfn skýjað 11
Amsterdam léttskýjað 19
Berlín skýjað 16
Chicagó skýjað 19
Feneyjar þokumóða 22
Frankfurt léttskýjað 20
Glasgow súld 15
Hamborg léttskýjað 17
London mistur 16
LosAngeles mistur 17
Lúxemborg léttskýjað 19
Madrid skýjað 16
Malaga skýjað 19
Mallorca léttskýjað 19
Montreal skýjað 21
New York alskýjað 21
Nuuk rigning 5
Orlando þrumuveður 26
Paris þokumóða 18
Róm þokumóða 20
Valencia þokumóða 17
Vin skýjaö 21
Winnipeg skýjað 16
Gengið
Gengisskráning nr. 124. - 4. júlí 1991 kl. 9.15
Eining Kaup . Sala Tollgengi
Dollar 63,570 63,730 63,050
Pund 101,982 102,239 102,516
Kan. dollar 55,653 55,793 55,198
Dönsk kr. 8,9801 9,0027 9,0265
Norsk kr. 8,8872 8,9095 8,9388
Sænsk kr. 9,5882 9,6124 9,6517
Fi. mark 14,5953 14.6321 14,7158
Fra. franki 10,2260 10,2517 10,2914
Belg. franki 1,6855 1,6898 1,6936
Sviss. franki 40,1782 40,2794 40.4750
Holl. gyllini 30,7912 30,8687 30,9562
Þýskt mark 34,6809 34,7681 34,8680
it. líra 0,04659 0,04670 0.04685
Aust. sch. 4,9279 4,9403 4,9558
Port. escudo 0,3974 0,3984 0,3998
Spá. peseti 0,5527 0,5541 0,5562
Jap. yen 0,45626 0,45740 0,45654
irskt pund 92,771 93,004 93,330
SDR 83,0440 83,2530 82,9353
ECU 71,2461 71,4254 71,6563
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
3. júlí seldust alls 25,513 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Laegsta Hæsta
Blandað 0,063 21,57 16.00 25,00
Karfi 13,071 29,92 20,00 36,00
Keila 0,049 20,00 20,00 20,00
Langa 0,072 38,00 38,00 38,00
Lúða 0,512 174,98 50,00 210,00
Rauðmagi 0,012 45,00 45,00 45,00
Skarkoli 0,118 39,00 39,00 39,00
Steinbítur 0,179 46,00 46,00 46,00
Þorskur, sl. 5,449 80,43 71,00 96,00
Þorskur, smár 2,681 71,00 71,00 71,00
Ufsi 1,032 46,26 42,00 50,00
Undirmál 0,814 68,48 30,00 70,00
Ýsa, sl. 1,460 65,83 40,00 123,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
3. júli seldust alls 81,328 tonn.
Blandað 0,010 30,00 30-.00 30,00
Smáufsi 1,244 46,00 46,00 46,00
Þorskur, stór 1,730 90,00 90,00 90,00
Ýsa 14,719 78,17 50,00 89,00
Smár þorskur 1,976 68,00 68,00 68,00
Ufsi 6,885 52,57 51,00 54,00
Þorskur 43,919 79,24 77,00 83,00
Steinbítur 0,446 48,05 48,00 50,00
Lúða 0,245 160,53 110,00 230,00
Koli 0,028 60,00 60,00 60,00
Keila 0,105 30,00 30,00 30,00
Karfi 10,019 30,46 27,0 37,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
3. júli seldust alls 154,234 tonn.
Skata 0,269 95,00 95,00 95,00
Blálanga 0,289 51,00 51,00 51,00
Lúða 0,322 388,76 295,00 410,00
Langa 0,300 48,00 48,00 48,00
Langlúra 0,300 54,00 54,00 54,00
Öfugkjafta 0,480 31,00 31,00 31,00
Blandað 0,328 19,15 15,00 20,00
Vsa 6,863 94,78 60,00 112,00
Ufsi 48,442 52,92 49,00 55,00
Þorskur 86,329 88,06 25,00 108,00
Steinbítur 0,188 42,01 5,00 50,00
Skötuselur 0,076 398,95 130,00 445,00
Skarkoli 1,004 76,54 76,00 79,00
Koli 0,329 85,00 85,00 85,00
Karfi 8,278 31,47 30,00 37,00
Undirmál. 0,436 30,00 30,00 30,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900