Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991.
Spumingin
Lesendur
Ertu búin(n) að taka
fram regngallann?
Afstaða stjómmálaflokka til Evrópuviðræðna:
Guðjón Pétursson, 12 ára: Nei, ég á
engan.
Magnús Samúel Gunnarsson, 12 ára:
Nei, ég er oftast inni.
Þórður Ingvason, 11 ára: Nei.
Svandís Tryggvadóttir: Nei, það hef
ég ekki gert.
Jón Traustason dúkkulækhir: Fyrir
löngu. Hann er til reiðu.
Sýnist þeir allir
vera sammála
Frá hádegisverðarfundi formanns Framsóknarflokksins sl. laugardag þar
sem hann ræddi m.a. Evrópumálin.
Magnús Kristjánsson skrifar:
Mér flnnsi nú umræðan um aðild
okkar að þessu efnahagssvæði Evr-
ópuríkjanna og þar með talin hugs-
analeg innganga okkar íslendinga í
Evrópubandalagið vera farin að
verða alleinkennileg. Þrátt fyrir að
sumir stjómmálamenn eða stjóm-
málaílokkar láti sem þeir vilji ekki
fyrir nokkurn mun að við tengjumst
þessum bandalögum slá þeir sömu
menn svo úr og í að við, þessi hópur
sem oft er kallaður almenningur,
áttar sig engan veginn á umræð-
unni. - Mér sýnist þegar á allt er Ut-
ið að í raun styðji alhr stjórnmála-
flokkarnir (nema kannski Kvenna-
Ustinn) þátttöku okkar í efnahags-
bandalaginu - og jafnvel Uka í EB.
Hefði síðasta ríkisstjórn (A-flokk-
arnir og Framsókn) setið áfram, þá
er augljóst, að hún hefði haldið áfram
á þeirri braut sem hún var á, þ.e. að
ljúka viðræðum við EB með þessum
fáu EFTA-ríkjum sem eftir em og
reynt að komast að þeirri sömu nið-
urstöðu og nú er stefnt að.
Nægir að minna á að t.d. fyrrv. for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins sagöi á fundi fyrir
nokkmm dögum orðrétt: Við fram-
sóknarmenn fylgjum samningum
um evrópskt efnahagssvæði. Hann
sagðist líka vera samþykkur skiptum
á takmörkuöum veiðiheimUdum hér
við land - ekki því að veiðiheimUdir
komi í stað tollfríðinda. Tollfríöindi
eru viðskipti, fiskveiðar tengjast
náttúruvemd, sagði hann svo enn-
fremur.
Þetta höfðu blööin ekki eftir for-
manni Framsóknarflokksins þótt öll
dagblöðin birtu frétt um fund for-
mannsins, flest blöðin tvær fréttir
sama daginn. Og talsverður hluti
Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins
var tileinkaður þessum fundi for-
mannsins. - Ég endurtek bara; ég get
ekki séð að neinn grundvallarmunur
sé á afstöðu flokkanna hér tU aðlög-
unar að þeim stefnumiðum sem Evr-
ópuríkin hamra nú á.
Laugarnar fyrir alla
Guðmundur Þ. Harðarson sundá-
hugamaður skrifar:
Fyrir stuttu skrifaði sundlaugagest-
ur greinarkorn í DV undir fyrirsögn-
inni „Laugamar ekki fyrir almenn-
ing?“ - Grein sundlaugagestsins er
tvíþætt, annars vegar gagnrýni á
þjónustu í sundlaugunum í Laugar-
dal, og hins vegar óánægja yfir því
að aðallaugin var lokuð vegna sund-
móts.
Ekki ætla ég að svara sundlauga-
gesti vegna gagnrýni hans á þjónustu
í laugunum því ég er þess fullviss að
forráðamenn munu hafa skýringar á
þeirri gagnrýni. Hvað varðar lokun
á aðallauginni vegna sundmóts
föstudaginn 14. júní (og reyndar
einnig laugadaginn 15. júní) þá vil
ég að eftirfarandi komi fram.
Þessa umræddu daga fór fram í
Sundlaugunum í Laugardal meist-
aramót Reykjavíkur í sundi. Vegna
þess.að aðsókn að laugunum hefur
verið mjög góð í sumar, og þetta
sundmót var ekki eitt af þeim stóru,
þá ákváðu forráðamenn mótsins og
lauganna að hafa laugina opna á
meðan mótið fór fram. - Almenning-
ur hafði aðgang að grunnu lauginni,
heitu pottunum, rennibrautinni og
sólbaðsaðstööunni. Þetta er nýjung
sem byrjaö var á í fyrra. Vegna þessa
hefði sundlaugagestur fremur átt að
skrifa lesendabréf og þakka forráða-
mönnum lauganna og sundíþróttar-
innar fyrir að hafa laugina opna,
þrátt fyrir sundmótið.
Sundlaugar á íslandi eru yfirleitt
byggðar sem þríþarfa laugar. Þetta
þýðir að þær eru jafnt til nota fyrir
almenning, skóla og íþróttafélögin. í
sundlauginni í Laugardal eru haldin
2-3 sundmót á ári, og hefur verið svo
síðan laugin var fyrst opnuð. Ég vil
einnig benda sundlaugargesti á að
þessum tíma voru allar aðrar al-
menningslaugar (10 laugar alls) á
höfuborgarsvæðinu opnar almenn-
ingi.
Ég er þess fullviss að sundlauga-
gestur getur því átt von á góðum
móttökum í laugunum hér eftir sem
hingað til.
Opið bréf til heilbrigðis- og tryggingaráðherra:
Mál sem þarf n-
ast athugunar
Björn Björnsson skrifar:
Þar sem umræða um greiðsluhlut-
deild ríkisins í lyfjum manna er í
brennidepli þessa dagana er ekki úr
vegi að kanna fleiri atriði en að auka
hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði og
að skikka lækna til að ávísa á ódýr-
ari lyf. Þar er við búum enn við ein-
okun á innflutningi og dreifmgu lyfja
er ekki við því að búast að verð þeirra
sé yfirleitt raunhæft. Með því að
koma á samkeppni í þessari grein
verslunar gæti ríkið og sjúklingar
sparað sér mikið fé.
Hér eru oft og tíðum geröar verö-
kannanir milli söluaðila innanlands
og stundum er gerður verðsaman-
burður við erlenda aðila. Er þá oftast
um að ræða matvörur og fatnað. Ég
hef hins vegar aldrei séð verðsaman-
burð lyfja, hvorki milh lyfjaverslana
innanlands né erlendis. Sama máh
gegnir um gleraugnaverð, þ.e.a.s. á
glerjunum sjálfum fyrst og fremst. -
Hvers vegna er ekki gerö verðkönn-
un/samanburður á þeim, t.d. við
Bandaríkin (eða Júgóslavíu)?
Hr. ráðherra, það læðist sá grunur
að mér að hér sé á ferðinni mál sem
þarfnast athugunar. Hvemig stend-
ur á því að t.d. ASPERÍN kostar 10
sinnum meira hér á landi en algeng
merki af ásperíni í Bandaríkjunum?
Ég hefi keypt asperín (ásamt fleiru)
í Bandaríkjunum í mörg ár, enda
daglegur notandi, og ég hef sparað
mér töluveröa fjármuni með því.
Meðf. mynd er af glasi með 250 töfl-
um af asperíni sem ég keypti í Se-
attle í Bandarikjunum á þessu ári.
- Verðið er $ 1,49 eða um 93,00 kr.
ísl.
ogíEB?
Friðrik Friðriksson skrifan
Mörgum verður tíðrætt um
hvort innganga okkar í Evrópu-
bandalagið verði óhjákvæmileg.
Sumii- eru þeirrar skoðunar að
okkur sé nauðugur einn kostur
héðan af, íslenska ríkið verði ekki
rekið lengur með erlendum lán-
tökum til að viðhalda þeim lifs-
kjörum sem hér eru, - Kannski
er þetta eina rétta leiðin til að
koma á þeim staðli sem við svo
iðulega berum okkur saman við,
löndin „í kringum okkur“.
Ég vildi óska að svo gæti orðið
og það fyrir margra hluta sakir.
En þá koma hka margar spurn-
ingar upp í huga mér. Eins og
þessar: Verða hér sömu laun og
þar, munu sömu reglur gilda um
lífeyrissjóði, tryggingar á bifreið-
um, húseignum o.slrv., o.s.frv?
Ef kjör manna verða þau sömu
get ég ekki séð neina þörf á að
mótmæla inngöngu í EB.
Saknaðiforystu-
mannanna
S.G. hringdi:
Ég fór í árlega ferð með Verði
sl. laugardag í dásamlegu veðri.
Ekið var sem leið liggur vestur í
Dali og víðar. Svo mikil var feg-
urðin í landslaginu og svo vel
tókst ferðin öll að ég hef sjaldan
notið betri dagsferðar út á lands-
byggðina. Þar sem þessi ferð tókst
svo eindæma vei furöaði ég mig
á og áreiðanlega fleiri að ekki
skyldu vera fleiri forystumenn
flokksins í ferðinni en formaður-
inn og einn þingmaður.
Ég saknaði margra ágætra
þingmanna fyrir Reykjavik sem
oft hafa verið með og lífgað upp
á þátttökuna. Einnig hefðu mátt
vera þama með einhverjir borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
En enginn þeirra lét sjá sig. -
Varla eru allir þessir menn móðg-
aðir út í hinn almenna flokks-
mann. En hvað á maður að halda?
Þulurnar mega
hverfa
Margrét hringdi:
Ég var að heyra að gera ætti
meiriháttar uppskurð á „útliti"
og fyrirkomulagi sjónvarpsdag-
skrár Rikisútvarpsins. í þeirri
breytingu sem framundan er hef-
ur verið talað um að láta þulurn-
ar sem kynna dagskrána hætta.
- Ég er alveg hjartanlega sam-
mála þeirri framkvæmd. Bæði
sparar þetta fé og svo sýnist
manni þær vera algjörlega óþarf-
ar. Þulumar mega því hverfa af
skjánum mér að meinalausu.
Hjá Stöð 2 hafa aldrei verið
neinar þulur og ekkert hefur ver-
ið kvartað yfir því að efnið kom-
ist ekki til skila fyrir það. - En
það er samt tilhlökkunarefni að
Sjónvarpið ætlar að gera andhts-
lyftingu á sjálfu sér. Mál var til
komiö.
JtónÓttarverði
utvarpsstjóri
Sigurður Einarsson hringdi:
Nú þegar enn er óákveðíð hver
tekur við staríi útvarpsstjóra vil
ég taka undir með einum aöila
sem svarar spumingu dagsins í
DV sl. mánudag þar sera spurt
er hver verði næsti útvarpsstjóri.
Þar er stungið upp á Jóni Óttari
Ragnarssyni, fyrsta sjónvarps-
stjóra Stöðvar 2.
Mér flnnst alltaf að Jón Óttar
hafl setið óbættur eftir aö hann
hafði frumkvæði að því að rjúfa
einangrun sjónvarpsreksturs á
íslandi með því að setja á stofn
aðra sjónvarpsstöð. Það þarf
mikla dirfsku til og hana virðist
Jón hafa. - En oft er það svo að
brautryðjendurnir eiga ekki eft-
irleíkinn. Þá koma aðrir og segja:
„Nú getum við.“ Það sannaðist á
Stöð 2.