Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 23 Húsog garðar Eitt eitur er öðrum fremur vel fall- ið til notkunar í görðum. Þaö nefnist permasect og er aðeins skaðlegt hryggleysingjum. Núna er t.d. nátt- úruleg plága að komast í hámark. Er það svokölluð grenilús sem sækir á sitkagrenið. Það er alveg ótrúlegt hve lús þessi getur verið fljót aö vinna á grenitrjánum og þá veröur að grípa til örþrifaráða. Hins vegar má fólk ekki vera of taugaveiklað. Það gerir ekkert til þótt ein eða tvær lýs séu á stöku lauf- blaði. Annað mál er ef lýsnar eru orðnar 10 stk. eöa meira á hverju laufi. Sum skordýr, sem eru á trjá- laufi, eru til heilla fyrir tréð og éta skaðleg kvikindi. Á íslandi eru þekkt milli 40 og 50 skordýr sem finnast á trjám og runnaplöntum. Aðeins þijár tegundir eru skaðlegar," sagði Ásgeir. Það skal vanda sem lengi á að standa - Hvernig ber að standa að gróöur- setningunni? Menn geta reitt sig á að plantan borgar til baka hvert einasta handtak sem gert er fyrir hana. Því er mikils- vert að standa sem allra best að gróð- ursetningunni. Fyrst af öllu verður að búa til gott rótarsvæði fyrir plönt- una. Hún þarf að hafa vinsamlegt rými. í það verður að láta góða mold, hægt er aö búa hana til sjálfur með því að blanda saman mómold og hrossataði. Þegar plantað er í slík beð vaxa plönturnar og dafna vel. Auðvitað er hægt að stinga upp mjóa rás eins og skóflublað. Plöntur dafna e.t.v. í slíku beði í eitt til tvö ár en svo verður engin mynd á þeim eftir þaö. Slíkar plöntur verða einnig morandi í óþrifum. Svo þarf að sjá um að plantan fái nægilegan áburð og vatn og klippa hana eftir þörfum. Þannig fást þrif- legar plöntur. Við megum ekki vera óþolinmóð „Oft ber á því að fólk er óþohn- mótt og getur varla beðið eftir því að hmgerðið vaxi. Þetta er auðvitað vegna þess að fólk þyrstir í gróöur. Það er líka ótrúlegt hve miklu fólk hefur áorkað á undanförnum árum. Græddir hafa verið upp gullfallegir trjálundir á örfoka melum í nágrenni við borgina, eins og t.d. á melnum við Úlfarsfeh í Mosfellsbæ. Ef við lítum svona tíu ár aftur í tím- ann sjáum við að það hafa orðið stór- felldar breytingar til hins betra. Teg- undunum, sem eru á boðstólum, hef- ur fjölgað, sömuleiðis fagfólki eins og garðyrkju- og skógfræðingum, landslags- og skrúðgarðaarkitektum sem fólk leitar nú til í æ ríkara mæli en áður. Einnig er mjög mikið atriði að plöntur, sem fólk kaupir, séu góðar. Ég tel að í dag megi treysta gróðrar- stöðvum til að hafa einungis góðar plöntur á boðstólum. Lítil og sterk planta er fljótari að rótfesta sig í góðu rótarstæði en stærri planta, sem hef- ur verið látin vaxa hratt, án þess að vera klippt. Má nefna sem dæmi ef tveimur grenitrjám er plantað hliö við hhð, annað er kannski einn og hálfur metri á hæð en hitt ekki nema hálfur metri. Það htla er fljótt að ná því stærra og fer síðan fram úr því. Dúnyllirinn uppfyllir margar kröfur - Hvað um stök garðtré, ber þar eitt- hvert tré af öðru? „Vinsældir greni- og barrtrjáa eru miklar. Blómstrandi tré eins og gull- regn er einnig bæði fallegt og vin- sælt. Alaskaösp er einnig eftirsótt og hefur staðið sig vel. Á undanfömum árum hefur tölu- vert dregið út notkun reynitijáa. Reykvíkingar voru orðnir leiðir á þeim. Þetta voru lengi ein aðalgarða- trén hér á landi. En þau endast ekki eins vel og ýms önnur tré og svo er þeim hætt við reyniátu. Blómstrandi runnar eru einnig mjög vinsæhr. Þeir þurfa að standa frítt til þess að njóta megi blómanna sem best. Þá er dúnylhr skemmtilegt og jafnframt skuggsælt tré sem upp- fyllir kröfur fólks í dag. Það vex hratt, blómstrar og þolir að standa í skugga. Ef það vantar plöntu í skot norðan undir bílskúmum er tilvahð að planta dúnyhi þar. Hann er einnig kjörinn til þess að brjóta upp langan, gráan steinvegg, eða ef hylja þarf eitthvað eins og safnhaug eða ösku- tunnur. Dúnylhr er skógarrunni sem verður ekki hærri en 2 metrar eða svo. Dúnyhirinn er frábært dæmi um plöntu sem vel hefur tekist til um en hann kom fyrst hingað th lands árið 1947 frá Alaska. Alaskaöspin er aö sjálfsögöu einnig frá Alaska, kom hingað til lands eftir 1950. Árið 1963 gerði ógurlegt stórviðri hér á landi í apríl og kól þá nær allar aspir á land- inu. Menn þekktu öspina ekki nægi- lega vel og héldu að plönturnar væra dauðar. Var þeim fleygt þar sem til þeirra náðist. Sumar voru höggnar niðri við rót, eins og var t.d. gert við aspirnar í Múlakoti. Svo gerðist ' undrið. Aspimar voru ekki dauðar, heldur komu með nýja sprota upp frá rótinni. Nú era aspimar í Múlakoti um 14 m háar. Síðar vora sóttar nýj- ar aspir th Alaska. En sem hetur fer gerir ekki svona veður nema þrisvar til fjórum sinn- um á öld. Símaþjónusta Skógræktarinnar Skógræktarfélagið starfrækir Engin vandamál með skjólveggjum Ómar Garöarson, DV Vestmarmaeyium; Ingibjörg Hafliðadóttir, formaður Garðyrkjufélags Vestmannaeyja, mótmæhr því að ekki sé hægt að rækta tré í Vestmannaeyjum. Menn verði aö laga sig aö aðstæðum og koma sér upp skjólveggjum sem th skamms tíma voru alltof lítið notaðir í Eyjum. Á þetta við bæði blóma- og trjárækt. „En fólk er að átta sig á nauðsyn þess að koma upp skjólveggjum og þá er þetta ekkert vandamál," sagði Ingibjörg. „Samkvæmt veðurmæhngum höfum viö lengsta sumar á íslandi, þ.e. aö lengst er á milh frostnótta frá vori th hausts sem auöveldar alla ræktun. En það er hér í Eyjum ejns og annars staðar á landinu að fólk ætlar sér of mikið og gefst fljótt upp.“ Hún segir nauðsynlegt að binda blóm upp vegna roks sem getur skolhð á, jafnvel um hásumar. Ingi- björg sagði að blómarækt gæti gengið vel eins og margir fahegir garðar í Vestraannaeyjum sanna. „Það er t.d. ekkert mál að rækta rósir og haugarós vex hért.d. vhlt. Sama má segja um dagstjömuna sem vex orðið vhlt um aha Heimaey. Þetta er bara spum- ing um skjól. Seltan er ekki okkar versti óvinur, það er vindurinn," sagði Ingibjörg að lokum. Ingibjörng sýnir blaóamanni rósir sem hún setti nidur i vor og hafa dafnað. DV-mynd Ómar símaþjónustu fyrir almenning. Hvað spyr fólk helst um? „Þaö fer eftir árstíðum en þessi þjónusta er rekin aht árið. Núna er spurt um hirðingu garða, hvað eigi að gera við ormaplágu og götóttum laufblöðum, eða þegar laufblöðin neðan á runnum gulna og faha af. Einnig er spurt um áburðargjöf, hvaða tré henti á hina ýmsu staði. Stundum fáum við sendar greinar og er þá spurt um hvaða tegund sé um að ræða. Á vetuma er leitað ráða við klippingar. Þeir sem kaupa hjá okkur plöntur hafa aðgang að garð- yrkjufræðingi. Að öhu jöfnu forum við ekki í húsvitjanir, nema ef ein- hver vandræði koma upp með plönt- ur,sem hafa verið keyptar hjá okk- ur,“ sagði Ásgeir Svanbergsson. -A.Bj. Rafkaup ÁRMÚLA 24, RVÍK Sími: 68 15 18 SEMKÍS íslensk viðgerðarefni rir steinsteypu SEMKÍS steypuviðgerðarefnin fást bæði fljót- og hægharðnandi, með eða án trefja. SEMKÍS F100 ryðvarnarefni fyrir steypustyrktarstál. fvrir SteínSteVDU SEMKIS s-10° vatnsfælin steypuhúð til * » ■ vatnsþéttingar, verndunar og viðgerða. SEMKÍS efnin eru þróuð fyrir íslenskar aðstæður, framleidd undir ströngu gæðaeftirliti og prófuð hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. SEMKÍS efnin fást hjá öllum helstu byggingavöruverslunum og SANDI HF, Viðarhöfða 1 í Reykjavík, sími: (9i)-673555. SEMKIS AKRYL 100 ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF Viðarhöfði 1 Reykjavík, sími: 673555 íblöndunarefni fyrir múr og steinsteypu TÆKNIÞJÓNUSTA - RÁÐGJÖF FRAMLEIÐANDI: sérsleypan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.