Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1991, Blaðsíða 17
16
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991.
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1991.
25
Iþróttir
Sport-
stúfar
Guðrún Júlíusdóttir
hlaut gullverölaun í
einliðaleik kvenna í
badminton á Eyjaleik-
unum sem lauk á Álandseyjum
um helgina. Hún sigraði Ronnie
Jubb frá Jersey, 8-11,11-2,11-7, í
úrslitaleik. Guðrún komst einnig
á verðlaunapall í tvíliðaleik
kvenna, ásamtÁslaugu Jónsdótt-
ur, en þar höfnuðu þær í þriðja
sæti. í liðakeppninni varð Island
númer tvö í sínum riðli en komst
ekki áfram. í karlaflokki kepptu
Frímann Ferdinandsson, Kristj-
án Kristjánsson, Andri Stefáns-
son og Viðar Gíslason, og vann
enginn þeirra til verðlauna.
Fjögur kepptu á
NM í fjölþrautum
Fjórir íslendingar voru
meöal þátttakenda á
Norðurlandameistara-
raóti unglinga í íjöl-
þrautum sem fram fór í Noregi
um síðustu helgi. Þuríður Ingv-
arsdóttir, HSK, varð í 5. sæti í
sjöþraut í flokki 19-20 ára stúlkna
meö 4648 stig, Kristín Markús-
dóttir, UMSB, varð í 9. sæti í sjö-
þraut i flokki 15-16 ára stúlkna
með 3614 stig, Ómar Kristinsson,
UMSE, varð í 7. sæti í tugþraut í
flokki 15-16 ára pilta með 4974
stig, og Freyr Olafsson, HSK,
varð í 8. sæti í tugþraut í flokki
17-18 ára pilta með 5326 stíg.
Ómar sigraði í tveimur greinum,
spjótkasti og 100 metra hlaupi, og
Þuríöur sigraði í 800 metra
hlaupi.
Aðalfundur handknatt-
leiksdeildar Breiðabliks
Aðalfundur hand-
knattleiksdeildar
Breiðabliks verður
haldinn fimmtudaginn
11. júlí í Félagsheimili Kópavogs.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf.
Leeds keypti Steve
Hodge frá Forest
Enska knattspymufé-
lagið Leeds keypti í
gær landsliðsmanninn
Steve Hodge frá Nott-
ingham Forest. Félögin hafa ekki
gengið endanlega frá kaupverði
en reiknað er með að það verði í
kringum 700 þúsund krónur.
Hodge er fjórði leikmaðurinn sem
Leeds kaupir í sumar, hinir eru
tvíburarnir Ray og Rodney
Wallace frá Southampton og
Tony Dorigo frá Aston Villa.
Atkinson keypti
nafna sinn
Ron Atkinson, ffamkværada-
stjóri Aston Villa, tók líka upp
buddúna í gær og snaraði út 1,6
milljónum punda fyrir framherj-
ann Dalian Atkinson frá Real
Sociedad á Spáni. Dalían Atkin-
son lék undir stjóm Rons Atkin-
sons hjá Sheffield Wednesday, en
Ron seldi hann til Spánar fyrir
tveimur árura. Dalian er 23 ára
gamall og lék áður með enska
21-árs landsliðinu. „Um leiö og ég
tók við hjá Villa var ég ákveðinn
í að kaupa Dalian. Hann er ein-
hver efnilegasti leikmaður sem
ég hef unniö með,“ sagði Ron
Atkinson um nafna sinn í gær.
Sundmeistarinn
upptekinn íflugi
Stefan Pfeiffer frá
Þýskalandi, þrefaldur
verðlaunahafi á
heimsmeistaramótinu
í sundi fyrr á þessu ári, er hættur
viö að taka þátt í Evrópumeist-
aramótinu í þessum mánuði.
Pfeiffer er í þjálfún sem flugmað-
ur og segir að hann þurfi að taka
þýðingarraikil próf á sama tíma
og Evrópumótið fer fram í Grikk-
landi.
Áttunda umferð 1. deildar hefst í kvöld:
Stórleikur í
Laugardal
- Fram og KR mætast í sannkölluðum toppleik
í kvöld dregur heldur betur til tíð-
inda í 1. deild íslandsmótsins í knatt-
spymu þegar Framarar taka á móti
KR-ingum á Laugardalsvellinum í
sannkölluðum stórleik.
Aöeins tvö stig skilja liöin í fyrsta
og þriðja sæti deildarinnar og leikur-
inn í kvöld hefur því úrshtaþýðingu
fyrir framhald toppbaráttunnar.
Framarar eru á mikilli siglingu um
þessar mundir, hafa unnið fjóra leiki
í röð eftir slæma byrjun á íslands-
mótinu, en KR-ingar virðast hins
vegar vera að gefa eftir, hafa gert
jafntefli í tveimur síðustu leikjum
sínum.
Fallslagur í Garðinum
Annar hálfgildings úrslitaleikur fer
fram í Garðinum þar sem Víðismenn
taka á móti FH-ingum. Víðir hefur
ekki unnið leik og þarf nauðsynlega
á sigri að halda í kvöld, annars verð-
ur staða liðsins orðin dökk. FH-
ingum hefur gengið lítið skár og virö-
ast líka eiga faUbaráttu fyrir hönd-
um.
Miðjuliðin á Akureyri
Þriðji leikur kvöldsins er viðureign
KA og Víkings á Akureyri. Þar fara
miðjulið deildarinnar eins og staðan
er í dag, og leikurinn skiptir því
miklu máli fyrir bæöi um hvorum
hluta deildarinnar þau tilheyra. AUir
leikimir í kvöld hefjast klukkan 20.
„Mikið í húfi
fyrir bæði lið“
- segir Pétur Ormslev um leik Fram og KR
„Þaö er alveg ljóst aö leikurinn í
kvöld gegn KR verður einn af úrsUta-
leikjum íslandsmótsins og mikiö er
í húfi fyrir bæði liðin. Eg veit að
KR-ingar mæta ljóngrimmir tU þessa
leiks en við Framarar fórum í þenn-
an leik með sigur í huga og það er
mikUl hugur í liðinu fyrir leikinn,“
sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram,
í samtaU við DV í gær um toppleik
Fram og KR í kvöld.
Pétur sagði að að allir leikmenn
Uðsins gengju heUir til skógar nema
að Pétur Arnþórsson á við meiðsli
að stríða og leikur af þeim sökum
ekki.
Mikil stemning
fyrir leiknum í kvöld
„Það er ekki nein spurning að leikur-
inn gegn Fram í kvöld er mjög mikil-
vægur fyrir bæði.Uðin. Framarar eru
á miklum skriöi þessa dagana og við
munum gera allt sem í okkar valdi
stendur tU að stöðva sigurgöngu
þeirra. Fram tók af okkur sex stig í
fyrra en í kvöld ætlum við að snúá
blaðinu við,“ sagði Atli Eðvaldsson
KR-ingur í samtali við DV í gær.
„Ég held að í síöasta leik gegn Stjörn-
unni hafi leikmenn verið komnir
meö annan fótinn niður á Laugar-
dalsvöll og það hafi komið niður á
leik okkar þá. Leikurinn gegn Fram
hefur verið ofarlega í huga okkar og
nú er stóra stundin runnin upp. Þetta
verður einn af toppleikjum 1. deildar
í sumar,“ sagði ÁtU Eðvaldsson.
-JKS
Stórsigur hjá
íslendingum
- unnu Dani, 28-19, í landsleik í gærkvöldi
íslenska landsliðiö í handknattleik
vann stórsigur á Dönum, 28-19, í
landsleik í handknattleik í Dan-
mörku í gærkvöldi. Þar með hefndu
íslendingar fyrir tapið á mánudags-
kvöldið en þá unnu Danir naumlega
með eins marks mun.
Þaö var aðallega góður varnarleik-
ur sem skóp sigur íslendinga í gær-
kvöldi. í leikhléi var staðan 14-10,
íslendingum í vU.
Valdimar Grímsson var marka-
hæstur í íslenska liðinu með 7 mörk
en Jakob Sigurðsson kom næstur
með 6 mörk.
-RR
Gummi Steins
kinnbeinsbrotinn
- verður ekki með Víkingum á næstunni
Víkingar urðu fyrir miklu áfalU í
gærkvöldi þegar Guðmundur Steins-
son, markahæsti leikmaður Uðsins,
kinnbeinsbrotnaði á æfingu. Guð-
mundur verður frá keppni í mánuð
að minnsta kosti.
„Þetta gerðist í upphitun og Guð-
mundur rakst á annan leikmann
með þessum afleiðingum. Það er ljóst
aö þetta er mikill missir fyrir okkur
því Guðmundur hefur átt mjög góða
leiki en það kemur maður í manns
stað,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari
VUdnga, í samtaU við DV í gær-
kvöldi.
Guðmundur hefur skorað sex
mörk með Víkingum það sem af er
íslandsmótinu og er næstmarka-
hæsti leikmaður 1. deUdar.
-RR
Iþróttir
• Jennifer Capriati, 15 ára gömul stúlka frá Bandarikjunum, sigraði hina frægu Martinu Navratilovu á Wimbledon-mótinu
í tennis í gær. Capriati er þar með komin í undanúrslit og mætir þar Gabrielu Sabatini. Símamynd Reuter
Allt galopið í 3. deild
3. deUdin opnaðist upp á gátt í gær-
kvöldi þegar engu af efri liöunum tókst
að sigra í leikjum sínum.
• Leiftursmennhaldasamttoppsæt-
inu eftir 1-1 jafntefli á Dalvík. Guðjón
Stefánsson skoraði þar fyrir heima-
menn en Þorlákur Ámason jafnaöi
fyrir Leiftur.
• ÍK sigraði SkaUgrím, 4-1, í Kópa-
vogi og var þetta fyrsta tap Borgnes-
inga í deildinni í sumar en þeir eru
samt áfram í 2,sæti deildarinnar. Ólaf-
ur Már Sæyarsson skoraði tvö mörk
fyrir ÍK og Úlfar Óttarsson, besti mað-
ur Kópavogsliösins, bætti því þriðja
við. Valdimar Sigurðsson minnkaði
muninn fyrir SkaUagrím en rétt fyrir
leikslok varði Bogi Petersen, mark-
vöröur ÍK, vítaspyrnu frá Valdimar.
Það var síðan á lokaminútu leiksins
að Þröstur Gunnarsson innsiglaði ör-
uggan sigur ÍK með fjórða markinu.
• BÍ vann Reyni, 2-0, á ísafiröi og
skoruðu þeir Ámundi Sigmundsson og
Guðmundur Gíslason mörk ísfirðinga.
• Völsungur sigraði Magna, l-O, og
gerði Hörður Benónýsson eina mark
ieiksins.
• Á Neskaupstað gerðu Þróttur og
KS markalaust jafhtefli í sannkölluð-
um hörkuleik.
Stórsigurhjá
Hvötog HSÞ-B
í D-riðU 4. deildar sigraði Hvöt Uð SM,
5-1. Bjarni Sigurðsson gerði þrennu
og Orri Baldursson tvö mörk fyrir
Hvöt en Bergur Stefánsson gerði mark
SM HSÞ-B vann 6-1 sigur á Neistanum.
Jónas Hallgrímsson og Þröstur Sig-
urðsson geröu tvö mörk hvor, þeir
Viðar Sigurjónsson og Einar Jónsson
eitt hvor en mark Neistans gerði Þór-
hallur Ásmundsson úr víti. ÚMSE-B
vannKormák, 2-1, ogskoraði Sigurður
Skarphéðinsson bæði mörk UMSE-B
en Albert Jónsson gerði mark gest-
anna.
• í E-riðli vann höttur Val, 0-2, á
útiveUi. Jónatan Vilhjálmsson og
Freyr Sverrisson skoruðu mörk Hatt-
ar. Austri vann óvæntan sigur á
Sindra, 4-1. Siguröur Kristjánsson,
Bryngeir Stefánsson, Sigurður Magn-
ússon og Jón Steinsson skoruöu fyrir
Austra en Þrándur Sigurösson geröi
eina mark Horafirðinga. KSH vann 3-0
sigur á Hugin í miklum hörkuleik. Jón
Ingimarsson gerði tvö mörk KSH og
fékk síðan rautt spjald og annar leik-
maður KSH, Albert Jensson, fékk
einnig að sjá rauða spjaldið. Albert
Jónsson gerði þriðja mark KSH í leikn-
ura en Huginsmenn misnotuðu vita-
spyrnu. Loks vann Leiknir Einherja,
1-0, með marki Kára Jónssonar.
Markalaust hjá
KAogVal
I 1. deild kvenna gerðu KA og Valur
markalaust jafntefli á Akureyri og var
þetta fyrsta stigið sem KA-stúlkurnar
fá í sumar.
-RR/KH/MJ/IH
Grand-Prix frjálsíþróttamótið í Stokkhólmi:
Sigurður f immti
í spjótkastinu
- kastaði 76,40 metra en Seppo Raty sigraði auðveldlega
Sigurður Einarsson náði aðeins
5. sæti á Grand-Prix frjálsíþrótta-
mótinu í Stokkhólmi í gær. Sigurð-
ur kastaði lengst 76,40 metra sem
er allangt frá hans besta. Heims-
methafinn Seppo Raty frá Finn-
landi sigraði af öryggi með kasti
sem mældist 88,66 metrar. Gavin
Lovegrove frá Nýja Sjálandi varð
annar með 81,92 metra og Viktor
Zaitsev fá Sovétríkjunum þriðji.
Fimmta sæti
ekki slakt
„Þetta var ekki nógu gott hjá Sig-
urði en ég er viss um að þetta er
smávægilegt tækniatriði sem hefur
farið úrskeiðis. Fimmta sæti er
samt ekki slakt á svona stórmóti,"
sagði Stefán Jóhannsson þjálfari í
spjalli við DV.
Burrell vann
MOOmetra hlaupi
Bandaríkjamaðurinn Leroy Bur-
rell, nýi heimsmethafinn í 100
metra tilaupi, sigraði í gær á tíman-
um 10,21 sek. Hann var seinn af
stað en náði að komast fram úr
Kanadamanninum Bruny Surin og
landa sínum Mark Witherspoon á
síðustu 10 metrunum.
„Það er erfiðara að keppa núna
því nú vilja allir sigra mann og slá
nýtt met,“ sagði Burrell eftir hlaup-
ið en heimsmet hans á dögunum
var 9,90 sek.
Carl Lewis beiö lægri hlut í 200
m. hlaupinu þegar hann tapaði fyr-
ir Namibíumanninum, Frankie
Fredericks, í gær. Fredericks hljóp
á 20,41 sek. en Lewis á 20,46 sek.
Þetta var annaö tap Lewis á þrem-
ur dögum en á mánudag tapaði
hann fyrir Dennis Mithell á móti í
Frakklandi.
„Mér líður ágætlega þrátt fyrir
tapið. Ég á eftir að gera betur í
næsta hlaupi í Lausanne í næstu
viku. Síðan mun ég einbeita mér
að 100 metra hlaupi og langstökki
á heimsmeistaramótinu í Tokyo,"
sagði Lewis eftir hlaupið í gær.
• í 400 m. grindahlaupi sigraði
Samuel Metete frá Zambíu á 48,11
sek.
• Í sömu grein í kvennaflokki
bar Margirita Ponomarjeva, Sovét-
ríkjunum, sigur úr býtum á 55,20
sek. í 3 þúsund metra hlaupi vann
Moses Kiptanui frá Kenýa sigur á
tímanum 8:07,89 mín.
• í langstökki sigraði David Cul-
bert frá Ástralíu en hann stökk 8,05
metra.
• í 110 m grindahlaupi karla
sigraði Greg Foster frá Bandaríkj-
unum á 13,24 sek.
• í þrístökki kvenna sigraöi
Inessa Kravets frá Sovétríkjunum,
hún stökk 14,35 metra.
• í 3 þúsund metra hlaupi
kvenna sigraði Marie-Pierre Duros
frá Frakklandi á 8:40,76 mín.
í 1500 metra hlaupi karla vann
Noureddine Morceh frá Alsír á tím-
anum 3:31,01 mín.
• Svíinn Patrick Sjörberg sigraði
af nokkru öryggi í hástökki, stökk
2,31 metra.
• í 100 metra hlaupi kvenna sigr-
aði hin glæsilega hlaupakona frá
Jamaíka, Marlene Ottey, á 10,98
sek.
• í 800 metra hlaupi kvenna bar
Doina Melinte, Rúmeníu, sigur úr
býtum á tímanum 1:58,11 min. í 800
metra hlaupi karla sigraði Tom
McKean frá Bretlandi á tímanum
1:44,41 mín.
• í 5 þúsund metra hlaupi karla
vann Salvatore Antibo frá Ítalíu á
13:13,66 mín.
• í stangarstökki karla sigraði
Bandaríkjamaðurinn Greg Du-
plantis en hann stökk 5,70 metra.
• í þrístökki karla sigraði Oleg
Protsenko frá Sovétríkjunum,
hannstökk 17,20 metra. -RR
• Sigurður Einarsson varðfimmti.
Navratilova fékk
óvæntan skell
- á Wimbledon-mótinu 1 tennis
Martma Navratilova fra Banda- um undanúrslitaleiknum eigast við
ríkjunum féll í gær út úr keppni á - "Steíi Graf og Mary Joe Fernandez.
Wimbledon-mótinu í tennis þegar
hún beiö lægri hlut fyrir löndu sinni
Jennifer Capriati í fjórðungsúrslit-
unum, 6-4 og 7-5. Navratilova, sem
hafði titil að veria, lenti strax í vand-
ræðum gegn hinni 15 ára gömlu
Capriati og varð að játa sig sigraða.
Argentíska stúlkan Gabriela Sa-
batini er komin í undanúrslit eftir
öruggan sigur á Lauru Gildemeister,
6-2 og 6-1, og í undanúrslitunum
mætir hún Jennifer Capriati og í hin-
Boris Becker, Þýskalandi, er komin
áfram í 5. umferð eftir sigur á Svían-
um Christian Bergström, 6-4, 6-7
(4-7), 6-1, 7-6 (7-2). Þá tryggði Frakk-
inn Guy Forget sér sæti í 5. umferð
eftir sigur á Tim Mayott, Bandaríkj-
unum, 6-7 (4-7), 7-5, 6-2 og 6-4. Ann-
ar góður tennisleikari, Andre Ag-
assi, Bandaríkjunum, sömuleiðis
kominn í 5. umferö eftir sigur á Hol-
lendingnum Jacco Eltingh, 6-3, 3-6,
6-3 og 6-4.
• Hluti þátttakenda i bæjakeppninni sem fram fór á Sauðárkróki
Sauðkrækingar
unnu bæjakeppni
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Bæjakeppni í golfi fór fram á Hlíö-
arendavelli um síðustu helgi. Kepp-
endur voru 60 talsins, frá Blönduósi,
Ólafsfirði og Skagastönd, auk heima-
manna frá Sauðárkróki. Sauðkræk-
ingar sigruðu í keppninni, meðalskor
sex bestu var 70,3 högg. Blönduósing-
ar komu næstir með 77,2 högg, Skag-
strendingar urðu í þriðja sæti með
78,2 högg og Ólafsfirðingar ráku lest-
ina með 78,3 högg.
I karlaflokki með forgjöf sigraði
Adolf Berndsen Golfklúbbi Skaga-
strandar. í keppni með forgjöf sigraði
Öm Sölvi Halldórsson, Golfklúbbi
Sauðárkróks. í kvennaflokki sigraði
Valgerður Sverrisdóttir, Golfklúbbi
Sauðárkróks, bæði með og án forgjaf-
ar.
í keppni unglinga sigraði Steinþór
Karlsson, Golfklúbbi Skagastrandar,
með forgjöf og Guðjón Baldur Gunn-
arsson, Golfklúbbi Sauðárkróks, í
keppni án forgjafar.
Kani í sigti
hjá Haukum
- tveggja metra risi í viöræðum við Hauka
Úrvalsdeildarlið Hauka í körfu-
knattleik er nú á höttunum eftir
þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.
Eins og komið hefur fram hér í DV
er Glenn Thomas hættur með liðið
en hann stjórnaði því á síðasta
keppnistímabili.
Forráðamenn Hauka hafa verið í
sambandi við umboðsmenn í Banda-
ríkjunum og í dag eru Haukar með
spilandi þjálfara í sigtinu. Sá er 30
ára gamall Bandaríkjamaður, 2,04
sentímetrar á hæð og leikur í stöðu
miðherja. Hann hefur leikið í Noregi
og á Englandi við góðan orðstír og
þá hefur hann spilað körfubolta í
Ástralíu og á Nýja Sjálandi.
„Við höfum rætt við leikmanninn
og umboðsmann hans og gert honum
tilboð. Hann er að skoða tilboðið og
ætlar að gefa okkur svar um næstu
helgi. Við höfum ekki séð leikmann-
inn en höfum fengið ítarlegar upplýs-
ingar um hann sem okkur list vel á.
Hann þykir mjög góður leikmaður,
tekur mikið af fráköstum og þar sem
hann hefur leikið hefur hann skorað
að jafnaði 30-40 stig í leik. Þetta ætti
að skýrast betur á næstu dögum,“
sagði Ingvar Kristinsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Hauka, í
samtali við DV í gær.
Jón Örn til Hauka?
Haukamir eru byrjaðir að æfa að
loknu sumarleyfi. Jón Örn Guð-
mundsson, sem leikið hefur með Þór
á Akureyri tvö síðustu ár, hefur ver-
ið að æfa með liðinu en ekki gengið
frá félagaskiptum.
-GH