Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 9
. ■ ÍJl'S .v* í’.;JrA'JlTTM'V.I t5
FIMMTUDAGUR 4. JULI 1991.
Utlönd
Bretar samþykktu í gær að leyfa
notkun liinnar umdeildu fóstur-
eyðingarpillu sem gerir konum
kleift að eyða fóstri án þess að fara
i aðgerö. Lyfiaeftirlitsnefnd ríkis-
stjórnarinnar gaf grænt Ijós á að
konur, sem væru komnar
skemmra en níu vikur á leiö, gætu
fengiö lyfið, sera á læknamáli heitir
RU486, gegn framvísun lyfseðils.
Talsmaður heilbrigðisráðuneyt-
isins sagði að framleiðsluleyfið
hefði þegar verið gefið út og því
væri hægt að markaðssetja lyfið
innan tiðar í Bretlandi. Lyfiö er
tekið inn í formi þriggja taftna og
48 klukkustundum síðar er konan
sprautuð eða fær stil. Framleiðand-
inn, Frakkinn Roussel Uclaf, segir
að lyfiö geti komið í staðinn fyrir
aðgerð þar sem svæfa þurfi kon-
umar og þær þurfi ekki lengur að
dvelja eina nótt á sjúkrahilsi.
Ákvörðunin um að leyfa notkun
píllunnar olli mikilli óánægju hjá
hópum sem berjast gegnfóstureyð-
ingum. „Fóstureyðing með RU486
tekur þijá daga og veldur miklum
aukaverkunum. Við höfum áhyggj-
ur af langtimaáhrifum lyfsins á lík-
ama þeirra kvenna sem koma til
með að nota pilluna. í Frakklandi,
sem er eina landið sem hingað til
hefur leyft notkun fóstureyðing-
arpillunnar, fara um 1/3 allra fóst-
ureyðinga á fyrstu vikum með-
göngunnar fram með lyfinu.
Reuter
Sameinuðu þjóðirnar
segja íraka saf na liði
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu í gær að þeir hefðu sann-
anir fyrir því að írakar væru að safna
saman herhði á fenjasvæðunum í
suðurhluta landsins þar sem flótta-
menn úr trúarhópi sjíta búa við
hrikalegar aðstæður. Sadruddin Aga
Khan prins, sérstakur sendimaður
SÞ, mun heimsækja svæðið á mánu-
dag til að kanna hvort hægt sé að
flytja þá á brott undir eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna.
Embættismaður í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu sagði að stjórnvöld
í Washington fógnuðu tilraunum
Sadruddins til að draga úr spennu á
fenjasvæðunum og kpma hjálpar-
búðum á fót og hvatti íraksstjórn til
aö veita honum fulla samvinnu.
Ákvörðunin um að senda Sadrudd-
in var tekin eftir að rannsóknar-
nefnd Sameinuðu þjóðanna tilkynnti
um allmikla liðsflutninga íraska
hersins í Howr al-Hammar héraðinu
þar sem áætlað er að milli 30 og 100
Fjórir framámenn í íslömsku frels-
ishreyfingunni í Alsír sögðu í gær
að þeir hefðu farið fram á viöræður
við Sid Ahmed Ghozah, forsætisráð-
herra landsins, og að þeir hefðu til-
kynnt flokksmönnum sínum að
hætta öllum ofbeldisaðgerðum.
í yfirlýsingu, sem lesin var upp í
sjónvarpi, sögðu fiórmenningarnir
að þeir hefðu leitað til Ghozali eftir
að tveir helstu leiðtogar frelsishreyf-
ingarinnar voru handteknir á
sunnudag. Þeir sögðu að stjórn
hreyfingarinnar hefði þá trú að að-
eins viðræður við ríkisstjórnina
gætu leyst allan vanda og hvöttu
stjórnvöld til að hætta handtökum
og leysa fanga úr haldi.
Hátt í þrettán hundruð manns hafa
verið handtekin og ákærð fyrir að
ógna öryggi ríkisins frá því aö lög-
Líbanon:
Libanonher umkríng
ir f lóttamannabúðir
Palestínumanna
sprengjuflaugum rigndi yfir flóttamannabúöir í gærdag
þúsund sjítar séu í felum í fenjunum.
Að sögn bandarískra embættis-
manna sá nefndin þungvopnaða vél-
byssupaha með fimmtíu kílómetra
milhbili á svæðinu.
Flóttamennimir hafa ekki aðgang
að fersku vatni og drekka mengað
fenjavatnið. Þá kveikja þeir heldur
ekki elda til matargerðar af ótta við
að draga að sér athygli hermanna.
írakar skýrðu frá því í gær að yfir-
völd í Kúveit hefðu í hyggju að flytja
meira en tuttugu þúsund araba úr
landi inn í suðurhluta íraks í dag.
íraska fréttastofan sagðist hafa þaö
eftir áreiðanlégum heimildum innan
alþjóða Rauða krossins. Fréttinni
fylgdi að Rauði krossinn ætlaði að
aðstoða við heimflutning arabanna.
Rauði krossinn vísaði þessari frétt
á bug síðar um daginn og talsmaður
samtakanna í Kúveit sagði að þau
hefðu enga vitneskju um shkar fyrir-
ætlanir og ættu engan þátt í þeim.
Reuter
Líbanskar herdeildir umkringja nú
tvennar flóttamannabúðir Palestínu-
manna nálægt Sidon í Suður-Líban-
on en skæruliðar PLO hafa flúið
þangað undan hernum eftir tveggja
daga átök. Heimildir sögðu að bar-
dagar með skriðdrekum, þungvopn-
um og sprengjuflaugum hefðu geisað
langt fram á nótt í kringum flótta-
mannabúðirnar Miyeh Miyeh og Ain
al-Hilweh.
Skæruliðar PLO eru á undanhaldi
og virðast hafa flúið upp í hæðirnar
í kringum flóttamannabúðirnar. Líb-
anski herinn og PLO kenna hvorir
öðrum um átökin. Herinn sagðist
ekki vilja fara inn í flóttamannabúð-
imar nema til að binda enda á skotá-
rásir skæruliðanna. PLO, sem berst
fyrir því að halda í síðustu stöðvar
sínar nálægt landamærum ísraels,
sagði að þeir gætu ekki lagt niður
vopn þar sem þeir þyrftu að vernda
flóttamannabúðirnar fyrir hermönn-
um ísraelshers.
Sprengjuflaugum rigndi yfir flótta-
mannabúðirnar og nærliggjandi
svæði í allan gærdag er líbanski her-
inn reyndi að hrekja skæruliðana í
burtu. Að minnsta kosti 18 manns
létust í sprengjuregninu í gær, þar
af einn hermaður og margir óbreytt-
ir borgarar, auk fiölda slasaðra. 39
manns létust í átökunum á þriðju-
dag.
Skæruliðar PLO sögðust óttast að
líbanski herinn væri að reyna að
þvinga þá til að yfirgefa Líbanon í
þriðja skiptið á einum áratug. Lí-
banska ríkisstjórnin, undir forsæti
Eliasar Hrawi, thnefndi hins vegar
tvo ráðherra sem eiga að tryggja
borgaraleg réttindi allra Palestínu-
manna sem búa í Líbanon.
Leiðtogi PLO, Yasser Arafat, hvatti
Líbanskir hermenn skera fána Palestínumanna i tvennt. Líbanir hafa nú
yfirhöndina í bardögum við skæruliða PLO í tilraun sinni til að ná fullu valdi
á landinu eftir 16 ára borgarastyrjöld. Símamynd Reuter
Frakkland, Bretland og Sovétríkin til
að aðstoða við að binda enda á átök-
in. Hann fór þess einnig á leit við
Egyptaland, Líbýu og Sýrland, sem
hefur 400 þúsund hermenn í Líban-
on, að þau kæmu PLO til hjálpar.
Samúð þessara landa er þó ekki mik-
il með PLO eftir að hreyfingin studdi
írak í átökunum við Persaílóa fyrr á
árinu.
Reuter
Framámenn í íslömsku frelsishreyfingunni hafa farið fram á viðræður við
stjórnvöld í Alsír til að finna lausn á vandamálum landsins og koma í veg
fyrir frekari átök. Símamynd Reuter
Alsír:
Heittrúarmenn vilja viðræður
reglan hóf aðgerðir sínar á sunnu-
dag.
Alþjóðlegur hópur, sem lætur sig
varða réttindi fiölmiðla, hvatti al-
sírsk stjórnvöld í gær til að hleypa
erlendum fréttamönnum inn í landið
en þangað hefur þeim ekki verið leyft
að fara frá því að neyðarástandslög-
um var komið á í síðasta mánuði.
Samtökin Blaðamenn án landa-
mæra sögðu í bréfi til Chadli
Benjedids forseta að Alsírbúar gætu
ekki kvartað um villandi fréttaflutn-
ing af ólgunni í landinu ef erlendir
fréttamenn fengju ekki að koma inn
í landiö. Samtökin segja að sendiráð
Alsírs neiti að gefa fréttamönnum
vegabréfsáritanir og að þeir einu sem
ílyttu fréttir af ástandinu væru þeir
semþarhefðufastaðsetur. Reuter
AUKABLAÐ
HÚS OG GARÐAR
Miðvikudaginn 10. júlí nk. mun aukablað um
HÚS OG GARÐA fylgja DV.
í blaðinu verða m.a. hollráð um ýmislegt sem
að gagni má koma við garðstörfin og ekki
síður varðandi viðgerðir og viðhald húsa. T.d.
málningarvinnu og fúavörn, steypuskemmdir
og sprunguviðgerðir, hitalagnir og stéttir en
einnig skjólveggi, leiktæki íyrir böm o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að aug-
lýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafí
samband við auqlýsinqadeild DV hið íýrsta í
síma 27022.
Ath.! Skilafrestur auglýsinga er til 4. júlí.
Auglýsingar
ÞVERHOLTI 11 • SÍMI 27022 ■ PÓSTFAX 27079