Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 25 Hús og garðar fjölær fjallaplanta, mjög skemmtileg og falleg. Hún er dálítið erfið í rækt- un í Reykjavík en hér lifir hún eins og hún hafi aldrei gert annað. Svo er aftur verra með suma aðra fjölær- inga, eins og musterisblómið, sem þarf lengra sumar en við getum boð- ið. Það á erfitt með að blómstra héma en fyrir sunnan er einmitt það sumar sem það þarf. Þetta á við um sein- blómstrandi fjölærar plöntur og runna líka. Sumarið á ísafirði er styttra en í Reykjavík en það er ákaf- ara. Hér er meira logn, meira skjól og betri vaxtarskilyrði og sprettan verður örari. Vandamálið hér er þurrkurinn. Oft rignir ekki allan maímánuð svo kemur kannski vætu- tíð í júní þó að það hafi brugðist núna og síðan er kannski sólskin og þurrkur allan júlímánuð. Hér verða þurrksk'emmdir í görðum af því að fólk vökvar ekki nóg. Það þarf að vökva mikið, sérstaklega á Eyrinni þar sem allt vatn hripar niður um gljúpan jarðveginn." - Hvað ætli það séu margar tegund- ir af plöntum í garðinum hjá Ásthildi og Elíasi? „Það er eitthvað á annað þúsund tegundir af blómjurtum, trjám og runnum. Fyrir utan allmargar teg- undir af trjám og runnum er töluvert um mismunandi kvæmi af einstök- um teguridum, t.d. fjallaþinur og hvítþinur. Hérna erum við með finnska hengibjörk fyrir utan ís- lenska birkið. Svo er töluvert af fjöl- ærum blómum. Við erum í sambandi við Herdísi í Fornhaga, sem hefur gaukað aö okkur ýmsu sem hún á í fórum sínum, afskaplega merkileg kona og mikil ræktunarmanneskja, og sama er að segja um Vigdísi á Hofi í Vatnsdal. Þær hafa gert mikið að því að safna fjölærum jurtum og fjölga þeim.“ Kúluhúsið fellur gjörsamlega inn í umhverfið. \ um eru þau bæði á kafi í sínum eigin garði og hjá öðrum á ísafirði. Garð- urinn þeirra (sem að hluta til er inni í kúluhúsinu) hefur að geyma gífur- legan fjölda plantna. Elías vinnur á vetrum við iðn sína, múrverkið, en á sumrin tekur hann að sér að koma görðum í stand fyrir fólk og ýmist hannar hann þá í sam- ráði við eigendur eða vinnur eftir hugmyndum og skipulagi annarra. Á meðal fallegustu garða á ísafirði eru nokkrir sem Stanilas Bohic hefur hannað en hann er franskur garö- arkitekt í Reykjavík. íbúð og garður undir sama þaki Kúluhúsið er á þriðja hundrað fer- metrar að flatarmáli, þar af garður- inn rúmlega helmingur. íbúðin er á stöllum baka til í kúlunni og tyrft yfir. Þessa dagana er gríðarlega heitt í forgarðinum, það vantar bara skrækjandi apa og páfagauka í trén svo að þetta sé alveg eins og í hita- beltinu. En hvað segir Ásthildur um garð- menningu ísfirðinga? Er mikill mun- ur á görðunum á ísafirði og í Reykja- vík? „Ef þú hefðir spurt mig fyrir bara tveimur árum þá hefði ég sagt já. En það hefur orðið alveg ótrúlegt stökk ,ram á við í þessum efnum á allra síðustu árum og allt á mjög góðri leið. Það er að vísu meiri fjölbreytni í görðunum fyrir sunnan, ástæðan er meðal annars heita vatnið sem þar er nóg af. Við erum heldur ekki enn- þá með eins mikið af listaverkum og styttum og öðrum skemmtilegheit- um í görðunum en þetta er allt í rétta átt.“ Aðstæður frábrugð- nar en ekki verri - En hvað með aðstæður til garð- ræktar á ísafirði, borið saman við Suðvesturhornið, að heita vatninu frátöldu? Eru þær verri hérna? „Aðstæðurnar hérna eru frá- brugðnar en þær eru ekkert verri. Við þurfum í sumum tilvikum öðru- vísi plöntur. Sem dæmi má nefna stjörnublöðkuna, Lewisíuna, sem er LAGER- ÚTSALA Flísabúðarinnar á Dverghöfða 27 Allir afgangar eiga að seljast. Ótrúlegt verð. Verð: 500 kr. fm. Ath.: Aðeins á afgöngum. Stórhöfða 17 v/Gullinbrú, sími 674844. SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA Við hjá DV höfum ákveðið að taka í notkun svokölluð GRÆN NÚMER sem er ný þjónusta hjá Pósti og síma. Ef þú, lesandi góður, hringir í þessi númer greiðir þú aðeins gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1. DV, sem er rétthafi GRÆNA NÚMERSINS, greiðir hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan af landinu þú hringir, þú munt ætíð bera lágmarkskostnað vegna símtalsins. Þjónusta GRÆNA SÍMANS verður eingöngu ætiuð vegna áskriftar og smáauglýsinga. ÁSKRIFTARSÍMINN: 99-6270 SMÁAUGLÝSINGASÍMINN: 906272 SIMINN - talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.