Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 2
16
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991.
Húsog garðar
„Þegar fólk hyggst kaupa gamalt
hús tll þess aö gera upp í Reykjavík
eru ákveðnar upplýsingar sem fólk
ver öur aö afla sér áður en kaupin eru
gerð. Kanna verður hjá Borgarsklpu-
laginu hvort húsið má standa áfram
eða hvort það verður í vegi fyrir
nýju skipulagi. Ef húsið er lítið verð-
ur að athuga hvort möguleiki sé á
að byggja við það. Hjá embætti bygg-
ingafulltrúa er hægt að fá uppdrætti
af nær öllum húsum og í skjalasafni
borgarinnar, í Skúlatúni 2, er hægt
að fá alla sögu hússins, m.a.s. íbúa-
skrá. Þetta er mjög aðgengilegt í
Reykjavík og góð þjónusta," sagði
Leifur Blumenstein, byggingafræð-
ingur og sérfræðingur í endurbygg-
ingum og viðhaldi gamalla húsa, í
samtali við DV.
Leifur vann um árabil hjá Reykja-
víkurborg og hafði umsjón og stjórn
á hendi við endurbyggingu fjölda
gamalla húsa. Nefna má Höfða sem
hann vann við undir stjórn Gunn-
laugs Halldórssonar sem var arki-
Tjarnargata 33 er glæsilegt hús. Hannes Hafstein byggði það áriö 1909. Þetta hús er ákaflega vel með farið. Þar hefur verið rekið barnaheimilið Tjarnar-
borg undanfarna áratugi. Stýrimannastígur 8 er siðan á öndveröri öldinni. Nú er verið að skipta um járn á því í fyrsta skipti. Húsið var mjög vel farið
undir járninu. Verið er að Ijúka viðgerð á því en eins og sjá má er enn eftir að skipta um gluggana. Húsið var „augnstungið", eins og það er kallað,
þegar póstarnir voru teknir úr gluggunum. Á gaflinum er enn upphaflegur gluggi, hinir verða gerðir eins.
Þetta glæsilega hús er Þingholtsstræti 29, svokallað katalóghús, sem kom til landsins i pörtum og var svo sett saman. Jón Magnússon ráðherra reisti það
rétt fyrir aldamót. Verið er að Ijúka viðgerðinni og verður byrjað á málningarframkvæmdum innan skamms. DV-myndir Hanna
aUtaf að fyrstu gerð og oft getur ver-
ið um vönduð hús að ræða sem leyn-
ast undir ryðguðu bárujámi.
Bárujámshúsin eru mörg hver
ótrúlega vel farin, sem kemur í ljós
þegar skipt er um jám. Ég tel að
nauösynlegt sé að skipta um báru-
járn svona tvisvar sinnum á öld og
það getur ekki talist mikið viðhald.
Og kannski ekki einu sinni það. Á
ýmsum þeim húsum sem ég hef ver-
ið að vinna með hefur ekki verið
skipt um jám síöan húsin vom byggð
í kringum 1906 eða svo. Skipta þarf
um blautrými húsanna, það er bað-
herbergi, eldhús og þvottahús. Líf-
aldur slíkra herbergja verður alltaf
styttri og styttri. Hann var 25 ár en
er nú kominn niður í 10 ár. En það
þarf ekkert aö breyta herbergjunum
í gömlu húsunum.
Einfalt gler dugar vel
í timburhúsin
Sumir telja að nauðsynlegt sé að
skipta um gler í gluggum gömlu hús-
anna og setja tvöfalt gler. Ef
gluggarnir eru ófúnir er engin
ástæða til þess að hrófla viö þeim.
Það er nauðsynlegt að hafa tvöfalda
glugga í steinhúsum en vel hægt að
nota einfalt gler í timburhúsum,"
sagði Leifur.
„Borgarstjórar Reykjavíkur allt frá
Geir til Davíðs hafa allir sýnt mikinn
skilning á verðmæti gamalla húsa.
Eins og áður sagði gekk borgin á
undan með góðu fordæmi í friðun
og endurbyggingu gamalla bygginga
og fékk hnútur fyrir. Flest af þeim
húsum, sem endurbyggð hafa verið,
voru keypt til niðurrifs. Má nefna að
Fríkirkjuvegur 11, hús Thors Jensen,
var á sínum tíma keypt til niðurrifs
og fleiri merk hús,“ sagði Leifur.
„Erlendis, t.d. í Noregi og Þýska-
landi, er vemdun og friðun gamalla
húsa styrkt af almannafé. Veittir eru
óafturkræfir styrkir. Ef hús er friðað
verður þaö baggi á eigendum sínum,
eins og mörg dæmi eru til um. Hér á
landi getur þetta verið vandkvæðum
bundið vegna þess að alltaf skortir
fé til þessara hluta," sagði Leifur
Blumenstein. -A.Bj.
Lelfur Blumenstein byggingafræð-
ingur.
tekt endurbyggingarinnar. Það var
árið 1968 og var Höíði raunar fyrsta
húsið sem Leifur vann við. Síðan
vann hann við hvert húsið á eftir
öðru, í kringum tjörnina og annars
staðar í borginni. Árið 1980 slasaðist
Leifur er hann féll með vinnupalli
viö Iðnskólann gamla og upp úr því
lét hann af starfi sínu hjá borginni.
Undanfarin ár hefur hann unniö fyr-
ir einstaklinga og nú fyrir húsfriðun-
amefnd. Er við heimsóttum hann í
vikunni var hann að vinna vdð kirkj-
una að Hjarðarholti í Dölum. Leifur
hefur kennt byggingatækni við Iðn-
skólann og Tækniskólann á áratugi.
Endurbyggingin hefst
í kringum 1970
„Það er meiri áhersla lögð á vdð-
hald og endurbyggingu húsa nú en
áður var. Það var í kringum 1970 að
vakning varð í Evrópu um endurgerð
og vdðhald gamalla húsa. Reykjavík-
urborg var þannig samtíma öðmm
Evrópulöndum í þessu tilliti. Höfði
var endurbyggður 1968 og strax árið
1969 var Fríkirkjuvegur 3, hús Sig-
urðar Thoroddsen, endurbyggt.
„Vissulega má segja að verð gam-
alla uppgerðra húsa í dag sé of hátt
en það er eftirspumin eftir þeim sem
skapar þetta háa verð. Erlendis þyk-
ir tvöfóldun á byggingakostnaði ekki
mikil þegar um er að ræða verð á
uppgerðum húsum. Nú er í tísku að
gera upp gömul hús og þá er ekki
spurt um verð,“ sagði Leifur.
„Gömlu húsin, frá öndverðri öld-
inni, voru orðin verölítil og höíðu
verið vanrækt í áratugi. Það var erf-
itt um lánafyrirgreiðslur og fólk gat
ekki hugsað sér að búa í öðm en
nýjum húsum. Segja má að hús búi
undir ryðguðu bárujáminu
- hægt að fá sögu og íbúaskrá gamalla húsa hjá skjalasafni Reykjavíkurborgar