Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Qupperneq 6
6
Útlönd dv
„Þú hefur látiö á sjá, Gorbatsjov." Teikning Lurie
Sovétforseti beygir sig fyrir Rússlandsforseta:
Stjórn mín á öll
að segja af sér
- sagði Gorbatsjov í rússneska þinginu
Valdaráns-
menngátu
vopnum
Nú er komið á daginn aö við
valdaránið í Sovétríkjunum kom-
ust kódar, sem nauðsyniegt er að
hafa til að geta notaö kjarnavopn,
í hendur valdaránsmönnum. Að
réttu lagi hefur forsetinn einn
aðgang að þessum kódum og
Gorbatsjov geymdi þá í sérstakri
skjalatösku.
Þaö er bandaríska stórblaðið
Washington Post sem sagðí frá
þessu í gær. í blaðinu er ályktað
sem svo að „öryggi alls heimsins
hafi verið í höndum manna sem
Gorbatsjov forseti kallar ævin-
týramenn".
Sem heimildarmaöur er nefnd-
ur Vladimir Lysenko, þingmaður
á rússneska þinginu. Hann var
einn þeirra sem flaug til móts við
forsetann á Krím daginn sem
valdaránið fór út um þúfur.
Málið var boriö í gær undir
George Bush Bandaríkjaforseta
þar sem hann var að hefja nýjan
hring á golfveUinum í Kenne-
bunkport. Bush sagðist enga vitn-
eskju hafa sem benti til aö hætta
hefði veríð á ferðum dagana sem
valdaránsmenn voru við völd.
Svaraði
með dauðum
kjúklingi
Stanislav Tyminski, pólski
milljónamæringurinn sem atti
kappi við Lech Walesa í forseta-
kosningum fyrr á árinu, svaraði
ásökunum blaös um að hann
hefði verði á bandi valdaráns-
manna í Moskvu með að senda
ritstjóranum dauðan kjúkling.
Tyminski sagðist hafa geymt
kjúklinginn í tvo daga áður en
sendingin fór af stað.
Síðastliðinn mánudag var í
blaðinu haft eftir Tyminski aö
nýju valdhafamir myndu bjarga
sovéskum efnahag og gefa lands-
mönnum brauð. Hann sagði að
slikt væri mikilvægara en vanga-
veltur um mannréttindi.
Landsbergis vill
réttarhöld yfir
kommúnistum
Vytautas Landsbergis, forseti
Litháens, lagöi í gær til að í land-
inu yrðu haldin alþjóðleg réttar-
höld yfir kommúnistum i líkingu
við þau sem haldin voru yfír
þýskum stríösglæpamönnum í
Nuremburg að lokinni síðari
heimsstyrjöldinni.
„Nú er komið að Nuremburg-
réttarhöldum yfir bolsevikkun-
um,“ sagði Landsbergis á sameig-
inlegum fundi fulltrúa frá þing-
um Eystrasaltsríkjanna þriggja.
„Ég legg til að réttarhöldin
verði haldin í Litliáen og við
munum bjóða alþjóðlegan dóm-
stól velkominn til starfa,“ sagði
hann.
Tékkar vilja
gangaíNATO
Jiri Dienstbier, utanríkisráð-
herra Tékkóslóvakíu, segir að
stjóm sin muni leita á náöir Atl-
antshafsbandalagsins til að
tryggja öryggi landins veröi því
ógnað. Hann sagði að jafnvel
kæmi til greina að sækja ura að-
ild að bandalaginu.
Ráðherrann sagði að enn heföu
engar viðræður farið fram um
hvort fyrrum aðildaríki að Var-
sjárbandalaginu gæti sótt um að-
ildaöNATO.
Router
Svo virtist sem Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseti væri að róa lífróður til
að halda völdum sínum þegar hann
kom í gær til fundar í rússneska
þinginu í boði Borís Jeltsín Rúss-
landsforseta.
Gorbatsjov ávarpaði þingið og til-
kynnti þar að þrír menn, sem hann
skipaði daginn áður í æðstu emb-
ætti, hefðu verið látnir segja af sér.
Þá tilkynnti hann einnig að Alexand-
ert Bessmertnjik utanríkisráðherra
hefði sagt af sér vegna þess að hann
hefði ekki staðið gegn valdaráns-
mönnum af fullri einurð.
Gorbatsjov bar enn lof á Jeltsín
fyrir forystu hans við að hrinda
valdaráninu og sagði að ráðherrar
sínir, þeir sem ekki voru í hópi valda-
ránsmanna, hefðu ekki gert allt sem
í þeirra valdi stóð til að koma í veg
fyrir valdaránið.
„í morgun fékk ég nýjar upplýs-
ingar um framgöngu utanríkisráð-
herrans í valdaráninu. Hann gerði
ekkert og tók ekki skýra afstöðu fyrr
en allt var afstaðið. Eg hef því leyst
hann frá störfum," sagði Míkhail
Gorbatsjov Sovétforseti í rússneska
þinginu í gær.
Alexander Bessmertnjik utanríkis-
ráðherra sagði eftir brottvikninguna
að hann væri ranglega borinn sökum
um að hafa ekki tekið skýra afstöðu
gegn valdráninu. Allt frá því valda-
ránsmenn gáfust upp hefur Bess-
mertnjik haldið því fram að hann
hafi legið rúmfastur meöan Gor-
batsjov var haldið frá völdum.
Hann sagðist hafa verið þvingaður
til að segja af sér eftir að hafa átt
samtai við forsetann í síma. Hann
sagði jafnframt vita með vissu að
Gorbatsjov teldi að hann hefði á eng-
an hátt tengst valdaráninu.
„Við ræddum stöðu mína og þá
varð niðurstaðan aö ég segði af
mér,“ sagði Bessmertnjik og ítrekaði
að ásakanir á hendur honum væru
ósannar.
„Ég tel það eðlilegt framhald máls-
ins að öll ríkisstjórnin segi af sér,“
sagði Gorbatsjov.
Fyrir fundinn í þinginu átti Gorb-
atsjov fund með fulltrúum þeirra
sovésku lýðvelda sem hafa léð máls
á nýjum sambandssáttmála. Gorb-
atsjov átti erfiða stund í þinginu og
þingmenn hikuðu ekki við að láta í
ljós álit sitt á honum.
Augljóst er að Gorbatsjov hefur
fundið að Jeltsín og fylgismenn hans
sættu sig ekki við val á nýjum mönn-
um í stöður varnarmálaráðherra,
innanríkisráðherra og yfirmanns
KGB í gær. Hann varð því að gefa
eftir og láta mennina víkja. Einkenn-
andi var við þessar tilnefningar að
nánir samstarfsmenn valdaráns-
manna völdust í æðstu embætti. Að-
stoðarmenn áttu aö verða aðalmenn
en engin merki voru sjáanleg um að
„Ég veit ekki hvaða upplýsingar
forsetinn hefur sem leiddu tíl þessar-
ar niðurstöðu,“ sagði ráðherrann.
Stuðningsmenn Jeltsíns segja að
Bessmertnjik hafi ætlað að búa svo
um að hann gætí tekið afstöðu með
víkja ætti frá fyrri stefnu.
í umræðum í þinginu sagði Gorb-
atsjov að refsa ætti þeim sem bæru
ábyrgð á valdaráninu. í gær bað
hann menn að fara sér hægt í refsi-
gleöinni. Nú sagði hann aö hik eða
fyrirgefning kæmi ekki til greina.
Jeltsín boðaði að nýr yfirmaður
KGB yrði Vadim Bakatin sem var
innanríkisráðherra áður en varð að
víkja fyrir Borís Pugo. Bakatín er
talinn frjálslyndur en Pugo var ef til
vill fremstur í flokki þeirra harðlinu- -
manna sem rændu völdunum síð-
astliðinn mánudag.
Gorbatsjov sagði að allir nýju ráð-
herrarnir væru valdir í samráði við
Jeltsín sem eftír tíðindi gærdagsins
er ótvirætt valdamestur stjórnmála-
manna í Sovétríkjunum.
hvorum sem var þegar niðurstaða
valdaránsins lægi ljós fyrir. Fyrir
þetta kölluöu þeir hann „pólitíska
skækju" í rússneska þinginu í gær.
Reuter
Rássneskgfáninn
blaktiryfirKreml
Rússneski fáninn blakti í gær
yfir Kreml í fyrsta sinn frá því
byltíngin var gerð árið 1917. Fán-
anum var komið fyrir 100 metra
frá skriístofu Gorbatsjovs.
Rússar hafa ákveðið að taka
upp aftur þrílita fánann sem þeir
höfðu fyrir byltinguna þegar
rauður fani með hamri og sigð
var tekinn upp.
Síðustu daga hafa Rússar notað
gamla fánann óspart ásamt rauða
fánanum með þeirri breytingu að
hamarinn og sigðin hafa verið
klippt burtu. Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERÐTR. (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 5,5-7 Lb
3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp
6mán. uppsögn 6,5-10 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 5,5-7 Lb.ib
6 mán. uppsögn 3-3.75 Sp
15-24 mán. 7-7,75 Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU 8,5-9 ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Lb
Vísitölub. kjör, óhreyföir. 3,25-4 Bb
Óverötr. kjör, hreyfóir SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabiis) 12-13,5 Lb.Sp
Visitölubundnir reikn. 6-10,8 Bb
Gengisbundir reikningar 6-10,8 Bb
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundin kjor 6,25-7 Bb
Óverðtr. kjör 15-16 Bb
INNL. GJALDEYRISR.
i Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb
Sterlingspund 9-9,6 SP
Vestur-þýskmörk 7,5-9,25 Lb
Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERDTR. (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 20,5-21 Ailirnema LB
Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 21-22 Sp.íb
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikninqar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 23,75-24 Bb
Skuldabréf AFURÐALAN 9,75-10,25 Bb
Isl. krónur 18,25-20,5 Lb
SDR 9.5-9,75 ib.Sp
Bandarikjadalir 7,8-8,5 Sp
Sterlingspund 12,8-13,5 Sp
Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Bb
Húsnæðislán 4,9
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir MEÐALVEXTIR 27,0
Alm. skuldabréf júli 18,9
Verötr. lán júlí VÍSITÖLUR 9,8
Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig
Lánskjaravísitalajúli 3121 stig
Byggingavísitala ágúst 596 stig
Byggingavisitala ágúst 186,3 stig
Framfærsluvísitala ágúst 157.2 stig
Húsaleiguvísitala 2.6% hækkun 1. júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,878
Einingabréf 2 3,148
Einingabréf 3 3,855
Skammtimabréf 1,961
Kjarabréf 5,502
Markbréf 3,943
Tekjubréf 2,119
Skyndibréf 1,712
Sjóösbréf 1 2,806
Sjóösbréf 2 1,932
Sjóósbréf 3 1,941
Sjóösbréf 4 1,701
Sjóósbréf 5 1,168
Vaxtarbréf 1,9810
Valbréf 1,8565
Islandsbréf 1,226
Fjóröungsbréf 1.133
Þingbréf 1,224
Öndvegisbréf 1,207
Sýslubréf 1,242
Reióubréf 1.193
Heimsbréf 1,070
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Ármannsfell hf. 2.38 2,50
Eimskip 5,86 6,05
Flugleiöir 2,45 2,55
Hampiöjan 1.85 1,94
Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,09
Hlutabréfasjóóurinn 1.67 1.75
Islandsbanki hf. 1,66 1.74
Eignfél. Alþýóub. 1.68 1.76
Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55
Eignfél. Verslb. 1.75 1,83
Grandi hf. 2,75 2,85
Olíufélagió hf. 5,45 5,70
Olis' 2.15 • 2.25
Skeljungur hf. 6,00 6.3Ó
Skagstrendingur hf. 4,90 5.10
Sæplast 7,33 7,65
Tollvörugeymslan hf. 1,01 1,06
Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,85
Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42
Almenni hlutabréfasj. 1,11 1.16
Auðlindarbréf 1,04 1.09
Islenski hlutabréfasj. 1.15 1,20
Sildarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb = Islandsbanki Lb= Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Reuter
Ég fékk að vita sannleikann
- sagði Gorbatsjov við brottrekstur utanríkisráðherrans
Alexander Bessmertnjik segir að hann sé borinn röngum sökum um að
hafa ekki reynt að hindra valdarániö. Simamynd Reuter