Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Side 4
18
Hús og garðar
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991.
DV
Veðurfarsleg áhrif meiri hér en á nokkru öðru byggðu bóli:
Hafiö í huga að
steypan þarf aö anda
„Eftir tuttugu ára predikanir er nú
loksins farið að taka upp þær aðferð-
ir sem við höfum haldið á lofti við
frágang á steyptum húsum,“ sögðu
þeir félagar Haraldur Hjartarson og
Elias Guðmundsson, eigendur Stein-
prýði hf., í samtali við DV. Fyrirtæk-
ið hefur m.a. umboð fyrir bandarísku
Thoroefnin sem notuð eru viö frá-
gang á steypu og koma, að sögn
þeirra félaga, í veg fyrir raka-
skemmdir á steypunni.
Allir kannast við steypuskemmdir
á húsum, svokallaðar alkalískemmd-
ir eða venjulegar sprungur sem
koma í hús og valda bæði tjóni og
ómældum leiðindum húseigenda.
Við spurðum þá félaga hver væri
ástæðan fyrir lekum húsum.
„Ástæðurnar fyrir lekum húsum
eru margar og mismunandi. Það get-
ur verið efnið, vinnan eða hönnunin
eða allt þetta. Ein orsökiner að raka-
streymi stoppar við málninguna. All-
ir kannast við poka í málningunni.
Þeir eru fullir af vatni sem kemst
ekki út.
Thoroefnin eru opin efni. Þau eru
100% steinefni sem notuð eru á hús-
in, bæði utan og innan en aðallega
að utan. Nefna má ýmsar stórbygg-
ingar þar sem þetta efni hefur verið
notað, eins og innan á veggi geðdeild-
ar Landspítalans og á Þjóðarbók-
hlöðuna. Arið 1978 tókum viö að okk-
ur þakið á Laugardalshöllinni. Það
var bæði lekt og einnig farið að þynn-
ast mikið. Thoro þróaði nýtt efni sem
notað var á þakið á kúlunni og tókst
það mjög vel.
Við erum nú að vinna ný hús sem
Álftárós er að byggja fyrir DAS í Jök-
ulgrunni. Við köllum að við „hreins-
um“ nýju húsin, við hreinsum hugs-
Haraldur Hjartarson, framkvæmda-
stjóri Steinprýöi hf.
DV-mynd Hanna
é
- segja Haraldur og Elías í Steinprýði
Haraldur og Elías lögðu áherslu á
að þeir framkvæmdu ekki viðhald
húsa heldur viðgerðir. Þeir sögðust
aldrei gera föst verðtilboð í viðgerðir
nema alveg lægi ljóst fyrir hvað
raunverulega þyrfti að gera við hús-
ið. Þeir gera hins vegar verðtilboð í
ný verk og geta þá fyllilega staðið við
það.
Við spurðum um kostnaðinn við
notkun Thoroefnanna. Fyrirtækið
lét Hagvang gera hlutlausa könnun
á kostnaði á frágangi steyptra
útveggja með Thoroefnum miðað við
hefðbundna aðferð (múrhúðun og
málning). Sú könnun leiddi í ljós að
þar sem um var að ræða slétta áferð
reyndist Thoroaðferðin um 47%
ódýrari en ef um var að ræða hraun-
aða fleti var mismunurinn enn meiri.
Thoroaðferðin var þá 54% ódýrari
en hefðbundin aðferð.
Mismunurinn er í rauninni enn
meiri þar sem viðhald húsa, sem
unnin eru með Thoroaðferðinni, er
svo miklu minna heldur en ef notuð
er hefðbundin aðferð (miðað við að
hefðbundna aðferðin heppnist 100%).
„Við höfum tekið að okkur viðgerð-
ir á eldri húsum. Við höfum t.d. ver-
ið um það bil ár að vinna einbýlishús
á. Seltjarnarnesi sem var mjög illa
Óskaplegt veðurálag
í vetur var birt könnun sem gerð
hafði verið á veðurfari hér á landi. í
ljós kom að hér á landi er verðurfar
þannig að það er óskaplegt álag á
allar byggingar og meira heldur en
þekkist á nokkru öðru byggðu bóli í
heiminum. Nefna má að frost og
þíðuverkanir geta verið 80 á ári að
meðaltali. Þar að auki er sólin mjög
sterk hér á landi þegar hún skín.
Allt þetta gerir að verkum að vanda
verður til byggingaframkvæmda hér
umfram það sem nauðsynlegt er
annars staðar í heiminum.
„Við leggjum áherslu á að vinna
með Thoroefnum er ekki málningar-
vinna heldur múrvinna. Menn geta
borið Thoroefnin sjálfir á hús sín ef
þeir eru heiðarlegir og vandvirkir.
Þaö þýðir ekkert að reyna að spara
sér vinnu eða efni. Það verður að
gera þetta eftir nákvæmri forskrift,"
sagði Elías.
Þeir félagar sýndu okkur einbýlis-
hús í Smáíbúðahverfi sem með-
höndlað hafði verið með Thoro í
fyrra. Það hafði verið kústað á það
fyrir átján árum, húseigendur höfðu
gert það sjálfir. Það tókst mjög vel
Þessar myndir eru teknar af einbýlishúsinu á Seltjarnarnesi er verið var að vinna þar en húsið var mjög illa farið. Ekki þurfti að hafa mikið fyrir að brjóta
úr skyggninu á bílskúrnum, það hreinlega molnaði þegar við þaö var komið. Skorsteinninn var mjög illa farinn. Ef myndin prentast vel má sjá hvernig
ysta húðin í pússningunni flettist af.
anlega olíu sem komið hefur úr mót-
unum, hreinsum burtu steypu-
slamma, ysta lagið sem kemur í
steypuna þegar hún kemur úr mót-
unum. Þetta er þunn sementshúð
svona 1 mm á þykkt. Svo er Thoro-
efnunum sprautað eða kústað á vegg-
ina sem veröa algerlega þéttir en
hleypa samt í gegnum sig raka. Þetta
kemur í veg fyrir að húsin springi
auk þess sem viðhald húsa, sem
meðhöndluð hafa verið með Thoro-
efninu, er hverfandi lítið,“ sögðu þeir
félagar.
Sem dæmi nefndi Haraldur tíu
húsa raöhúsalengju. Níu af húsun-
um voru meðhöndluð með Thoroefn-
inu utanhúss fyrir tíu árum og hafa
ekki þurft neitt viðhald síðan. Einn
húseigandinn vildi ekki þá meðferð
heldur notaði heföbundnar aðferöir.
Hann hefur þurft aö mála sitt hús
fjórum sinnum á þessu tíu ára tíma-
bih!
farið. Það þurfti að hreinsa múrhúð-
unina gjörsamlega af húsinu, taka
burtu allar skemmdir sem í ljós
komu, t.d. var skorsteinninn alger-
lega ónýtur. Þetta verk reyndist mjög
dýrt í framkvæmd, kostnaður fer
yfir eina milljón kr.
Þetta hús hafði verið málað mörg-
um sinnum en með því var aldrei
komist fyrir vandann heldur aðeins
breitt yfir misfellurnar með máln-
ingu,“ sagði Elías.
og segja þessir húseigendur að þetta
sé besta ijárfesting sem þeir-hafi
nokkru sinni gert.
Um fjörutíu manns tengjast Stein-
prýði, þar af 15-18 múrarar. Fyrir-
tækið gengst fyrir námskeiðum fyrir
múrara og byggingameistara. í vor
sóttu hundrað manns námskeið fyr-
irtækisins í húsakynnum þess að
Stangarhyl 7.
-A.Bj.
Rakastig í nýjum íbúðum ofthátt:
Loftræstið vel og opnið glugga
Það má eílaust leita með logandi
ljósi um allan heim án þess að finna
jafnvönduö hýbíli eins og á íslandi.
Auðvitað eru sérstakar kröfur hér
á landi hvað varðar styrkleika
húsa gagnvart jarðskjálftum. Hér á
landi eru veður einnig slík að
hvergi annars staðar á byggðu bóh
verða húsbyggingar fyrir eins
miklu álagi af völdum veðurs og
hér á landi. Við verðum einnig að
taka sérstakt tillit th jarðskjálfta-
virkni hér á landi. Hér á landi hafa
komið jarðskjálftar af styrkleika
sem leggja hús að velli erlendis en
hreyfa ekki við byggingum hér á
landi. Þó er ekki því að neita að
stundum fmnst manni eins og það
keyri um þverbak hve byggingar
hér eru rammgerar. Þegar farið er
að nota þrefalt eða jafnvel fjórfalt
gler í glugga og aht eftir því! Svo
er fólk alveg hætt að opna glugga,
sagði viðmælandi okkar er við
ræddum um íburðarmikil húsa-
kynni Reykvíkinga. Hann sagöist
vita dæmi um að í nýjum húsum
væri gjarnan kvartaö undan raka,
í verstu tilfellum læki rakinn niður
veggina. Þetta er aöeins vegna þess
að íbúðir eru illa loftræstar, fólk
er hreinlega hætt að opna glugga,
sagði hann. Um daginn kom ég í
íbúð til ungra hjóna sem áttu lítið
barn. íbúðin var ný en í henni mik-
ill raki. Ungu hjónin voru óhress
með þetta en ég rak strax augun í
að gluggarnir voru þrútnir og
höföu greinilega ekki verið opnaðir
lengi.
Þau sögðust ekki geta opnað
glugga vegna þess að þau væru með
ungbam og vildu ekki fá kulda á
barnið. Rakinn er örugglega miklu
verri fyrir barnið en kuldinn enda
ótrúlegt að kuldi í íbúð í Reykjavík
geti verið skaðlegur nokkrum
manni, ungum eða gömlum.
í húsnæði, þar sem raki virðist
hafa tekið sér bólfestu, er ráðlegt
að loftræsta vel. Jafnframt er nauð-
synlegt að kynda vel á meðan hús-
ið er að þorna. Njótið þess að láta
ferska loftið leika um húsakynnin.
-A.Bj.